Nýi tíminn


Nýi tíminn - 08.05.1958, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 08.05.1958, Blaðsíða 6
6) — NÝI TfMTNN — Fimmtudagur 8. mai 1958 Nf I TlMINN Útgefandi: Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson. Áskriftargjald kr. 50 á ári. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Sjö ára hernám T dag eru liðin rétt sjö ár síðan Bandaríkjamenn her- námu ísland öðru sinni. Að- faranótt 7. maí 1951 komu bandarískar árásarsveitir flug- leiðis og settust á Keflavíkur- flugvöll, en það var ekki fyrr en morguninn eftir að ríkis- stjórn íslands sá ástæðu til að skýra þjóðinni frá því sem gerzt hafði. Ákvörðunin um hernámið hafði ekki verið samþykkt af neinum þar til bærum aðilum; Alþingi hafði ekki verið kvatt saman, ekki heldur utanríkismálanefnd — þama var verið að fremja stjórnarskrárbrot og landráð af ráðnum hug. Nokkru áð- ur höfðu þingmenn hemáms- flokkanna verið kvaddir til Reykjavíkur til leynifunda til þess að taka á sig persónu- lega ábyrgð á hemáminu, en einmitt þá dagana vom banda- rísk herskip látin liggja í Reykjavíkurhöfn og banda- rískir hermenn hafðir í landi. Þannig var unnið að þessari örlagariku ákvörðun, og þetta em sígikl vinnubrögð þegar þjóðsvik em framin. Það þarf ekki að rifja upp fyrir íslendingum reynsl- una af sjö ára hernámi; hún brennur í blóði hvers heiðar- legs manns. Á þessum tíma hafa allar röksemdir hernáms- sinna fallið um sjálfar sig, þannig að þeir em fyrir iöngu hættir að minnast á ,,vemd“ og „varnir“. Einnig sú „röksemd“ að tsland sé ó- hjákvæmilegur hlekkur í hernaðarkerfi Bandaríkjanna — að við eigum að fóma lífshagsmunum okkar í þágu hins vestræna herveldis — hefur hmnið til gmnna með nýtízku uppfinningum í hem- aðartækni. Bandaríkin vita fullvel að þeim er ekki leng- ur nein vemd af útvarðstöðv- unum eftir að fundin hafa verið upp flugskeyti sem hægt er að senda hvert á jörðina sem er, enda hafa allar meiri háttar nýjar framkvæmdir á herstöðvunum hér verið felld- ar niður s.l. tvö ár, jafnvel radarstöðvarnar hafa ekki verið fullgerðar, og Island hefur á skömmum tíma orðið að annars flokks herst"ð. Þannig stenzt ekki einu sinni lengur hin þýlynda eftirlætis- kenning Bjarna Benediktsson- ar, að tslendingum sé það hæfilegt hlutverk að vera hlekkur í bandarískri keðju og fóma hagsmunum sínum og tilvera í þágu húsbænd- anna fyrir vestan haf. Eftir standa hernámssinnar alger- lega rökþrota, eftir að jafn- vel sú málsvöm sem fráleit- ust var og andstæðust hags- munum tslendinga hefur verið frá þeim tekin; nú geta þeir aðeins hrópað í ósjálfræði: við viljum láta hemema okk- ur, traðka á okkur, sparka I okkur; við viljum að 'herinn fari seinna en „auðið er“ eins oer þeir komust svo hlálega -að orði 1. mai. En jafnvel .þótt allar rök- semdir hernámsins séu hmndar til gmnna, jafnvel þótt tsland hafi nú orðið mjög takmarkað hernaðarlegt gildi fyrir Bandaríkin, skyldi eng- inn ætla að það liggi. á lausu að herinn fari og ísland öðl- ist frelsi á nýjan leik. Það sést m.a. á því hvernig svik- in hafa verið hátíðleg loforð ríkisstjórnarinnar og sam- þykkt Alþingis um að her- náminu skyldi aflétt. Banda- rikin vilja halda fótfestu sinni hér af pólitískum ástæðum, til þess að valdstefnan riðlist ekki, af ótta við að öðram mikilvægari herstöðvum yrði hætt ef þeim íslenzlni væri sleppt — og síðast en ekki sízt til þess að tryggja hags- muni bandarískra og brezkra aðila hér á landi. Þetta sannast í verki einmitt þessa dagana. Atlanzhafs- bandalagið heldur nú fundi í Kaupmannahöfn, og fréttir þaðan herma að Bretar og Bandaríkjamenn leggi á ráðin um það hvernig þeir eigi að kúga tslendinga til undan- halds í landhelgismálum. Dull- es utanríkisráðherra Banda- ríkjanna hefur tekið að sér að „tjá utanríldsráðherra Is- lands, að hann geri ráð fyrir því f»ð Islendingar muni ekki einliliða og að lítt athuguðu máli gera nokkrar þær ráð- stafanir sem skaðlegar yrðu fyrir enska