Prentarinn - 01.01.1980, Side 15
viðræðum við atvinnurek-
anda.
2. Viðgerðslíkssamnings verði
miðað við rauntekjur við-
komandi starfsfólks og að
núgildandi kjarasamningar
hlutaðeigandi verkalýðs-
félaga eru lágmarkssamn-
ingar, sem ekki má skerða á
nokkurn hátt.
3. Frumskilyrði fyrir slíkum
samningi er, að starfshópar,
sem við Morgunblaðið
vinna, séu allir aðilar að
honum.
4. Þá vill stjórnin vekja athygli
á, að ef til vill er nauðsyn-
legur undanfari slíks
„vinnustaðasamnings“ að
gert sé samkomulag milli
HÍP og Blaðamannafélags
íslands um verkaskiptingu
milli starfshópa við dag-
blaðaframleiðslu.
5. Að síðustu áskilur stjórnin
sér allan rétt til að endur-
skoða afstöðu sína til þessa
máls, komi eitthvað fram
sem breytir eðli þess.
Stjómin er reiðubúin að
skipa fulltrúa strax og þið hafið
ákveðið hvort og hvenær verði
farið af stað með þessi mál.
Þetta tilkynnist ykkur hér
með,
með félagskveðju
f.h. stjórnar HÍP“
Eftirlitsmaður í Miðdal
í samræmi við ákvörðun að-
alfundar 1979 var ráðið í starf
eftirlitsmanns í Miðdal. Urðu
fyrir valinu Guðjón Gíslason og
Jón Otti Jónsson, sem skiptu
starfinu á milli sín. Unnu þeir
þar mörg nauðsynleg verkefni í
samráði við orlofsheimilanefnd
og fasteignanefnd.
Höfðinglegar gjafir
Eins og fram kom í Prentar-
anum bárust félaginu bóka-
gjafir frá Bókaforlagi Odds
Björnssonar og Bókaútgáfunni
Skjaldborg á Akureyri. Er hér
um að ræða tæplega 200 bækur,
sem gefnar voru til orlofs-
heimilis félagsins að Illugastöð-
um í Fnjóskadal. Gjafir þessar
eru félaginu kærkomnar og
verða seint fullþak'kaðar.
Niðurlag
Hér er komið að lokum þess-
arar skýrslu stjórnarinnar fyrir
síðastliðið starfsár. Niðurlags-
orðin geta orðið þau sömu og í
fyrra. Sjálfsagt má deila gm
hvort vel eða illa hafi tekist.
Ljóst ætti þó að vera að mikil
umræða um skýrslu þessa og
skýrslur nefnda, sem hér fara á
eftir, er æskileg með tilliti til
þess, að næsta stjórn hafi gott
vegarnesti frá þessum fundi.
Stjórnin.
Skýrsla fræðslunefndar
í setningu
Fræðslunefnd í setningu s.l.
starfsár skipuðu Guðjón Svein-
björnsson, Kristján Bergþórs-
son og Rafn Árnason.
í samráði við FÍP, Iðn-
fræðsluráð og Iðnskólann hefur
verið unnið að frágangi náms-
skrár og sveinsprófs í setningu
og er þar uni að ræða framhald
á störfum fyrri fræðslunefndar.
Sameiginlega hafa fræðslu-
nefndirnar (setning og prentun)
haldið nokkra fundi um
fræðslumál og þau erindi sem
vísað hefur verið til þeirra. Þá
héldu þær „Opið hús“ þar sem
rætt var um fræðslunámskeið
félagsins.
Einnig mætti fræðslunefndin
á fund bókagerðarnema þar
sem boðið var fulltrúum
sveinafélaganna, atvinnurek-
enda. Iðnfræðsluráðs og Iðn-
skólans til skrafs um skólamálin
o.fl.
Nú, eins og undanfarin ár,
hefur nefndin gengist fyrir
fræðslunámskeiðum fyrir setj-
ara (í samstarfi við FÍP og Iðn-
skólann). Hófst fyrsta nám-
skeiðið í Teiknifræði 17. mars
s.l. og sóttu það 8 manns.
Pappírsumbrot hófst sama dag
og sóttu það 25 manns. Nám-
skeiði í Hönnun varð að aflýsa
vegna lélegrar þátttöku, en
verður athugað með síðar. Og
þegar þetta er ritað, er að hefj-
ast námskeið í Tölvutækni og
Ljóssetningu og sækja það 12
manns.
21. apríl 1980
F.h. fræðslunefndar í setningu
Rafn A rnason
Skýrsla iðn-
réttindanefndar
í iðnréttindanefnd s.l. starfs-
ár voru Jason Steinþórsson,
Ólafur Björnsson og Rafn
Árnason.
Það eina sem gerst hefur í
iðnréttindamálum HÍP s.l. árer
samkomulag GSF og HÍP, sem
undirritað var 25. nóvember
1979. Er þar kveðið á um mörk
milli setningariðnar og ljós-
myndunar, skeytingar- og
plötugerðariðna.
Þótt samkomulag um þessi
mál hafi tekist hefur þó ekkert
miðað í baráttunni við ófaglært
fólk á starfssviði félagsins. Er
iðnréttindanefndin á einu máli
um að aðhafast ekkert eins og
staða mála er nú.
21. apríl 1980,
f.h. iðnréttindanefndar
Rafn A rnason
^reníarinn — 15