Nýi tíminn


Nýi tíminn - 05.06.1958, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 05.06.1958, Blaðsíða 1
KaupicS Ný]a timann GreiBiS Nýja fimann Fimmtudagur 5. júní 1958 — 12. árgangur 20. tölublað Orugg samstaða er beittasta vopn Islendinga í landhelgismálinu Stækkun landhelginnar markar tímamót og boðar nýja sókn til efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar Á sjómannadaginn hélt Lúövík Jósepsson sjávarútvegsmálaráðherra snjalla ræðu um landhelgismálið og skýrði frá þeirri endanlegu ákvörðun stjórnarvalda að stækka landhelgina í 12 mílur, ljá ekki máls á neinum samningum um þessa lífsnauðsyn íslendinga og hafna öllum tillögum um undanþágu fyrir erlend fiskiskip í landhelgi íslendinga. „Sú ákvörðun markar tímamót og boðar nýja sókn til efnahagslegs sjálf- stæðis þjóðarinnar. Öll þjóðin fagnar þeirri ákvörðun að fiskveiðilandhelg- in skuli verða 12 sjómílur út frá grunnlínum, íslenzkt yfirráðasvæði þar sem íslenzk lögsaga gildir og íslendingar einir hafa rétt til fiskveiða”, sagði ráðherrann. Ræða Lúðvíks fer í heild hér á eftir: Góðir tilheyrendur. í dag er hátíðisdagur ís- lenzkra sjómanna. Um allt land er dagsins minnzt og fjölbreytt hátiðahöld eru í flestum sjávarplássum og stærri kaupstöðum landsins. Sjómannadagurinn er löngu orðinn hátíðisdagur islenzku þjóðarinnar, svo nánum bönd- um er sjómannastéttin íslenzka bundin þjóðarheildinni. Hátíðisdagur sjómanna hlaut því jafnframt að verða hátíð- isdagur íslenzku þjóðarinnar allrar. Ákvörðun sem markar tímamót. Á þessum degi er sérstök ástæða til þess, að minnast þeirrar mikilvægu ákvörðunar islenzkra stjórnarvaida. sem' ný’ega hefur verið tekin um stækkun fiskveiðilandheigi Is- \ iands. Sú ákvörðun markar tímamót og boðar nýja sókn til efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. ÖU þjóðin fagnar þeirri' á- kvörðun, að fiskveiðilandhelgin skuii verða 12 sjómílur út f"áj grunnlínum, en þó munu sjó-: menn okkar fagna þeirri j ákvörðun meir en allir aðri: iandsmenn. Fiskveiðiiandlielgin verður! íslenzkt yfirráðasvæði, þar j gildir islenzk lögsaga. Á því svæði hafa íslendingar einir rétt til fiskveiða^ og þeir munu einir setja reglur um nýtingu fiskistofnanna á þvi svæði. Baráttumál íslendinga. Stælckun land'hélginnar og aukin' vernd fiskimiðanna í kringuin landið hefur lengi ver- ið baráttumál íslendinga. Hér er ekki tími til að rekja þá baráttu nákvæmlega, en rétt er að rifja ■ upp með ör- fáum orðum nokkur markverð atriði þessarar baráttu síðustu ára. Árið 1948 samþykkti Alþingi lög, sem lýstu yfir algjörum yfirráðarétti íslendinga á öllu landgrunninu við strendur landsins sem er innan 200 metra dýptarlínu frá strönd- inni. Hér var um einhliða ákvörð- un íslands að ræða, ákvörðun, sem helgaði okkur rétt, en sem ekki fól að svo stöddu í sér neinar beinar takmarkanir eða bönn við veiðum útlendinga á landgrunnssvæðinu. Næsta mikilvæga skrefið var stigið með stækkun landhelg- innar 1950 og 1952 og þá byggt á landgrunnslögunum frá 1948, en þó fyrst og fremst fetað í fótspor Norðmanna, sem stækk- að höfðu sína landhelgi og breytt grunnlínum norsku iand- . helginnar. IVIeð útfærslu fiskveiðitak- markanna 1952 var stórt skref stigið. Hin