Nýi tíminn - 20.04.1950, Qupperneq 5
Jí'immtudagur 20. ápríl 1950.
NÝI TÍMINN
m
»LATUM EKKI SNEFIL AF SJALFSTÆÐI
m
OKKAR ÞOTT AÐ KREPPI«
Reykvíkingar, verkamenn,
launþegar!
í fyrrasumar var ég kallaður
fyrir rétt út af atburðunum,
við alþingishúsið 30. marz. Ég
má segja að það hafi verið sjö
sinnum. Rannsóknarrétturinn
átti aðsetur á Fríkirkjuvegi 11.
Þegar ég gekk þar um gólf í
ganginum og beið þess að vera
yfirheyrður í fyrsta sinn kom
mér í hug hve einstaklega
ráðamenn íslenzkrar auðstéttar
hefðu verið stílfastir í athöfn-
um, þegar þeir völdu æsku-
heimili Ólafs Thors fyrir rann-
sóknarlögreglu sína og breyttu
dagstofu Thorsfjöldskyldunnar
í dómsal yfir íslenzku fólki. Þar
sem Ólafur og bræður hans
léku að gullum sínum, brúðum
og bangsum, lærðu faðir vorið
og fleira gott, skálma nú lög-
reglumenn og lærisveinar i
sakamálum breiða ganga. Þeir
æfðustu skella hurðum svo fast
að hriktir í, æsa sig upp og
reyna að vekja ótta og virðingu
fyrir húsakynnum réttlætisins
og handhöfum dómsvaldsins.
Thorsfjoldskyldan er löngu
flutt úr þessu húsi og eitt sinn
lét Ólafur Thors þess getið að
það hefði verið fyrir fátæktar
sakir. En sannleikurinn er sá
að það var þar ekki lengur
pláss nema fyrir leikföngin.
Bangsarnir og brúðurnar fylla
þar alla sali, og þegar Thors-
fjöldskyldan og fylgifé hennar,
islenzka borgarastéttin uggir
um völd sín og gróða vegna
samtaka alþýðunnar, þá er
kippt í þræðina sem liggja frá
heimilum auðstéttarinnar að
Fríkirkjuvegi 11 og brúðuleik-
húsið sett í gang. Þegar hag-
ræða þarf völdunum, og auka
gróðann eða hylma yfir með
lögbrjótum úr auðstéttinni,
er líka kippt í þræðina,
sem liggja á Fríkirkjuveg 11
og tilkynnt, að nú eigi ekkert
að heyrast í brúðunum, og
bangsarnir að þegja.
SíðaH.ti stóri leikurinn sem
settur var á svið á æskuheimili
Ólafs Thors eru réttarhöldin
útaf gestaboðinu mikla 30. marz
í fyrra. Öll þessi réttarhöld
bera á sér einkenni sektarinnar.
Ekki sektar þeirra, sem kallaðir
eru fyrir og dæmdir, heldur
hinna, sem stjórna yfirheyrslun
um og dæma. Þeir sem sök eiga
á því að grjóti og mold var
kastað að hvítliðasveitunum við
Alþingishúsið í fyrra vita það
ofur vel að þótt þeir ráði dóm-
um yfir okkur, sem þar vorum
staddir, bíða þeir sjálfir ann-
ars dóms, ekki fyrir skítkastið
eitt, heldur alvarleg afbrot.
Þeir bíða dóms fyrir glæpinn,
sem þeir frömdu 5. okt. 1946,
þegar þeir seldu landsréttindi
íslendinga með Keflavíkursamn
ingnum. Þeir bíða dóms fyrir
glæpinn, sem þeir frömdu, þeg-
ar þeir undirrituðu Marrhall-
samninginn og innlimuðu Is-
land í kreppusvæði Bandaríkja-
auðvaldsins. Þeir bíða dóms
fyrir samþykktina, sem gerð
var á Alþingi 30. marz í fyrra,
þegar Island var innlimað í
hernaðarkerfi Bandaríkjanna
og yfirlýsing Alþingis um ævar-
andi hlutleysi Islendinga í ófriði
var fótum troðin.
Þjóðin hefur nú á 4. ár búið
við Keflavikursamninginn. Þótt
allt hafi verið gert, sem unnt
hefur verið til þess að leyna
okkur því sanna um fram-
kvæmd hans, erum við þess nú
vísari að með Keflavíkursamn-
ingnum átti sér stað raunveru-
legt afsal landsréttinda, að þar
hefur hreiðrað um sig herra-
þjóð, sem fyrirlítur Islendinga
eru það hinar sigildu gjafir
auðvaldsins: Tvær gengislækk-
anir með stórhækkuðu verðlagi,
atvinnuleysi og markaðshrun.
