Nýi tíminn - 20.04.1950, Síða 7
Ntl TÍMINN
til Sfoúla Guðmundssonar
Bréfaskóli
Sósíolistaflokksins
tekur bráö'lega til starfa
Skólastjóri: Haukur Helgason, hagfræðingur.
Fyrsti námsflokkur:
Kreppur auðvaldsskipulagsins
í þessum bréfaflokki eru átta bréf méð eftir-
farandi efni:
L Stutt sögulegt yfirlit yfir kreppur auð-
valdsins, þar með hina almennu kreppu
þess.
2. Um breytingar á skipan þjóðfélagsins.
3. Kreppur í auðvaldsþjóðfélagi og örsakir
þeirra.
4. Leið sósíalismans. Yfirlit yfir þróunina í
hinum sósíalistísku ríkjum.
5: Kreppan, sem nú er í uppsiglingu og horf-
urnar í sambanði við hana.
6. Áhrif kreppunnar á íslandi.
7. Úrræði og kenningar islenzku borgara-
stéttarinnar.
8. Úrræði og tillögur Sósíalistaflokksins.
’f ’ y.v"* • • •h
Þátttaka er öllum heimil. Námsgjald er kr.
30.00 og greiðist fyrirfram. Utanáskrift: Bréfa-
skóli Sósíalistaflokksins} Þórsgötu 1, Reykjavík. ^
^.W^WWnAV.-AMWWWJVWW.VUVWVAVLWAW.Vl
Tvær nýjar heimskringlubækur: -
Viðhafnarutgáfa af Fjaila-Eyvindi
Bók um uppeldi og umönnun
ungbarnsins
Bókaútgáfan Heimskringla hefur sent frá sér tvær
nýjar bækur. Önnui er Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigur-
jónssonar, gefin út í viðhafnaútgáfu meö teikningum
eftir Jóhann Briem í tilefni af opnun Þjóöleikhússins.
Hin er Fyrsta barnið, bók um uppeldi og umönnun ung-
barnsins eftir Gwen Barton. Sú bók er þýdd af Katrínu
Sverrisdóttur og fylgir formáli eftir Katrínu Thoroddsen
lækni.
Fimxntudagur 20. apríl 1950.
Ihrif gengis-
lækkunarinuar
Framhald af 3. síðu.
ins og nýbyggingu landsins. En
einmitt íslandi — landi, sem
um síðustu aldamót var lítt hús
að varanlegum íbúðarhúsum og
átti fá góð atvinnutæki — er
hin brýnasta þörf á skjótri upp-
byggingu nýtízku atvinnulífs
(stóriðju, landbúnaðar og sjáv-
arútvegs) til þess að vinna upp
þann tíma, er oss tapaðist sem
þjóð, meðan fraiuförum vorum
var haldið niðri. Þess vegna er
íslaiidi þörf á hlutfallslega ör-
ari fjárféstingu, ef framfarir
eiga að haidast, eii öðrum Evr-
ópuþjóðum.
Þetta hafa „hagfræðingar"
þeir, sem álitið skrifa, ekki skil-
ið. Þeir hugsa út frá háþróuðu
iðnaðarþjóðfélagi, svo sem t.
d.' Bandaríkjanna, og ætla sér
að yfirfæra þá atvinnuhætti,
sem valdamenn þar télja sér
henta, yfir á þær gerólíku að-
stæður, sem hér eru á Islandi,
þar sem ríkir állt ahnað þróun-
arstig í þjóðfélaginu. „Hagfræð
ingar“ þessir kunna auðsjáan-
lega ekki að hugsa út frá ís-
lenzkum aðstæðum, og rílýs-
stjórnin virðist annaðhvort ekki
hafa áttað sig á þessum amer-
íska hugsunarhætti sérfræðing-
anna eða þá að hún hefur þýðzt
hánn vel.
Frumvarp þetta, ef að lögum
verður, kemur til með að binda
í svipinn enda á þá atvinnubylt
ingu, sem hófst 1945, það átak,
sem þá var gert til að hefja at-
vinnulíf vort á miklu hærra stig
en fyrr. Hefðu þeir „hagfræð-
ingar“, sem nú eiga að ráða
stefnunni, fengið að ráða 1945,
hefði „nýsköpun atvinnulífsins“
aldrei átt sér stað, svo sem
fram gengur af hugmyndum
þeim, er þeir setja fram á bls.
