Nýi tíminn - 05.02.1953, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 05.02.1953, Blaðsíða 4
4) — NÝI^ TÍMINN — Pimmtu<Jagur 5. febnjar 1953 NÝl TÍMINN .v T, ti v Útgefandl. Samelningarflokkur alþýSu — SósíalÍBtaflokkurlan. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Áskriftargjald er 25 króiior á ári. Oreloar i blaðið eendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðala Nýja tímans, Skólavörðustíg 19, Reykjavlk Afgrelðsla og auglýsingaskrifstofa Skólavst. 19. Sími 7600, Prentsmiðjtt ÞjóSviljans h.f. k tímum stríðsgróðans birtist stér- iðjuhugur Framóknarflokksims í því, að vslja hafa áburðarverksmiðjina svo litla, að hún framleiddi aðeisss þriðjung af því köfnunarefnismagni sem landbúnaðurinn þarf . Síðan umræöur hófust um þá leið til sköpunar íslenzkr- ar stóriðju aö leigja erlendum auöhringum fossaaflið til virkjunar, hefur Tíminn ekki linnt látum viö áð niöa þá menn er tekið hafa afstööu á móti slíkum ráðstöf- unum. Hafa árásir þessar beinzt að Sósíalistaflokknum, sem eðlilegt er, þar sem hann einn stjórnmálaflokkanna og blöö hans ein stjórnmálablaöanna hafa tekiö ákveðna afstööu gegn slíku. Bak við þetta liggur sýnilega ótti við þaö, að þjóðin sé ándvíg þessari stefnu og því muni þessi mótmæli sós- íalista verða til þess aö fylkja henni saman til virkrar andstöðu gegn þessum fyrirhuguöu ráöstöfunum stjórn- arflokkanna. Eitt helzta haldreipið, sem nú er gripiö til í þsssu sam- bandi, er þaö, aö sósíalistar hafi beitt sér á móti því aö stríðsgróðanum yrði variö til aö koma upp stóriðnaöi. Þannig segir í leiöara Tímans; 31. jan s. 1.: „Þannig beittu kommúnistar áhrifum sínum í Nýsköpunarstjórninni til þess aö koma í veg fyrir áö nokkrum eyri af hinum mikla stríösgróða yröi variö til aö koma upp stórum vatnsorkuverum og stóriðju .... Af svipuðum ástæðum beittu kommúnistar sér gegn Marshallhjálpinni eöa til aö hindra byggingu nýju vatnsorkuveranna viö Sogið og Laxá“. Til þess að sjá hvert hald er í þessum áróðri, er rétt áð spyrja.: Hvaöa tiilögur fluttu Framsóknarmenn um það aö stríðsgróðanum yröi varið til byggingar vatns- orkuvera og stóriðju? Svarið getur áöeins orðiö eitt. Enga. Framsókn var alls ekki á þeirri línu þá aö skapa neina stóriöju á íslandi. Stórhugur Framsóknarflokksins birtist rn. a. í fyrsta frumvarpinu um áburðarverksmiðjuna, sem samkvæmt hans tillögum átti aðeins að geta fram- leitt 1200 tonn af köfnunarefnj. á ári. Núverandi köfnun- arefnisþörf íslenzka landbúnaöarins mun vera um þaö bil þrefalt meiri. Þessi smæð verksmiöjunnar var raunar af eölilegum ástæöum byggö á því að ekkert xafmagn var til að reka stærri verksmiðju, og ekki kcm heldur til- laga frá Framsókn um stóra virkjun til að byggja á stærri verksmiöju. Þetta var þeirra stórhugur þá. Hváö hinu atriðinu viökemur, aö sósíalistar hafi barizt á móti Marshallaðstoöinni þá er þaö rétt. En sú barátta var vegna þess aö þeir sáu að hún mundi; mala niöur efnahagslíf þjóöarinnar sjálfrar, samkvæmt því algilda lögmáli aö sú þjóð, sem fer að lifa á gjöfum 1 stáö þess £Ö vinna fyrir sér hlýtur