Nýi tíminn - 05.02.1953, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 05.02.1953, Blaðsíða 5
— 'Fiauntiidagur 5.' íébruar 1953 — NÝI TlMINN — (3 Fratnsöguræða Brynjólfs Bjarnasónar ura Fraálwfeméafeankann: ERLENDU AUÐVALDI TRYGGT VALD YFIR ÍSLENZKU EFNAHAGSLIFI í þessari ræðu skýrði Brynjólfur frá fyrirætlunum stjórnarliðsins um hlutabréf ríkisins í Áburðarverksiniðjunni, en ríkisstjórnin hefur nií guggnað á því að framkvæma þær fyrirætlanir fyrir kosningar Herra foi’seti. Eins og hátt- virtur framsögumaður meiri- Mutans, háttvirtur fyrsti þing- maður Eyf. sagði í sinni ræðu hefur Fjárhagsnefnd klofnað um mál þetta. Meiri hl. vill láta samþ. frv. en ég legg til, að frv. verði vísað frá méð rökstuddri dagskrá. Við fyrstu sýn virðist frv. þetta næsta furðulegt plagg. Það á að stofna nýjan banka með mjög víðtækum verkefn- um við hliðina á þeim fjórum 'faönkum sem fyrir eru í land- inu. Áuk þess á þessi banki að taka að sér það hlutverk. sem Fjárhagsráð var á sínum tíma, sællar minningar, stofnað til þess að rækja. Ýmsum mun nú virðast að þenslan í opinberum rekstri sé nú orðin ærin, þó að ekki sé bætt við nýju umfangsmiklu bákni, eins og þessum nýja banka. — Það mun ýmsum finnast, að ríknisbálcnið sé orðið nægilega kostnaðarsamur baggi á þjóð- inni, þó að allt þetta bætist ekki ofaná. En þegar frv. er athugað nánar. þá koma þó ennþá und- arlegri hlutir í ljós. Stofnfé bankans skal vera, skv. 3. gr. frv., skuldabréf fyrir lánum úr mótvirðissjóði og hlutabréf ríkisins í þrem fyrirtækjum. á- burðarverksmiðjunni, raftækja- verksmiðjunni og Eimskipa- félagi ís^ands. Sá hluti af fé mótvirðissjóðs. sem ekki er notaður til Sogs- og Laxár- virkjunarínnar og áburðarverk- smiðjunnar skal svo afhentur bankanum til umráða á 25 ár- um auk vaxta af þessu fé. Allt handbært fé bankans skal gevmt í Landsbankanum og hann skal anna.st öll afgreiðslu- störf fyrir hinn væntanlega framkvæmdabanka. M. ö. o. hlutverk baníians er ráðstöfun á fé sem nú er í vörzlu annarra banka, * og verður gejnnt bar áfram, fé, sem sér- staklega er ætlað til stofnlána og til fjárfestingar yfirleitt. Það er því ekki neitt smá- ræðisvald, sem þessum banka er fengið í hendur. Hann á að drottna vfir sameiginlegum fjármálum þjóðarinnar og er þar með fengið algert drottn- unarvald í efnahagsmálum Is- lands. Hverskonar stofnun er svo þessi banki, sem fær þetta mikla vald í hendur? Þegar frv. er athugað, þá sést, áð stofnunin er í rauninni einn maður, bankastjórinn, og utan um hann er svo 5 manna banka ráð. En endaþótt allt þetta mikla vald eigi að afhendast einum manni. þá er engin hætta á því að ekki hlaðist fljótlega utan á hann gífurlegt skrif- stofubákn. Það getur maður ímjmdað sér, þegar athuguö eru verkefni hins, ég vil segja undariega banka eins og þau eru ákveðin í 7. gr. Bankinn á ekki aðeins að veita lán tjl langs tíma og vera ríkisstjórn- inni til ráðmieytis í fjárfest- ingarmálum eins og það er orðað í frv. heldm’ og að verzla méð verðbréf og hluta- bréf, sem gæti með tímanum orðið allumfangsmikið brask. Hann á að afla lánsfjár er- lendis. Hann á að vasast í fram kvæmdum einkaaðila. Hann á að annast rannsókn varðandi fjárfestingarþörf atvinnuveg- anna og hann á áð greiða 'fyrir nýjmigum í atvinnurekstri, svo að það er ekkert smáræði sem á að gera í þessari stofnun. Yfirleitt er bankanum ætlað