Nýi tíminn


Nýi tíminn - 05.06.1958, Qupperneq 11

Nýi tíminn - 05.06.1958, Qupperneq 11
Fimmtudagur 5. júní 195S — NÝI TÍMINN (11 Mimiingarorð um Stéin Steinarr Framhaltl af 3. síðu. efann og blekkinguna að sjálf- stæðum höfuðskepnum, óháð- um, óhagganlegum, ofar þján- ingu. Uppreisn hans gegn hefð- bundinni Ijóðlist var því síður en svo fólgin í formbreytingu einni, nýju viðhorfi til tung- unnar, líkinganna, skyntengsl- anna, heldur átti hún sér á- kveðið hugmyndalegt markmið: að losa skáldskapinn af klafa hins ytri veruleika. „Og ég var aðeins til í mínu Ijóði“. Um stefnur og aðferðir má deila, en um hitt verður ekki deilt að með lífsverki sínu í heild hafi Steinn Steinarr orð- ið djúptækur endurnýjunar- kraftur í íslenzkri ljóðagerð. En þótt skáldjð væri magnað var maðurinn, persónuleikinn, sízt áhrifaminni. Arum saman var hann eins konar sókrates á strætum og gatnamótum höf- uðstaðarins og síðan yfirbóhem gildaskálanna þegar batnaði í ári. Enginn átti fleiri málkunn- ingja en þessi mikii einstæðing- ur. Alþýðlegt viðmót og óvenju slyng og hárbeitt samtalsgáfa staðfestu svo sem verða mátti vald skáldskapar hans. Á við- sjárverðum tímum kreppu og stríðsgróða þegar öll lífsgildi virtust í upplausn eða deiglu gat þessi huldurödd líkst opin- berun, þar sem hún sveiflaðist milli einlægni og spotts, sam- úðar og fyrirlitningar, um- komuleysis og miskunnarleysis. Hann var holdi klædd ímynd þess margslungna andófs sem hrikaleg, óráðin heimsmynd hlaut að vekja í hverju ærlegu brjósti — og svigrúmið var margfalt meira í viðræðunni en ljóðinu. Það var ekki aldeil- is ónýtt að hlusta á þennan annarlega galdrameistara sem í einu vetfangi gat tætt heim- inn í sundur og skapað hann aftur í sinni mynd. Ég get hugsað að ýmsum kunni að virðast öræfi götunn- ar nokkuð grá og hljóð nú þeg- ar röddin er þögnuð. Já, fyrir kom að í þessum óbilgjarna uppreisnarsegg sæi gamli lærifaðirinn sitt enfant terrible. En hver kennari veit að það getur líka komið fyrir að honum þyki vænzt um óstýri- látasta bamið. Og þegar öllu er á botninn hvolft hygg ég að fáir hafi staðið mér nær en hann. Það sem hér hefur verið drepið á er sízt til þess ætlað að gera upp á milli manna og kenninga á kveðju- stund — hinsvegar gat ég ekki minnst þessa fornvinar míns án þess >að geta að nokkru 'þess sánnasta sem okkar fór á milli. Þegar ég hitti hann síðast — eftir að sýnt var að hverju fór — sá ég og heyrði að hon- um var í engu brugðið: hann hél't til móts við gátu dauðans með sama æðruleysinu og hann hafði glímt við gátu lífsins. Þegar ég frétti svo lát hans þótti mér sem dálítið kenjótt dýrindisklukka stanzaði. Og mér fannst einna ankannalegast að mín klukka skyldi ekki verða fyrri til að stanza. Jóhannes úr Kötlum. Steinn, Kæri vinur, Þú ert búinn að kveðja, — farinn. Og við, sem áttum þér svo margt að þakka, getum ekki trúað því að þú sért ekki meir, getum ekki kvatt þig, af því að þú, sem varst svo sterk- ur í Iífinu ert ennþá sterkari í dauðanum og býrð i lifi okk- ar eftir sem áður. Hver svip- breyting á andliti þinu. mál- rómur þinn, handtakið, — allt lifir þetta i minningu okkar litríku lífi. Af því að