Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.06.1956, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 21.06.1956, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. júni 1956 — NÝI TlMINN — (5 &;:¦:.!; .'"-> Í..itlf ¦-'.. Viðhozf æ.ilnmsai: S8Sáis!iísi,«tí;,..;i^.;.« \ffir íslandi blakta nú tveir ¦ •>iþjóðfánar, íáni Islands og fóni Bandaríkjanna. . Það ©r' hið" opinbera tákn 'þ-s-ss, að , Island. er hernumið k(nd. Asanit allri 'íslenzku þjóðinni gengur æskulýður íslands nú . tíi kosninga um það, hvort ís- leftzki fáhinn skuli einn blakta yíir öllu Islandi, eða hvort b"-r skuli einnig ráða önnur þ;júð um langan aldur. ¦ Sú kynslóð, sem nú er ung o;r á aö erfa okkar fagra og síigufræga land, horfir fram t'' þessarar þjóðarákvörðunar, Si'i-i raun móta æviskeið henn- ar sem fullorðinnar kvnslóðar. * í þessari þjóðarákvörðun þ::rf æskulýður íslands að eiga si:m úrslitaþátt, þann þátt að tr-rggja íslenzka fánanum ein- BM rétf yfir landi íslenzku þ-óða.rmnar. íslenzkf) þjóöin hefur þegar rekið hernámsflokkana 2, Al- þýduflo.kkinn og Framsóknar- i: ' kkin, á hraðsn flótta. Og þctta er ekki sízt verk ís- k' izkrar æsku. En þriöii herr>ámsfIokkur- inn, „Sjáifstæðisflokkurinn" hi i'ur seut hinni uíigu kyn- si i/ nýjan boSsfcap í þessum eí' ram: t'orkólfar hans hafa lýst því y: :. að þeir nruni berjast með h feum og hnefum fyrir á- f" h&ldandi hernnmi Islands. B r.daríski fáninn eigi að b: kta áfram yfir íslenzku ]:. ~t. Bandarískur her skuli áf'i-.m troöa íslenzkar grund- ¦ ir. Hin stolta söguþióð skuli áf'-.m vera í vinnumennsku h;:'_ annarri þjóð í sínu eigin Iandi.; Stefnuyfirh'sing Sjálfstæðis1 flókksiiis táknar það, að erf- irgjar íslands skuli áfram bera fjötra hernámsins, lúta annarri þjóð, lifa á framfæri honnar. Hún táknar það, að þúsund ára. draumsýn íslenzkrar æsku um að byggja þetta land ein og óháð á aðeins að verða draumsýn, ef forkólfar Sjálf- stæðisfiokksins fá ráðið. Þegar hernámsfjötrunum var smeygt á Islendinga, sögðu forkólfar Sjálfstæðisflokksins æskulýðnum, að herinn ætti auðvitað ekki að vera, hér á friðartímum. Nú er þetta friðartíma-hjal grafið og gleymt. Einmitt nú, þegar allur heimurinn veit, að friðurinn er að sigra, tilkynna Sjálf- stæðisforsprakkarnir íslenzkri æsku: Okkar stefna er áframhald- andi hernám Islands. Því friðvænlegra sem verð- ur í heiminum, því feitari verða fy'rirsagnir Morgun- blaðsins um styrjaldarhættu. Hjá forsprökkum Sjálfstæð- isflokksins verða nú allir tím- ar ófriðartímar. Samt sem áður vita þeir vel, að fólk er að verða leitt á styrjaldarskvaldri þeirra, þótt enn dugi það nokkuð. Þess vegna hafa þeir tekið til enn lúalegra áróðursbragðs til að villa æskunni sýn og binda hana á klafa hernáms- ins. Um allar jarðir er nú reynt að koma þeirri skoðun inn hjá æskul^'ðnum, að þjóðin fari á ha.usinn, ef herinn fari, hér fari allt í kalda kol, eina ieið- in sé sú að herinn A'erði kýrr í landinu. Island á að vera svo hrjóstr- ugt land, að þjóðin geti ekki framfleytt sér og lifað menn- in.a:ar3ífi á gæðum þess. íslenzka þjóðin á ekki að vera fær um að lifa sjálf- b.iarga í landinu, sem hefur alið æsku íslands í þúsund ár. Þess vegna verðum við að hafa herinn í landinu, því að hann færir íslendingum