Nýi tíminn


Nýi tíminn - 08.05.1958, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 08.05.1958, Blaðsíða 10
2) — óskastundin ’ ■ -H5 m ; " p - ;—y »••> ■ ' "1 ' i ; : Þótt Keli sé alinn upp á þessu ágæta heimili og hafi tekið sæmilegri döngun nú um tíma, er ekki hægt að ganga alveg framhjá því að nýlega hefur komizt á kreik orð- rómur, sem veldur manni áhyggjum um framtíð hans. Það er ekki hægt fara að líta eftir krakk- anum, en prestur leit á hana allbrattur, sló spor- anum í gólfið og rumdi eitthvað sem líktist blóts- yrði, svo hættu þau sér lengra inn á gólfið en þau voru vön, bara til að sýna Kela sínum að þau væru nú aldeilis ekki Halldóra B. Bjömsson: KELI RÆFILLINN að loka augunum fyrir því að hann líkist mömmu sinni meira og meira með hverjum deg- inum, að henni ólastaðri þó. En það gæti tafið fyrir því að koma honum til manns. Þetta stutta stél og þetta vaggandi i göngulag þykja órækar sannanir fyrir því að prestur verður hann aldrei. Sumir jafnvel farnir að spá að það verði hann, sem verpi undir baðherbergisglugg- anum að vori, ef hann lifir! En mikið yfirtak voru prestshjónin stoltaraieg og upp með sér í morg- un, þegar þau komu inn i eldhús með Kela ræfil- inn í humátt á eftir sér, tístandi af hræðslu. Maddaman vildi helzt hætta við þetta þegar þau voru komin á móts við miðjan skápinn og smeik, þetta væri nú ekki mikið. En ræfiliinn bældi sig fyrir innan þröskuldinn og dritaði af hræðslu á nýskúrað gólfið, áður en SKRÍTLUR Bjössi: Mamma, viltu gefa mér fimmkall handa fátækum dreng? Móðirfn (klökk):Hvar er hann drengur minn? Bjössi: Hann er hérna úti að selja aðgöngumiða að íþróttavellinum. Bóndi (við vinnumann- inn); Þú liggur hér enn og sefur í staðinn fyrir að vera að vinna. Þú ert ekki þess verður að sól- in skíni á þig. Vinnumaðurinn: Þess vegna lagðist ég hérna í forsæluna. hann færi lengra. Og þá gat ég auðvitað ekki stillt mig um að taka í lófa minn þennan yndislega gráa hjartslátt. En það hefði ég ekki átt að gera, því með þessu braut ég lögmál gistivináttunnar og brást trausti þessara nágranna minna. Ég mátti bara horfa á Kela. Því nú þustu presthjón- in framhjá mér og út með fjaðrafoki og hiksta, í stað þess að snúa sér að Kela sínum með virðulegu fasi, eins og þau voru búin að hugsa sér að gera þegar ræfill- inn væri kominn hæfi- lega langt inn fyrir þröskuldinn og segja eitt- hvað á þessa leið: Jæja Keli minn, þá ertu nú loksins kominn inn í þetta forláta kokk- hús, sem við höfum svo oft verið að segja þér frá. ENDIR 10) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 8. maá 1958 ----r/.fl y- -rqp?: Hagamiis og húsamús Samtalsþáttur þessi er gerður eftir samnefndri sögu í bókinni Bláhattur. Axel Thorsteinsson sneri sögunni úr ensku. Þið ættuð að spreyta ykkur á þvi að snúa einhverri sögu í samtal eða stutt leikrit. Ilér hafið þið fyr- irmynd. Hagamúsin trítlar fyrir utan hús, hún gægist inn um kjallaraglugga. Þar fyrir innan stendur húsa- mús og horfir út. Hagm.: Af hverju kem- ur þú ekki út, hvað ertu að gera þarna inni? Húsam.: Af því ég er húsamús, og mér þykir gott að búa í húsi. En ég gæti nú skroppið út sem snöggvast og skoðað mig um úti í haganum. Hagam.: Já, gerðu það, við skulum koma og horfa á tunglið, það er að koma upp. Húsam.: Hæ, hæ, hér kem ég. Hagam.: Komdu, nú skulum við hlaupa, Fyrst af öllu ætla ég að sýna þér tré. Ekkert jafn veg- legt og fagurt birkitré hefurðu séð innan fjög- urra veggja, það er ég viss um. Húsam.: Ójú, það er stór klukka, sem nær hér um bil frá gólfi til lofts. Og hún gengur allan sólarhringinn og segir tikk takk, tikk takk. Hagam.: Ekki finnst mér neitt til um það, hvers virði er stofu klukka í samanburði við tré í skógi? Húsam.: