Prentarinn - 01.01.1980, Síða 16

Prentarinn - 01.01.1980, Síða 16
Skýrsla fasteigna- nefndar 1979 — 1980 í fasteignanefnd eru Kristján Bergþórsson, formaður, Sæ- mundur Árnason, ritari og Baldur Aspar, gjaldkeri. Nokkur hreyfing hefur verið á handhöfum lóðaréttar í efra hverfi og hefur nefndin úthlut- að að nýju nokkrum lóðum. Þeim sem úthlutað hefur verið á liðnu ári eru Kristján Gunnars- son, G-götu 7, Oddgeir B. Guðfinnsson, F-götu ll, Ragnar Magnússon G-götu 10 og Ómar Ólafsson E-götu 5. Þá hefur Hermann Aðalsteinsson selt Torfa Ingólfssyni hús sitt við E-götu 10. Alltaf eru nokkur vandkvæði á því að menn fari eftir þeim teikningum sem þeim er út- hlutað og er mjög erfitt fyrir nefndarmenn að fylgjast með því að byggt sé samkvæmt teikningu og menn hafi réttan frágang og efni í undirstöðum og grind og fullgeri húsin sam- kvæmt teikningum. Haft hefur verið ítrekað samband við byggingafulltrúa hreppsins um að hann ræki eft- irlitsskyldu sína, en erfitt reynist að fá það eftirlit í viðunandi horf. Á síðasta sumri var lokið við að leggja drenlagnir meðfram götum í efra hverfi og telur nefndin að félagið hafi nú lokið skyldum sínum varðandi frá- gang í hverfinu. Nokkuð hefur verið um kostnað á síðasta ári vegna Miðdals. Er þar helst um að ræða eðlilegt viðhald, en nefndin hefur alfarið hafnað öllu viðhaldi á öðrum húsum en íbúðarhúsi og fjárhúsi og hefur ábúandi fallist á það sjónarmið. Lokið var við að dreifa úr uppgrefti úr skurðum í túninu og var sá kostnaður um l milljón. Þá var ákveðið að láta rækta upp þessi svæði og taka þau lán og styrki sem fást, vegna ræktunar. Nokkrar viðræður hafa verið við ábúanda vegna framhalds- ræktunar og viðhalds húsa þ.e. hvort halda eigi áfram á sömu braut að félagið greiði allan kostnað við ræktun og viðhald eða að ábúandi greiði allan kostnað og síðan greiði félagið áfallinn kostnað er ábúandi stendur upp. Ekki hefur neitt verið ákveðið í þessu máli. Rætt hefur verið við ábúanda um að fá hluta af túni til golfvallar og tók hann þeirri hugmynd mjög vel og vel kæmi til athugunar að láta af hendi brekkuna fyrir ofan bæinn til þessara nota. Þessu máli ætti að halda vak- andi. Þarna væri hægt að hafa 6—7 holu völl, kannski væri hægt að hefjast handa í sumar ef menn hefðu áhuga. Fasteignanefnd ásamt orlofs- heimilanefnd lét fara fram athugun á því hvort rétt væri að breyta orlofshúsi l —4 í 2 eða 3 íbúðir. Eftir nokkrar viðræður var samþykkt í nefndum og stjórn HIP að láta gera gagn- gerar endurbætur á húsinu, m.a. til að mæta kröfum tímans. Verður það nú tvær íbúðir og eru settar upp nýjar eldhúsinn- réttingar, skápar og parkett á gólf og ný rúmstæði. Þetta er óneitanlega fækkun á þeim íbúðum sem til útleigu eru a.m.k. í júlímánuði, en nýting á orlofshúsum hefur verið það dræm aðra rnánuði að miðað við útleigðar vikur ætti þetta að anna þörfinni. Áætlað er að húsið verði tilbúið til útleigu urn mánaðamótin maí—júní. Húsnæði það sem Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafði á leigu að Hverfisgötu 21 hefur verið framleigt til Fjármála- ráðuneytis til l. september 1980. Þá hefur Magnúsi Sigurðssyni verið leigt I herbergi með aðgangi að eld- húsi í risi hússins um óákveðinn tíma. Á síðasta ári keypti HIP 380 fermetra hæð að Lágmúla 7, sem afhent verður félaginu á þessu ári. Nokkrar umræður hafa verið innan félagsins vegna þessara kaupa, hvernig það gæti nýst félaginu og hvað ætti að gera við Hverfisgötu 21. Mjög margir félagsmenn hafa sterkar taugar til þess húss og eru andvígir sölu á því, en aðrir vilja nýtt hús þar sem Hverfis- gata 21 nýtist illa og sé dýrt í viðhaldi. Fasteignanefnd, í samráði við stjórn lét vinna lauslega kostnaðaráætlun á annars vegar innréttingu á Lágmúla 7 og hins vegar kostnaði við að gera gagngerar endurbætur á Hverfisgötu 21. Þessi athugun ætti að gefa nokkuð raunhæfan samanburð á kostnaði. Reiknað er með að kostnaður við Lág- ntúla 7 sé ca. 60 milljónir en Hverfisgötu 21 ca. 72 milljónir. Fasteignanefnd vísaði þessu máli til stjórnar til umfjöllunar en leggur ekki sjálf dóm á niðurstöðu né gerir upp á milli valkosta. Þetta er stutt yfirlit á störfum nefndarinnar á síðasta ári og hefur verið stiklað á því helsta. Hvað framundan er ræðst rnikið af því hvort að af sam- einingu félaganna verður eða ekki. En í Miðdal eru óþrjót- andi verkefni til hagsbóta fyrir félagsmenn, og taka þarf ákvörðun fljótlega varðandi Hverfisgötu 21. Apríl 1980 F.h. fasteignanefndar Sœmundur A rnason. 16 — ^rcníarímt

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar: 1.-4. tölublað (01.01.1980)
https://timarit.is/issue/354759

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1.-4. tölublað (01.01.1980)

Gongd: