Nýi tíminn


Nýi tíminn - 13.11.1958, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 13.11.1958, Blaðsíða 10
2) — ÓSKASTUNDiN ELTISKINNS- SKÓRINN SKRÍTLUR Kennari; (er að skýra fyrir börnutn gildi brota): „Hvort vildir þú, drengur minn, láta gefa þér 3/4 eða 2/3 hluta af köku“? Drsngurinn: (eftir langa umhugsun) „Eg vildi heldur fá 2/3 (tekur eftir þvi, að hann hefur valið minni hlutann og flýtir sér að bæta við): Ja, það er að segja — ég meinti — ég átti við það, að mér þykir kökur svo vondar, að ég get varla bragðað þser, og þess vegna vil ég fá sem minnst af þeim. Lögregluþjónn: (kemur hlaupandi á eftir manni) „Heyrið þér! þér megið ekki fara með hund þarna inn“. Maðurinn: „Nú, ég á ekkert í þessum hundi“. Lögregluþjónninn: Hann fylgir yður þó eftir.“ Maðurinn; „Já, það gerið þér nú Hka, og ekki veit ég til, að ég eigi nokkuð í yður“. Sigga litla: „Heldurðu ekki, mamma, að maður- inn, sem málaði landa- bréfið. hafi verið iitblind- ur, fyrst hann málaði Grænland gult?“ Loddari: „Nú skal ég, ykkur til ánægju. breyta til og herma eftir alls konar dýrum. Gerið svo vel að nefna einhver dýr og skal ég þá sam- stundis stæla rödd þess“ Einn áheyrandinn: „Reykt síld!“ Framhald af 4. síðu. nú að gera, var hann ekki farinn að naga skó- inn? nýja fallega skóinn hennar Siggu litlu. Hún hljóðaði upp yfir sig og herti enn meira á hlaupunum. Þegar Lappi sá Siggu koma aftur stóð hann upp og var tilbú- inn að halda áfram leikn- um, hann beið með skó- inn uppi í sér og var við því búinn að hlaupa af stað aftur. Þá sýndi Sigga honum beinið og kallaði til hans: „Lapp:, Lappi minn! Sjáðu hvað ég ætla að gefa þér.“ Nú le-it hann á Siggu og dinglaði rófunni. Ekki vildi hann samt sleppa skónum, enda vissi hann ekki hvað hún var með. Hún veifaði nú beininu framan í hann en það dugði ekkert, hann hugs- aði ekki um annað en \ skóinn sem hann var að leika sér að. Datt henni þá í hug Kæra Óskastund! Ég ætla að senda þér tvær myndir með bréf- inu.. Mér þykir mjög gaman að lesa þig, og að reyna að fleygja bein- inu til hans og vita hvort hann sleppti þá ekki skónum. Fyrst stóð hann og horfði á beinið, þef- aði í áttina til þess og sleppti því næst skón- um og tók beinið og fór að naga það. Sigga litla náði nú í skóinn sinn aftur, en þá hafði Lappi étið úr honum annan hef gaman af skrítlunuin og sögunum. Ég var rétt núna ið enda við að lesa söguna Fyrsta langferðin. Svo hef ég ekki meira að segja þér. Vertu blessuð og sæl. Jón ívarsson, 10 ára, Vorsabjarhól, Gaul- verjabæjarhreppi. Árnessýslu. POSTHÓLFIÐ HREKKJA- ÁLFARNIR * Framhald af 1. síðu. orðin eins og á flutninga- degi 14. maí. Klukkan heldur áfram að tifa uppi á vegg, eins og ekkert hafði í skorizt. Allt er að verða um sein- an. Mamma er föl og ó- styrk. Pabbi er eldrauð- ur af vonzku. -----En viti menn!! Liggur þá ekki hnapp- urinn á spegilhillunni, þar sem allir hefðu átt að geta séð hann! Þarna sést, það að pabbi hafði á réttu að standa. Hann gat svarið það, ið hann lagði hnappinn á hilluna. Allir verða sárfegnir, þegar hnappurinn er fundinn og eru ekkert að brjóta heilann um, hvað þetta var undarlegt. En rétt þegar hjóriin eru að svífa af stað prúð- búin, kallar mamma. „Hvar er nú handtask- an mín? Eg get svarið, að ég lagði hana hérna á stólinn. Það get ég dáið upp á“. „Hræddur er ég um, að þig misminni“, segir pabbi. Og þó að tíminn sé naumur, þræta þau um það góða stund, hvort þeirra gleymi oftar að láta' hlutina á sinn stað. Mamma er orðin skjálf- rödduð. — — Allt í einu sjá þau bæði það sama: Handtaskan