Nýi tíminn - 05.02.1953, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 05.02.1953, Blaðsíða 2
2) — 'NÍI pj’I^INN .— Fimj^tudagur 5. febrú^r 1953,, áskorM ■ nppsögi hemámssamningsins Lýsa andúS sinni á framkomnum hugmynd- um um innlendan her Skip með 180 manns sekkur Á fundi. í Mími, félagi menntaskólanemcnda í Laug- arvatnsskóla, var 22. janúar s. 1. samþykkt einróma aö krefjast einangrunar herliðsins og lýst yfir óánægju meö undaniátssemi stjórnarvaldanna gagnvart hinu erLenda herveldi. og þjóíaranda, að Islendingar Unnið verði að uppsögn hernámssamningsins Samþykkt fundarins hljóð- ar þannig orðrétt: „Fundurinn varar við þeirri hættu, sem menningu og tungu okkar Islendinga st.afar af dvöl erlends hers í landinu. Krefst fundurinn algerrar einangrun- ar liðsins meðan þáð dvelur hér. Fundurinn lýsir yfir óá- nægju sinni vegna undanláts- semi stjórnarvaldanna í sam- skiptum þeirra við herlið þetta. Beinir fundurinn þeirri áskor- un til stjórnarvaldanna, að þau hefji þegar endurskoðun her- verndarsamningsins og vinni að upþsögn hans. ísleudingar beri sáttarorð Fundurinn lýsir yfir andúð sinni á framkomnum hugmynd- um um stofnun íslenzks hers. Telur fundurinn, áð betur sam- rýmist íslenzkum hagsmunum beri sáttarorð milli þjóða, en að þeir láti etja sér til mann- viga“. Farþegaskipið Princess Vic- toria sökk nýlega í stormi og stórsjó á sundinu milli Skot- lands og Irlands. Með skipinu voru 180 manns. Þegar síðast fréttist höfðu skip, sem komu á vettvang, bjargað 40 manns. Óttast er að flestir aðrir hafi drukknað. Nýyrðasofn komið út Út er komið nýyrðasafn eftir dr. Svein Bergsveinsson. Nefn- ist það Nýyrði I, og er ætlunin að úr verði stærra rit með tímanum. II111 in Yndi iinaðsstimda Ljóð efiiz Siguzð Eiztarsson — I safni þessu munu vera um 6000 orð, og eru þau flokkuð eftir efni í þessa flokka: Eðlis- fræði, kjarneðlisfræði, raf- tækni og skyldar greinar, bif- vélatækni, sálarfræði, rökfræði, almenn fræðiheiti, líffræði, efaafræði og ýmis heiti. Að öðru leyti segir svo í formála um tilhögun verksins: „Þetta safn nýyrða er í tveim hlutum, svo að menn geti fundið það orð, sem þeir leita að, ef þeir vita annaðhvort hið íslenzka eða erlenda heiti. Nýyrði í þess- ari bók miðast yfirleitt við það, að þau eru síðar fram komin en þau orð, sem prentuð eru í Orðabók Sigfúsar Blöndals. Fjölda orða í þessu safni hafa mena því heyrt áður, en hlut verk orðasafnsins er fyrst og fremst að safna fræðiheitum á einstö'kum sviðum og hinni réttu tæknilegu þýðingu þeirra á þekktu Evrópumáli frá bæj- ardyrum okkar íslendinga séð. Síðari hluti bókarinnar er skrá yfir erlend orð með tilvísun til blaðsíðu, þar sem orðið eða jafngildi þess stendur sem þýð- ing samsvaraadi orðs á ís- lenzku. Bókin er 110 síður, prentuð í Leiftri og gefin út af Mennta- málaráðuneytinu. Aðalútsölu annast Bókaútgáfa Menningar- sjóðs. AF FJÖRRUM LÖNDUM num var Stephen J. Spingarn, úr eftir- . litsnefnd Bandaríkjastjórnar með verzlunarmálum, var æva- reiður þegar hann gekk af fundi Ha^ry Trumans viku fyrir for setaskiptin i Bandaríkjunum. Hann klomst svo að orði við blaðamenn, sem hópuðust að hon- ■um í dyrum Hvíta hússins, að á- kvörðun forsetans að láta niður falla málsókn gegn stærstu olíu- félögum Bandaríkjanna, væri „ný, áhrifarík sönnun