at- vinnu og dollara. Þess vegna á æska Islands að þjóna bandarískum her um ókomin ár og þiggja mola af borðum hans. Síðan Stórdanir ætluðu að fiytja alla Islendinga til Jót- .landsheiða, hefur íslenzkri æsku ekki verið sýnd meiri niðurlæging en þessi boðskap- ur er, né meiri rógur og níð borið á land og þjóð. Niðjum Ingólfs Arnarsonar, Njáls og Gunnars, Skúla fó- geta og Jóns forseta á að segja það, að land hinna feng- sælustu fiskimiða, land hinnar- ótæmandi orku og frjósömu moldar geti ekki brauðf ætt 160 þúsund íslendinga. Niðjum Auðar og Snorra goða, Einars Þveræings og Jónasar, Skúla Thoroddsens og Einars Benediktssonar á að tel ja trú um að Islendingar séu annars flokks menn, slíkir ættlerar, að þeir hafi hvorki vit, vilja né getu til þess að sjá sjálfir fótum sínum for- ráð og vinna auð og velsæld úr gjöfulu skauti íslands. Með því að lýsa yfir baráttu sinni fyrir áframhaldandi her- námi Islands, hafa forsprakk- ar Sjálfstæðisflokksins. borið fram algert vantraust á landið og þjóðina og alveg sérstak- lega á íslenzkan æskulýð. Samkvæmt yfirlýstri stefnu þeirra eigum við íslendingar að verða hernumin þjóð, lút- andi annarri þjóð, glatandi þjóðarheiðri okkar, sjálfs- trausti og trú á hina glæstu ættjörð. Samkvæmt yfirlýstri stefnu þeiri-a á bandaríski fáninn að blakta yfir íslandi um ókom- in ár við hliðina á fána ís- lands. Þetta er boðskapur Sjáif- stæðisflokksins til íslenzkrar æsku. Þetta er boðskapur þeirra manna, sem vilja selja frum- burðarrétt íslenzkrar æsku til þess, að þeir sjálfir geti tryggt völd sín og notað hernámið sem gróðauppsprettu fyrir sig. Næsta sunnudag fær æska.. íslands sitt mikla tækifæri til að svara boðskap Sjálfstæðis-; flokksforkólfánna með sínum eigin boðskap, böðskap ungra íslendinga. Islenzkri æsku líkar vel að hafa vasapeninga, en hún sel- ur ekki land sitt og æru fyrir dollai'a né neina aðra mynt. Húnkann vel að meta aðrar þjóðir, einnig hijia bandarísku. En enga þjóð metur hún þann veg, að hún vilji afhenda henni nein vöíd í landi sínu, '-iié bursta skó erlendra liðþjálfa. Islenzk æska veit vel um kosti og auðlindir annarra landa, en hún er reiðubúin til að taka upp hanzkann fyrir sitt eigið land, hasla hverjum þeim völl, sem kastar rýrð á land hennar. Hún er stolt af Islandi, kostum þess, auðlegð þess og fegurð, sögu þess og frægð. Hér, í landi Egils og Ingólfs, er hún fædd. Hér hefur hún vaxið úr grasi þúsund ára hetjusögu þrjátíu kynslóða Islendinga. Og hér ætlax hún að lif a — og byggja upp. Það kann að vera, að í aug- um bandarískra setuliðsmanna sé • Island .aðeins „the damned rock". En fyrir æsku íslands er það ættjörð hinna ótæmandi möguleika. Ungum íslendingum er ekki ókunnugt um, að Island er svo auðugt að gæðum, að það gæti brauðfætt milljónaþjóð. Hauður og höf Islands búa yfir óvirkjuðum fallvötnum stórkostlegrar orku, jarðhita, sem vart á sinn líka, land- flæmum, sem bíða ræktunar, verðmætum efnum til vinnslu, gullforða fiskjarins. Islenzkrar æsku bíða hér verkefni, sem hver kynslóð má vera hreykin yfir að fá að glíma við. ,. Og ungir Islendingar hafa sannað, að íslenzka þjóðin er nægum hæfileikum búin til þess að leysa hverja þraut verkiegra og andlegra við- fangsefna, sem hún hefur lagt fyrir sig. Æska íslands hefur ekki að- eins sýnt hæfni sína í því ;:ð sækja sjóinn, rækta jörðina, . reisa mannvirki, smíða far- kosti og stjórna samgöngu- tækium í lofti, á láði og íogi. Hún hefur einnig sannað haeénl sina á sviði.félagsmála, ver-,1- unar og viðskipta. Og sfðast en-ekki sízt hefur hún sannað þjóð sinni hæfileika .