Nýi tíminn


Nýi tíminn - 04.08.1949, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 04.08.1949, Blaðsíða 8
 Framsóknarstjóra á fjáraaagas- Konur í frelsisbaráttu nýíei jíjóðar 't — Sjá 6. síðu. Vestur-íslendingasni? kveðja fslendingar fremstir allra þjóða á bókmenntasviðinu — Líklega jiað eina sem þeir eru fremstir í, ssgir Vilhiálmur Stefánssen ÚJ Vestur-Islendingarnir, þeir Vijhjálmur Stefánsson land- könnuður og Guðmúndur Grímsson dómari og konur þeirra hafa nú lokið dvöl sinni hér á landi. Guðmundur og kona Iians flugu héðan til Kánpraannahafnar, fóru A'estur með Gullfössi. „Við þökkum þjóðinni allri fyrin móttökumar hér“, sagoi Vilhjálmur Stefánsson er þau ræddu við blaðmenn. „Þótt margir hafi verið okkur sérstaklega vingjarnlegir og hjálpað okkur mikið,, yrði það of langur listi, við nefnum því engin nöfn, . þökkmn ölíiim,“ sagði hann ennfremur. „Heimboðið hingað er mesti heiður sem okkur hefur verið sýndur", sagði Guðmundur Grímsson. Þau létu öll mjög vel af för- inni austur um land með Esju, og öllum móttökum. „Við rétt sáum miðnætursólina einu sinni á Þórshöfn“, sagði Vilhjálmur. I þessari ferð fór hanm í 9. og 10. skiptið yfir heimskautsbaug imn, en það var í fyrsta sinn að ■hin þrjú komu svo norðarlega á hnöttinn. Eftir að þau komu að norðan úr boði Þjóðræknisfélagsins fór Guðmundur Grímsson og kona hans á ættstöðvar hans, Kopa- Reyki í Borgarfirði, en ætt- fólk Vilhjájfna' sótti hann og ‘konu hans til Fomahvamms og fóru þau norður að Svalbarði við Eyjafjörð og voru þrjú hálfsys'tkyni föður Vilhjálms Stefánssonar, þau Ásgeir, Jó- hanna og Stefán þar saman ;komin. Sátu þau hjónin þar boð þar sem 40 ættingjar Vil- hjálms voru saman komnir í. Ættingjar Guðmundar Gríms- sonar héldu þeim hjónum einn- ig samsæti í Borgarfirði. „Það er mjög merkilegt hve hár eru gefnar út margar bæk- uir“, sagði Vilhjálmur Stefáns- son. „Svíar hældu sér nýlega af því að gefa út flestar bæk ur í hlutfallli við fólksfjölda — næst á eftír íslendingum. Menntalíf á bókmenntasvið- inu er sennilega hærra hér en í nokkru öðru landi. Líklega er það eina sigðið sem IsLend- ingar eru á undan öllum öðrum þjóðum. Sumir Islendingar halda að allt sé betra í Ameríku en hér og hafa orðið hissa þegar við höfum sagt þeim að ýmislegt sé ekki eins gott hjá okkur eins og það er hér. ísland er eina landið Evrópu sem á ófyllta þá tölu fólks sem flytja má árlega til Bandaríkjanna. Frá öllum öðr- um löndum Evrópu vill árlega miklu fleira fólk flytjast til 'Ameríku heldur. en leyft er,“ , en Viihjálmur og kona hans Þá kvað Vilhjálmur sér liafa fundizt merkilegt að rekast hér á vinnufólk sem talar1 aönsku eða þýzku, en hvorki íslenzku | né ensku. Þannig hefði stúlka | sem bar þeim hjónum kaffi á einum stað ekki skilið annað mál en dönsku. Þeir kváðust hafa orðið undr andi á margskonar framkvæmd um og framförum hér, á tækni- legu