Prentarinn - 01.07.1978, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.07.1978, Blaðsíða 3
 Bráðabirgðalausn — sem ekki leysir verðbólguvandann Fundur í Hinu íslenzka prentarafélagi, haldinn 5. desember 1978, fordœmir harðlega, að enn einu sinni skuli stjórnvöld landsins grípa inn í gildandi kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins, nú meðþví að skerða uppbœtur á laun sem koma áttu til greiðslu vegna hœkkunar framfœrsluvísitölu. Fundurinn vill minna á, að verðbótavísitala á laun var eitt aðal- atriði„sólstöðusamninganna“sem nú er verið að skerða. Enda þótt ríkisstjórn sú, er nú situr, hafi haft samráð við fulltrúa ASÍ um breytingar á vísitölubótum, gegn óljósum loforðum varðandi félagslegar umbœtur, sem margar hverjar var búið að semja um áður, þá breytirþað engu um gildi kjarasamninga einstakra félaga, þar sem einskis umboðs hefur verið leitað frá þeim af hálfu heildarsamtak- anna um heimild til breytinga á gildandi kjarasamningum. Fundurinn mótmœlir þeim vinnubrögðum forystumanna A SÍ, að boða ekki til formanna- eða kjaramálaráðstefnu nú eins og áður, þar sem stefna verkalýðshreyfingarinnar yrði mörkuð í kaup- og kjara- málum fyrir nœsta ár, þar eð þá má búast við frekari kjaraskerðingu, skv. athugasemdum sem fylgdu frumvarpi um viðnám gegn verð- bólgu. Fundurinn mótmœlir því harðlega, að verðbólguþróunin stafi af of háu kaupgjaldi hjá fólki sem fœr greitt samkvœmt samningum verkalýðsfélaganna. Það er almennt viðurkennt, að engum er mögu- legt að lifa af dagvinnutekjum einum saman og kaupgjald verkafólks á íslandi er sannanlega mikið lœgra miðað við kaupmátt en í öllum nágrannalöndum okkar, þar sem verðbólga er aðeins brot af því sem hér þekkist. Þess vegna mótmœlir fundurinn því harðlega, að nokkrar póli- tískar ráðstafanir séu gerðar af stjórnvöldum, og einstaka forystu- mönnum ASÍ, í efnahagsmálum, sem leiða til skerðingar á kaup- mœtti launa eða breytinga áfrjálsum samningum. Fundurinn lítur svo á, að kjaraskerðingin nú sé bráðabirgðaráð- stöfun sem ekki leysi þann verðbólguvanda sem við er að glíma, heldur aðeins frestur til stjórnvalda — frestur sem hvetur þau ekki til að leggja fram lausn til frambúðar — lausn sem dregur úr verðbólgu og tryggir kaupmátt launa, sem var þó eitt af mörgum loforðum núverandi stjórnarflokka. (Samþ. m. öllum greiddum atkvæðum.) ^rcntariitn 56. árgangur 7. til 9. tölublað Útgefandi: Hiö islenzka prentarafélag fíitnefnd: Hallgrímur T rygg vason ritstjóri og ábyrgðarmaður Blaðaprenti Ingvar Sig. Vilhjálmsson Morgunblaðinu Jóhannes Eiríksson Blaðaprenti Ólafur Emilsson formaður HÍP Auglýsingar: Guðmundur Kr. Aðalsteinsson Hilmi h.f. Uppsetning (lay-out) Hallgrímur Tryggvason Ljóssetning og prentun: Prentsmiðjan Oddi h.f. Filmuvinna: Korpus h.f. Bókbandsvinna: Sveinabókbandið Letur: Times og Vega Forsíðumyndin er af plakati, sem unniö var af þýsku hönnuöunum Heinz Kroehl og Peter Offenberg, í tilefni Guten- bergsársins. Heinz og Peter tilheyra Die Kroehl Design Gruppe, sem hóf starf sitt í Mainz árið 1965. ^rcnfartmt - 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.