um að Sovét- ríkin hafi frá upphafi vega haft rétt fyrir sér í því að ríkisstjórn Bandaríkjanna sé í vasanum á Wall Street". Það var Spingarn sem stjórnaði árum saman rann- sóknum og eftirgrennslunum um athæfi olíufélaganna. Niður- stöður hans er að finna i 900 blaðsíðna .ikýrslu og á henni var málshöfðunin gegn oliuhringnum byggð. Fullgengið var frá skýrslu verzl- unarmálanefndarinnar fyrir tveim árum en ekkert gert með hana. Að undirlagi utanrikis- og landvarnaráðuneytanna lét Tru- man stimpla hana ríkisleyndar- mál. En i kosningabaráttunni fyr- ir kosningarnar í haust fékk Sparkman öldungadeildarmaður og varaforsetaefni demókrata því framgengt að hiutar af skýrsl- unni voru birtir og mátshöfðun fyrirskipuð gegn olíufélögunum. Sparkman var formaður öldunga- deildarnefndar, sem á að efla smáatvinnurekstur, og hann taldi það myndi stvrkja kosningaað- stöðu flokks sins ef einhver lit- ur væri sýndur á að vernda hina mörgu og smáu kaupsýslumenn fyrir okri og löglausri féflettingu stórlaxa eins og olíuhringanna, Því vorvi olíufélögin Standard Oil of New Jersey, Standard Oii of California, Texas Oil Co., Socony- Vacuum og Guif Oi| Co. ásamt dótturfélögunum Esso, Caitex o.fl. o. fl. ákærð fyrir að hafa með okri og einokunarsamningum brotið ákvæði bandarískra laga um upplausn einokunarhringa. Á- samt þeim var ákært brezka fé- lagið Anglo Iranian með dóttur- félögum sinum svo sem B.P. og brezk-hollenzka félagið Royal Dutch Shell með öllum sínum fylgifiskum. • w^ví var lýst í skýrslu verzlun- J5® armálanefndarinnar, hvernig „þessi sjö félög ráða beinlinis eða óbeinlínis yfir mestallri olíuverzl- un heimsins utan Mexikó og á- hrifasvæðis Rússa". Lýst er i skýrslunni hvernig þessi félög hafa með samningum sín í' milli útilokað alla verðsamkeppni og okra í skjóli einolvunar sinnar á olíúnotendum hvarvetna i auð- valdslöndunum. Rakið er hvernig félögin hafa komið sér saman um að miða verð á allri olíu, sem framleidd er í heiminum, við framleiðslukostnað á olíusvæðun- um umhverfis Mexíkóflóa í Bandaríkjunum, þar sem fram- leiðslúkostnaður er einna hæst- ur í heimi. Mestöll olía á heims- markaðinum ér hinsvegar fram- leidd í Venesúela og Miðaustur- löndum, þar sem framleiðslukostn- aður er aðeins brot af því, sem hann er í Bandaríkjunum. I við- bót við þetta okur hefur oliu- hringurinn samning um að reikna allstaðar sama flutningskostnað á olíu sem að þvi er segir i skýrsl- unni „á ekkert skylt við raun- verulegan flutningskostnað". • /Í"kllum olíufélögunum var skip- V að að leggja fram bækur sín- ar til réttarrannsóknar um miðj^- an janúar. Brezka stjórnin, sem á meirihluta í Anglo Iranian svaraði í styttingi, að hún ætlaði alls ekki að sætta sig við neina rann- sókn á högum þess. Söm voru svör R.oyal Dutch Shell. En dag- inn áður en fyrirskipað hafði ver- lð að skjölin ékyldu afhent til- kynnti bandaríska dómsmálaráðu- neytið, að það hefði fengið fyrir- mæli um að láta niður falla saka- málsrannsókn á hendur olíufé- lögunum. Hinsvegar kynni að verða höfðað einkamál en gefið var í skyn að það yrði aðeins til málamvnda, réttarsætt yrði gerð gegn því að olíufélögin gæfu loforð um að láta af ólöglegu okri. •, I*”; bandarískum blöðum var skýrt frá því, að það hcfði verið ör- yggisráð Bandaríkjastjórnar æðsta vald