Nýi tíminn


Nýi tíminn - 05.06.1958, Síða 12

Nýi tíminn - 05.06.1958, Síða 12
Æðsta ráð Sovétríkjanna heiur sem orðsendinou fil Alblnols Skorað á Alþingi að taka þátt í því að útiloka hætt- ima er stafar af kjarnavígbúnaði Vestur-Þjóðverja Forseta sameinaðs Alþingis, Emil Jónssyni, hefur bor-f izt orðsending undirrituð af P. Lobanoff forseta Sam- j bandsráðs Æðsta ráðs Sovétríkjanna og J. Peive forseta 1 Þjóðernaráðs Æðstaráðsins og fela þeir Alþingisforseta að kynna þingheimi orðsendinguna. Hér á eftir fer úrdráttur úr orðsendingunni, sem fjall- ar um hættuna, sem Evrópuþjóðum og raunar öllum heimi stafar af kjarnavopnabúnaði vesturþýzka hersins. í upphafi orðsendingarinnar segir, að með tilliti til þeirrar mildu ábyrgðar, sem sérhvert ríkisþing hljóti að bera gagnvart þjóð sinni, álíti Æðsta ráð Sovét- ríkjanna það skyldu sína a6 beina til Alþingis íslendinga á- skorun um að það stuðli að þeirri viðleitni, að komið verði í veg fyrir að vesturþýzka lýðveld- ið verði búið kjarna- og vetnis- vopnum. Síðan er minnt á sam- þykkt vesturþýzka sambands- þingsins frá 25. marz s.l. um heimild til ríkisstjórnarinnar til að búa vesturþýzka herinn slík- um vopnum. Bent er á að þetta sé stórt skref í þá átt að þoka Þýzkalandi lengra á braut kjarnastríðsundirbúnings. Þýzka hernaðarstefnan er komin á kreik að nýju í Evrópu, enda þótt heimsstyrjöldin, sem hún kom af stað sé ekki langt að baki. „Það er einmitt þessi þýzka hernaðarstefna sem kom til leíðar heimsstyrjöldunum tveim, sáði ógnum, dauða og eyðileggingu, fór báli og brandi um Evrópu og braut niður með miskunnarleysi sjálfstæði og fullveldi þjóðanna undir yfir- skyni svokallaðrar ,,nýskipunar“ í álfunni. Af þessum sökum vildum vér mega beina athygli Alþingis ís- lendinga að þeirri staðreynd, að með þessari ákvörðun vestur- þýzka ríkisþingsins ásamt áætl- unum forystumanna Atlanzhafs- bandalagsins um að koma upp kjarnorku- og eldflaugastöðvum í löndum hluttökuríkja þess bandalags er verið að skapa nýja gróðrarstíu styrjaldarhættunnar í miðri Evrópu. Ekki er heldur hægt að láta sér sjást yfir það, að með því að láta hættuleg- 'ustu tegundir nútímavopna í hendurnar á vesturþýzka hern- um, sem nú er undir stjórn fyrr- verandi hershöfðingja og herfor- ingja Hitlers, er geigvænlegur háski boðinn þjóðum Evrópu, einmitt þeim þjóðum, sem eru ekki ennþá grónar sára sinna eftir þá styrjöld, sem tortímdi milljónum mannslífa á milljónir ofan og eyðilagði ómetanleg efnaleg og menningarleg verð- mæti. Þá má ekki gleyma því, að vesturþýzka stjórnin heldur því fram, að endurskoða beri landamæri í Evrópu, og dregur enga dul á landakröfur sínar. Tll Þess að réttlæta það, að vesturþýzka hernum skuli feng- m kjarnorku- og eldflaugavopn €r. *;nn farið á flot með hina gomlu skroksögu um árásar- haettu af hálfu Ráðstjórnarríkj- anna og „héimskommúnismans“ Þessi skröksaga getur engan blekkt. Hit.'er hafði líka, eins og unnugt er, „baráttuna gegn kommúnistahættunni“ að skálka- árásarstyrjöld þá, sem átti að tryggja Þýzkalandi heimsyfirráð. Evrópuþjóðirnar, sem troðnar voru undir hæli þýzku hernaðar- stefnunnar, mega ekki aftur láta blekkjast af slíkum tilefnislaus- um óhróðri. Ráðstjórnarþjóðirnar eru önn- um kafnar við framkvæmd sinn- ar friðsamlegu menningarný- sköpunar í þetm tilgangi að bæta kjör sín enn frekar en orðið er, og þeim er það hið mesta áhugamála að mega lifa í friði og sátt við þjóðir allra annarra landa að þýzku þjóð- inni meðtalinni. Þess vegna geta ráðstjórnar- þjóðirnar ekki látið sér í léttu í'úmi liggja, að aftur skuli vera að skapast gróðrarstía styrjaldar í miðri Evrópu, þaðan sem tvisvar hefur verið farið með ó- friði. á hendur landi þeirra á fáeinum áratugum.