sviði og sérstaklega vakti athygli þeirra framræsla lands- ins úti um byggðirnar. Þeir hefðu vitað um bókmenntir landsins, en ekki þetta. „Eg hafði enga hugmynd um hvað ísland er stórt og hvað mikið er til af ræktanlegu landi fyrr en eftir að hafa farið þessa ferð“, sagði Guðmundur Gríms- son. Þegar Vilhjáimur Stefáns- son var hér 1905 keypti hann tvo hesta og ferðaðist á þeim um landið í för með próf. Finni Jónssyni og sr. Jóhanni Þor- kelssyni, og kvað hann miklu skemmtilegra að ferðast á hestum heldur en í bíl. Kona Guðmundar kvaðst hafa vitað um ást Islendinga á bókmenntum og listum og hefði sér verið mikil ánægja að kynnast þessu og þjóðinni nú og njóta hinnar einstæðu gestrisni. Evelyn, kona Vilhjálms, hef- ur skrifað bók um Grímsey, en aldrei komið þar fyrr en nú. Hún kvaðst vera full á- huga að vita meira um Is- land, landfræðilega, bókmennt- ir og listir. Sér væri innan- brjósts eins og ungum stúdent. Af þeim 22 bókum sem Vil- hjálmur hefur skrifað* eru 15 nú fáanlegar. 14 þeirra fást nú hér á landi, hjá Bóka- verzlun Isafoldar, og hefur Vilhjálmur áritað nokkur hundruð eintök. Eg hef keypt heilmikið af íslenzkum bókum sagðl hann. Við förum með skipi. Það er eliki hægt að hafa bækur í flugfari. Þær eru þungar, sum- ar eru það í tvennum skilningi. Sjálfsiæðislélag stofnað á Hornaiiiði Gunnar Bjarnason kennari, hefur undanfarið verið hér í Hornafirði og nærsveitum. Laugardagskvöldið 9. þ. m. stofnaði hann, ásamt Gunnari Helgasyni, sendum erindreka, $jálfstæðisfélag hér á Horna- firði, og er Eymundur Sigurðs- son, formaður þess, Fréttar, Friðarsfarfið í Tékkéslóvakíu I Tékkóslóvakíu hefur verið stofnað sérstakt ráð tíl að skipuleggja friðarstarfið í landinu. Hinn kaþólski franski friðarvinur, Boalier ábótí, var viðstaddur stofnfund ráðsins og sést hann hér á myndinni vera að fiytja ræðu við það tækifæri. I friðarráðLnu eiga m.a. sætí frú Hodinova-Spurna, foringi tékknesku friðarh reyfiagarinnar, og kaþólski ráðherrann Plojhar. ðtsvörin í Mlðnashreppi 3. ággúst. Frá fréttaritara Þjóðviljans, Sandgerði. Nýlega er lokið niðurjöfnun útsvara í Miðneshreppi. Jafnað var niður tæpum 320 þúsund krónnm á 224 gjaldendur. 3000 kr. útsvar og meira bera eftirtaldir 11 gjaldendur: H. f.'Miðnes, Sandgerði kr. 44.500.00. H. f. Garður kr. 40.000.00. Ólafur Jónsson, for- stjóri, Sandgerði kr. 14.715.00. Verzl. Nonna og Bubba, Sand- gerði kr. 9.000.00. Sveinn Jóns- son,forstjóri, Sandgerði kr. 7.820.00. Jón Kr. Jónsson, verk stjóri, Sandgerði kr. 6.630.00. Karl Ó. Jónsson, forstj. Sandg. 6.205.00. Magnús Bergmann, skipstj. Fuglavík kr. 4,050.00. Aðalsteinn Gíslason, rafvirki, Sandgerði kr. 3.875.00. Einar Árnason, flugmaður, Sandgerði kr. 3.220.00. Kaupfélagið Ing- ólfur, Sandgerði kr. 3.000.00. 