liggur á stólnum! Hjónin verða fjarska fegin. Mamma þi-ífur töskuna og þau hlaupa bæði út í bílinn. Börnin hætta að skríða um gólfið, standa á fæt- ur, bursta rykið af hnján- um og draga andann létt. Allir eru svo þreyttir og lamaðir efir leitina og fátið, að þeir nenna ekki að ræða málið frekar. Það er svo sem ekki eins dæmi, að hlutir hverfi. Einn góðan veð- urdag fann eldhússtúlk- an hvergi piparglasið. Seinna fannst það í skó- svertukassanum. Einu sinni lét hún tíu sykur- mola í kaffibollann sinn, og kaffið varð ódrekk- andi. Stundum skipta ausan og rjómaþeytarinn um stað og sumir hlutir ganga alveg úr vistinni sjást ekki eftir það. Hvernig stendur i þessu? Það var eldhús- stúlkan, hún Guðrún, sem komst að því; Hún stóð frammi fyrir speglinum í forstofunni og ætlaði að næla nð sér kjólinn með tveimur öryggisnælum. Nælurn- ar lagði hún snöggvast á stól rétt hjá. Sér hún þá ekki í ÓSKASTUNDIN — JS speglinum, hvar svolítill álfur í grænum fötum stekkur upp á stólinn, svo glettirm á svipinn, og tekur báðar nælurn- ar! Þá snýr Guðrún sér snöggt við, og hún er bráð í skapi: „Ert það þú, ófétið þitf, sem rífur og slítur allt hérna í húsinu, felur flibbahnappa, handtöskur og lætur piparglasið i skókassann? Og það fékk ég skammir fyrir. Varst það þú, sein lézt tíu mola í bollann minn um öaginn?“ Álfurinn gretti sig framan í Guðrúnu og skauzt bak við skáp. Hún ætlaði að grípa hann og elti hann um alla íbúð- ina. En þegar hún náði honum ekki, settist hún niður og fór að gráta. „Vertu ekki að gráta, stóra kona. Eg var bara að gera að gamni mínu“ Og hrekkjaálfurinh sagði henni, að þeir væru margir bræðurnir, þeir voru á hverju heimili, og alstaðar væri jafn gaman að vera. - Hann sagði, að það væri svo lifandi, skelf- ing. gaman, að sjá fólk hringsnúast og leita og kenna hvert öðrúf um, þegar eitthvað tjýndist. „En þegar einhver fer að gráta, höfum við ekkj lengur gaman af leikn- um“, sagði álfurinn, því að hann var í rauninni bezta skinn, eins og allir glaðlyndir menn. (O. G. endursagði)'. „Kristallsnóttin” í Þýzka- landi fyrir fytfygy árum 20 ár era liðin frá hryllilegustu ofsóhnar- aðgerðum nazista gegu gyðingum í Þýzkalaudi 10) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 13. nóvember 1958 Atburðir sem skeöu í Þýzkalandi nóttina milli 9. og 10. nóvember 1938 mörkuðu tímamót í gyðingaofsókn- um nazista og táknu'öu byrjunina á tryllingslegri of- sóknarherferö gegn gyöingum í ríki Hitlers. Kosningafyrirætlun de Gatille í Alsír farin út um þúfur Framboðin í þingkosningunum í Alsír sýna að de Gaulle hefur algeriega mistekizt þaö sem hann ætlaöist þar fyrir. De Gaulle hafði mælt svo fyrir að franski herinn í Al- sír skyldi hvorki skipta sér af framboðum né kosningabaráttu og Serkir sem vilja sjálfstæði Alsír skyldu fá að bjóða fram og kynna kjósendum mál- stað sinn. Fyrir de Gaulle vakti að telja umheiminum trú um að kosningarnar væru frjálsar og að fá kjörna á þing- ið í París Serki sem gætu orðið samningsaðili fyrir hönd verulegs hluta landa sinna. Þegar framboðsfrestur rann út kom í Ijós að serkneskir þjóðernissinnar liafa virt kosn- ingarnar að vettugi, enginn þeirra hefur boðið sig fram. Sama er að segja um hina frjálslyndari meðal frönsku landnemanna. Frambjóðendurn-. ir eru ýmist á snærum nýfas- istanna í velferðarnefndunum, sem vilja algera innlimun Al- sír í Frakklánd, eða vilja ein- nngis takmarkaða sérstöðu þess. Serkirnir meðal frambjóð. endanna eru áhrifalaus hand- bendi franskra landnema og herstjórnarinnar. Þessi framboð sýna að eng- um