Prentarinn - 01.01.1980, Síða 13
um gerð nýs kjarasamnings á
milli HÍP annars vegar og
FÍP og Ríkisprentsmiðj-
unnar Gutenberg hins vegar,
og gerum við það hér með.
Stjórn HÍP væntir þess fast-
lega að vel verði brugðist við
málaleitan þessari svo að
viðræðufundurinn geti orðið
sem allra fyrst. Virðingar-
fyllst. F.h. HÍP.“
Sem svar við þessu bréfi
félagsins barst eftirfarandi bréf
frá FÍP:
„Reykjavík, 17. mars 1980
Með tilvísun til bréfs yðar
dags. 6/3 1980 varðandi ósk
yðar um viðræður um gerð
nýs kjarasamnings viljum
við taka fram eftirfarandi:
Með bréfi dags. 27/2 1980
vísaði samningaráð Vinnu-
veitendasambands íslands
kjaradeilu VSÍ og meðlima
þess við Alþýðusamband ís-
lands og einstök aðildar-
sambönd og félög þess til
meðferðar ríkissáttasemjara.
Allar samningaviðræður
viðkomandi aðila þ. á m.
milli félaga okkar munu því
við þessa samningagerð fara
fram undir stjórn ríkissátta-
semjara, og ber því að beina
óskum um viðræður til hans.
Þetta tilkynnist yður hér-
með.
Virðingarfyllst,
Félag íslenska prentiðnaðarins
Grétar G. Nikulásson, frkvstj.
í framhaldi af þessu bréfi
skrifaði stjórnin sáttasemjara
bréf og óskaði formlega eftir því
að boðað yrði til samninga-
fundar og var það gert 15. apríl
s.l. Á þessum fyrsta fundi, sem
einnig sóttu fulltrúar GSF og
BFÍ var gerð grein fyrir kjara-
kröfunum.
Fulltrúi VSÍ, sem hafði orð
fyrir atvinnurekendum, sagði
að ekki væri grundvöllur fyrir
því á þessu stigi málsins að hefja
umræður um kröfur okkar.
Fyrst yrðu mál að skýrast í við-
ræðum ASl og VSÍ. Hann
skýrði þó þau sjónarmið at-
vinnurekenda að samningarnir
yrðu að vera til a.m.k. tveggja
ára og að þær breytingar sem
kynnu að nást ykju ekki launa-
útgjöld prentsmiðjanna.
Lagt var stíft að þeim
FÍP-mönnum að hefja nú þegar
viðræður, allavega um þá þætti
sem ekki snertu beint kaup-
gjaldsliði, en allt kom fyrir ekki.
Talsmaður VSÍ svaraði og sagði
að þeir væru ekki tilbúnir til
þess. Það eina sem heyrðist
beint frá FÍP var að formaður-
inn lýsti því yfir í lok fundarins,
að ekki yrði skrifað undir
samninga við bókagerðarfélög-
in nema á borðinu lægi jafn-
framt samkomulag við Blaða-
mannafélag Islands. Stjórn
félagsins margítrekaði það í
viðurvist sáttasemjara að nauð-
synlegt væri að hraða við-
ræðum. Engin rök hefðu komið
fram sem hindruðu það að hægt
væri að hefja viðræður. Var á
orðum sáttasemjara að skilja,
að fljótlega yrði boðað til fund-
ar aftur.
Svo sem sjá má á framan-
greindu um gang kjaramálanna
er ljóst að ekki er allt eins og
það ætti að vera.
ASÍ — Orlofssvæðamálin
Eins og fram kom í skýrslu
stjórnar á aðalfundi 1978 var
sent bréf til ASÍ þar sem óskað
var eftir að sambandið beitti sér
fyrir sameiginlegu átaki til að
sporna við síaukinni skerðingu
hins opinbera á umráðarétti
verkalýðsfélaga yfir orlofs-
byggðum sínum.
Á liðnu ári hefur ýmislegt
verið að gerast í þessum mála-
flokki. Upphafið var að full-
trúar orlofsbyggðanna komu
saman til fundar þar sem rædd
voru ýmis sameiginleg málefni
og reynt að samræma ýmislegt
sem verið er að framkvæma í
byggðunum. Á einum þessara
funda var kosin þriggja manna
nefnd til að skoða og gera til-
lögur varðandi þau málefni sem
HIP hafði bent á og einnig
varðandi síaukna gjaldtöku
sýslu- og sveitastjórna af orlofs-
byggðum. I nefndina voru
kosnir Guðmundur Þ. Jónsson,
formaður Landssambands iðn-
verkafólks, Hákon Hákonar-
son, forseti Alþýðusambands
Norðurlands og Ölafur Emils-
son.
Nefndin hefur komið saman
nokkrum sinnum og fékk til
ráðgjafar Arnmund Backman
lögfræðing. Er skemmst frá að
segja, að nefndin hefur nú skil-
að tillögum sínum og eru þær
nú hluti af kröfugerð ASl um
félagslegar umbætur.
I fyrsta lagi er lagt til, að
fasteignagjöldum verði aflétt af
orlofsheimilum sem launþega-
samtök eiga á svæðum, sem
sérstaklega eru skipulögð fyrir
orlofsstarfsemi og þar með
taldar félagsmiðstöðvar á
orlofssvæðum. Sama gildi um
lóðir slíkra húsa og orlofssvæði í
eigu launþegasamtaka.
I öðru lagi er lagt til, að
orlofsheimili, sem launþega-
samtök eiga, séu undanþegin
vegaskatti, þ.m.t. sýsluvega-
sjóðsgjald.
I þriðja lagi er lagt til, að
byggingaleyfisgjöld af orlofs-
heimilum verði stórlækkuð og
jafnframt að svokallað eftirlits-
gjald verði afnumið.
I fjórða lagi, að raforkuverð
til orlofsheimila verði lækkað,
breytt verði grundvelli raforku-
^rcntarfnn — 13