Nýi tíminn - 17.02.1955, Blaðsíða 2
2', — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 17. febrúar 1955
- Trjáplöntur eru ekki háar í loftinu pegar pœr eru gróðursettar, og mörgum verða pað
vonbrigði hve hœgt pœr vaxa fyrstu érin, en iyrr en menn varir skipta árin tugum —
og litlu plönturnar eru orðnar að trjám. — Þessi uxu úr litlum grœðlingum upp í pá
hœð sem. myndin sýnir, á aðeins 10 arúm.
Rangvellingar ætla að koma npp sveitaskogum
I Vestur-Eyjafjallalireppi leggja öll félög í hreppnum af mörkum til
sveitaskcganna — Landið kringum Seljalandsfc/js gefið til skégræktar
Rangvellingar eru nú aö hefja nýtt og lofsvert átak í Nýtt, hagkvæmt form
skógræktinni. Samþykkti oddvitafundur nýlega áskorun
um að hreppsnefndimar hafi forustu um ræktun sveita-
skóga.
í Vestur-Eyjafjallahreppi hefur hreppurinn þegar á-
kveðið framlag sitt og jafnframt eru ákveðin framlög
frá félagssamtökum innan hreppsins. Er þetta fyrirkomu-
lag vænlegt til góös árangurs.
Á laugardaginn var héldu
ocuivdtar í Rangárvallasýslu
fund, sem skógræktarstjóri Há-
kon Bjarnason sat. Oddvita-
fundurinn gerði eftirfarandi
samþykktir:
Taki að sér frrustu um
skógræktarmál
„Fundurinn beinir þeim til-
mælum til hreppsnefnda hér-
aðsins, að þær taki að sér for-
yst". jm skógræktarmál og leggi
kapp á að koma upp sveitar-
skógum, sem hreppsfélagið
ásamt öðrum félögum fleiri eða
færri innan hreppsins beri fulla
átyrgð á, bæði að því er varðar
skóglendið og svo ullar fram-
kvæmdir og viðhald girðinga og
annarra mannvirkja á skóglend-
inu“.
Verði deildir innan SR
„Fundurinn skorar á oddvita
héraðsins að undirbúa stofnfund
hreppaskógræktarfélags og boða
á fundinn skógræktarstjóra og
fulltrúa frá Skógræktarfélagi
Rangæinga. Er þess vænzt að
fundurinn verði það snemma á
þessu ári, að til byrjunarfram-
kvæmda geti orðið stofnað á
næsta vori.
Fundurinn leggur megin-
áherzlu á að hreppskógræktar-
félögin verði deildir innan
Skógræktarfélags Rangæinga“.
Veiti aðstoð og
upplýsingar
„Fundurinn skorar á Skóg-
ræktarfélag Rangæinga að vinna
að því, að sérfróður'skógræktar-
maður verði á vissum árstímum
til aðstoðar og upplýsinga hin-
um ýmsu hreppaskógræktarfé-
lögum og eins einstaklingum,
sem stunda að einhverju leyti
skógrækt“.
Gaf ffirðingarefnið
í Fljótshliðinni hefur Klem-
enz Kristjánsson á Sámsstöðum
einkum beitt sér fyrir aukinni
skógrækt. Fyrir þremur árum
gaf hann hreppnutn girðingu
utan um 10 ha lands og hefur
verið plantað skógi árlega í girð-
ingu þessa, aðallega sitkagreni.
varðveita vandlega alla pá inuni sem Thorváldsen
átt. Eér er Sigurd Schultz, vörður Thorvaldsens-
að horfa á hatt meistarans. Það má sjá að
Thorvaldsen hefur verið höfuðstór, en hatturinn hefur
víða flœkzt; var m.a. geymdur um tíma í Ameríku.
í Vestur-Eyjafjallahreppi átti
Árni Sæmundsson, hreppstjóri á
Stóru-Mörk, hugmyndina að því
fyrirkomulagi þar, að hreppur-
inn leggur fram 10 kr. fyrir
hvern gjaldskyldan mann í
hreppnum, og ennfremur leggja
Búnaðarfélagið, ungmennafélag-
ið, Kvenfélagið fram 10 kr. af
hverjum félagsmanni til skóg-
ræktar í hreppnum. Skólamir
eru einnig með í þessu starfi og
munu leggja sinn skerf fram í
vinnu.
Gaf skógræktarland
Þá hefur Áslaug Samúelsdótt-
ir, húsfreyja á Seljalandi, gefið
stórt landsvæði til skógræktar.
Gjöf þessa gefur hún til minn-
ingar um mann sinn. — Land-
svæði þetta er umhverfis Selja-
landsfoss.