11 í áliti sínu. Nýsköpunartog-
ararnir 30 hefðu þá ekki verið
keyptir. , Hagfræðingarnir"
sýna með þeim hugmyndum sín
um, að þeir hugsa rétt eins og
skólapiltar, nýsloppnir frá prófi,
út frá almennum (abstrakt) for
sendum, án þess að þekkja eða
taka tillit til hinna sérstöku
aðstæðna í landi voru eða kunna
út frá þeirri þekkingu að hag-
nýta fyrir þjóðina þau tæki-
færi, sem henni bjóðast. Og
Sjálfstæðisflokkurinn fordæmir,
með því að gera álit og dóma
þessara „hagfræðinga" að sín-
um, nýsköpunarstefnu þá, sem
hann öðru hverjú hefur verið
að tileinka sér heiður af.“
Sterkustu dæmin um þetta
eru nýju togararnir sem ver-
ií cr að smíða í Bretlandi.
Verð þeirra á að verða tæp-
ar 8 milljónir en nýsköpun-
artogararnir kostuðu rúm-
ar þrjár. Enn má nefna að
Sogsvirkjunin fer upp í 140
milljónir króna sem almenn-
ingi er síðan ætlað að greiða.
Fyrir nokkru birtist á for-
síðu Tímans innrömmuð grein
með undirskrift yðar. Þér
beinið þar þeim tilmælum til
innflutningsyfirvaldanna að
leggjast á móti innflutningi
vara í smápokum og pökkum
svo sem haframjöls og hveitis,
til að spara gjaldeyri. En þrátt
fyrir að ekki er minnzt á neina
kosti þessara smáumbúða, í
grein yðar, þá á ég bágt með
að trúa að þér, vegna kunnug-
leika á verzlun og viðskíptum,
komið ekki fljótlega auga á
yfirburði þeirra við nánari at-
hugun.
Við skulum sem snöggvast,
gcra okkur grein fyrir ferða-
lagi og meðferð haframjöls-
poka, hér innanlands:
Búðarmaðurinn vigtaði okk-
ur sín tvö kílóin af því
í gær og við notuðum það í
hræruna okkar í morgun. Það
er aukaatriði þó við getum
þess um leið,. að við verðum
að koma með gamla bré.f-
poka undir mjölið því bréfaum-
búðir voru nefnilega ekki til í
verzluninni, en við sóttum okik
ur hænsnamat í þessa sömu
poka í fyrrad. En jæja, „Herðu
breið“ kom með þennan hafra-
mjöl'poka núna í vikunni, úr
Reykjavík auðvitað, en þar
hafði honum verið skipað út
í rigningu enda var for á göt-
um og karla greyin sem voru
í lestinni komust ekki hjá að
troða dálítið á honum.
Veðrið var dásamlegt dag-
inn þann sem skipað var upp
á kúvíkinni okkar, logn og sól-
skin, enda höfðum við notað
tækifærið og sent bílinn í sveit
ina með síldarmjöl til formanns
kaupfélagsstjórnarinnar. Að
vísu kom bíllinn með örlítið af
mjölinu aftur, það hafði hrun-
ið út um rottugötin á pokunum,
en livað um það, hann kom
mátulega til að aka vörunum
úr „Herðubreið".
Haframjölinu ásamt öðrum
vörum er skipað upp í flýti og
því um borð er fara átti — en
bíðum við, þarna hefur þá orð-
ið eftir naut’húð, en, gerir ekk
ert til, Gvendur utanbúðarmað-
ur (kaupfél. hefur skipaaf-
greiðslna) snarar henni á öxl
sér og fleygir um borð í tæka
tíð. Síðan drífur Gvendur 10
kolapoka á blinn, ekur heim
að húsi prestsins óg ber kol-
in 1 kjallara hans. Nú man
hann allt í einu eftir að það
vantaði haframjöl í búðina —
bakið verður að hafa það, eins
og síldarmjölið, nautshúðina og
kolin -— hann lætur pokann
ryðja sér braut gegnum þröng-
ina í búðinni, því strákarnir
sem vinna í kolaskipinu nota
kaffitímann til að fá sér bjór.
Gvcndur lætur pokann frá scr
á gólfið, við skúffuna, fær sér
duglega i nefið, hvolfir síðan
i hana og hristir pok-ann vand-
lcga.
Eri vel á minnst, skúffan.
Eg gat nefnilega ekki betur
skilið á búðarmanninum hérna
um daginn, þegar ég var aið
tala um pöddurnar ,i hveitinu,
en að skúffurnar og umhverfi
þeirra, væri ekki þvegið nema
annaðhvert ár.
Sem sagt, af þessu hafrá-
mjöli fengum við báðir' i gær
og mér varð starsýnt á áhald-
ið Sem búðarmaðuririn notaðí
við að látá i pokana okkar,
svartmáluð kolaskófla var það
— venjulegar búðarausur feng-
ust ekki, sagði hann.
