Nýi tíminn - 17.02.1955, Blaðsíða 12
Fá Norðfirðingar nýtt skip í I
stað Egils rauða innan eins árs?
Sendinefnd NorSfirðinga leggur áherzlu
á oð fá smiSaSan nýfizku togara
Sunnudaginn 13. febr. kom nefnd manna frá Nes-
kaup&'iað þess erindis að útvega nýjan togara í stað
Egils rauða( sem fórst 26. f.m. Nefndarmennirnir
leggja allir — og Norðfirðingar yfirleitt — áherzlu
á að fá smíðaðan nýtízku togara í stað Egils rauða
fá nýtt skip en ekki að taka atvinnutæki frá öðrum
bæjum.
Nefndin hefur rætt við ríkisstjórnina um málið og
fengið vinsamlegar undirtektir.
Allir stjórnmálaflokkar sem
fulltrúa eiga í bæjarstjórn Nes-
kaupstaðar tilnefndu sinn
mann hver í nefndina og eru
í henni þessir menn:
Oddur A. Sigurjónsson
skólastjóri frá Alþýðuflokkn-
um, Ármann Magnússon út-
gerðarmaður frá Framsóknar-
flokknum, Lúðvík Jósefsson al-
þingismaður frá Sósíalista-
flokknum og Axel V. Tuliníus
frá Sjálfstæðisflokknum.
Sendinefndin ræddi við
blaðamenn í gær og sagðist
henni frá á þessa leið:
Þegar togarinn Egill rauði
fórst með þeim hörmulegu at-
burðum, sem alþjóð er kunnugt,
stóðu íbúar Neskaupstaðar and-
spænis þeirri bláköldu stað-
reynd, að auk hryggilegs mann-
tjóns, sem snerti djúpt hugi
allra, var horfið úr bænum at-
vinnutæki, sem hafði árlega
veitt um fimm millj. í vinnu-
launum inn í bæinn.
Bæjarstjórn var ljóst að hér
verður að hafa hraðar hendur,
ef slíkt áfall atvinnulega séð, á
ekki að leiða til stóraukins brott-
flutnings úr bænum.
Eina varanlega úrræðið
Eftir nána athugun komst
bæjarstjórn að þeirri niðurstöðu,
að úr atvinnutjóninu yrði ekki
á annan hátt bætt, en að fá nýj-
an togara til bæjarins. Um þetta
sameinuðust allir flokkar í bæj-
arstjórn og óhætt að segja allir
bæjarbúar.
Nefndin leggur áherzlu á
1. Þá sérstöðu, sem skapazt
hefur í atvinnumálum Neskaup-
staðar við það að annarri aðal-
stoð atvinnulífsins er kippt
burtu.
2. Auk beinnar verkamanna-
vinnu, sem skerðist gífurlega,
hverfur að hálfu leyti rekstrar-
grundvöllur fyrirtækja, sem ná-
tengd eru togaraútgerðinni, s. s.
frystihúsa, beinavinnslu, ísfram-
leiðslu, vélaverkstæðis og neta-
verkstæðis, en allt er þetta
byggt upp m. a. með rekstur 2ja
togara fyrir augum.
3. Einungis nýtt skip, sem
byggt yrði samkvæmt reynslunni
um hagkvæmasta rekstur, þykir
hér koma til mála. Það hefur
komið glöggt í ljós, að diesel-
skipin eru langtum sparneytnari
á eldsneyti og engu síðri fiski-
skip, en eldsneytissparnaður er
geysiþýðingarmikið atriði fyrir
skip, sem þurfa að sigla tiltölu-
lega langt með aflann af miðum.
Því leggjum við áherzlu á slíkt
skip.
Hér við bætist að skarðið, sem
kom í íslenzka fiskiflotann við
strand Egils rauða, verður ekki
bætt með neinni tilfærslu á
skipum milli staða.
Nefndin hefur átt tal við for-
sætis- og sjávarútvegsmálaráð-
herra, Ólaf Thors og fjármála-
ráðherra, Eystein Jónsson, sem
jafnframt er þingmaður Suður-
Múlasýslu, og lagt fram sín
sjónarmið í greinargerðum
ásamt viðræðunum. Nokkuð hef-
ur verið athugað af tilboðum og
ráðgazt við kunnáttumenn um
þau. Telst nefndinni svo til að
unnt mundi vera að fá nýtízku
dieseltogara með svipuðu burð-
armagni og Egill rauði hafði,
innan eins árs og á skaplegu
verði, 8%—9 milljónir.
