Nýi tíminn


Nýi tíminn - 13.11.1958, Síða 12

Nýi tíminn - 13.11.1958, Síða 12
Við opnun sýningar á myndlist frá Ráðstjórnarríkjunum: „Erlend list heíiir ævisiiegŒ verið velkomin til íslands" „Myndlistin er flestum listgreinuum betur fallin að brúa bil fjarlægða og gera sjón sögu ríkari um mannkynið og veröldina" í gær kl. 4 var myndlistarsýningin frá Ráðstjórnar- xíkjunum opnuð' meö viöhöfn. Meöal viöstaddra voru for- setahjónin, menntamálaráðherra, ambassador Ráöstjórn- arríkjanna og sendimenn erlendra ríkja. Sýningin verður opin daglega frá kl. 13 — 22 á virkum dögum og sunnudaga kl. 10—22. Sýningin stendur yfir til 19. nóvember. Finœitudagur 13. nóvember 1958 — 17. árg. 38. tölublað. j------------------------------------------------ í er tala fegurst ísleozka tungu í útvarp HeíðursvczðlannasiéSar Daða Hjöxvais, stofitaðHi af lósu og Helga Hjörvax Helgi og Rósa Hjörvar hafa stofnaö Heiðursverðlauna- sjóð Daða Hjörvars til aö veita þeim mönnum heiöurs- grip til minja, sem fegurst tala íslenzka tungu 1 útvarp. Fyrstur tók til máls Helgi Sæmundsson, íormaður Mennta- málaráðs: Alexandroff, ambassador Ráðstjómarrílsjanna „Myndlist á auðvelt með að ferðast milli ríkja og þjóða, ef iandamæri eru opin og vilji fyrir hendi að senda hana úr landi eða bjóða henni heim. Hún mælir á alþjóðatungu línu og lita, svo að framandi þjóðerni og ólíkt stjórnarfar verður aukaatriði. Þess vegna er hún flestum iist- greinum betur til þess fallin að brúa bil fjarlægða og gera sjón sögu ríkari um mannkynið og veröldina. íslendingar hafa átt þess kost að kynnast hér heima myndlist nágrannaþjóðanna á Norðurlörid- um undanfarin ár. Samsýning- arnar þaðan hafa þótt hér mikil og góð tíðindi. Og þessj menn- ingarsamskipti þurfa að aukast. Þau eru eins og bróðurlegt hand- tak á tímum skoðanamunar og deilna, en Ijúka jafnframt upp þeim ævintýraheimi, sem jörðin reynist, ef leitað er fegurðarinn- ar og hún túikuð af ást og virð- ingu á átthögum hennai-, Hér gefst íslendingum kost á að sjá rússneska myndlist. Hún er okk- ur eins og langferðarnaður, sem ber að garði með óvæntum hætti. En einmitt þess vegna er gesta- koman forvitnileg heimafólkinu. Síðar mun stofnað til íslenzkrar myndlistarsýningar austur i Rúss- landi. Þannig hefur verið brúað breitt og djúpt bil milli smáríkis hér í norðrinu og stórveldsing í austuri. Og sá samgangur mun aðeins til góðs, Hann er sönnun þess, að einangrunin er úr sög- unni og vonandi í eitt skipti íyrir öll. íslendingum þykir vænt um myndlist sina, cru stoltir af henni og telja hana merkilega sönnun um menningu okkar. Og þess vegna leikur okkur hugur á að kynnast myndlist annarra þjóða — til samanburðar og e. t. v. eftirbreytni. Nútíminn geiir manni af íslandi eins auðvelt að afla sér þekkingar í Moskvu eða Nevv York og í Kaupmannahöfn eða París. Fjarlægðirnar skipta ekki máli lengur heldur viljinn að kanna nýtt og færa sér það í nyt. En til þess þarf einnig frelsi, opin landamæri og menn- ingarlega samstarfshæfni þjóð- anna. Eg býð ykkur velkomin hingað í dag og fagna því, að kynni skuli hafa tekizt með rússneskri og íslenzkri myndlist.