-.síno. ,3,., sviði vísinda, lista, og bók- mennta. Æska íslands veit, a.ð ætt- jörð hennar býður henni rausnarlega mögnlelJca til varanlegrar og tryggfar at- viimu, til menntunar og þroska hvers einasta ungs ís- lendings, til velsældar fram- sækinnar þjóðar. Þess vegna. er bofekapnr ís- lenzkrar æsku trú á landið. Og æska íslands veit jafn- vel,' að þrátt fyrir mannfæð sína, er íslenzka þjóðin mikil þjóð, sem býr yfir ríkum hæfi- leikum til þess að nýta auð- lindir fósturjarðarinnar og byggja sér upp hamingjusama tilveru. Þess vegna er boðskapur ís- lenzkrar æsku trú á þjóðina. i Trúin á landið og transíið" á þjóðina — það er stefna ís- lenzkrar æsku, svar hennar við hernámsstefnu Sjálfstæð- isf tokksf orsprakkanna. Ungir Islendingar, blómi. þjóðarinnar, munu sameijiast um þessa stefnu æskunnar í kosninguuum næstkomandi sunnudagmeo því að.kjósa AI- þýðubandalagið. Æska íslands ætlar sér a5 tryggja það, að yfir Islandi blakti aðeins einn þjóðfáni,. fáni íslands. Síærsti stúdentahópurinn, sém brautskráð-* ur hefur verið írá skólanum Lærdómsdeild Verzlunarskóla íslands var sliti'ð viö há-» tíðlega athöfn 16. þ.m. og brautskráðir 24 stúdentar. Viðstaddir athöfnina voru kennarar, nemendur og allmarg ir gestir, m.a. flestir nemendur sem brautskráðust stúdentar fyrir 10 árum og bauð skóla- stjórinn, dr. Jón Gísfason, þá sérstaklega velkomna. Stærsti hópu-rinn. Stúdentspróf þreyttu að þessu sinni 24 nemendur, stóoust þeir allir prófið. Hlutu 15 fyrstu einkunn, 8 aðra einkunn og einn þriðju einkunn. Er þetta fjöl- mennasti hópurinn, sem til þessa hefur brautskráður verið frá Verzlunarskólanurn. Próf- dómarar eru stjórnskipaðir. Not aður er einkunnastigi Örsteds. Efstur í stúcle atspróf i að þessu sinni varð Sverrir Berg- mann Bergsson,-- sem hlaut I. einkunn 7.40. Annar varð Helgi Gunnar Þorkelsson, sem hlaut I. einkunn 7.36 og þriðji varð Jóhannes L. L. Helgason með I. eink. 7.17. Allir voru þessir nem- endur sæmdir bókaverðlaunum frá skólaniun fyrir prýðilega frammistöðu. I ársprófi 5. bekkjar varð Sig- urlaug Sæmundsdóttir efst. hlaut I. eink. 7.44, sem var jafn- íramt hæsta einkunn í lærdóms deild að þessu sinni. Var húa sæmd bókaverðlaunum frá skól- anum fyrir góðan árangur viðv nám. Hinir nýja stúdsntar eru þessir:! Asta Marie Paaberg Auður Eh* Vilhjálimsdóttir Bjarni G. Guðlaugsson Bragi Jens Steinarsson Erna Erlendsdóttir , Grétar Áss SigurSsson Gunnar Ing-i Hafsteinsson HaHdór Ingi Hallgrímsson • Helgi Gunnar Þorkelsson Hi-arnhildur Gunnarsdóttir Jóhann J. Ólafsson Jóhannes L. L. Helgason Jón Helgi Priðstéinsson Jón Ægir Ólafsson Kári Sig'fússon |. Kristján Georg Kjartansson \ . Kristrún Eymundsdóttir k Max Stefán Hirst Ólafur Egi!sson Ólafur Stephonsen Sigurður K. G. Sigurðsson !< Sigurður Egill Þorvaldsson | Sigrríður Ólafsdóttir Sverrir Bergmann Bergsson. •

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.