Hún gefur fólkinu til kynna hvað tímanum líður. Hagam.: Iss, komdu við skulum hlaupa yfir græna grundina. Ekkert er til svona grænt og mjúkt og fallegt. Húsam.: Ábreiðan í setustofunni. Hagam.: Vitleysa, held- standist nokkum saman- burð við græna grund- urðu að gólfábreiða ina? Húsam.: Hún er ekki vot. Hagam.: Komdu með mér að þessum fallegu hagablómum, það er af þeim svo dásamleg ang- an. Andaðu að þér, hví- líkur ilmur. — Hvað skyldi vera í húsi, sem ilmar eins? Húsam.: Vatn, sem kemur í flöskum, og ef tappinn er tekinn úr berst anganin um alla stofuna. Hagam.: Heyr undur mikil. Húsam,: Já, og ef menn hella nokkrum dropum í fötin sín ilma þau langa lengi. Hagam.: Jæja, en líttu á tunglið. Hvað hefurðu í húsinu þínu svo fagúrt og glæsilegt? Húsam.: Ost. Hagam.: Heyrðu nú, þú ætlar þó ekki að reyna að telja mér trú um að Oskaatundin — (3 ostur standist samanburð við tunglið? Húsam.: Hann er ætur, og meira að segja lost- ætur. Hagam.: Það er víst bezt, að hver uni við sitt. Ég í haganum mín- þínum. Farðu heim heill- in, og haltu þar kyrru um og þú í húskofanum fyrir, þar er þinn heim- ur. Húsam.: Já, það geri ég, og það þegar í stað, og vertu sæl. Hagam.: Já, vertu sæl. En ég ætla að una í hag- anum mínum alla mína daga, hér er svo margt fagurt á að horfa. Orðsending Því miður gat Óska- stundin ekki komið út síðast vegna veikinda ritstjórans, þess vegna hefur dregizt að birta úr- slitin í skriftarsamkeppn- inni, en þau munu koma í næsta blaði. Við þökkum öllum sem hafa sent sýnishom af skrift sinni í þessa keppni. SKRITLUR Móðir: Ég er mjög óá- nægð með vitnisburðinn, sem þú færð í skólanum, Jón minn. Jón: Þetta hélt ég alltaf og ég sagði það líka við kennarann, en ég gat ómögulega fengið hann til að breyta hon- um. Eiðcsskóli er 75 ára á þessu ári Afmœlismót i sumar og saga skólans eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi 100 ncmcndur vcru í skólanum s.l. vetur Alþýðuskólanum á Eiðum var slitið 27. apríl s.l. Skólinn er 75 ára á þessu ári. Bændaskóli var stofnaður á Eiðum árið 1883. Árið 1919 var honum breytt í al- þýöuskóla. Síðan starfaði hann sem tveggja vetra al- þýðuskóli þangað til 1946, að bætt var við framhalds- deild, sem nú skiptist í landsprófs-, bóknáms- og verk- námsdeild. I vetur voru aðeins 100 nem- endur í skólanum og skiptust þannig milli deilda, að 19 voru í yngri deild, 38 í eldri deild og 43 alls í framhaldsdeild, þar af 18 í landsprófsdeild. Fram- haldsdeildin er enn við nám, en samkvæmt venju er skólanum slitið formlega fyrsta sunnudag í sumri, þegar yngri og eldri deild lýkur. Burtfararpróf stóðust allir nemendur eldri deildar. Hæstu einkunnir fengu: 1 bóklegum greinum Gunnar. Magnússon frá Bakkafirði, 9,09, í verklegum greinum Þorvaldur Þorsteins- son frá Þórunesi i Reyðarfirði, 8,32, og úr öllum greinum samanlögðum Jón Snæbjörns- son frá Geitdal í Skriðdal 8,60. I yngri deild hlaut Geirlaug Sveinsdóttir frá Hvannstóði í Borgarfirði hæstu einkunn í bóklegum greinum, 9,61, og Bergþóra Gísladóttir frá Hlíð- arenda í Breiðdal í verklegum greinum, 8,06, og öllum grein- mn samanlögðum, 8,52. Fæðiskostnaður varð að jafn- aði kr. 22,55 á dag. — Flestir nemendur voru í mötuneyti skólans, sem frú Sigurlaug Jónsdóttir veitti forstöðu. Heilsufar var ágætt í vetur og líkamlegur viðgangur mikill. Verðlaun og viðurkenningar úr sjóðum skólans, þeim er til þeirra hluta eru ætlaðir, hlutu þessir nemendur: Úr styrktarsjóði Jónasar Ei- ríkssonar og Guðlaugar M. Jónsdóttur: Rafn Kjartansson frá Djúpavogi. Sami pilt.ur hlaut einnig prúðmennskuverð- laun þau, sem árlega eru veitt, en skólastúlkur velja þann, sem hlýtur, með leynilegri atkvæða- gre;ðslu. Úr Hansonss.jóði hlaut viður- kenningu