Nýi tíminn


Nýi tíminn - 13.11.1958, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 13.11.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. nóvember 1958 — NÝI TÍMINN — (3 ’Árni Böðvarsson: ÍSLENZK TUNGA Hlý bókum kalda staði 1 Eins og lesendum þáttarins er kunnugt, hafa ýmsir sent mér gott efni, sem kemur ■ bæði að notum í þennan þátt sérstaklega og svo ekki síður öðrum þeim er fást við rann- sóknir á íslenzkri tungu, einlc- um orðafoiða hennar. Margir hafa sent mér orðalista. Nú hefur t.d. nýlega borizt einn slíkur listi frá Ingvari Agn- ■ arssyni, og eru það mest orð úr máli Strandamanna, Strandahreppi, margt af þvi merkilegt. Áður hefur verið minnzt á miklar og góðar upplýsingar frá Þorsteini Magnússyni frá Gilhaga í Skagafirði, Halldóri Péturs- syni (úr Borgarfirði eystra og af Fijótsdalshéraði), en fleiri ber til að nefna. T.d. hefur Jóhannes Ásgeir^son margsinnis sent mér upplýs- ingar um bað hvaða orð tíðk- ast vestur í Dölum af þeim orðum sem hér hefur verið minnzt á í þættinum. Þá gæti ég nefnt marga aðra bréfrit- ara víðs vegar að, svo og ýmsa sem hafa hringt til mín með upplýsingum um málfar manna. AUt slíkt er mikils virði. En hér var ekki ætlun- in að fylla þáttinn með unþ- talningu á nöfnum, og skal því staðar numið með það. Halldór Pétursson hringdi til mín og leiðrétti villu sem komizt hafði inn í eina skýr- ingu í bréfi hans, er minnzt var á í siðasta þætti. Skýring- in við orðið líargaralegur átti að vera þessi: „óþjált, t.d. um band, hart og illa unnið, einnig vin.nuföt, t.d. olíuföt, sem harðna, vaðmálsföt, jafn- vel um slátur sem hnoðazt hafði of hart upp í“. En upphaf skýringarinnar sem hafði flækzt inn, átti við annað orð, kumbur. Það er „haft um linspunnið band, Ijótt og gróft“. Um þetta orð hef ég ekki aðrar lieimildir í svipinn, og væri fróðlegt að frétta af því frá öðrum. Það er ekki í orðabók Sigfúsar Blöndals í þessari merkingu, en hins vegar er það til í hlussein kœrir fyrir SÞ Rifai, forsætisráðherra Jórd- an, skýrði aukafundi þingsins í Amman frá því í gær að á- kveðið hefði verið að kæra fyr- ir Öryggisráði SÞ atlögu or- ustuflugvéla frá Sameiningar- lýðveldi araba gegn flugvél Husseins konungs í fyrradag. Hussein hugðist þá fljúga til Evrópu en sneri við þegar vél hans var skipað að lenda i Damaskus. Blöð í Kairó og Damaskus draga dár að viðbrögðum Husseins og segja að orustu- þotum hefði vart orðið skota- skuld úr að skjóta niður skrúfuknúða vél hans ef þær hefðu reynt það, en sjálfur segist Hussein hafa bjargað lífi sínu með frábærri flug- leikni. 26. þáttur — 8. nóv. 1958 fornu máli í merkingunni „klunni“, einnig samsetning- in „trékumbur“=trédrumbur. Prófessor Alexander Jóhann- esson bendir á skyldleika þessa orðs við orðið kmnl (dys), einnig kumpur um mann (=draslaralegur mað- ur). Sú mynd er til hjá Sig- fúsi í merkingunni „gróft ull- argarn", og er vitanlega sama og kumbur. I norsku eru bæði til ,,kumb“' og ,,kump“ í svipaðri merkingu og í íslenzku, um eitthvað klunnalegt eða gróft. Þá verður þess enn að geta að orðið ,,kumbu'r“ ‘ er til í þjóðsögum Jóns Árnasonar í merkingunni „nykur“ ( ný útg. I. bd„ 131. bls.). Nykur var þjóðsagnadýr í hestlíki (hófarnir sneru þó venjulega aftur) sem reyndi stcðugt að tæla menn á bak sér til þess að geta hlaupið með þá út í stöðuvatn, en þar var venju- lega aðsetur þessara dýra. — Víkjum aftur að grófa band- inu: Þó að Sigfús Blöndal hafi ekki fengið ,,kumbur“ í þeirri merkingu, þá hefur hann orðið .ginnbur, um grófa vinnu, einkum gróft ullar- band, og til er á Suðurlandi lýsingarorðið