að taka að sér öll megin verkefni fjárhagsráðs en það er hins- vegar aldeiiis ekki meiningin áð leggja fjárhagsráð niður. Ti] þess að forðast allan mis- skilning er það skýrt tekið fram í grg. frv. þar er svo skemmtilega komizt að orði, að fjárhagsráði sé ætlað að stjóma fjárfestingunni í smá- atri'ðum. Smáatriði, það er væntan’.ega að leggja höft á framkvæmdir einstaklinga, sem verið hefur nú eitt af timafí'ek- ustu störfum fjárhagsráðs til þessa. Ekki veit ég hvernig þjóðin hefur komizt af á meðan' hún hafði hvorki fjárhagsráð né framkvæmdabanka. Nú duga hvorki meira né minna en tvær miklar stofnanir í þessu litla, fátæka landi til þess að stjórna fjárfestingunni, önnur í smáatriðum, hin í stórum at- ri’ðum og einhverjir fá þá væntanlega atvinnu við bréfa- skipti milli þessara voldugu stofnana. Nú er ekki verið að horfa í kostnaðinn af opinberum rekstri og ekki þykja álögurn- ar á almenning enn of miklar. Þá ðr spurningin: Hver er| tilgangurinn með þessu ölluj saman? Um það gefur grg. j raunar nokkurn veginn full- j nægjandi upplýsingar, þó í stuttu máli sé. Efni frv. er j samið af gjaldkera alþjóða-' bankans og svo þýtt og fært í, íslenzkan búning af bankamála-: nefnd. Enda þótti mikils við' þurfa að gefa bankanum fínt nafn á ensku, því máli sem Bandaríkjamenn skilja. Frv. er sem sagt komi'ð frá alþjóða- bankanum, stofnun sem er undir bandarískum yfirráðum. Hér er því um bein erlend til- mæli, eða kannski réttara sagt, erlend fyrirmæli að ræða. Rök- in, sem hinir erlendu fjár- málamenn færa fyrir þessum fyrirmælum sínum, eru einnig tekin fram í grg. Þar segir svo ,með leyfi hæstv. forseta: ,,Þess má geta að á síðustu árum hafa i náinni samvinnu við alþjóðabankann risið upp bankar svipa'ðs eðlis í öðrum löndum. Ástæðan til þessarar samvinnu er m.a. sú, að óhægt er fyrir stofnun eins og al- þjóðabankann að lána fé í fram kvæmdir, sem að hans mæli- kvarða eru smávaxnar eins og t. d. flestar framkvæmdir í landbúnaði, kýs hann því held- ur að lána slíkt fé fyrir milli- göngu stofnunar, sem getur rækt það hlutverk, sem alþjóða bankinn annars telur sig eiga að rækja gagnvart lántak- 'anda.“ Hér er ekkert um að 'villast. Alþjóðabankinn treystir ekki þeim stofnunum, sem fyrir eru í landinu til þess „að rækja það hlutverk, sem hann annars telur sig eiga að rækja gagn- vart lántakanda", eins og stendur orðrétt í grg. Þess- vegna á að fela allt þetta mikla vald í rauninni einum manni, sem hinir erlendu fjár- málamenn telja sig geta trevst sem fullkomnu verkfæri. Eng- um myndi koma það á óvart, þótt fyrir valinu yrði dr. Benjamín Eíríksson, aðalhöf- undur gengislækkunarlaganna og nú um skeið helzti milli- göngumaður milli ísl. stjórnar- valda og erlends fjármálavalds. Það er auðséð að hinu erlenda fjármálavaldi þykja yfirráð sín yfir íslenzku efnahagslífi ekki nógu bein og milliliðalaus. Þessvegna vill það koma á fót fyrirkomulagi, sem tryggir því betur nær óskorað drottnunar- vald, óháð breytingum sem kunna áð verða t. d. á stjóm landsins. Þessi stjórn, sem nú situr, er náttúrlega ágæt frá þsirra sjónarmiði, en hver veit hvað við tekur? Að þetta er sú hugsun, sem fyrir höfund- um frv. vakir, það er m. a. auðséð á ákvæðunurn um ba.nka ráð, sem þannig er skipað að það gæti um langt skeið verið í algeru ósamræmi við stefnu ríkisstjórnar landsins. Við athugim nefndarinnar