“ Síðan er vakin athygli á því að ákvörðunin um að fá vestur- þýzka hernum kjarnavopn er gerð einmitt samtímis því að Sovétrikin vinna ötullega að undirbúningi ráðstefnu æðstu þjóðaleiðtoga í þeim tilgangi að bæta alþjóðasamkomulag og draga úr hættunni af þeirri gjör- eyðingu, sem af kjarnastyrjöld myndi leiða. Kjarnavígbúnaður Vestur- Þjóðverja er hindrun fyrir fram- kvæmd pólsku tiHögunnar um kjarnorkulaust- svæði í Mið-Ev- rópu og inmn keir.ur lika í veg fyrir endursameiningu Þýzka- lands. Með þessum síðustu að- gerðum vestúrþýzkra stjórnfenda er verið að stjaka landinu inn á þá braut sem Hitlerssjórnin fór. „Það hlýtur að vera hverjum manni augljóst, að kjarnorku- búnaður vesturþýzka hersins fer fram samkvæmt áætlunum þeirra árásarsinnuðu afla í Bandarikjunum, sem ætla sér að nota Atlanzhafsbandalagið til að neyða hluttökuríki þess tii að leyfa, að skotstöðvum kjarnorku- hlaðinna eldflauga verði komið upp innan landamæra þessara ríkja. Þessi hernaðarsinnuðu öfl í Bandaríkjunum gefa engan gaum að hagsmunum Evrópu- ríkjanna, sem sum eru þó í Atl- anzhafsbandalaginu, en stefna að því að gera Evrópu á sem skemmstum tíma að forðabúri amerískra kjarnorkuvopna, en það rnyndi að sjálfsögðu hafa það í för með sér, að þau Evr- ópulönd, þar sem bandarískum kjarnorkustöðvum yrði fyrir komið, hlytu að verða fyrstu skotmörk þeirra kjarnorku- skeyta, er send yrðu til baka í endurgjaldsskyni. Það er vissulega unnt að af- stýra þeirri kjarnorkustríðs- hættu, sem felst í því að búa vesturþýzka herinn kjarnorku- og eldflaugavopnum, og þeirri hættu verður að afstýra. Til þess er nauðsynlegt, að allar þjóðir sameinist um það að vernda heimsfriðinn og koma í veg fyrir kjarnoi'kustyrjöld. í því efni er sameining Evrópuþjóðanna um- fram allt nauðsynleg". Þá er vikið að þeirri ákvörðun Sovétríkjanna að hætta á sitt eindæmi öllum tilraunum með kjarna- og vetnisvopn og þýð- ingu hennar til að afstýra styrj- aldarhættunni. Að lokum er skorað á Alþingi íslendinga að hefja upp raust sína og taka þátt í að mótmæla áætluninni um að breyta Vest- ur-Þýzkalandi í nýja, háskalega styrjaldargróðrarstíu í Evrópu. „Það er þjóðum Evrópu og raun- ar alls heimsins lífsnauðsyn, að Fimmtudagur 5. júní '1958 — 12. árgangur 20. tölublað Maður drukknar í Þingvallavatni Sl. laugardag drukknaði ungur maður úr Hafnarfirði, Smári Sigurjónsson að nafni, í Þingvallavatni. Var hann að veiðum í vatninu ásamt tveim félögum sínum, er bát þeirra hvolfdi. Voru þeir allir lítt syndir, og þeir tveir er björguðust að þrotum komnir, er þeim barst hjálp. Smári heitinn Sigurjónsson var 31 árs gamall, kvæntur og átti eitt barn. Heimili hans var að Holtsgötu 5 í Hafnarfirði. Var hann rakari að iðn. Félagar hans á bátnum voru Bergþór Sigurðsson, Silfurtúni 3 og Heiðar Guðlaugsson, Silfurtúni 5. Þeir félagar höfðu áður far- ið til veiða í Þingvallavatni og áttu lítinn bát geymdan þar austur frá í skúr í Skála- brekkulandi. Seinni hluta laug- ardagsins fóru þeir að veiða í vatninu með þrjár stengur. Gengu veiðarnar heldur treg- lega og voru þeir að róa til lands, er það óhapp henti þá, að Smári, sem sat undir árum missti aðra árina útbyrðis, og fengu þeir ekki náð henni aft- ur. Stinningskaidi var á og rak þá skjótt frá landi. Um síðir gripu þeir félagar til þess ráðs að reyna að koma upp segli. Notuðu þeir árina, er eftir var fyrir siglu og kápu fyrir segl. En er þeir voru að festa þetta upp, hvolfdi bátn- um undir þeim. Allir voru þeir lítt syndir nema helzt Bergþór, en komust þó allir á kjöl. Fljót- lega missti Smári þó tök á bátnum og