Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1949, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.01.1949, Blaðsíða 11
Merkisafmœli í stéttinni á félagsárinu. Svo sem að líkum lætur, hafa nokkrir stéttar- bræður átt ýmiss konar merkisafmæli á þessu 52. ári stéttarfélagsins, sem nú er bráðurn á enda. Má ekki minna vera en að Prentarinn minnist þeirra áður en árganginum lýkur, úr því að honum hefir ekki auðnazt það áður, með því að bregða upp einhverj- um myndum af ásjónum „afmælisbarnanna", svo að yngri stéttarbræður geti við þá kannast, ef fund- um ber saman við þá, og víkja að þeim nokkrum stéttarbróðurlegum orðum. Ekki er þó ætlunin að rekja neitt æfiferil þeirra, enda er slíkra frásagna bráðlega að vænta í „Prcntaratali", og svo eru þessir stéttarbræður flestir enn og á bezta aldri og því vonandi langt að bíða eftirmæla þeirra. Haraldur Jónsson, vélsetjari í Borgarprenti, átti sextugs- afmæli 18. júní 1948. Munu færri en vildu hafa vitað af því, með því að Haraldur er maður, sem lætur lítið yfir sér og er þó eigi að síð- ur góður og gegn félagi og vcl metinn. Slíkir menn eru kjarni hvers félagsskapar og undirstaða hinna, sem meira hafa sig í frammi og yfirborðið mynda. Hafliði Helgason, prent- smiðjustjóri í Félagsprent- smiðjunni, varð fimmtugur 3. júlí 1948. Hafliði er, svo sem allir vita, glcðimaður og vinsæll og vel látinn af starfsfólki prentsmiðjunnar, og heimsótti það hann þenn- an dag og færði honum að gjöf forkunnarfagran, út- skorinn stól, mesta kjörgrip. Eigendur prentsmiðjunnar færðu honum forláta- klukku, og enn bárust honum aðrar gjafir, blóm og heillaskeyti í tugatali. Prentarar! Byrjum nýja árið með því að vanda alla okkar vinnu af fremsta megni, og sjáum svo til, hvort við þurfum nokkuð að standa að baki stéttarbræðrum okkar erlendis, eins og allt af er látið klingja í eyrum okkar. Við getum þetta, ef viljann vantar ekki. s. E. Ólajur B. Erlingsson, prent- ari, varð fimmtugur 12. september 1948. Hann er at- orkumaður mikill og gat sér niikinn orðstír í stéttinni á þeim tíma, er hann var for- maður nefndar þeirrar, er sá um pílagrímsför stéttar- innar „heim að Hólum" á 500 ára afrnæli prentlistar- innar árið 1940. Olafur er, sem kunnugt er, bókaútgefandi mikill. Guðmundur Guðmundsson (múrara Einarssonar), handsetjari, varð fimmtugur 23. júlí 1948. Guðmundur er ekki fyrir það gefinn að láta mikið á sér bera, en þó er hann í rauninni einn af máttarstólpum þjóðfélags- ins og má kallast „vinnandi hönd” ríkisstjórnar og AI- þingis, því að hann hefir löngum unnið að því að hluta niður í síður lesmál Stjórnartíðinda og Alþingistíðinda. fón Einar fónsson varð átt- ræður 5. október 1948, og var það þó ekki á honurn að sjá þann dag fremur en endrar nær. Mætti margur yngri sannarlega öfunda hann af því, hversu lítt ald- ur sér á honum. Er engu líkara en hann hafi ein- hvern veginn komizt upp á það í multi að kasta elli- belgnum; svo sprækur er hann enn þá. Stcján Ógmundsson átti tuttugu og fimm ára prent- araafmæli 14. febrúar 1949. Hann á sérstöðu meðal þess- ara „afmælisbarna" að þ\ í leyti, að hann er þegar þjóð- kunnur maður, því að hann hefir gefið sig mjög við fé- lagsmálum, verið formaður prentarafélagsins og vara- forseti Alþýðusambands Is- lands, einnig tekið virkan þátt í stjórnmálabarátt- unni í landinu og verið nefndarmaður, enda er hann nú orðinn ræðuskörungur mikill. PRENTARINN 43

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.