losagumburs- legur um eitthvað sem er losaralegt í sér, og einmitt notað m.a. um lauslega spunnið band eða of laust prjón. Ég sé nú að þetta orð er ékki í orðabók Sig- fúsar, en mér er það munn- tamt. Eltki er það algengt að linhljóð (eins og í gumbur) skiptist á við harðhljóð (eins og í kumbur) í upphafi orða, en til er það þó, svo sem ber- visinn; pervisinn. Fyrir nokkru var hér í þættinum minnzt á orðið kríkur og talað um að það væri „nánast sama og nári“. Þetta er upphafið á grein, eftir G. Byme, eem birtist í blaðinu „Empire News“ í Lond- on, 2. nóv. s.l. Síðan heldur greinin áfram: „Þeir eiga hugdjarfan sam- herja., þar sem er Peter Moore frá Drogheda, meðlimur í yfir- stjóm jámbrautanna, en hann sagði í gær að hann væri reiðu- búinn „að gera hvað sem væri til þess að styðja málstað fiskimanna“: Þetta er sú merking sem ég er vanastur í orðinu, en nú hef ég f”étt að það hafi hneykslað suma lesendur, sem geta ekki fyrirgefið mér þessa ský ingu, því að t.d. í Vestur-Skaftafellssýslu merk- ir það sama og læri. Þar eru algengár samsetningar eins og flórkrikur = flórlæri, og mér er sagt að alltaf sé tal- að um fuglskríka meðal þeirra manna sem þar leggja sér til mnnns þvílíkar dýra- tegundir. 1 seðlasáfni Orða- bókar Háskólans eru mörg dæmi um orðið í þessari merk- ingu sem mér er tömust, efsti hluti læranna innanverðra, það er „nánast sama og nári“. Þe+ta litla dæmi er aðeins sýnishorn af því hversu mismunandi merking- ar einstakra orða geta verið, og þó verið báðar réttar. — þetta kom fram í sambandi við orðið kríhiijóstur sem Halldór Pétursson kenndi mér, og aðrir lesendur þáttar- ins virðast ekki kannast við. Dr. Halldór Halldórsson prófessor segir mér að lýs- ingarorðið ruddungslegur hafi verið daglegt mál móður hans, en hún var af Fljóts- dalshéraði. Merking hennar i orðinu var „myndarlegur", og það var alltaf hól, t.d. í sam- bandi eins og „anzi ruddungs- legur karl ‘, aldrei nein niðr- andi merking, eins og hjá Halldóri Péturssyni. Þá skal vikið að öðru efni. Orðabók Háskólans sendi í fyrra út spurningalista um orð í sambandi við veðurfar (og rauriar fleiri lista). Svör hafa borizt víðs vegar að af landinu, en svissneskur mað- ur, dr. Oscar Bandle, liefur tekið saman spurningarnar og vinnur fyrst úr svörunum. Sjómaður frá Clogherhead sagði við mig nýl: „Net min voru rifin nýlega af erlendum togurum, og það jafnvel innan núverandi þriggja mílna marka. Það er orðið óþolandi ástand ara manna. Ég mun ekki linna látum fyrr en níu mílna mörk- in hafa verið ákveðin". Stór floti erlendra fiskiskipa er nú í þann veginn að hefja veiðar við suðurströnd írlands. Nú þegar hafa mörg skip haf- Pálmi Hanncsson: Frá ó- byggðiun. Ferðasögur og landlýsingar. — 325 blað- síður. — Bókaúlgáfa Menningars.jóðs 1958. Síðara bindið af útgáfu Menn- ingarsjóðs á ritgerðum Pálma Hannessonar skiptist í tvo meginkafla. Hinn fyrri, sem er miklu meiri, nefnist Frá ó- byggðum; og' er heiti bókarinn- ar þangað sótt. Hinn seinni kallast Úr dagbókum, og fjalla þeir þættir einnig' um óbj'ggð- ir. Jón Eyþórsson veðurfræð- ingur hefur búið þá til prent- unar, en ailar ritgerðir fyrri meginkaflans hafa áður birzt á prenti í dagbókarþáttunum segir frá ferð í Heljargjá og Botnaver, flugferð að Græna- lóni og annarri að Hagavatni, frá Skeiðarárhlaupinu 1945, og loks eru kafiar úr minn- isblöðum um Heklugos. í fyrrihlutanum eru ýtarlegar frásagnir og lýsingar ,af Arn- arvatnsheiði, Kili og Eyvindar- staðaheiði; þá er sagt frá ferð í Vonarskarð, lör.g ferðasaga frá Brúaröræfum, lýsing á Fjallabaksvegi nyrðri, tvær litlar