Stjórnarfrumvarp um
almenningsbókasöfn
Stjórnarfrumvai*p um almenningsbátahöfn hefur ver-
iö lagt fyrir Alþingi, samiö af nefnd sem undanfariö hef-
ur kynnt sér almenningsbókasöfn um alLt land.
í greinargerð segir að nefnd- Þar sem sýslubókasöfn eru
ráðherra. Sákeff land
Kína getur reitt sig á fullan stuðning
Sovétríkjanna, scgir Búlganin
Þegar Æðsta ráö Sovétríkjanna kom saman á fund í
Moskva eftir ráöherraskiptin var tilkynnt aö Malénkoff,
sem lét af embætti forsætisráðherra í fyrradag hefði tekiö
við embætti raforkumálaráðherra.
Auk þess verður hann einn af
sjö aðstoðarforsætisráðherrum.
Við embætti landvarnaráð-
herra, sem Búlganin forsætisráð-
herra gegndi, tekur annar að-
stoðarráðherra hans, Súkoff
in hafi komizt að þeirri nið-
urstöðu að koma beri upp kerfi
almenningsbókasafna, hlið-
stæðu skólakerfi landsins. Er
gerð grein fyrir tilgangi frum-
varpsins á þessa leið:
„Nefndin leggur því til, að
landinu verði skipt í 29 bóka-
safnshverfi, og sé eitt bæjar-
eða héraðsbókasafn í hverju
hverfi, og í hverjum hreppi
verði starfandi sveitarbóka-
safn eða lestrarfélag, sem
gegni sama hlutverki. Bæjar-
bókasöfnin verði efld og starf-
semi þeirra samræmd, gerð sem
hagkvæmust og skipulegust, og
söfnunum falið að vera héraðs-
bókasöfn þess héraðs eða hérr
aðshluta, sem bezt liggur við,
vegna viðskipta og samgangna.
fyrir hendi, verði þau bætt og
aukin, svo að þau verði þess
megnug að gegna hlutverki
því, sem héraðsbókasöfnum er
ætlað. Aðeins á fjórum stöðum
á landinu verður að byggja
héraðsbókasöfn upp frá grunni,
í Búðardal, á Reykhólum, Eg-
ilsstöðum og Hvolsvelli. Þá er
stefnt að því að efla sveitar-
bókasöfn og lestrarfélög og
koma því til leiðar að ekki
verði aðeins keyptur sæmilegur
bókakostur, heldur verði til í
hverri sveit, þegar stundir líða,
álitlegt safn merkra skáldrita,
tímarita og alþýðlegra fræði-
bóka á íslenzku máli.“
Fi’umvarpið er flutt í efri
deild. Var það til 1. umr. í
■gær og vísað til 2. umr. og
menntamálanefndar.
iðnaðlnn tll þess að hann anni
framleiðslu dráttarvéla og ann-
arra landbúnaðarvéla, sem þörf
er á iil að stórauka landbúnað-
arframleiðsluna, sagði Búlganin.
Ástandið við Talvan
Hann vítti Bandaríkin fyrir að
; ásælast kínversku eyna Taivan
og kvað framkomu SÞ í því
máli furðulega,
Kína nýtur fulls stuðnings
Sovétríkjanna, sagði Búlganin.
Kínverska þjóðin getur treyst
þvi að Sovétríkin eru sannur
vinur sem ekki bregzt henni.
Þingheimur tók þessari yfirlýs-
ingu með miklu lófataki.
Súkoff
marskálkur. Að öðru leyti er
stjórn Búlganins. eins skipuð og
stjórn Malénkoffs.
Þungaiðnaðurinn gengur
fyrir
Búlganin tók til máls á fundi
Æðsta ráðsins í gær. Hét hann
því að ríkisstjórnin skyldi sjá
um að þungaiðnaðurinn og þarf-
ir hans yrðu látnar ganga fyrir
öllu öðru. Þungaiðnaðurinn væri
grunnurinn undir ósigrandi
landvörnum og hinum sigursæla
sovéther. -
Einnig verður að efla þunga-
Óryggi og friður
Búlganin sagði, að ríkisstjórn-
in myndi fylgja dyggilega þeirri
stefnu Kommúnistaflokksins að
tryggja öryggi þjóðarinnar og
vinna að allsherjar friði.
Á fundi Æðsta ráðsins í gær
var rædd skýrsla Molotoffs ut-
anríkisráðherra um utanríkis-
stefnuna og ástandið í alþjóða-
málum. Meðal þeirra sem til
máls tóku var Konéff marskálk-
ur. Kvað hann sovétherinn nú
öflugri en nokkru sinni fyrr.
Hann væri fyllilegá búinn undir
að heyja nútíma styrjöld og fær
um að vísa á bug sérhverri árás
heimsvaldasinna á Sovétríkin.