Innganga Islands í Atlanz-
hafobandalagið var staðfesting
á uppgjöf íslenzku leppanna
gegn kröfum ameríkumanna og
viðurkenning á fullri heimild
þeirra til þess að nota Island
sem ódulbúna herstöð. Nú er
Bjarni Benediktsson floginn á
fund í Evrópuráði, Bjarni mun
sennilega þykja þar hlutgengur
nú, eftir að hafa dæmt 20 landa
sína í nálega 10 ára fangelsi
samanlagt, fyrir að halda fram
málstað þjóðar sinnar.
★
Fyrir glæpi sína bíða land-
sölumennirnir nú dóms. Með
hverjum mánuði sem líður er
sekt þeirra augljósari og að
sama skapi eykst ótti þeirra.
Þeir hugga sig við þá von að
fólkið muni gleyma, éh sú von
Ræða Stefáns Ögmundssonar
á Iðnófundinnm 30. marz s.l.
og velur þeim verkin, sem í
Bandaríkjuniun eru talin hæfa
lægri manntegund. Á sama
tíma, sem tollar og skattar
sliga íslenzkan almenning og
nauðsynjavarningur er af skorn
ufn skammti, fær herraþjóðin á
Keflavíkurflugvelli, óátalið af
í-.lenzkum valdhöfum, að brjóta
íslenzk lög, flytja inn tollfrjáls-
ar vörur að vild, reka svartan
markað í stónun stíl og upp-
taka húsnæði fyrir íslenzkum
mönniun, meðan þeir sjálfir
búa í hermannabröggum. Hér
er þó aðeins fátt nefnt af lög-
brotum þeirra.
Þessi yfirtroðsla á íslenzkum
lögum gerist með vitund og
vilja dómsmálaráðherrans,
Bjarna Benediktssonar, sem
réði dómunum útaf 30. marz.
íslenzkur almenningur er nú
tekinn að finna áhrifin af
Marshallsamningnum — ame-
píska kreppan er að skella yfir
Island með öllum sinum þunga.
Því var logið að þjóðinni að
Marshallaðstoðin svokallaða á-
samt aðildinni að samningnum,
mundi skapa íslandi öruggan
efnahagsgrundvöll, tryggja
markaði, tryggja endurnýjun
atvinnutækjanna, og nýbygg-
ingu í stórum stíl.
Og íslenzku ráðherraflónin
voru látin semja óskalista yfir
gjafimar, sem þeir vildu fá að
westan. Gjafimar em komnar,
en það em ekki þær gjafir, sem
ráðherraflótíin báðu um, heldur
mun bregðast þeim. Það er satt,
að stór hluti þjóðai’innar hefur
verið of lengi að sjá í gegnum
moldviðrið, sem borgarablöðin
hafa þyrlað upp og með því
látið fleka sig til þess að ljá
Ameríkuleppunum kjörfylgi. En
reynsla fólksins mun verða dýr
og hún mun kenna því mikið —
sá lærdómur mun leiða til
þyngsta dóms, sem íslenzka
þjóðin getur fellt yfir þeim
mönnum, sem hafa svikið hana.
Við skulum hinsvegar gera
okkur þess ljósa grein að
hræddir menn og sekir eru
hættulegir. Við sáum það 30.
marz í fyrra hvernig ótti ame-
ríkuleppanna leiddi þá til
flónskulegra fólskuverka. I
ofboði buðu þeir út þúsund
manna liði. Buðu okkar niður
að Alþingishúsi, töluðu ekki við
okkur aukatekið orð en réðust
eíðan að okkur með kylfum og
gasi. Framkoma æðstu manna
lögreglu- og dómsmála í land-
inu, iögreglustjórans og dóms-
málaráðherrans 30. marz í
fyrra eru táknandi fyrir, hugar-
ástandið hjá hinum seku mönn-
um. Lögreglustjórinn kallar á
hvítliðana sem voru í þinghús-
inu, brýnir þá til atlögu og
segir: Fylgið mér! Sjálfur verð
ur hann eftir inni, þegar hann
hefur hleypt óðum skrílnum út.
Gasinu lætur hann kasta án að-
varana og hefur ekki meira
vald á mönnum sínum en svo,
að þeir gengu berserksgang
það sem eftir var dags og
köstuðu gasi þar sem þeir sáu
fleiri en einn mann á ferli í
miðbænum. — Dómsmálaráð-
herrann skríður á fjórum fót-
um upp í bifreið sína, sem þió
er traustlega varin vopnuðum
lögregluþjónum og flýgur í
sjúkraflugvél til Bandaríkjanna
strax um kvöldið. Þar kiagar
hann þjóð sína, í ræðu, sem
hann flytur öllum heimi, fyrir
að hafa kastað í Alþingishúsið
í Reykjavík.
