Nýi tíminn - 13.11.1958, Blaðsíða 4
4) — NÝI TÍMESíN — Fimrntudagur 13. nóvember 1958 —-
v'
Ságurði,iBjiarjiasyai Iileypt,af stokkunum. Hann mun verða atlientur 12. þ.m. o,g eigandi er
Leó Sigurðsson útgerðarmaður á Akureyri. ...
Tólf nýfiskisklp sem verða mikilvœg
viSbót viS skipastól landsmanna
Einn af litlu togurunum skírður. Viðstaddir eru auk fulltrúa
skipasmíðastöðvarinnar íslenzku eftirlitsmeimirnir Kári Krist-
jánsson og Jóhann Þorláksson. Kona Kára braut kampavíns-
ilöskú á stefni skipsins og gaf því hcitið Sigurður Bjarnason.
10. nóv. s.l. afhenti austurþýzka skipasmíðastöðin^
Volkswerft Stralsund hinn fyrsta þeirra tólf togara, sem)
þar er veriö aö smíða handa íslendingum, og mun hann
væntanlegur hingaö til lands um það bil viku síðar. Var
Hjálmar Bárðarson, skipaskoðunarstjóri ríkisins, við-
staddur til þess að veita togaranum viðtöku fyrir hönd
íslenzka ríkisins.
Breiðfírðingafélagið senn tuttugu ára
Tímarit íélagsins, Breiðfirðingur, heíur nú komiS
út óslitið í seytján ár
Næsti togari var svo af-
hentur tveimur dögum síðar, og
síðan verða þeir afhentir einn af
öðrum, og munu allir verða
komnir hingað til lands um mitt
næsta ár. Verður þar um mjög
mikiivæga aukningu á fiski-
skipas'tól okkar að ræða.
250 rúmlestir
Þessir togarar eru talsvert
mjnni en nýsköpunartogararnir
og fyrst o« fremst ætlaðir smærri
útgerðarstöðum, þar sem ekki er
aðstaða til að gera út stóra tog-
ara. Stærð þeirra er rúmlega
250 rúmlestir; þeir eru 38,65
metrar á lengd, 7,30 metrar á
breidd og 3,60 metrar á hæð.
Mikið véiaafl verður í skipun-
um, og er aðalvélin 800 hestöfl.
Vélbúnaður fyrir togveiðarnar er
af fullkomnustu gerð og má því
reikna með að þessi skip verði
mjög hagkvæm fyrir veiðar í ís
fyrir frystihúsin. Einnig ættu
þessi skip að verða mjög hentug
til síldveiða.
12 skip
Fiskiskip þessi eru 12 talsins,
og munu eins og áður er sagt
einkum verða gerðir út á ýmsum
smærri útgerðarstöðum úti um
land. Eitt skip fer á hvern eftir-
talinna staða:
Bíldudal,
Þingeyri,
Bolungavík,
Hólinavík,
Siglufjörð,
Dalvík,
Hrísey og Akureyri,
Neskaupstað,
Eskifjörð,
Reyðarfjörð.
Loks fara tvö skipanna til
bæjanna á Norðuausturlandi, þ.
e. Raufarhafnar, Þórshafnar og
Vopnafjarðar.
íslenzkir eftirlitsmenn
Skipin eru byggð samkvæmt
teikningu Hjálmars Bárðarsonar
skipaskoðunarstjóra og hefur
hann jafnframt ákveðið staðsetn-
ingu tækja og allt fyrirkomulag.
Tveir íslendingar hafa dvalizt í
Stralsund til eftirlits, þeir Kári
Kristjánsson og Jóhann Þorláks-
son.
Breiðfirðirigafélagið heldur 20 ára afmælishátíð sína
22. þ.m. í hinu nýja félagsheimili, „Herðubreið“. Breið-
firöingafélagið'er eitt fjölmennasta og elzta átthagafélag
landsins, en nokkrir ágætir
17. nóv. 1938.
Sr. Áreiíus Níelsson formað-
ur félagsins setur afmælishátíð-
ina, Sigurður Hólmsteinn Jóns-
son forstjóri flytur ræðu um
sögu félagsins, minni Breiða-
fjarðar flytur Friðjón Þórðarson
alþingismaður og mnni kvenna
Stefán Jónsson námsstjóri. Félag-
ar verða heiðraðir o.fl. Calypso-
söngparið Nína og Friðrik
Yfirlitsmynd sem sýnir liluta
af sldpasmíðastöðinni Volks-
werft Stralsund. Þetta er í
rauninni skipabyggingar-
verksmiðja, þ.e.a.s. hún er
rniðuð við fjöldaframleiðslu
en ekki sérbyggingu og tek-
ur ekki að sér að smíða
færri en fimm skip af söinu
gerð. Starfsmenn munu nú
vera 5—6000 talsins.
Breiðfiröingar stofnuðu það
skemmta, fjöldasöngur verður
milli atriða og að lokum dans-
að.
Breiðfirðingafélagið hefur starf-
að að ýmis konar menningarmál-
um og leitazt við að treysta
tengslin milli þeirra sem heima
eru og heiman eru fluttjr. Þetta
hefur verið gert með fundum
og skemmtisamkomum hér í
borginni, og ferðalögum ,il
heimastöðvanna við Breiðafjörð.
Hafa þá gjarnan verið gefnar
gjafir til átaks og eflingar menn-
ingarmálum heima, skemmtisam-
komur og söngskemmtanir haidn-
ar. Tveir vinsælir sönghópar
hafa starfað á vegum Breiðfirð-
ingafélagsins undir stjórn hins
snjalla söngstjóra Gunnars Sig-
urgeirssonar: Breiðfirðingakór-
inn og Leikbræður.
Félagið hefur einnig gefið út
tímaritið Breiðfirðing, sem flyt-
ur margs konar fróðleik og minn-
ingargreinar um merka Breið-
firðinga.
Einnig starfrækir félagið og
stofnað Minningarsjóð Breið-
firðinga og hefur einnig stofn-
að við nýju Móðurkirkju Matth-
íasar Jochumssonar á Reykhól-
um, Minningarsjóð breiðfirzkra
mæðra.
Eitt af aðaláhugamálum félags-
ins nú er Byggðasaga Breiða-
fjarðar, en ekki er enn fullráðið,
hvernig því starfi verður hag-
að, ennfremur er mikill áhugi
fyrir byggðasafni við Breiðafjörð
og kvikmjmdatöku þar vestra.
Árlega hefur félagið skemmti-
samkomur fyrir aldraða Breið-
firðinga og jólatréssamkomur
fyrir börn.
Félagið er nú aðaleigandi
Breiðfirðingabúðar i Reykjavík
og hefur það verið mikið fjár-
hagslegt átak, sem tryggir var-
anlegt húsnæði, en húsnæðismál-
in eru eitt helzta vandamál átt-
hagafélaganna í Reykjavík.
Má því segja að hagur og
störf þessa félags sé með all-
miklum blóma við tvíugsaldur-
inn.
Eru Breiðfirðingar og venzla-
fólk þeirra hvattir til að 'áta
sem fyrst vita um þátttöku sína
í væntanlegum hátíðahöldum 22.
nóv. n.k., en það er mkils virði til
að auðvelda störf undirbúnings-
nefndarinnar.
Sömuleiðis er ungt fólk að
vestan hvatt til að ganga í fér
lagið, en ungt fólk sækir nú
spilakvöld og skemmtifundi fé-
lagsins í Breiðfirðingabúð betuí
Framhald á 9 . síáu.