aö lenda á efnahagslegan vonar- völ. Þessi spá er nú orðin að staöreynd. Önnur ástæöan vav óttinn við áhrif Bandaríkjastjóm- ar á íslenzkt efnahagslíf gegnum Marshallhjálpina. Þau áhrif eru nú oröin svo mikil staðreynd, aö Jón Árna- son bankastjóri hefur beinlínis lagt til að endurgreiða Mótviröissjóðinn til áö losna við þau afskipti. En þegar sýnt var aö ekki varö komið í veg fyrir að íslendingar gengju inn í Marshallkerfið, þá var það ein- mitt Sósialistaflokkurinn sem lagði til aö þetta fé yrði eingöngu notað til að byggja stærri vatnsvirkjun og miklu stærri áburöai'verksmiöju en ákveðiö var að lökum. Þetta var hindráð af núverandi stjórnarflokkum, sem ekki virtust þá hafa neinn áhuga fyrír stóriðju á íslandi. Stóriðjuáhuginn virðist ssm sé vera mestur í sambandi við leigu eða sölu h;ns dýrmæta vatnsafls til erlendra auöhringa. í nefndaráliti Ásmundar Sigurðssonar nm frumvarp um útvegun stofnf jár til Bánaðarbanka íslands er rakin saga þessa máls á þinginu Nefndin hefur klofnað um málið. Vill meiri hlutinn vísa því frá með rökstuddri dag- skrá, en ég vil hins vegar láta samþykkja frumvarpið. 1 sambandi við þetta mál þyk- ir mér rétt að fara nokkrum orðum um lánsfjánnál Búnað- arbaokans og meðferð þeirra á Alþingi. I Búnaðarbankanum starfa nú þrjár stofnlánadeildir: Byggingarsjóður, er lögum samkvæmt hefur það hlutverk að veita stofnlán til byggingar íbúðarhúsa, bæði á nýbýlum og til endurbyggingar á eldri býl- um. Enn fremur var honum ætlað að Veita lán til útihúsa- bygginga á nýbýlum. Þetta at- riði hefur þó aldrei verið hægt að framkvæma vegna fjárskorts í sjóðnum. Ræktunarsjóður hef- ur aftur á móti það hlutverk að veita lán til jarðræktar, pen- ingshúsa, geymsluhúsa og hvers konar annarra mann- virkja við landbúnað, þar með taldar þær stofnanir, sem taka landbúnaðarvörur til vinnslu, viðgerðarstöðvar landbúnaðar- véla, rafstöðvar o. fl. Veðdeild- in er hin þriðja lánstofnun bankans og er ætlað það hlut- verk fyrst og fremst að veita veðlán út á fasteignir og önn- ur veð, sem fulltrygg þvkja. Hefur hún t. d. verio eina láns- stofnunin, er lánað hefur bænd- um fé til kaupa á jörðum þótt í smáum stíl hafi verið sökum fjárskorts deildarinnar. Fyrstu árin eftir að lögin um landnám, nýbyggðir og endur byggingar í sveitum komu tii framkvæmda, svo og lögin um Ræktunarsjóð, var ekki skortur á lánsfó, hvorki í Bygg- ingarsjóði né Ræktunarsjóði. Bæði var verðlag allt svo miklu lægra en nú, að lánsþörfin var minni, og auk þess gerði fram- lag ríkissjóðs, sem fyrirhugað var til að greiða vaxtamismun, meira en að gegna því hlutverki og var því notað til nokkurrar útlánastarfsemi jafnframt. Hin síðari ár hefur þetta breytzt svo, að um alvarlegan skort á lánsfé er að ræða, Við síðustu áramót var hagur þessara þriggja útlánadeilda þannig, að Ræktunarsjóður var kominn í skuld við sparisjóðs- deild bankans að upphæð 2.5 milljónir krcaa og Veðdeildin sömuleið:s' í skuid við sparisjóðsdeildina um eina milljón krónur. t Bygg- ingarsjóði munu þá hafa verið um 0.6 millj. kr. Er þá ókomin í hendur