Og svona er nú raunveruleik
inn,minn kæri. « •
-.. ' • ■. ' ... , •...... ..... ... !'
Hvað er það isvo sem smá
umbúðirnar liafa til síns ágæt-
is? Það helzta er: Fyllra hrein
læti en við eigum að venjast,
enginn rýrnun á vörunni og
langtum minni dreyfingarkostn
aður. Þessvegna á að lækka
álagningu slikrar vöru svo hún
verði neytendum ekki dýrari
en sú sem þarf að vigta í sund
ur. Þó ekki væri nema hrein-
lætisins vegna þá ætti blátt á-
fram að banna að vigta í sund
ur sekkjavöru, sé hún fáanleg í
hæfilegum smáumbúðum við
hóflegt verð.
Nei alþingiirmaður og kaupfé-.
lagsstjóri, þér megið ekki fara
út af þeirri braut sem Bene-
dikt á Auðnum markaði. For-
stöðumönnum neytendasamtaka
ber, allra manna helzt að beita
sér fyrir bættum verzlunar-
háttum og smáumbúðirnar eru
það þokkalegasta og bezta sem
við höfum hingað til þekkt.
Verum samtaka um að
heimta gjaldeyrissparnað á
þeirri vöru sem við getum hæg-
lega án verið og er okkur jafn
vel ekki til annars en skaða og
skammar.
PENINGANA
EÐA
LÍFIÐ
Framhald af 4. síðu.
krafta allra írjálslyndra aðila
en einmitt nú. Sá ósvífni áróð-
ur, sem Framsóknarforustan
rekur, og sá póiitíski skrípaleik
ur, sem hún leikur er venTta
hindrunin í vegi þeirrar sam-
fylkingar, og jafnframt bezta
þjónustan við fjárplógs- og
íhaldsöflin í þjóðfélaginu.
Óánægja sú, sem þessir síð-
ustu atburðir hafa vakið gefur
góða von um að nú eé mælir-
inn fullur, og því sc einmitt nú.
að koma tími tii að hrinda þess
ari samfylkingarhugsjón í fram
kvæmd.
I eftirmála að útgáfu Fjalla-|
Eyirindar segja útgefendur:
„Fjalla-Eyvindur er hér prent-
aður orðrétt eftir útgáfu Máls
og menningar á Ritum Jóhanns
Sigurjónssonar (Reykjavík
1940) að öðru leyti en því að
hinn upphaflegi endir leikrits-
ins er hér látinn fylgja sam-
kvæmt eiginhandarriti Jóhanns,
sem kom í leitirnar í skjala-
safni Leikfélags Reykjavíkur,
en það safn er nú í vörzlu þjóð
leikhússins. Hefur Lárus Sigur-
björnsson, bókavörður þjóðleik-
hússins sýnt útgáfunni þá vin-
semd að láta okkur í té afrit
af handritinu. Hin upphaflegu
leikslok Fjalla-Eyvindar eru
því prentuð hér í fyrsta sinn
eins og Jóhann gekk sjálfur frá
þeim á íslenzku .... Rit Jó-
hanns Sigurjónssonar eru orðin
ófáanleg, hvað þá fyrsta út-
gáfa Fjalla-Eyvindar, og er
ekki viðunanlegt að verk með
aðra eins sérstöðu í bókmennt-
um vorum og jafn-vinsælt með
þjóðinni sé ekki alltaf til á ís-
lenzkum bókamarkaði. En það
sem hratt okkur af stað til að
gefa Fjalla-Eyvind út nú er þó
einkum opnun þjóðleikhússins
og sýning leikritsins af því til-
efni.“
Bókin Fyrsta barnið er gefin
út að frumkvæði Katrín-
ar Thoroddsen læknis og segir
hún m. a. í formála bókarinnar:
„Bókarkom þetta er eftir ensk-
an kvenlækni, Gwen Barton, og
samdi hún það er hún hafði alið
fyrsta bamið sitt. Kverið ber
þess vott að það er ekki aðeins
skrifað af þekkingu og reynslu,
heldur einnig af samúð og full-
um skilningi á þeim ugg og
kviða er setur að frumbyrj-
unni við tilhugsunina um það
sem með henni er að gerast og
í vændum er, og vissunni um að
kunnátta hennar er áf skorn-
um skammti, og reynslan engin.
Hér er að finna greið svör við
flestu af því sem verðandi móð-
ur vanhagar um að vita og leið-
sögn um uppeldi og umönnun
ungbarnsins."