Þórhallur Evjólfsson frá Áreyjum í Reyðarfirði og Díana Sjöfn Helgadóttir fráj Frewangi i Evjafirði úr minn- 'ngarsjóði Sigurðar Hafsteins Emdssonar. Úr styrktarsjóði Helga Ólafs- sonar frá Hrærekslæk, sem sér- staklega er ætlaður nemendum úr Hróarstungu, hlaut verð- laun Hermann Eiríksson frá Bót. Þau Soffía Jónsdóttir frá Gunnhildarholti í Hróarstungu og Þrrstur Þorgrímsson frá Selnesi í Breiðdal hlutu sér- staka viðurkenningu fyrir að hafa verið í öllum þeim kennslu stundum, sem þeim bar að sækja, án þess að koma nokk- um tíma of seint, í þrjá vetur. Verðlaun þessi og viðurkenning- ar eru veitt fyrir árangursríkt nám, dugnað, trúmennsku og prúðmennsku. Skólaslitin hófust með guðs- þjónustu. Sóknarpresturinn, sr. Einar Þór Þorsteinsson prédik- aði og nemendur sungu. Helgi EHasson fræðslumálastjóri var viðstaddur skólaslitin og flutti ræðu. Minntist hann afmælis skólans og ámaði heilla. Þórar- inn Þórarinsson, skólastjóri flutti skólaslitaræðu að vanda. Blandaður kór nemenda söng allmörg lög undir stjórn skóla- stjóra. Sýniug var haldin á handa- vinnu nemenda. Þótti hún fjöl- breytt og vönduð. Átta piltar í verknámsdeild smíðuðu 5 sófa- sett (sófa, 2 djúpa stóla og borð), eitt skrifborð og stól, 6 matborð, mörg smáborð, rennda muni svo sem lampa og skálar o. fl. Tveir afkastamestu nem- endurnir smíðuðu húsg'^gn virt á 10—12 þús. kr. Tíu stúlkur í sömu deild lærðu vétea«mí út- Kjarnasprengingar geta eitrað allt andrúmsloft jarðarinnar Einn af kunnustu erfðafræðingiun Sovétríkjanna, pró- fessor Nikolaj Dubinin, skýrði frá því fyrir nokkrum dögum, aö ef tilraununum með kjarna- og vetnisvopn. yrði haldið áfram í sama mæli og á tímabilinu frá 1953 til 1955, myndu um tíu milljónir manna af hverri kom- andi kynslóð þjást af alvarlegum erfðasjúkdómum_ Allt andrúinsloft getur eitrazt þe3su í útvarpssendingu frá Mosk\n fyrir nokkrum dögum og sagði að þetta væru nið- saum, prjón og hekl. Þær sýndu hver um sig kjól, náttkjól, blússu, sloppswntu, barnafatn- að, púða, dúka o. fl. Veður var gott, en vegna af- leitrar færðar á vegum sökum holklaka og forar, var fátt gesta. Verknámshús er í smíðum á Eiðum og var tekin í notkun í haust 130 ms smíðastofa, mjög vistleg og björt. Vonir standa til, að mögulegt verði að ljúka þessari byggingu bráð- lega. I þeim hluta húsíins, sem eftir er að byggja, verður samnastofa, húsrými fyrir kemis’u, kennslu í vélgæzlu og ge\mslur fyrir efni og unna muni. Eins og getið hefur verið, verður Eiðaskóli 75 ára á þessu ári. Af því tilefni er fyrirhugað að halda mót í sumar, fyrst og fremst nemenda og kennara, svo og annarra velunnara skól- ans. Þá er væntanlegt í sumar minningarrit um skólann eftir Benedikt Gísíason frá Hofteigi. urstöður útreikninga, sem hann hefur lengi unnið að. „Tilraunimar með kjama- og vetnisvopn hafa þegar gert mannkyninu meira en nóga skaða. Erlendis em að vísu gerðar tilraunir til að neita þessu, m.a. halda ýmsir banda- riskir vísindamenn því fram, að við tilraunasprengingar losni aðeins lítið af geislavirkum efnum, sem em ekki sérlegá hættuleg, að þeirra áliti. Þess- andstöðu við veraleikann og þær niðurstöður, sem vísinda- mennirnir hafa aflað“. Dubinin sagði ennfremur að tilraunasprengingamar væm aðeins smámunir í samanburði við kjamorkustríð „Það er erfitt að gera sér í hugarlund það tjón, sem slík styrjöld myndi baka mannkyninu, en vist er að allt andrúmsloft jarðarinnar gæti eitrazt“. Hinn sovézki erfðafræðingur lét þá von í ljós, að Banda- ríkin og Bretland myndu fylgja fordæmi Sovétríkjanna og hætta kjamorkutilraunum. Jafnframt hvatti hann til þess, að kjamavopn yrðu hvarvetná bönnuð. KaupiS a tímann

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.