greinar: Leiðin upp í Botnaver og Umgengni ferða- manna — og loks væn ritgerð um Borgarfjarðarhérað, land- fræðilegt yfirlit og jarðfræði- leg sköpunarsaga. Bókin er að meginefni landa- Nú hefur komið í ljós að til- finnanlegur skortur er á svör- um af Suðvesturlandi, t.d. úr verstöðvunum hér í! kringum Faxaflóa. Ef einhver lesandi þáttarins vildi takTa að sér að svara spurningalista um orð í sambandi við veðurfar á þessum slóðum, væri það mjög vel þegið. Spurninga- lista og leiðbeiningar um hvernig svara beri, má fá hjá mér eða Orðabók Háskólans. ið veiðar 25 til 30 milur undan ströndinni, en færa sig smám- saman nær henni. írskir sjómenn eru ákveðnir í að hefja harða baráttu og hafa farið þess á leit við rík- isstjórnina að hún láti þeim í té a.m.k. einn fallbyssubát til að annast stöðuga gæzlu fisk- veiðalandhelginnar. Mér skilst að ekki sé úti- lokað að brezkum fiskibátum verði veittar einhverjar tilslak- anir, i etaðinn fyrir gott starf brezkra björgunarskipa við ír- land. Þá hef ég heyrt að írska ríkisstjórnin hafi nú áhyggjur sjómanna t.il vandlegrar yfir- vegunar og muni gera ráðstaf- anir til að veita þeim vemd“. fræði og jarðfræði. Ritgerðirn- ar eru samdar með það fyrir augum, að lesandinn viti síðan sem Ijósust deili á stöðum og sköpun þeirra land- svæða sem fjailað er um. Pálmi gerði fyrstur manna ýmsar þær vísindalegu athug- anir, sem hér eru greindar; og munu þær haía varanleg't gildi. I annan tíma tekur hann okkur við hönd sér, leiðir okkur um öræfin, kennir okkur nöfn fjallanna, bregður upp mynd- um af hamförum náttúruafl- anna, segir okkur af upptökum fljótanna og vatnsmagni ánna. En Pólmi er ekki aðeins fjölvis landfræðingur og glöggskyggn jarðfræðingur; hann er líka skáid. Og þessvegna reynir hann ævinlega að hafa fossa- fegurð í lýsingum sínum, gæða hljóð í landafræði sinni: skapa Pálmi Hannesson náttúruna lífi — ógn og yndi. Hann er rithöfundur; og fyrir þá sök verður ýtarleg leiðar- lýsing á Fjallabaksvegi lifandi ferðalag, persónuleg reynsla. í ritgerðinni um Brúaröræfi seg- ir hann á einum stað: „Héldum við því hestunum til gangs og nutum ferðarinnar. Nú var nótt lægst, og blátt rökkur grúiði yfir öræfunum eftir heitan dag. En í austri yfir hulu liúmsins lýsti tindur Snæfells líkt og draumamynd, lýsti í annarleg- um Ijóma við silkibláan h’m- in, stráðan fáeinum stjörnum. Hestarnir töltu, og blærinn iék í fangi. Á slíkum stundum óska menn ejnskis framar og fyllast fögnuði yfir því að hafa fæðzt á þessu landi“. Bókin flytur mikla hlutlæga fræðslu; en hún sýnir einnig margsinnis inn í hugskot höfundarins — hvoi't sem hann hrífst af yndi náttúrunnar eða undrast ógn hennar. En í ritmennsku hans er það mest um vert að hann snertir aldrei svo við nokkru efrv, að lesandanum sé það ekki kærara eftir en áður. Pólmi Hannesson fóstrar les- anda sinn við hugarhlýju. í bókinni eru tuttugu myndir úr öræfaferðum höfundarins, svo og nokkrar teikningar til skýringar texta. Hún er einnig að öðru leyti vel úr garði gerð og útgáfunni til sóma. Þetta er að heita Menningar- sjóður og vera það. B. B. Sjómenn á IrSandi kref jasf stærri fiskveiðiSandtieÍgi Þolinmæði írskra sjómaima þrotin vegna ágengni erlendra togara á grunnmiðum „írskir fiskimenn eru nú hinir reiöustu vegna rán- yrkju erlendra aðila á fiskimiðum sínum, og krefjast þeir þess, að ríkisstjórnin fylgi fordæmi íslendinga og stækki fiskveiðllandhelgina í a.m.k. 12 sjómílur — og þeir hafa í hyggju að vísa málinu til þjóðþingsins, ef ríkisstjómin aðhefst ekkert bráðlega."

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.