Prentarinn - 01.07.1978, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.07.1978, Blaðsíða 8
félög fara niður fyrir. Svo þegar út á stóru vinnustaðina kemur þá geta félögin þar eða klúbb- arnir samið um mun betra kaup og umbætur heldur en ramma- samningur LO kveður á um. Vinnustaðaklúbbamir hafa í öllum tilfellum gefið góða raun. Þeir virka þannig, að ef fyrir- tækið telur um 50 manns þá hafa starfsmenn 1/3 í stjórn fyrirtækisins og ef fyrirtæki telur yfir 200 þá hafa starfs- menn 2 fulltrúa í stjórn og 2 í framkvæmdaráði. Þetta fyrir- komulag stuðlar að betri sam- skiptum starfsmanna og for- ráðamanna fyrirtækjanna sér í lagi þegar miklar ákvarðana- tökur eiga sér stað sem varða starfsfólkið. Af þessari upptalningu má ráða einn og áhrifamikinn hlut, hann er sá að norska verka- lýðshreyfingin stendur á mjög svo sterkum grunni. Það sést best á því hvað þeir hafa náð langt í uppfræðslunni hjá sér og hversu stéttar- og félagsmeðvit- undin er sterk í hugum alls þorra vinnandi fólks. Þar hafa menn tíma til að starfa innan félaganna og væg- ast fórna sér fyrir heildina öll- um til heilla og hagsbóta. Þar er ekki þessi gegndarlausa yfir- vinna sem hér alla hrjáir og sem er svo sannarlega verðbólgu- hvati. í Noregi hefur verðbólgan undanfarin fjögur ár verið 9,1 %— 11,7%. I ár reiknuðu þeir með 8—9% verðbólgu. Starfsemi verkalýðshreyfing- arinnar er mikil út á við í þjóð- félaginu. Þeir starfrækja 4 banka, einn er sá 12. stærsti í landinu, tryggingarfélag, ferða- skrifstofu, og svo eru gefin út ein 43 dagblöð sem hlynnt eru verkalýðshreyfingunni. Einnig reka þeir og starfrækja 2 skóla sem áður var minnst á, og fleira mætti nefna sem er til fyrir- myndar og sóma norsku verka- lýðshreyfingunni. Það sér hver maður að hreyf- ingin nær að öllum slagæðum þjóðfélagsins og þar af leiðandi er ekkert framkvæmt nema með fullu samráði við verkalýðsfor- ustuna. Um þessa ferð mætti skrifa heilmikið til viðbótar en hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um vissa þætti verkalýðs- hreyfingarinnar í Noregi. Eg vil að síðustu þakka HlP fyrir veittan stuðning mér til handa um að gera þessa ferð mögulega og vona að þeir er sitja í stjórn félagsins í framtíð- inni sjái mikilvægi slíkra ferða sem þessarar. Án vitneskju um vissa framkvæmdaliði í verka- lýðshreyfingum nágrannaland- anna innilokumst við og sjón- deildarhringurinn minnkar. Prentarar! Notið Mander-Kidd prentliti UMBOÐSMENN: ÓLAfUR ÞORSTEINSSON & Co. R.F. Vatnagörðum 4 ■ Reykjavík • Sími 85044 8 - ^renforinn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.