“ Næstur tók til máls Alexandr- off, ambassador Sovétríkjanna: „Herra forseti, herrar mínir og frúr. Mér er það sönn ánægja að mega bjóða yður velkomin til þessarar opnunar á sovézkri myndasýningu. Sýningin er ár- angur samkomulags, sem tekizt hefur milli menntamálaráðuneyta Gylfi Þ. Gíslason Ráðstjórnarríkjanna og íslands. Á sýningu þessari gefur að íita nokkurn hluta þess, er sovézkir listamenn hafa látið frá sér fara síðustu 2—-3 árin á sviði mynd- skurðar, steinprentunar og málm- ristu. Hún mun veita yður nokkra hugmynd um eðli og sér- kenni þessarar tegundar sovézkr- ar listar. Vér sjáum í verkum þessum ávöxt hinnar sósíalísku raun- sæisstefnu, sem leitast við að túlka andlega auðlegð og fjöl- breytni lífsins í landi ráðstjórn- arþjóðanna. Hér er lýst lífi mis- munandi þjóða, er landið byggja, bæðí í starfi og hvíld, svo og náttúru landsins. Þjóð vor metur verk lista- manna sinna mjög mikils. en verk þeirra eru einnig að nokkru kunn erlendis. Eg vildi megá látá í Ijós þá von, að þessi myndasýning sov- ézkrá listamanna ásamt mynd- listarsýningu þeirri, sem íslenzk- um listamönnum hefur verið boðið að efna til í Ráðstjórnar- ríkjunum vorið 1959, megi verða til þess að efla vinsamleg skipti og gagnkvæman skihijng milli Ráðstjórnarríkjanna og íslands og styrkja enn frekar menning- arsambönd þjóða vorra.“ Að lokum tók til máls Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra: „Erlend list hefur ávallt ver- ið velkomin til íslands. Á gullöld íslendinga fyrir þúsund, árum léku straumar evrópskra mennta um landið og glöddu þá menn- ingu, sem hér blómgaðist. Á hin- um myrku öldum í sögu þjóðar- innar slitnaði aldrei þráðurinn, sem tengdi íslenzka list og ís- lenzk fræði andilegu lífi fjarlægs umheims, þótt á honum tognaði. fslenzkt sjálfstæði varð síðan menningu þjóðarinnar nýr afl- gjafi, og tækni nútímans flutti landið og umheiminn nær hvort öðru. Menningarlíf íslendinga er nú í nánari tengslum við lieims- menninguna en nokkru sinni fyrr, og er það gleðilegt, því að heimskt er heimaalið barn. íslendingum er það alkunn nauðsyn, að eiga mikil viðskipti við aðrar Þjóðir. Ráðstjórnar- ríkin eru eitt þeirra landa, sem við eigum mest og bezt viðskipti við. íslenzku þjóðinni er það á- reiðanlega ánægjuefni að eiga þess kost að kynnast því, sem er glæstast og fpgurst í menn- ingu þeirra þjóða, sem þeir eiga verzlun við, og eþns hitt, að geta kynnt þeim þá þætti eigin menningar, sem þeir meta mikils Af þessum sökum hafa mennta- málaráðuneytið íslenzka og Menntamálaráð tekið með þökk- um því boði menntamálaráðu- neytis Ráðstjórnarríkjanna, að löndin skiptust á listsýningum. Er nú liingað komin sýning á sovézkri myndlist. Á vori kom- anda mun síðan verða efnt tii sýningar á íslenzkri myndlist í Ráðstjórnarríkjunum. Heimur myndlistarinnar er margbreytilegur. Að baki hverr- ar myndar er náttúran, mánn- lífið, fegurðin, hin eilífa