í her- og uta-nríkis- má'.um Bandaríkjanna, sem ákvað að málsókn skyldi látin niður falla. Lovett landvarnaráðh. og Acheson utanríkisráðh. lögðust að sögn Felix Belair, fréttar. New York Times, á eitt að hvetja Truman forseta til að hætta við sakamálshöfðun á hendur bkur- hring olíufélaganna. Belgir segir, að þeir nafi mótmælt því að bandariskum lagaákvæðum um bann við einokun sé beitt um kaupsýslu bandarískra fyrirtækja í öðrum lönduni. Ennfremur hafi ráðherrarnir varað við því, að erlend riki kynnu að nota saka- málshöfðun gegn bandarisku olíu- félögunum fyrir átyllu til að rifta við þau samningum um einkarétt til olíuvinnslu og gæti jafnvel hlotizt af þvi missir bandariskra olíuítaka i Miðausturlöndum. öksemdir þessar og aðrar af M*' sama tagi nægðu til þess að ákveðið var að falla frá saka- málsrannsókn á hendur oliufé- lögunum. Ekki var borið á móti þvi að þau væru margfaldir lög- brjótar ®g okurfyrirtæki, sem nota einokunaraðstöðu sína miskunar- laust til að féfletta neytendur í tugum þjóðlanda. Það var sam- dóma álit æðstu mánna Banda- ríkjanna að slíkt sé aukaatriói. Aðalatriðið í þeirra augum er að ekkert raski þeirri drottnunarað- stöðu, sem Bandaríkin hafa inn- an auðvaldsheimsins, meðal ann- ars í krafti oliuhringsins. Mála- rekstur og þær uppljóstranir, sem honum myndu fylgja, hlytu að opna augu milljóna manna viða um heim fyrir okri olíuhringsins. Kaflar úr skýrslu verzlunarmála- nefndarinnar hafa aldrei verið birtir vegna þess að þeir myndu ef op'nberir yrðu „tefla í tvísýnu sambúð Bandaríkjanna við. vin- veittar þjóðir", eins og komizt er að orði í New York Times. Eins og vesalings Spinggrn benti á í bræði sinni hefur það sannazt svart á hvítu, að þegar á herðir ræðvp. oliuhringurinn yfir Banda- rikjastjórn en.ekki öfugt. M.T-Ó. Sig. Einarsson — Eg er heimsins klukka og hvað ég boða, veit enginn, með hækkandi ■ raust mun ég skelfa hjörtun og mola sálnanna múra miskunnarlaust. — Svo býður mér höndin, sem heldur um strenginn. Hér kennir hljóms frá dög um Hamars og sigðar. Ennþá svífur andi þjóðmálalegrar á- deilu yfir vötnum skáldsins, þótt ekki sé beinlínis brýnt til stáls. En kvæði þessa erindis, Kiukkan, er þó ef til vill betur gert en öll hin fyrri ádeilu- kvæði Sigurðar Einarssonar, þegar undan skilið er Sorda- vala, enda gat ekki farið hjá því, að hin unga og gáfaða hamhleypa áminnstrar bókar, ætti eftir að yrkja vand- aðri kvæði — ef þá á annað borð yrði hald- ið áfram að yrkja. Annars fer lítið fyrir ’ádeilu þessar- ar tegundar í Yndi unaðs- stunda. Aðeins í tveim öðrum kvæðum nemur maður vængja blak hennar á ný. En þetta er nánast sem uggur þess manns, er hlutlaus lifir stundir lævi- blandinnar tíðar, eftir að hafa brotið skig sitt, fleygt slitinni brynju og slævðu sverði. Er seztur að búi á staðfestu feðra sinna, áhugalaus gagnvart öllu stríði, utan því eina, að kjafts- högga náungann við tilhlýðileg tækifæri. Og þar tekst honum líka furðu fimlega: Svalfinna er meitlað ljóð. Kennimaður jámkalt og biturt endar þann- ig: Hin snauða, dauða gerfilærdóms- list er lífsins vatn á skrældan akur •...... hans. Já, sá fékk marga svölun við þinn stól. Það ætti að vera á þinn legstað rist: Það eitt fær borgið málstað andskotans, að svona þjónar hafi kalli og kjól. Aftur á móti finnst mér