sökk. Mun hann hafa fengið krampa, því að vatnið var mjög kalt. Magnús Einarsson, Lauga- vegi 162 Reykjavík á sumar- bústað við Þingvallavatn rétt hjá skúr þeirra félaga. Var hann staddur austur frá á laugardaginn og hafði fylgzt með ferðum þeirra þremenn- inganna, því að honum þótti Framhald á 10. síðu. 28 með vínveitingum rík isins en 13 á móti Á fundi sameinaðs - þings í gaer var þingsályktunar- tillögu þriggja þingmanna um afnám áfengisveitinga á kostnað ríkis og ríkisstofnana vísað frá með rökstuddri dagskrá. Greiddu 28 þingmenn dagskrártillögunni at- kvæði en 13 voru á móti. Dagskrártillagan var flutt af meirihluta allsherjarnefndar og er svohljóðandi: „Um leið og Alþingi beinir því til ríkisstjórnarinnar, að fullrar hófsemi sé gætt í risnu ríkis- stjórnarinnar og ríkisstofnana, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá." Gegn tillögu þessari greiddu atkvæði allir viðstaddir þing- menn Alþýðubandalagsins, Frarn- sóknarmennirnir Gisli Guð- mundsson, Páll Þorsteinsson, Sig- urvin Einarsson og Skúli Guð- mundsson, Sjálfstæðismennirnir Magnús Jónsson og Pétur Otte- sen, og Eggert Þorsteinsson. Þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði: Halldór Ásgrimsson, Jóhann Jós- efsson og Páll Zóphóníasson, 8 voru fjarstaddir, en allir aðrir greiddu tillögunni atkvæði. •skjóli, er hann var að undirbúa De Gaulle hlaut aðeins stuðning rúmlega helmings þjóðþingsins Borgaraflokkarnir og sósialdemókrafar í stjórn hans, sem fengiS hefur alrœSisvöld um sex mánaÖa skeiÖ Enda þótt allir frönsku borgaraflokkarnir og leiötog- ar sósíaldemókrata hefðu ákveðið að styöja de Gaulle hershöfðingja til valda, fór svo aö aðeins rúmur helming- ur þjóðþingsins greiddi stjórnarmyndun hans atkvæöi, 329 gegn 224. Og seint í gærkvöld leit jafnvel út fyrir að andstaða þingmanna gegn sumum kröfum hans um sérstök völd kynni að velta stjórn hans áður en hún hefði komið sér fyrir í valdastólunum. Atkvæðagreiðslan um stjórn- armyndun hans fór fram á sunnu- daginn, og ekkert virtist þá rnyndu ætla að verða því til fyr- irstöðu að hann fengi öll þau völd sem hann fór fram á. Ann- að kom þó á daginn þegar þing- nefndir tóku að ræða kröfur hans. ' Breytingar voru gerðar á kröf- um hans um sérstök völd í sex mánuði og voru settir ýmsir fyr- irvarar sem eiga að tryggja að þau völd verði ekki misnotuð. Með þeim fyrirvörum veitti þing- ið honum þessi sérstöku völd til sex mánaða með 322 gegn 232 at- kvæðum, eða enn minni meiri- hluta en hann hafði fengið dag- inn áður. I „ i Hótar að segja af ser Þingið hafði einnig veitt hon- um hin sérstöku völd í málum Alsir sem fyrri sfjórnir höfðu haft. Eitt mál var eftir til af- greiðslu, en það var krafa hans um að þiiigíð afsalaði sér rétti til afskipta af hinni nýju stjórnar- skrá sem hann hyggst bera beint undir þjóðina. Þetla vildi kosn- ingalaganefnd þingsins ekki fall- ast á og visaði frá þessu atriði í tillögum hins nýja forsætisráð- herra án mótatkvæða. De Gaulle hai'ði komiff í þing- húsið um níuleytiff í gærkvöld til að þakka þinginu fyrir skjóta af- greiðslu mála. En þegar honum varff ljóst að málalok kynnu aff verffa önnur en hann hafði talið, lýs'ti hann því yfir að stjórn hans myndi ekki sitja nóttunni lengur, ef þingið veitti honum ekki öll þau völd sem hann hefði fariff fram á. Hann ráuk síðan gf þingfundi og það þótti í frásögur færandi að hann fór ekki til bústaðar for- sætisráðherra sem hann var flutt- ur í, heldur til gistihúss þess sem hann dvaldist í áður en þingið fól honum stjórnarmyndun, Óvíst um úrslit Þegar blaðið fór í prentun var Framhald á 10. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.