þú varst það, sem einn vinur okkar sagði eitt sinn um þig: Salt jarðar. ÖIl ævintýri eru búin fyrr en varir. En Ijóminn af því ævintýri. sem þú varst í lífi vina þinna, mun halda áfram að lýsa um ókominn veg. Hulda Bjamadóttir. Við i B k. Við fráfall Steins Steinars rifjast upp fyrír mér íorn minning. Það var vormorgun fyrir tuttugu og átta árum, al- þingishátíðarvorið, meðan mað- ur var enn ungur og vænti sér mikilla hluta af framtiðinni. Kannski hefur þjóðin aldreí horft jafn björtum augum til framtíðarinnar og einmitt þetta vor. Kreppan var að sönnu á næsta leiti, en ekki skollin á, og kannski höfðum við ekki heyrt þess getið, að hún væri í uppsiglingu. Ég var kominn vestur í Bjarnardal í vega- vinnu, að afla mér fjár til mik- illa fyrirætlana. Framundan var langt, sólgullið sumar, því að á þeim árum voru öll sumur löng og viðburðarík. Verkstjórinn blæs í flautu sina. Það er merki þess, að nú eiga- allir að fara í vinnuna. Dálítill hópur manna tínist út úr tjöldum og röltir yíir móa og mela á leið til vinnu sinnar. Hér var það sem Steinn Stein- arr bar fyrst fyrir augu mín, ungan mann, smáan vexti og ekki ýkja mikinn fyrir mann að sjá. Kannski kom það líka í ljós, þeg.ar leið á daginn, að hann var dálítið latur að kasta hnausum úr skurði, enda ekki handleggjasterkur svo að af bæri, og kunni lítt til þess garpsskapar, sem vænlegastur er til flokksstjórastöðu og ann- ars frama í vegavinnu. Ein- hvernveginn hleraði ég það fljótt, að sumum af samverka- mönnunum væri ekki nema miðlungi hlýtt til hans, og gam- all vegagerðarmaður tjáði mér, að hann væri bæði skáld og • auðnuleysingi. Steinn átti það nefnilega tíl að senda harð- duglegum vegavinnumönnum skeyti, sem hæfðu helzti vel. Það er skemmst af að segja, að þetta sumar tókst með okk- ur Steini sú vinátta, sem hald- izt hefur órofin síðan, þó að á ýmsu hafi oltið. Þó að tak- mark okkar væri þa og síðar ekki hið sarna, lágu þó leiðir okkar svö skammt hvor frá annarri, að um nokkura sam- stöðu var að ræða. Sumarið leið, og tjöldin í Bjarnardal voru felld. Leiðir okkar Steins skildu í bili. En rúmu ári síðar bar fund- um okkar saman á ný. Þá var ekki lengur ilmur í lofti eða angan úr jörðu. Þjóðin var hætt að horfa björtum augum til framtíðarinnar. Kreppan var skollin á, og flóðalda henn- ar hafði sópað með sér þeim háreistu höllum, sem við reist- um framtið okkar vestur á Bjarnardal fyrir rúmu ári, og það svo rækilega. að brakið hefur ekki enn borið aftur á fjörur okkar. Og upp frá þessú áttum við Síeinn meiri og minni samleið um langar stundir. Nú var ekki annað að gera en byggja hinar hrundu borgir að nýju og sníða þeim gerð, sem var meir til hæfis víð þá tíma, sem nú runnu upp. Oft var förin minna hoffmannleg en skyldi, en sagði ekki Pétur Gautur: ,,á reiðskapnum kenn- ist, hvar heldri menn fara“, þegar hann steig á bak grísn- um. Flest föng voru skorin við nögl, en hvað gerir, það til. Við vorum ennþá ungir, og á þeim árum vex manni ekki allt í augum. Atvikunum var iekið i þeirri röð, sem þau bar að höndum, jafnt auraleysi og smávægilegum aflahrotum, og reynt að gera hið bezta úr hvorutveggja, en annars látið arka að auðnu. 