fiskimenn“ — og það sem Dulles utanríkisráð- herra tjáir eiga að sjálfsögðu að vera lög á tslandi. Enginn þarf að draga i efa að þess- ari „tjáningu“ verður fylgt eftir með öllum ráðum sem 'hin vestrænu stórveldi telja hagkvæm til þess að reyna að knýja íslendinga til und- anhalds, að öllum aðferðum verður beitt til þess að reyna að trvggia til þess aðstoð 'handgenginna manna. Þannig er þá komið með vemdina, frelsið og hags- muni íslands. Þau samt“k sem áttu að tryggia okkur þetta allt eru í staðinn hagnýtt til þess að ráðast á hagsmuni okkar, svipta okkur frelsi til þess að hagnýta landsréttindi okkar. Það hefur sannazt í verki á eftirminnilegan hátt, sem sósíalistar hafa alltaf haldið fram, að þátttaka í Atlanzhafsbandalaginu er and- stæð hagsmunum íslendinga, fjötrar okkur og skerðir fre'si okkar og efnahagslegt sjálfstæði. Hafi hemámssinn- ar í sannleika trúað því sem þeir hé'du fram þegar tsland var flækt inn í þetta banda- lag, ættu þeir nú að ganga fram fvrir skiöldu og segja: Ef Atlanzhafsbandalagið og forusturíki þess snúast á nokkum hátt gegn lífshags- munum tslendinga í landhelg- ismálum, lítur tsland svo á að Atlanzhafssáttmálinn hafi verið rofinn á okkur og að við séum lausir allra mála. En hvað segja þeir? Markaðir þrengjost, atvinna þverrar víða um lönd Verst er komiS hag þeirra rikja sem háSust eru vi8skipt um vi8 Bandarikin TTm síðustu mánaðamót gengu Kanadamenn að kjörborði í annað skipti á níu mánuð- um. John Diefenbaker, forsæt- isráðh. og foringi Framsóknar-í- haldsflokksins, hafði rofið þing í því skyni að styrkja aðstöðu stjómar sinnar. í kosningunum í fyrra var endi bundinn á 22 ára stjórnarferil Frjálslynda flokksins, en stjórnin sem Diefenbaker myndaði þá var minnihlutastjóm, flokkur hans hafði ekki nema 113 þingsæti af 265 í neðri deild þingsins í Ottawa. í kosningunum í apríl- byrjun varð Diefenbaker að von sinni og ríflega það. Fram- sóknar-íhaldsmenn unnu ein- hvern glæsilegasta kosningasig- ur sem um getur í stjómmála- sögu Kanada. Þingfylgi þeirra jókst úr 113 sætum í 208 en þingmönnum frjálslyndra fækk- aði úr 104 í 49. Jafnframt þurrkaðist annar af tveim, smá- fiokkum út af þinginu og hinn, sósíaldemókratar, hélt aðeins átta þingsætum af 25. ingkosningarnar fóru fram á erfiðum tímum fyrir Kan- adamenn. Skrásettir atvinnu- leysingjar í landinu eru 590 þúsund talsins, en það þýðir að tíundi hver vinnufær og vinnu- fús maður er atvinnulaus. Þetta er mesta atvinnuleysi, sem nú er í nokkru iðnþróuðu landi. Aukning atvinnuleysis- ins í Kanada og samdráttur í bandarísku atvinnulifi hafa haldizt í hendur, enda eru Bandaríkin helzta viðskipta- land Kanada. Atvinnuleysis- bölið er þó enn umfangsmeira í Kanada en í Bandaríkjunum. Ástæðan er að mestallur út- flutningur Kanadamanna til Bandaríkjanna ér hráeíni, málmgrýti, timbur.'olía og því úfti líRt. Þaé er “Sikunna, að 'allar kreppyr bitn^ harðast á þeim þjóðurn, sem eiga af- komu sína aðallega undir framleiðslu hráefna, sem full- unnin eru í öðrum löndum. Þetta hafa Kanadamenn nú fengið að reyna. Námugröftur og skógarhögg eru ekki einu atvinnuvegir Kanadamanna, sem orðið hafa fyrir barðinu á hagsveiflunum í Bandarikj- unura, landbúnaðurinn, aðal- atvinnuvegur þjóðarinnar, hef- ur ekki farið varhluta af þeim. Óseldar kombirgðir hafa hlað- izt upp í Kanada undanfarin ár, en samtímis hafa Kanada- menn orðið að horfa uppá að bandarískum landbúnaðarvör- um er troðið inn á gamla markaði þeirra með undirboð- um og vægum greiðsluskilmál- um. T7’ osningasigur Diefenbakers stafar að allra dómi eink- um af því að honum tókst öðr- um betur að slá á strengi þjóð- emiskenndar landa sinna og gremju þeirra í garð Banda- ríkjamanna. Hann lofaði í kosningabaráttunni opinberum framkvæmdum til að draga úr atvinnuleysinu, en meginá- herzlu lagði hann á framtíðar- stefnuskrál, sem miðar að því að gera atvinnulíf Kanada og utanríkisverzlun óháðari Banda. ríkjunum og