á frv. kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Það sem mér þótti þó einna athyglisverðast voru upp'ýsing- ar dr. Benjamíns Eiríkssonar, sem hann gaf nefndinni á ein- um fundi hennar, þar sem hann var mættur samkv. henn- ar ósk. Dr. Benjamín var um það spnrður, hvaða tilgang það hefði að afhenda bankan- um sem stofnfé hlutabréf rík- isins i þeim fyrirtækjum, sem talin eru í 3. gr. frv. þ. e. a. s. áburðarverksmiðjunni, raftækja verksmiðjunni og Eimskipafé- lagi Islands. Benjamín svaraði að hann hugsaði sér áð þessi hlutabréf yrðu seld síðar og þá fer nú að verða ljósara en áður sýnist mér, hvert var verið að fara, þegar áburðarverksmiðjunni var breytt I hlutafélag á sín- um tíma. Eins og nú er, er hlutafé þtess fyrirtækis, eins og kunnugt er; 10 millj. kr. Þar af eru 6 millj. ríkiseign og 4 millj. einkaeign. Uppkomin er gert ráð fyrir að verksmiðjan kosti á annað hundrað millj. kr. og það fé leggur ríkið til að undanskildum 4 millj. kr., sem er hlutafé einkaaðila. Ot- koman af þessu verður því sú, að þegar lánin til verksmiðj- unnar eru að fullu gréidd, þá hafa þessir einkaaðilar eignazt verðmæti, sem nema yfir 40 millj. kr. fyrir einar 4 millj. Og nú höfum við fengið upp- lýsingar um hvað á að verða um hlut ríkisins skv. þeirri hugsun, sem dr. Benjamín skýrði nefndinni frá að fyrir höfundunum vekti. Á fundi nefndarinnar lét dr. Benjamín svo um mælt, að hugsunin væri sú, að bankinn losaði sig við þau hlutabréf, sem hann eignast eins fljótt og unnt er. Nú er það eitt verkefni bank- ans að verz'a með hlutabréf og önnur verðbréf skv. 7. gr. Dr. Benjamín var um það spurður, hver ætti að vera tilgangurinn með slíkri verzlun. Hann svar- áði að tilgangurinn væri alls ekki að verz’a með hlutabréf í hagnaðarskyni, heldur hitt að hjálpa einkafyrirtækjum til þess að komast á legg. Eg geri ráð fyrir, að sama sjónarmiðið ríki, að því er tekur tib áburð- arverksmiðjunnar. Otkoman yrði þá sú, að fyrirtæki, sem mun kosta á annað hundrað millj. kr. yrði afhent einstald- ingum og einkaaðilum til eign- ar fyrir 10 millj., enda myndi það að vonum þykja ósann- gjamt áð þeir fulltrúar einka- fjármagnsins sem síðar eiga að eignast 3/5 hluta eignarinnar, verði ekki látnir sitja við sama borð og sæta sömu kjör- um og hinir, sem þegar hafa eignazt 2/5 hluta hennar fýr- ir 4 millj. Þetta getur maður nú kallað að hagnýta sér ríkis- valdið vel í þágu einkaauð- magnsins; og ég get hugsað mér, að það sé vel að skapi hinna bandarísku fjármála- manna. Nefndin sendi frv. öllum bönkunum til umsagnar og sömuleiðis fjárhagsráði eins og hv. frsm. meirihl. skýrði frá i sinni ræðu. En meiri hl. nefnd- arinnar ákvað að gefa þessum aðilum aðeins eins dags frest til þess að semja álit sitt. Það j var á laugardegi, sem þeim var1 sent frv. til umsagnar og þessi óskað, að þau skiluðu áliti sínu á mánudag. Þetta þótti mér nú furðuleg og ærið óvenjuleg á-j kvörðun, enda varð árangurinn j alveg eins og vænta mátti. Eng-! inn þessara áðila treysti sér til' ]æss að semja neina álitsgerð^ á svo stuttum tíma. Efnislegj umsögn kom því aðeins frá Landsbankanum, en honum hafði verið gefinn kostur á að sjá frv. og athuga það áður en það var lagt fyrir Alþ. Eg hygg, að enginn bankanna sé samþykkur þessu frv. heldur sé þessu öfugt farið. 