1 hópi okkar, gamalla félaga þinna og kunningja, varst þú iirókur alls fagnaðar, hvort sem þú ortir þindarlausan leir- burð, með aðaláherzlu á mið- ríminu, eða sallaðir yfir okkur örugg samstaða Framhald af 1. síðu. atkvæði gegn því að frestað yrði á þennan hátt rnálinu og benti á að íslendingar hefðu þegar beðið svo lengi með að- kallandi framkvæmdír í land- helgismáli sínu, að þeir hlytu að mótmæla nýjum frésti í mál- inu. Eftir þessi málalok stóðu ís- lendingar enn frammi fyrir þvi, hvort þeir ættu nú að hefjast handa og lýsa einhliða yfir nauðsynlegum breytingum á fiskveiðilandhelginni, eða hvort enn væri rétt að biða eftir næstu alþjóðaráðstefnu. Sýnt þótti að ekki fengist æskileg: samstaða heima fyrir til nýrra' einhliða framkvæmda, þar sem alþjóðleg ráðstefna um land- helgismálin væri framundan. Það varð þvi að samkomulagi að fresta enn ráðgerðum fram- kvæmdum, en þó með þeim hætti að bindandi samkomu- lag var gert á milli stjórnar- flokkanna um að þegar að lok- inni landhelgismálaráðstefn- unni skyldi hafizt handa um breytingar á landhelginni og skyldi hugsanleg frestun ráð- stefnunnar þar engu breyta um. Landhelgismálaráðstefna Sameinuðu þjóðanna var síðan haldin í febrúar til apríl s.l.. Fréttir af þeirri ráðstefnu eru öllum Jslendingum enn í'fersku minni svo mjög var fylgzt með því sem þar gerðist hér á landi. Samkomulag stjóinar- flokkanna. Ráðstefnunni í Genf lauk 28. apríl s.l. og þá var komið að ákvörðun okkar hér heima um stækkun landhelginnar. Niðurstaðan varð svo þessi: Bindandi samkomulag hefur verið gert um þetta: Reglugerð um fiskveiðiland- helgi íslands verði gefin út 30. júní n.k. í reglugerðinni verði eftirfarandi efnisbreytingar einar gerðar frá því, sem nú gjldir samkvæmt reglugerð um verndun fiskimiða umhverfis ísland nr. 21 frá 19. marz 1952: 1. Fiskveiðilandhelgin skal vera 12 sjómílur út frá grunnlin- um. 2. íslenzkum skipum, sem veiða með botnvörpu, flot- vörpu eða dragnót skal heimilt að veiða innan fisk- veiðilandhelginnar, en þó ut- an við núverandi friðunar- línu. Sérstök ákvæði skulu sett um þessa heimild og til- greina nánar veiðisvæði og veiðitíma. 3. Reglugerðin skal öðlast gildi 1. september n.k. Tíminn þangað til reglugerð- in kemur til framkvæmda verð- ur notaður til þess að vinna að skilningi og . viðurkenningu á réttmæti og nauðsyn útfærsl- unnar. Réttur til breytinga á grunn- línum er áskilinn.“ Með þessu samkomulagi er fullnaðarákvörðun tekin um liina nýju fiskveiðálandhelgl Engin önnur efnisatriði geta orðið í hinni nýju reglugerð, en þau, sem greind eru í þessu samkomulagi. Lögformleg birting nýju reglugerðarinnar verður svo 30. júní n.k., en gildistakan 1. september. Stórt og veigamikið skref. Hér er enn eitt stórt og veigamikið skref stigið í áttina að settu marki íslendinga í landhelgismálinu. En markinu er enn ekki náð, leiðrétting á grunnlínum er enn eftir og aukin vernd á fiski- miðunum utan við 12 mílna beltið er enn eftir. Nokkrar deilur hafa risið á milli manna og flokka hér heima fyrir í sambandi við á- kvörðun þessa. Þær deilur standa vonandi ekki lengi og í afstöðu þjóðarinnar gagnvart öðrum þjóðum mega