kreppum þeirra en verið hefur um langt skeið. „Velfarnaður og atvinnulíf Kanada eru alltof háð duttl- ungum og afturkippum í Bandaríkjunum“, sagði Dief- enbaker í einni kosningaræð- unni. Forsætisráðherrann og flokkur hans telja brýnasta verkefnið að draga verulega úr Erlend tídlndi ____________________________ s viðskiptum við Bandaríkin, en á síðasta ári var viðskipta- jöfnuður landanna Kanada ó- hagstæður um 1300 milljónir dollara. Framsóknar-íhalds- menn segjast stefna að því að færa að minnsta kosti 15% af John Diefenbaker utanríkisverzlun * Kanada frá Bandaríkjunum til Bretlands. Jafnframt er ætlun þeirra að stemma stigu við yfirdrottn- un bandarísks fjármagns yfir kanadiskum atvinnuvegum, en bandarískir auðmenn hafa und- anfarið gerzt æ umsvifameiri í olíuvinnslu, jarðgasvinnsly og námugrefti í Kanada. Mörg- um Kanadamönnum stendur stuggur af þesari innrás banda- rísks fjármagns, sem er á góðri leið með að leggja undir sig arðsömustu auðlindir þeirra. Talið er víst að ríkisstjórn Diefenbakers vindi bráðan bug að því að lögfesta fulla lög- sögu Kanadamanna yfir dóttur- félögum bandarískra fyrirtækja sem í landinu starfa og skylda þau til að gefa Kanadamönn- um forgangsrétt til hlutabréfa- kaupa. Nýlega hafa tvö mál aukið verulega ýfingamar með Kanada og Bandaríkjunum.. Annað varðar viðskipti við Kina. Kinverjar buðust fyrir skömmu til að kaupa 1000 bila af útibúi. Fordverksmiðjanna í Kanada. Bandaríska utanríkis- ráðuneytið greip í taumana og lét hina bandarísku eigendur Fordfyrirtækisins hafna við- skiptunum. Þessa framkomu telja Kanadamenn óviðunandL afskipti Bandaríkjastjómar af viðskiptamálum Kanada. Einn- ig eru Kanadamenn sárgramir tiiskipun Bandaríkjastjómar, sem skyldar bandaríska olíu- innflytjendur til að draga 15% úr olíuinnflutningi frá Kanada. Þykir Kanadamönnum að von- um að illa sitji á ríkisstjórn sem þannig hagar sér, að préd- ika hömlulaus viðskipti og frjálsa samkeppni fyrir öðrum þjóðum. 17’ anada hefur nánari við- skiptatengsl við Bandaríkin en nokkurt annað land, og eng- in þjóð hefur fengið að kenna eins óþyrmilega á afleiðingum bandarísku kreppunnar og Kanadamenn, en fleiri hafa fengið að kynnast olnbogaskot- um dollaravaldsins á síðustu mánuðum. Segja má að það sé algild regla, að því nánari við- skiptatengsl sem þjóðir hafa við Bandaríkin, því verr sé hag þeirra nú komið. Þyki reynsla nágrannaríkis Banda- ríkjanna í Norður-Ameríku ekki næg sönnun, taka dæmin frá Suður-Ameríku af allan vafa. Þar eru þrjú ríki þegar í kröggum, vegna þess að mark- aður i Bandaríkjunum fyrir framleiðsluvörur þeirra hefur brugðizt. Þau eru Brasilía, Chile og Kó’umbía. Helzta út- flutningsvara Chile er kopar og mestöll framleiðslan hefur verið seld til Bandaríkjanna, Verðsveif’ur á kopar eru mikl- ar og tíðar á heimsmarkaðin- um og hefur Chile oft fengið að kenna á þeim en sjaldan ó- þægilegar en nú. Óseldar kop- arbirgðir hrúgast upp í land- inu, gjaldeyrisskortur sverfur að og ríkisstjórnin veit engih ráð til bjargar. í Brasilíu og Kólumbíu er kaffi aðalútflutn- ingsvaran og Bandaríkin lang- stærsti kaupandinn. Framleiðsl- an er orðin mun meiri en eftir- spurnin, ríkisstjórnirnar hafa gripið til þess ráðs að kaupa kaffibirgðir af framleiðendum til að forða þeim frá gjald- þroti, en nú.er kaffisalan orð- in svo dræm að til stórra vand- ræða horfir. IT'yrstu mánuðina sem sam- *■ dfátturinn í bandarísku at- vinnulífi stóð hafði hann ekki veruleg áhrif á innflutning neyzluvarnings frá Evrópu. Ríki Vestur-Evrópu hafa því fram til þessa orðið tiltölulega lítið vör við afleiðingar krepp;- unnar, en nú óttast margir stjómmálamenn og kaupsýslu- menn að breyting sé að verða;. Síðustu tvo mánuðina sem skýrslur ná til hefur innflutn- ingur Bandaríkjanna dregizt verulega saman og þess sjást engin merki að bandarískt at- vinnulíf sé að rétta við. At- vinnuleysið heldur áfram Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.