Prentarinn - 01.07.1978, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.07.1978, Blaðsíða 5
Verndun fagréttinda nánast óhugsandi án samstarfs allra bókagerðarfélaganna Á fulltrúaráðsfundi 3. október 1978 var stjórn HÍP falið að til- nefna þrjá menn í iðnréttinda- nefnd, sem hafa skyldi það hlutverk m.a. „að koma í veg fyrir að réttur félagsmanna sé fyrir borð borinn í atvinnumál- um“. f samræmi við þessa ákvörð- un voru svo á stjórnarfundi 16. október s.l. tilnefndir þeir Her- mann Aðalsteinsson, Ólafur Björnsson og Rafn Árnason. Nefndin hefur haldið nokkra fundi, m.a. með lögfræðingi félagsins Arnmundi Backman, og stjórn HÍP. Hugmyndir um starf nefndarinnar og leiðir félagsins til verndar fagréttind- um félagsmanna eru ekki full- mótaðar ennþá — en þó skal hér nokkurra getið, sem helst hafa verið ræddar. Auðvelt ætti að vera að koma í veg fyrir að óiðnlært fólk vinni á starfssviði félagsmanna i fyrirtækjum innan FÍP, t.d. með aðstoð hvers einasta félags- manns — og þá ekki síst trúnaðarmanna. Varðandi þá vinnustaði, sem óháðir eru FÍP og grunur leikur á að brjóti gagnvart félaginu, ber iðnráði (þar eru fulltrúar FÍP og HÍP) að annast eftirlit, ásamt lögreglustjóra. Kæra myndi svo væntanlega fylgja á eftir, telji félagið sannanlega brotið á sér. Þá hefur nefndin óskað eftir því við stjórn HÍP að hún hafi samband við hin bókagerðar- félögin með ósk um að þau til- nefni hliðstæðar nefndir eða einhverja einstaklinga, sem nefndarmenn HÍP gætu snúið sér til. Verndun fagréttinda þeirra, sem við prentiðnaðinn vinna, er nánast óhugsandi nema til komi gott samstarf allra bókagerðarfélaganna. Jákvæð svör hafa borist frá bókbindurum og grafískum og þá helst um athugun á auglýs- ingastofunum. Nefndin óskaði eftir fundi með trúnaðarmönnum eða fulltrúum allra prentsmiðja og var hann haldinn 7. desember í félagsheimilinu. Mættu þar þó aðeins um eða innan við helm- ingur þeirra, sem boðaðir voru og kunna jólaannir að eiga sök á lélegri mætingu. Á þeim fundi kynnti nefndin þær leiðir sem ræddar hafa verið og urðu talsvert fjörugar umræður. Fundarmenn virtust á einu máli um að aðgerða væri þörf í fagréttindamálunum og komu margar ábendingar til nefndarinnar, bæði um brot- lega vinnustaði og leiðir til úr- bóta. Áður er nefnd lagaleiðin, en önnur er sú, að miði fylgi hverju verki og kvitti löglegur iðnaðarmaður fyrir hvern verk- þátt. Þessi háttur mun á hafður í Danmörku og Bretlandi. í slíku tilviki reynir sérstaklega á sam- starf bókagerðarfélaganna. Fyrst og síðast er það þó hinn almenni félagsmaður, sem úr- slitum ræður en ekki einhver þriggja manna nefnd — jafnvel þótt hún njóti stuðnings stjórn- ar og trúnaðarmanna. Baráttuna vinna engir fyrir okkur. Ýmsar spurningar hafa vaknað við umræður um þessi mál og ber þar hæst þessar: Hvaða grundvallarstefnu á félagið að taka varðandi tœkni- þróun og breytta framleiðslu- hœtti? Á félagið að krefjast skilyrðislausra yfirráða og for- gangs fagmanna yfir framleiðsl- unni, hvað sem líður allri tœkni- þróun eða á að eftirláta ófag- lœrðu fólki heilu verkþœttina? Hvaða lœrdóm getum við dregið af baráttu stéttarbrœðra okkar gagnvart tœkniþróuninni í Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og nú síðast í Bret- landi? Þetta — og margt fleira — er það, sem hver einasti prentari þarf að taka afstöðu til á næst- unni. Nefndin mun láta frá sér fara upplýsingar um þessi mál eins ört og við verður komið og óskar eftir umræðum félags- manna, t.d. á „opnu húsi“, félagsfundi e.þ.h. 11. desember 1978 — R.Á. ^rcníaríttn - 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.