Málsmeðferðin öll útaf 30.
marz í fyrra mótast af ótta, en
hún ber líka á sér úthveriu
hans, hið fasistíska smetti. Úr
hópi þúsundanna sem kröfðust
þjóðaratkvæðis eru tíndir út 24
menn, sekt þeirra er hvorki
meiri né minni en annarra, sem
ráðizt var á og báru hönd fyrir
höfuð sér. Það er leitað með
logandi ljósi að átyllu til þess
að finna sök hjá okkur, sem vor
um fulltrúar verklýðshreyfing-
arinnar þennan dag. Samkvæmt
lögum er enga sök að finna.
Hlutskipti mitt var að tilkynna
því fólki sem fulltrúaráð verk-
lýðrfélaganna og Dagsbrún
hafði boðað til mótmælafundar,
úrslit mála. Ég sagði einungis
frá staðreyndum, en sö'kum
þess að ekki þótti á þeim haf-
andi voru fengin til ljúgvitni
sem sóru það að ég hefði sagt:
„Það skal verða tekið á móti
þeim þegar þeir koma út“. 4
vitni bera það eindregið að þessi
orð hafi ég aldrei talað. En
réttarvitund þeirra, sem að
dómunum standa telur mig eiga
að sæta 18 mánaða fangelsi
fyrir störf mín þennan dag og
gera sér þá sennilega vonir um
að sú betrunarhúsvist muni
hafa slík áhrif, að ég hætti að
segja fólki frá staðreyndum.
En ósköp er hætt við að lexían
endist mér ekki nema í 18
mánuði. Missi kosningaréttar
okkar fjögurra veit ég að þið
munið jafna við hverjar kosn-
ingar héðan í frá og kjörgengi
okkar í samtökum alþýðunnar
verður ekki af okkur tekið með
stéttardómi.
En eðli þessára stéttardóma
á sér dýpri rætur. Þeir eiga að
sýna hinum amerísku yfirboð-
urum hversu trúir þjónar þeirra
á Islandi eru. I dyggðalaun
mæna þeir eftir Marshallbeini.
Dómarnir eru líka til þess felld-
ir að skapa grundvöll að frek-
ari ofsóknum. Þessvegna eru
þeir hnefahögg í andlit verka-
lýðs og annarrra frjálslyndra
manna. Þeir eru inngangur ”að
frekari íhlutim amerísku heims-
valdasinnanna hér á landi, þeir
eru upphaf að skipulögðum at-
vinnuofsóknum, sem eiga að
STEFÁN ÖGMUNDSSON
miða að því að brjóta niður
varnir fólksins og tvístra verk-
lýðshreyfingunni, þeir eiga að
hræða frjáislynda menn frá að
segja meiningu sína. Það er
enginn eðlismunur á því þegar
auðmannastéttin dæmir okkur
í fangelsi eða þegar hún ræðst
á lífskjör okkar, það er aðeins
etigmunur. Hvortveggja eru
árásir af hendi manna, sem
hafa auðsöfnun að leiðarljósi og
völdin að vopni. Það er barátta
við yfirstétt, sem nú aftur er
á góðum vegi með að gera þjóð-
félagið að þrældómshúsi og
sveitiklefa fyrir launastéttiraar
og fangelsi fyrir alla frjáls-
lynda menn. Löggjatfar og
dómsvald hefur lítil kiíka þess-
arar yfirstéttar í sinni hendi,
og leikur sér að mönnum einsog
sakadómara, Valdimar Stefáns-,
'syni, líkt og væru þeir peð á
skákborði.
★
Afturhaldsflokkarnir höfðu
tvö gestaboð á siðastliðnu ári.
30. marz var það fyrra, þá voru
gestirair kvaddir með kylfum
og táragasi og nokkrir þeirra
sem misskildu gestrisnina dæmd
ir í tugthús.
Síðara gestaboðið voru al-
þingiskosningarnar í haust. Þar
voru framreiddar ilmandi kosn-
ingalygar um öryggi, atvinnu
og föðurlega forsjá hinna á-
byrgu lýðræðisflokka. Nú hafa
kjósendur verið kvaddir í ann-
að sinn, ekki með kylfum lög-
reglunnar, heldur með vendin-
um góða: hótun um skort, ekki
með amerísku táragasi, sem
svíður í augu, heldur með ame-
rískri auðmýkingu s-em brennur
í hjarta.
Hinir miklu gestgjafar eru nú
að halda daginn . hátíðlegan
niður á Alþingi, þeir eru að
framlengja söluskattinn og
aðra þá tolla og skatta, sem
þeir sögðu að gengislækkunin
ætti að koma í staðinn fyrir.
Þessi gjafaböggull verður senni
lega útbúinn frá neðri deild
nú í nótt og hefur inni að halda
60 milljón króna skattarán á
almenning.
★
Eins og áþján Dana á íslandi
hélt þjóð okkar niðri í efnalegu
Framhald á 7. siðu.