slikar deilur ekki koma til mála. Þjóðin mun líka vissulega standa sem einn maður um málstað sinn. Hvert mannsbarn í landinu veit hvað um er að tefla. Og öll skulum við vera minn- ug þess, að sterkasía vopn okk- ar í deilum við aðrar þjóðir i þessu efni er, að þjóðin sé ein huga, að hvergi finrlst veila í trú og skilningi þjóðarinnar a réttmætl þess, sesru gert er. andríki þínu og frumlegum at- hugasemdum um mannlífið og einstaklingana, og þó að við værum stundum dálítið treg- gáfaðir og seinir að skilja and- ann, þá skipti það raunar ekki miklu máli, því að andinn er afstætt hugtak, þar sem prest- arnir sjá Jesú þyrnikrýndan, heildsalinn commissionsdollara og við hinir eitthvað annað. Kannski varstu stundum ekki nægilega umtalsfrómur, en vel tókst þér oft, þegar þú vóst ,að mönnum í slikum brýnum. En þær áttu sér sjaldan þann alvöruþunga, sem fastast brennur á baki orðsjúki’a manna, enda munu flestar þær skærur nú gleymdar. , En nú er lokið langri sam- fylgd, og við gröf þína er sem ég horfi á eftir löngum og björtum kafla ævi minnar. Læt ég þig svo kvaddan hinztu kveðju. \ Har’aldur Sigurðsson. Fiskimiðin undirstaða afkomuöryggis. Rök okkar fyrir stækkaðri fiskveiðilandhelgi eru sterk. Af- komuöryggi þjóðarinnar bygg- ist á fiskimiðunum kringum landið. Frá 90—97% af allri gjaldeyr- isöflun þjóðarinnar fæst fyrir sjávarafurðir. Eyðilegging fiski- miðanna við landið mundi því kippa stoðunum undan efna- hagslífi þjóðarinnar. Allar atvinnugreinar á íslandi verða að byggja á gjaldeyris- öflun sjávarútvegsins. Nútíma landbúnað getum við ekki rekið, nema með miklum erlenaum gjaldeyri til véla- og tækjakaupa, til kaupa -á fóður- bæti og áburði, til kaupa á olí- um og benzíni o. s. frv. Iðnaðurinn krefst mikils hrá- efnis, sem kaupa þarf fyrir er- lendan gjaldeyri. Og þannig er með flestar eða allar starfs- greinar í landinu nú. Og hvernig gætum við haldið uppi menningarþjóðfélagi með góðum lífskjörum í landinu, án gjaldeyrisöflunar sjávarútvegs- ins? Fiskimiðin við stendur ís- lands eru okkur eins og námur eða olíulindir, nytjaskógar eða akurlendi eru öðrum þjóðum. Þessi auðæfi landsins verðum við að vernda. Við hljótum að hagnýta þau til lífsöryggis fyrir íbúa landsins. Reynslan hefur sýnt okkur að bessum auðæfum er hægt að eyða. Þrotlaus sókn erlendra veiðiskipa á miðin upp undir ströndina, hefur hvað eftir ann- að leitt til stórminnkandi fiski- gengdar. Víð höfum séð að auk- in friðun miðanna á styrjaldar- tímum hefur strax sagt til sin með auknu fiskimagni og við höfum fundið hvað þær friðun- arráðstafanir sem við höfum komið fram hafa gert mikið gagn Við þekkjum dæmin frá Fær- eyjum um uppurin fiskimið vegna ágangs erlendra skipa. Við vitum því um hættuna sem að okkur steðjar. Hluti líísbaráttu þióðarinnar. Barátta íslendinga fyrir stækkaðri landhelgi hefur allt- af verið hluti af sjálfstæðis- og frelsisbaráttu þjóðarinnar, — hluti af lifsbaráttu hennar. Landgrunnið út frá strönd- inni er raunverulega hluti af landinu. Auðæfi þessa land- grunns erú því auðæfi íslands. Það er vegna þessa sem land- Framhald á 10. síflu

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.