kinnhesturinn hafa mistekizt í Höil dauðans. Auðvitað á skáldið aðrar gjafir að gefa en kjaftshögg ein. Að Jóni Baldvinssyni látn- um yrkir það ekki aðeins vin- hlýtt. heldur og stórlega gott kvæði, og H. K. L. helgar það smáljóð þrungið undrun og við- urkenniijgu og svo meistara- lega gert, að vafasamt er hvort íslenzkt ljóímál hafi í annan tíma auðgazt af snjallari mann- iýsingu. Það er mikill kostur þessa Ijóðs, hvað hrynjandin er fersk og einkar skemmti- leg og þó ramm íslenzk. Þessu ljóði skylt er annað, sem skáld- ið nefnir Hann er kaldur á köflum, einnig perla, sem lengi mun geyma nafn meistara síns. Hið sama verður því miður ékki sagt um yrkinguna til Tómasar skálds Gúðmundsson- ar, Svo mærðarfulla og hund- ieiðinlega skálaræðu, hefði ég hejzt. kosið burt úr bókinni. Ég efa ekki að Sigurður Ein- arsson sé mikið skáld, en und- arlega mistækt ljóðskáld er hann á stundum, því jafnvel þótt hann bjóði manni að staldra við hjá blómi, hvers hárauðu blöð anda heilögum ilmi, þar sem værar bárur vagga rauðum skuggum, hjal- andi létt við safírsteina og stór- ar perlur í kristalslind, en yf- ir vakir svalur ljómi stjarna í hvítabrimi hátignar og helgi, þá er eins og þetta snerti mann svosem ekki neitt, sem ekki er heldur von, þar eð öll þessi fegurð þarf endilega að vera kafin moðreyk líkt og kjarni ritningargreinar í langri stól- ræðu pokaprests. En Sigur$i skáldi Einarssyni er ekki eiginlegt að vera poka- prestur, eins og hinri gullfal- legi sálmur Maríubæn, skýrt vitnar. — Gg þó er hann beztur þar sem hann yrkir um land sitt og þjóð sína, eða hverfur á vit einleiks sins án allrar framandi dulhyggju, trúandi samtíðinni fyrir jafnt harmi sem gleði síns íslenzka hjarta, ættuðu úr Fljótshlíðinni. Það er, til dæmis, ekkert hvers- dagsskáld, sem yrkir þessi er- indi: Því betur, sem færri brautir bíða okkar troðnar og greiðar. Enn eru Islands dalir, öræfi og brattar heiðar fullgóðar öllum, sem unnast, yndi nóg þeim, sem finna svalvinda himins og hauðurs i hópinum vina sinna. Vit þá, að bjartur bjarmar bláum á reginfjöllum dagur um . fótaferð fugla ferðamönnum öllum, sem kjósa í lyngbrekku lágri hjá lambagrasi og smára að helga sér heimkynni úr ilmi og hreinleika daggartára. Ljóðið Tvo átti ég drengi, er ein hinna hugþekkustu þjóð- vísna, sem ég hef lesið, og um það eitt mætti skrifa langt mál, Kvæðið Til gamallar sjómanns- ekkju, er einnig prýðilegt verk þegar aukavísurnar eru strokn- ar burt. Og þó hinkrar maður lengst hjá ljóðum eins og Það koma dagar, Kveðja frá Holti og Kveðjustef til æsku minnar. Brot úr því seinast talda er þannig: Þótt á mér sjáist ellimörkin senn og úlfgrá verði brátt mín dökka skör, þá vittu, að ég er til í tómi enn að taka slag úr okkar gömlu vör. Og láta gnoð við léttra hlátra blæ og Ijósar veigar taka fleygiskrið um heil’ar nætur víðan vökusæ, unz vitar fölna og dagur skín á mið. Þar blánar ennþá okkar furðu- strönd með árdagssól um jöklatröfin hrein og nýfætt vor i ljóma um höf og og lönd og ljóð í hverri bunu og slcógar- grein. Það getur svosem vel verið, að hið hefðbundna ljóðform sé nú loksins dautt, en anzi finnst mér það hart ef búið hefur verið að loka á þvj nös- unum þegar þessar vísur voru kveðnár. Jóp Jóhannesson.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.