bankaas aðeins ein milljón af því 16 millj. kr. láni, sem Alþingi hafði áður heimilað að taka í Alþjóðabankanum. Verður niðurstaðan af þessu sú að skuldir lánadeildanna verða 1.9 millj. kr. hærri en handbært fé þeirra, þótt áður umrædd ein milljón alþjóða- bankalánsins sé meðtalin. Nú er enn fremur vitað, að miklar framkvæmdir eni í smíð- um, en ófullgerðar. Má þar nefna t. d. nálega allar þær byggingar, sem byrjað var á á síðasta. ári, og án efa nokkuð af eldri byggingum, svo og ræktunarframkvæmdir ýmis- konar. Er því sýnilegt, að all- mikið fé muni þurfa nú á yfir- standandi - áíi til að fullnægja þessari þörf eingöngu. Þar við bætast allar þær framkvæmdir, sem fyrirhugaðar eru. Umsókn- ir um heimild til stofnunar ný- býla eru nú með langflesta móti, og svo mun einnig vera um fyrirhugaðar framkvæmdir á ýmsum öðrum sviðum. Er því auðséð, að mjög óvænlega horfir með framkvæmdir allar, ef ekki verður greitt úr láns- fjármálinu, betur en nú er útlit fyrir. að gert verði. Rétt er þó að taka það fram, að Alþingi hefur heimilað rík- isstjóminni erlenda lántöku, 20 millj. kr., handa Byggingarsjóði og Ræktunarsjóði. En al.lt mun vera í fyllstu óvissu um fram- kvæmdir í þeim efnum. Og þótt í bili tækist að greiða eitthvað úr fjárþröng sjóðanna á þenn- an hátt, þá er veðdeildin jafn- þurrausin eftir sem áður. Er slíkt ástand mjög alvarlegt, þar sem óstarfhæfni hennar gerir ómögulegt að útvega lán til jarðakaupa, bústofnskaupa og ýmislegs aanars, sem sjóðirnir geta ekki annað. Horfumar 1 þeim málum að útvega iánsfé til framkvæmda í landbúnaðin- um á þessu ári eru því hinar alvarlegustu, ef Alþingi hættir nú störfum án þess að gera aðrar og meiri ráðstafanir til úrbóta í þessu máli en enn þá hefur verið gert. I-Iáttvirtum alþingismönnum virtist vera þetta mjög ljóst a.m.k. í byrjun þings. Snemma á þessu þingi voru lögð fram þrjú frumvörp í neðri deild, er öll fóru fram á aukið lánsfé til Búnaðarbankans eftir ýms- um leiðum. Á þskj. 86 fluttu tveir þing- menn Sjálfstæðisflokksins frum varp um Stofnlánadeild land- búnaðarins. Er þar gert ráð fyrir stofnun nýrrar deildar og ríkissjóði gert að leggja henni í upphafi 5 millj. kr. Enn frem- ur skyldi henni heimilt að auka fé sitt með því að taka á móti sparifjárinnlögum, og skyld það sparifé vera skattfrjálst. Skyldi hlutverk þessarar deild- ar eingöngu vera það að gera efnalitlum mönnum fært að hefja búskap með því að lána frumbýlingum til jarðakaupa, búfjárkaupa og verkfærakaupa. Þá er og á þskj. 82 frum- varp um breytingu á lögum um veðdeild Búnaðarbankans, flutt. af fjórum þingmönnum Fram- sóknarflokksins. Er þar gert ráð fyrir því, að ríkissjóður leggi til deildaritmar 4 millj. kr. árið 1953 og síðan 2 millj. kr. árlega í næstu 10 ár, í fyrsta sinn 1954. Skyldi fé þessu haldið aðgreindu frá öðru stofnfé deildarinnar og nefnast frumbýlafé. Hlutverk deildarinnar með þessu fé átti %ð vera svo að segja nákvæm- lega hið sama og stofnlána- deildar þeirrar, er Sjálfstæðis- flokksþingm. vildu stofna með sínu frv., þ. e. „veita efnalitl- um mönnum, er byrja