beina útfærsla land- helginnar var að vísu ekki mik- il. aieins ein sjómíla. en með því að Jandhelgislínan var. drcgin beint lý'rir ílóa og firði var um mikla stækkun fisk- vciðilandhelginnar að ræða á nokkrum svæðum við landið. Stækkunin var mjög misjöfn og af því leiddi strax eðliiega óánægju þar sem breytingin varð minnst. Samstaða þjóðarinnar. En samstaða þjóðarinnar var eigi að síður góð. Hún stóð öll sem einn maður í vörn og sókn gagnvart öðrum þjóðum fyrir málstað sínum. Öllum landsmönnum var Ijóst, að það sem gert var í landheigismálum íslendinga 1952 var aðeins áfangi að settu marki, því marki að helga ís- lendingum forgangsréttindi til fiskimiðanna í kringum land- ið. Nýr undirbúningur hófst í rauninni þá þegar að því að ná næsta áfanga. A alþingi komu fram tillögur um hvað gera skyldi næst og kröfur bárust úr öllum landshlutum um æskilegar breytingar. ís- lendingar tóku málið upp á. er- lendum vettvangi og reyndu að sanna öðrum þjóðum óhjá- kvæmilega nauðsyn þess, að fiskimiðin við strendur lands- ins yrðu enn betur vernduð fyrir ágengni erlendra fiski- skipa. Málið sóttist seint, ein ráðstefnan tók við af annarri- og lausn fékkst. engin. Yíirlýsing núverandi ríkisstjórnar. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum i júlí-mánuði 1956 lýsti hún yfir eftirfarandi: „Ríkisstjórnin leggur áherzlu á stækkun íslenzku landhelg- innar og telur að stækkun frið- unarsvæði'sins kringum landið sé nú brýn nauðsyn vegna at- vinnuöryggis landsmanna og mun því beita sér fyrir fram- gangi þessa máls“. Þegar stjórnin tók við hafði þegar verið ákveðið, að land- helgismálið yrði tekið til meðferðar á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem halda átti um áramótin 1956—1957. Rétt þótti því að bíða með framkvæmdir af hálfu Xslands í málinu þar til eftir fund Sameinuðu þjóðanna. Þingi Sameinuðu þjóðanna lauk svo, að engar samþykktir voru gerðar til lausnar á land- helgismálum þjóðanna, en þess í stað ákvað þingið að boða til alþjóða ráðstefnu um þau mál og ákvað fundartíma í febrúar- mánuði 1958. Fulltrúi íslands á þingi Sam- einuðu þjóðanna greiddi einn Framhald á 11. síðu. Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsmálaráðherra flytur ræðu sína af svölum Alþingishússins. — (Ljósm. Sig. Guðm.). Mmdinga til nn er reynt samifinga um A-bandalagsríkin við sama beyga*'ðshornið, segja brezk blöð Birting Þjóðviljans á samkomulagi ríkisstjórn- arinnar um landhelgismálið í siðustu viku mun torvelda „hóísömum" íslendingum að höría írá útíærslu fiskveiðilögsögunnar í tólf mílur, en samt sem áður leggja stjórnir A-bandalagsríkjanna kapp á að fá íslendinga til að ganga til samninga á svæðisráðstefnu, segja brezk blöð fetjórnmálafréttaritari Grims- by Evening Telegraph skýrir fra fyrirætlunum brezkra stjórnarvalda og útgerðar- manna í blaði sínu 29. maí. Honum farast m.a. svo orð:- „Bretland og önnur A-banda- lagsríki leggja fast að íslenzku ríkisstjóminni að taka þátt í svæðisráðstefnu um landhelgi og fiskveiðalögsögu áður en 12 mílna landhelgi íslendinga kem- ur til framkvæmda 1. septem- ber.“ „Innrás“ talin óráðleg Brezka ríkisstjómin og út- Framhald á 6. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.