1 svari Bún- aðarþankans sérstaklega kom það í ljós — (B. St.: Það kora ekkert bréf frá Búnaðarbaiik- anum). Jæja, það komu skilá- Ixið. Og í þessum skilalxiðjum Búnáöarþankans kom þáð í ijós, að stjórn bankans furðaði sig á því, að ekki skyldi vera haft samráð við alla bankana, áður en farið var. á flot með slíka gerbreytingu á bankastarfsemi landsins. Landsbanldnn hefur farið þá leið að ræða lítið um fi’v. í heild sinni í sinni álitsgerð sem hann hafði sent hæstv. viðskmrh. og sem liann sendi síðan nefndinni afrit af, lield- ur ræðir hann um einstök at- riði þess. Bankinn gagnrýnir mjög ýms veigamestu atriði frv., svo sem ákvæðið um hluta. bréfakaup og heimildina til er- lendrar lántöku án samþ, Al- þingis og áður en frv. var lagt fram hefur verið tekið til- lit til aðeins eins atriðis, sem máli skiptir í gagnrýni bank- ans, og sem raunar er ekki að~ alatriði. En * Jón Árnason bankastjóri og Baldvin Jóns- son, bankaráðsmaður, höfðu báðir sent sérálit, sem einnig var sent afrit af til nefndar- innar. Álit Jóns Árnasonar er sérstaklega athyglisvert. Þar kemur nefnilega í ljós, að Jón Ámason er algerlega andvígur frv. Álit Jóns Ámasonar. er prentað í nál. minni hl. og það er vel þess vert, að allir hv. alþingismenn kynni sér það vel og vandlega. Við skulum líta á nokkur aðalatriði þess. Jón Árnason bendir fyrst á það, að til séu 3 bankar í land- inu. Þeir eru nú raunar orðnir 4 skv. lögum og þá vaknar sú spuming, hvort þörf sé á að stofna nýjan banka. Síðar ræð- ir hann hlutverk hins nýja banka, skv. frv. lið fyrir lið. Hið almenna hlutverk bankans á að vera að efla atvinnulíf og velmegun þjóðarinnar ogstuðla. að auknum afköstum í fram- leiðslu og dreifingu. Þetta á að vera hlutverk allra íslenzkra banka, segir bankastjórinn og því ekki þörf að stofna nýjan banka í því skyni, þ. e. a. s. ef nokkur meining felst í þess- um. orðum, bætir bankastjórinn við. Þá ræðir liann nánar hin sundurliðuðu hlutverlc bankans skv. 7. gr. frv. Hann á x fyrsta lagi að vera ríkisstjóm til ráðuneytis í fjárfestingar- málum. Nú, bankastjórinn bend ir á, að ekki sé þörf nýs banka, til þess áð stjórnin geti öðlazt ráðunaut í fjárfestingarmálum, meðan Fjárhagsráð starfar, þá á það einmitt að inna þetta hlutverk af hendi. Um verzlun- ina með hlutabréf og öflun lánsfjár erlendis segir banka- stjórinn, að honum þyki mjög undarlegt, ef Alþingi vill fá ríkisbanka fullt og óskorað um- boð til þess að kaupa á ábyrgö bankans hlutabréf í hvaða fyr- irtæki, sem bankastjórinn á- kveður, og hann segir, að sér finnist það beinlínis með ólík- indum, að Alþingi vilji afsala sér rétti sínum til þess að taka ákvörðun um lántökur erlendis hverju sinni. Þetta er nú aðeins undirstrikun á þeirri gagnrýni, sem sett er fram í áliti Lands- bankans. I 8., 9. og 10. lið 7. gr. segir svo: að bankinn eigi að hafa samvinnu við einkaað- ila, sem ráðast í framkvæmdir, og veita þeim stuðning, að hann eigi að annast rannsóknir i sambandi við fjárfestingu at- vimiuveganna, að hann eigi að greiða. fyrir nýjungum í fram- kvæmdum og atvinnurekstri. Tii þess að annast þessi verk- efni segir bankastjórinn, þarf lieilan hóp sérfræðinga í þjón- ustu bankans, og hann kveðst ekki fá skilið, hvar alla þá sérfræðinga sé að finna, sem ekki eru bundnir við önnur störf, enda yrði kostnaðurinn. ærinn. Samkvæmt 20. gr. er Framh. á 6. síðu

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.