búskap, lán til að koma upp bústofni og kaupa verkfæri og vélar“. Þá er frumvarp það, sem hér um ræðir, flutt af undinátuð- um, á þskj. 123. Er hér lagt til, að ríki3sjóður skuli taka að láni 60 millj. kr. hjá seðladeild Landsbankans, og leggja stofn- lánadeildum Búnaðarbankans sem óafturkræft framlag, er skiptist milli deildanna þannig, að Byggingarsjóður fái 25 millj. Ræktunarsjóður 23 millj. og Veðdeildin 12 millj. Hins vegar skuli ríkissjóður greiða Lands- bankanum lánið á 40 árum og veðsetja bankanum þann hluta af jarðeignum ríldsins, sem liggur utan kaupstaða og kaup- túna, til tryggingar lánum. Enn fremur er svo gert ráð fyrir í 5. gr., að lánum þeim, er Búnaðarbankinn hefur fengið samkvæmt lögum um ráðstöfun á greiðsluafgangi ríkissjóðs ár- ið 1951 og gengishagnaði bank- anna 1950 skuli breytt í fast óafturkræft framlag. Það, sem hér er nánast farið fram á,. er það, að reynt sé að leysa lánavandamál Búnað- arbankans og þar með landbún- aðarins með því, að ríkið taki lán út á þær fasteignir, sem það á í sveitum landsins, og leggi það aftur til sem stofnlánafé í bankaon til þess að byggja landbúnaðinn upp. Þannig só reynt meira en til bráðabirgða að greiða úr því sífellda stríði, sem nú er staðið í árlega við að finna einhverja lausn, er enzt geti fram á næsta ár. Þá má enn fremur geta þess, að ákvæði 5. gr. í þessu frv., þ. e. breyting á fyrrgreindum lánum ríkissjóðs í föst fram- lög, voru síðar flutt í Ed. í formi sérstaks frumvarps. Var það frv. flutt af þremur þing- mönnum Framsóknarflokksins í þeirri deild. Hafa þannig einstakir þing- menn flutt fjögur frumvörp á þinginu um þessi mál. Samtals eru flutningsmenn þessara frumvarpa 10 að tölu, eða nærri því Vs hluti þingsins, og allir nema einn úr stjórnarflokkun- um. Verður því tæpast annað sagt er að vel sé unnið að flutningi frumvarpa til fram- gangs þessu máli. Hið sama verður tæpast sagt um af- greiðsluna, því að ekkert af þessum frumvörpum þingmanna stjórnarflokkanna hefur verið afgreitt úr nefnd. Er það mjög leitt, þegar áhugi og fram- kvæmdir birtast í svo öfugum hlutföllum. Þessu frumvarpi og báðum þeim fyrrnefndu, er flutt voru í neðri deild, var vísað til land- búnaðarnefndar deildarinnar. Þótt þau bentu á allólíkar leið- ir, þá stefndu þau þó öll að sama marki, þ. e. að leysa á einhvern hátt úr þessum láns- fjárskorti, að vísu að mjög mis- jafnlega miklu leyti. Fjórir af fimm nefndarmönnum í land- búnaðarnefnd eru flutnings- menn þessara þriggja frum- varpa, og höfðu þeir því hina ákjósanlegustu aðstöðu til að afgreiða málin. Að vísu lá ljóst fyrir, að erfitt mundi að ná samkomulagi um þau öll, og hefði því verið eðlilegast, að nefndin hefði samið nýtt frum- varp, þar sem tillit var tek- ið til hinna ýmsu sjónarmiða, eftir því sem samkomulag gat náðst um, en einstakir flutn- ingsmenn flutt sem breytingar- tillögur þau atriði, sem ekki gat náðst samkomulag um, en þeir vildu hins vegar ekki.falla frá, og hefði atkvæðagreiðsla þá skorið úr þeim ágreiningi. Framhaid á 7. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.