Spurningu blaðamanna um það
hvaðan togarinn yrði fenginn
svöruðu nefndarmenn að athug-
uð yrðu tilboð bæði frá Þjóð-
verjum og Bretum. Mun afhend-
ingarfrestur vera töluvert
skemmri hjá Þjóðverjum en
Bretum.
Ætlunin er að leggja fram í
hið nýja skip 2 milljónir, auk
þess sem kynni að fást yfirfært
á það af stofnskuldum Egils
rauða.
Að lokum vill nefndin geta
þess að hún telur sig hafa mætt
velvild og skilningi ráðamanna,
sem rætt hefur verið við.
NÝI TÍMINN
Fimmtudagur 17. febrúar 1955 — 15. árgangur — 7. töulblað
Búnaðarþing sett í gær
Setning Búnaðarþings hófst kl. 10 f.h. í Góðtemplara-
húsinu, þar sem þingið verður haldið. Formaður Búnað-
arfélags íslands, Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu
setti þingið með ræðu.
Næst á eftir talaði Steingrím-
ur Steinþórsson landbúnaðarráð-
herra, Var þá kosin kjörbréfa-
nefnd og fundi síðan frestað.
Nokkrir fulltrúar voru ókomn-
ir.
Þar sem hér er um að ræða
nýkjörið þing hafa nokkrar
brejdingar orðið á skipun þess,
þannig að nú sitja þingið sex
nýir fulltrúar.
í ræðu sinni minntist formað-
ur á ýms helztu mál landbúnað-
arins. Ræddi m. a. nokkuð um
þrjú lagafrumvörp er nú eru á
döfinni um þau mál og hann
Gunnar M.
Magnúss tek-
ur sœti á
Alþingi
í veikindaíoríöllum
Sigurðar Guðnasonar
Fyrsti varaþingmaður Sósíal-
istaflokksins í Reykjavík, Gunn-
ar M. Magnúss rithöfundur, tók
sæti á Alþingi i gær í veikinda-
forföllum Sigurðar Guðnasonar.
Sigurður veiktist snögglega á
sunnudaginn var, er hann var á
gangi úti við. Liggur hann
heima og er búizt við að hann
verði að liggja um tíma.
Fiskimjölsverksmiðja n í Vestmannaeyjum
græddi þrjár milljónir króna á s. 1. ári
FiskvinnslustöSvarnar i Vestmannaeyjum grœddu 3
milliónir kr. i viSbót - en sú upphœS sem reynt er oð
rœna af sjómönnum nemur tœpum tveim milljónum
Á síðasta ári var hreinn gróði fiskimjölsverksmiðj-
unnar í Vestmannaeyjum 3 milljónir króna. Á sama
ári græddi fis'kvinnslustöð ein í Eyjum á aðra millj-
ón eftir að allt hafði verið afskrifað eins og lög
frekast leyfa, og fiskvinnslustöðvarnar allar hafa
ekki haft minna en þrjár milljónir króna í hreinan
gróða.
Þessir aðilar einir hafa þannig grætt um sex millj-
ónir króna á árinu, en það myndi kosta undir tveim-
ur milljónum króna að ganga að kröfum sjómanna
um rétt fiskverð.
Þessi dæmi sýna einkar glöggt
hversu fráleit sú kenning stjórn-
arblaðanna er að fjármuni vanti
til þess að standa skil á réttum
greiðslum til sjómanna. Stað-
reyndin er þvert á móti sú að
af fáum verkamönnum mun
tekinn eins óhemjulegur gróði
og sjómönnum í Vestmannaeyj-
um. Á síðasta ári námu gjald-
eyrisverðmæti þau sem flutt
voru út frá Vestmannaeyjahöfn
á annað hundrað milljóna
króna, og meginhluti þeirra
verðmæta kemur á iand á ver-
tíðinni fjóra fyrstu mánuði árs-
ins. Útgerðarmenn hafa nú
eyðilagt 114 niánuð af þessu dýr-
mæta tímabili vegna þess eins
að þeir neita að greiða sjómönn-
um rétt verð fyrir aflahlut
sinn, vegna þess eins að þeir
vilja ræna hluta af verðinu
sjálfir. Við þá iðju hafa þeir
notið stuðnings og fyrirskipana
frá ríkisstjóminni og Faxaflóa-
greifunum í Landssambandi ís-
lenzkra útvegsmanna. En þetta
Á síðasta sjómannadegi var Ól-
afur Thórs sæmdur æðsta lieið-
ursmerki sjómannadagsins. Hann
er nú að þakka fyrir sig með
árásunum á sjómenn í Vest-
mannaeyjum.
er orðið dýrt strið; það hefur
þegar haft af þjóðinni tugi millj-
óna í gjaldeyrisverðmætuni —
margfalda þá upphæð sem reynt
er að stela af sjómönnmn.