í Alsír kemur til hugar að um frjálsar kosningar verði að ræða, enda stjórnar þeim 500.000 manna franskt her- námslið. Einnig er sýnt að de Gaulle getur ekki notað kosn- ingarnar til að komast að samningum við sjálfstæðis- hreyfingu Alsírbúa eftir króka- leiðum án þess að þurfa að ganga til beinna samninga við útlagastjórnina og þjóðfrelsis- herinn, sem er búinn að bjóða Frökkum byrginn í fjögur ár. Gyðingaofsóknjr nazjsta höfðu staðið lengi og voru í algleym- ingi, þegar Hitlerstjórnin þóttist loks fá átyJ.u f.l að hefja skefjalausa útrýmingarherferð gegn gyðingum í Þýzkalandi. Ö r væn.tin ga rb ra g ð glataða sonarins Það var að morgni hins 7. nóvember 1938 að 17 ára gam- all gyðingur, Grúnspan að nafni, gekk til þýzka s&ndiráðsins í París með hiaðna skammbyssu í vasanum. Þessi unglingur var fullur örvæntingar og reiði vegna þess að hann hafði frétt að fore'drar sínir, sem bjuggu í Þýzkalandi, hefðu verið rænd eignum sínum af nazistum og rekin úr landi til Póllands vegna kynþáttar þeirra. Þessi einmanalegi, glataði son- ur, var fullur af þeirri örvænt- ingarfullu hugmynd, að ætla að koma fram „hefnd“ fyrir hina ofsóttu foreldra sína. Hann ætl- aði að skjóta þýzka sendiherr- ann, von Weiczeck greifa, en vegna ókujnnuglaika var það sendiráðsritarinn, sem hann skaut. Árásarfögr.uður nazistia Málgagn Hitlers „Völkischer Beobachter" tilkynnti daginn eftir, að morðið myndi þýða byrjun nýrrar stefnu Þjóðverja í gyðingamálum. Samdægurs og daginn eftir voru haldnir marg- ir æsingafundir gegn gyðingum víða í Þýzkalandi. 9. nóvember har haldin stór æsingasamkunda í Múnchen, þar sem allir helztu nazistaforkólf- arnir voru saman komnir, og héldu einnig hátíðlegt afmæli „Bjórhanaruppreisnarinnar“ frá 1923 Með tilstyrk Hitlers gaf Göbb- els áróðursráðherra nazista ár- ásarmerkið og lýsti yfir því að nú yrði að hegna gyðingum. Og árásin var hafin undir slagorð- unum: „Það er viiji foringjans >' • að gyðingum sé hegnt“. Til eru mörg skjöl og samtals- upptökur með árásarfyrirmælum á „Kristallsnóttina" Símskeyti frá stormsveitunum í Múnchen til aðalstöðva stormsveitanna í Bremen 9. nóv. hljóðar svo: „Eyðileggið þegar í stað allar verzlanir gyðinga, leggið eldi í allar gyðingakirkjur, lögreglan má ekki skipta sér af þessu“ í símtali frá stöðvúm storrn- sveitanna í Wesermúnde til yfir- stormsveitarforingjans og borg- arstjórans í Lesum sama dag, eru þessi fyrirmæli: „Árásar- merki til stormsveitanna um ailt Þýzkaiand..... í kvöld má eng- inn gyðingur lengur standa uppi í Þýzkalandi....“ í hraðskeyti yfirmanns „ör- yggisþjónustu“ ríkisins, Heyder- ichs, til allra stjórnenda Gest- apo-leynilögreglunnar og storm- sveitanna segir m. a.: „Takið eins marga gyðinga fasta og fangeisin frekast rúma, einkum auðuga gyðinga...." Nazistar við uppáhaldsiðju sína Nazistar fengu ríkulega upp- skeru eyðileggingar, rána, fang- elsana og morða eftir „Kristalls- nóttina11 10. nóvember 1938. 101 gyðingakirkja hafði verið brennd til grurma, 76 gyðinga- kirkjur voru eyðilagðar, 7500 verzlanir í eigu gyðinga höfðu verið rændar og eyddar, 36 gyðingar voru myrtir og enn fleiri særðir hættulega og 20000 gyðingum var varpað í fangelsi. „Gyðingamælirinn er fullur,“ stóð í málgagni Hitlers 11. nóv. 1938. Skuggalegasta tímabilið í sögu Þýzkalands var í algleym- ingi. Skotið daglega Herstjórn Sjang Kaiséks sagði í gær, að hermönnum hennar á Kvemoj hefði verið tilkjmnt með hátölurum frá meginlandinu, að hér eftir yrði skotið á eyjuna alla daga.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.