leit. Stofndagur sjóðsins var hinn 5. nóvember, en þá voru liðin 30 ár frá fæðingu sonar þeirra, Daða Hjörvars. Heiðursgripurinn er í þrennu lagi: peningur úr gulli, ineð á- letruninni: — Fyrir frábæran Menn deila um stefnur í mynd- list. En þarf að deila um það, að bæði náttúran og hin óhlut- kennda fegurð eru góðri mynd- list jafnnauðsynleg og ljósið blóminu? Hlutverk mjmdlistar er ekki að vera spegili, heldur að sýna mönnum landið, hafið him- ininn, mennina í nýju ljósi, — að láta menn skynja gleðina, sorgina, ástina á nýjan hátt. Sköpun listaverks er ekki lokið, þegar listamaðurinn leggur á það síðustu hönd, því lýkur ekki, fyrr en augu skoðandans opnast fyrir boðskap þess. List er ekki aðeins fólgin í því að skapa, heldur einnig í því að njóta. Eg vona, að þessi sýning á- gætra og fjölbreyttra listaverka verði íslenzkum listunnenduin til ánægju og hvatningar. Eg býð velkomin hingað til lands full- trúa menntamálaráðunejdis Ráð- stjórnarríkjanna, þau frú Natalia Sokolova listfræðing og hr. Crést Verejskíj listmálara, og allar myndirnar, sem þau hafa flutt hingað með sér, og færi menntamálaráðuneyti Ráðstjórn- arríkjanna og sendiráöi þeirra hér þakkir fyrir að hafa átt frumkvæði að þessari sýningu, sem mun án efa efla bæði þekk- ingu og skilning íslendinga á myndlíst Ráðstjórnarríkjanna. Að svo mæltu lýsi ég sýning- una opna.“ flutniug íslcnzkrar tungn í út- varp — til heiðurs og mlnja. Peningur úr silfri, myndsleg- inn með höfuðmynd af ungum manni við hljóðnema, og áletr- uninni: Tii heiðurs og minja fyrir fagran flutning úslenzkrar tungu í útvarp. Bronzipeningur, sleginn í sama móti og silfurpeningurinn. Skal ekki veita hann nema ung- um mönnum, 25 ára og yngri. Heiðursviðurkenning þessi skal veitt, fyrir fegurstan flutning málsins eingöngu. — Heiðursverðlaun má veita fyr- ir flutning máls í þessum grein- um: þularst"rf, atburðalýsingar (af munni fram), fréttaþætti, eriniaflutning, sagnalestur, ljóðalestur og útvaiixsleik. Dómnefnd skal þannig skip- uð: Útvarpsráð eða menningar- stjórn dagskrár útvarpsins, vel- ur formann dómnefndar. Heim- spekideild Háskóla íslands til- nefnir einn, fastir leikarar Þjóðleikhússins einn, íslenzkir rithöfundar (í almennum fé- lagssamtökum þeirra) einn, stofnendur sjóðsins, og síðan niðjar þeirra einn mann í nefndina. Verðlaunaveitingum skal haga þannig: Gullpening Fimmta hvert ár, þau ár sem ártal endar á 3 eða 8. Silfurpening einn árlega, hver fjögur ár samfleytt. Heimilt er þó að veita tvo samtímis. Bronzipen- ing, einn eða tvo, samtímis silfurpeningi. Framkværr.riastjórn sjóðsins ! hafa á hendi aðalskrifstofu- j stjóri útvarpsins og maður j sem stofnendur sjóðsins, og síðan niðjar þeirra, tilnefna. Forseti íslands var meðal þe'nra sem vo.m viðstaddir opmtn myndHstarsýningarinnar ! frá Ráðstjórnarríkjunum og sést Ixann liér skoða sýninguna ásamt Alexandroff amb- \ assador, listmála^anum O. Véreski og P. Kugujenko, starfsmanni í sovétsendiráðinu.

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.