® Dómur Hæstaréttar
liggur fyrir
Morgunblaðið spyr í gær hvers
vegna sjómenn hafi hafnað
gerðardómi, þar sem sæti ættu
einn frá hvorum aðila og einn
fulltrúi Hæstaréttar. Svarið er
ofur einfalt: Slíkur gerðardóm-
ur er óþarfur og til þess eins
að tefja tímann. Dómur Hæsta-
réttar liggur fyrir og þar var
lýst yfir því afdráttarlaust að
sjómenn eigi skýlausan rétt á
fullu verði fyrir aflahlut sinn.
Það er þvi ástæðulaust að spyrja
sjómenn nokkurs í þessu sam-
bandi. En um hitt spyr öll þjóð-
in: Iívemig leyfa ríkisstjórnin
og útgerðarmenn sér að reyna
að ræna frá sjómönnum rétti
sem er svo ótvíræður að sjálfur
Hæstiréttur hefur staðfest hann.
Hveraig ætlast ríkisstjórnin til
þess að hægt verði að framfylgja
lögum í landinu eftirleiðis, ef
hún hefur nú forustu um að
Framhald á 11. síðu.
taldi mjög nauðsynlegt að
fengju sem bezta afgreiðslu. Eru
það frumv. um tilraunastarf-
semi í þágu landbúnaðarins,
frumv. um breytingar á jarð-
ræktarlögunum og frumv. um
breytingu á lögum um ræktunar-
og húsagerðarsamþykktir í
sveitum.
Þá minntist formaður einnig
á búnaðarfræðsluna og taldi
mjög mikið á skorta að hún
væri nógu góð. Taldi nauðsyn
að fjölga héraðsráðunautum og
væri það fyrst og fremst fá-
menni er gerði minnstu sam-
böndunum erfitt fyrir með að
hafa ráðunauta.
Eitt bókarverð frá hverjum
bónda til að auka búnað-
arfræðsluna
Þá minntist formaður einnig á
að framlag bændanna sjálfra til
búnaðarfræðslunnar væri næsta
lítið og mætti ekki mikið telj-
ast þótt hver bóndi legði fram
sem svaraði einu bókarverði er
rynni í sameiginlegan sjóð til
styrktar búnaðarfræðslunni í
landinu. Einnig benti hann á að
eyður væru ennþá í búnaðar-
félagsskapinn þar sem ræktun-
arsambönd vantaði enn í sum
héruð landsins.
Aukin ræktun skapar
aukna framleiðslu
Sagði formaður einnig að auk-
in ræktun skapaði aukna fram-
leiðslu, og mundi því fljótlega
að því koma að leita þyrfti mark-
aðar erlendis fyrir hluta land-
búnaðarframleiðslunnar. Mjólk-
urmarkaðurinn væri nú senni-
lega yfirfullur ef kaupgeta fólks-
ins væri ekki meiri en hún hef-
ur verið oft áður, og sauðfénu
fjölgaði nú óðum, bæði vegna
útrýmingar fjárpestanna og
betri afkomu hjá bændum. En
í sambandi við útflutning væri
eitt nauðsynlegasta atriðið það,
að tilreiða vörurnar þannig að
þær yrðu eftirsóttar neyzluvörur.
Ræða landbúnaðarráðherra
Því næst tók til máls Stein-
grímur Steinþórsson landbúnað-
arráðherra. Ræddi hann á víð og
dreif um þau mál sem efst eru á
baugi og hné ræða hans nokkuð
í sömu átt sem ræða formanns
Búnaðarfélagsins. í lok hennar
minntist hann á næstu landbún-
aðarsýningu, sem til orða hefði
komið að halda árið 1957 á 120
ára afmæli búnaðarsamtakanna
í landinu. En elzta búnaðarfélag
landsins var Húss- og bústjórn-
arfélag Suðuramtsins, er stofnað
var árið 1837.
Mikið landflæmi í Suður-
Afríku er nú undir vatni sök-
um flóða. Allan þennan mánuð
hafa verið þar úrhellisrigning-
ar og er gífurlegur vöxtur í
fljótum. Mörg hafa brotið brýr
og flætt yfir bakka sína. Mann-
tjón hefur orðið en ekki vitað
hve mikið, en tjón á ökrum og
uppskeru er geysilegt.