10 gjaldendur eru með 2—3 þúsund króna útsvar, 65 með 1—2 þúsund, 59 með 500— 1000 og 79 gjaldendur með 50- 500 kr. útsvar. Framsókn augiýsir eftir umbóta- miinum er vilji launalækkun og rýrð kjör launþega! Maður drukknar Á laugardaginn var vildi það slys tll undan Hliði á Áiftanesi að maður sem var að vitja um hrognkelsanet út af Katrínar- koti á Átftanesi féll úr bátnum og drukknaði. Var það Grímur Thomsen Tómasson. Grímur Thomsen Tómasson mun hafa verið nýlega fluttur héðan úr bænum og hafði setzt að í Katrínarkoti í Garðahveríi á Álftanesi. „Tíminn“ auglýsir í leiðara sínum eftir nýrri tegund „i.un- bótámanna“, er séu að' Fram- sóknarskapi. Blaðið er sem sé loks komið að ’ þeirri niðurstöðu að Alþýðuflokkurinn sé orðinn „of íhaldssamur“ og „erfitt að sjá mun á stefnu foringja hans og Sjálfstæðisflokksins á mörgum sviðum“. Hinsvegar er auðvitað Sósíalistaflokkurinn ófær að dómi Tímans. Það þarf ekki a$ fara í grafgötur af hverju það er. Sósíalistaflokk- urLrui hefur sem sé beitt sér fyrir laimahækkunum hjá verka mönnum og öðrum launþegum og knúð fram fjölmargar um- bætur á Alþingi, þegar hann hefur getað markað stefnuna. Framsókn kefur hinsvegar allt af gert það að skilyrði fyrir stjómarmyndun að laun væiu lækkuð hjá almenningi. Þannig hætti Framsókn stjómarsamn- ingum 3. okt. 1944 vegna þess að krafa hennar um launálækk un fékkst ekki fram. Framsókn hefur undanfarin tvö ár gengið dyggilega fram í því að fá eyðilögð í framkvæmd umbóta lög nýsköpunartímabilsins, svo sem lögin um útrýmingu heilsu spillandi íbúða, stofnlánadeild arlögin, alþýðutryggingarlög- gjöfina, skólalöggjöfina. o. fl. Og eins og menn muna þá hef- ur Framsókn bæði lýst sig fylgj andi gengislækkun og ögrað íhaldinu til þess að verða aftur með því að koma á gerðardóms Iöggjöf. Og nú hefur Tíminn imdan- farið alveg sérstaklega bölsót- azt út af uppbót þeirri, er , starfsmenn hins opinbera fengu í þinglokin, og barðist Framsókn ein allra flokka heil steypt á móti þessari litlu rétt afbót. Svo auglýsir Framsókn eftir „umbótamönnum“, sem vilji fylgja hennar pólitík, líklega helzt nýjum flokki, sem eigi að berjast fyrir launalækkun, af- námi helztu endurbótalaga síð- ustu ára og öðrum „umbótum“ í Framsóknar anda. Skyldu margir verða um boð- ið að komast í slíkt Framsókn- arútibú! ? Hrossasýiiing og kappreiðar Hrossasýning og kappreiðar fóru fram á Ámanesaurum í Homafirði sunnudaginn 10. f. m. Voru þar sýnd ýfir 30 hross. Öll hin glæsilegustu og af úr- valskyni. Fyrstu verðlaun hlaut Bleik frá Homi. Önnur verðl. hláut Mosa frá Tjöm. Þriðju verðl. hlaut Stjama frá Flatey. Af kappreiðahestum hlutu fyrstu verðlaun hestar Ólafs í Holtahólum og Halldórs í Bóli. — Á sýningunni hlaut einnig tveggja vetra foli, eign Páls í Ámanesi, hæstu verð- laun sem veitt eru slíkum gripum. — Einmunatíð hefur verið hér unaanfarið, er túnasláttur fyrir nokkru hafinn og allir önnum kafnir hverja stund. Fréttaritari. j

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.