Nýi tíminn - 12.03.1959, Page 1
Greioio
Nýja fimann
TIMINN
Fimmtudagur 12. maxz 1959 — 18. árgangur — 9. tölublað.
ÚíbreiBiS
Nýja timann
Hvers vegna neita stjórnarflokkarnir að
standa að yfirlýsingu um 12 mílna landhelgi?
MorgunblaSiS játar aS uianrikismálanefnd hafi rœft slika yfir-
lýsingu, en AlþýSublaSiS segir þaS ,,hreina lygi"!
. Stjómarblöðin, Morgunblaðið og Alþýðublaðið, eru mjög miður sín vegna þess að
Þjóðviljinn hefur skýrt opinberlega frá afstöðu stjórnarflokkanna í landhelgismálinu og
reyna að bera af sér staðreyndir. Hvorugt blaðið reynir þó að skýra út hvers vegna full-
trúar Alþýðuflokksins og Sjálfstœðisflokksins hafa neitað að standa að flutningi tillögu,
þar sem Alþingi lýsti yfir einhuga stuðningi við aðgerðir íslendinga í landhelgismálinu
og þeim óhagganlega ásetningi að hvika í engu frá 12 mílna landhelginni. — Og nú spyr
öll þjóðin: Hvers vegna vilja ráðamenn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins ekki
standa að slíkri yfirlýsingu á Alþingi?
Það er athyglisvert — og
í samræmi við annað — að
Alþýðublaðið grípur til al-
gerra ósanninda í skrifum sín-
um. Þar segir orðrétt nýlega:
„Lúðvík fer með lygar. Síð-
astliðinn sunnudag sagði Lúð-
vík Jósepsson á fundi í Reykja-
vík, að Alþýðubandalagið hafi
lagt til að allir flokkar á þingi
sameinist um skýlausa yfir-
lýsingu um landhelgismálið, en
stjómarflokkamir hafi neitað
að lýsa afdráttarlausum stuðn-
ingi við 12 mílna landhelgina.
Alþýðublaðið getur upplýst, að
Lúðvlk fer þarna með hreinar
lygar. Alþýðubandalagið hefur
ekki lagt fyrir Alþýðufíokkinn
neinar 'slíkar tillögur eða til-
mæli.“
Alþýðublaðið kannast sem
sagt ekki við neitt; það hef-
ur ekki heyrt um málið getið
fyrr! En Morgunblaðið er
sannorðara; það játar:
„Sannleikurinn er sá, að
Framsóknarflokkurinn en ekki
Alþýðubandalagið hefur innan
utanríkismálanefndar lagt til,
að allir flokkar þingsins sam-
einuðust um jdirlýsingu í land-
helgismálinu. Málið er þar enn
á. umræðu- og athugunarstigi."
Morgunblaðið viðurkennir sein
sé að innan utanríkismála-
nefndar sé „á umræðu- og át-
hugunarstigi" það mál sem Al-
þýðublaðið telur vera „hrein-
ar Iygar“! Hefur málið verið
rætt í utanríkismálanefnd um
nokkurt skeið og því fylgt eft-
ir af fulltrúum Alþýðubanda-
lagsins og Framsóknarflokks ■
ins. Er Nýja tímanum ánægja
að skýra frá því að Fram-
sóknarflokkurinn hefur lagt
málinu hið bezta lið og form-
leg tillaga verið flutt um það
af G'ísla Guðmundssyni í utan-
ríkismálanefnd, enda hefur
Tíminn margsinnis hvatt til
þess að Alþingi samþykkti
slíka yfirlýsingu.
Kjarni málsins
1 öllum skrifum stjórnarblað-
anna er alls ekki vikið einu
orði að sjálfum kjama máls-
ins:
Hvers vegna liafa fuíl-
trúar Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins enn sem
komið er neitað að standa
að flutningi tillögu, þar
sem Alþingi lýsi afdráttar-
laust yfir því að Islendingar
séu ekki til viðtals mn nokk-
ur frávik frá 12 niilna
landhelginni ? Eru stjórnar-
flokkarnir reiðubúnir til að
standa að flutningi slíkrar
tillögu nú, eftir að þjóðin
öll er búin að fá vitneskju
um málið? Eða ef ekki, —
hver getur ástæðan verið
önnur en sii að ráðamenn
Alþýðuflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins vilji ekki
loka þeirri leið að vera til
viðtals um frávik frá 12
míln(a landhelginni?
Afstaða þessara tveggja
flokka er þeim mun atliyglis-
verðari sem þeir þurfa mjög
á því að halda að gera hreint
fyrir sínum dyrum 'í land-
helgismálinu. Unöanfarna mán-
uði hafa brezk blöð mjög haldið
því fram að unnt sé að fá
ráðamenn Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins til undan-
lialds í landhelgismálinu og
standi jafnvel yfir samninga-
makk um þfað; eru nokkur
þeirra ummæla rakin á öðrum
stað í blaðinu. Séu ummælin
röng er það verkefni ráða-
rnanna Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins að svara
fyrir sig.
Samningsviðræður um
sjálía landhelgislínuna
En einnig gagnvart Isiend-
ingum sjálfum þurfa þessir
menn á því að halda að skýra
afstöðu sína. Það gleymist ekki
að minnstu munaði að vinstri-
stjórnin færi frá í sambandi
við landhelgismálið vegna and-
stöðu Guðmundar I Guðmunds-
sonar við 12 mílna landhelgi.
Þess verður jafnan getið að
Guðmundur í. Guðmundsson
flutti formlega tillö.gu um það
í landhelgisnefndinni að stækk-
un landhelginnar yrði frestjað
daginn áður en reglugerðin
var gefin út, Menn muna einn-
ig að leiðtogar Sjálfstæðis-
flokksins studdu liann í þess-
ari afstöðu og höfðu aðeins
neikvæða gagnrýni til málanna
að leggja. Menn gleyma þvi
ekki að Sjálfstæðisfiokkurinn
lagði til að teknir yrðu upp
samningar um stærð landhelg-
innar við aðalandstæðinga okk-
ar í Atlanzhafsbandalaginu fá-
einum dögum áður en stækkun
landhelginnar kom til fram-
kvæmda og að sú undanhalds-
tillaga var ítrekuð í nóvem-
ber. Þá gerði Morgunblaðið
þessa grein fyrir stefnu Sjálf-
stæðisflokksins í forustugrein
16. nóvember 1958:
„Eins og fram hefur komið
í fréttum gerði Ölafur Thors
það að tillögu sinni, að Is-
lendingar færu þess á leit að
kallaður yrði saman fundur
æðstu manna Atlanzhafsbanda-
lagsins til þess að fjalla um
þetta mikla mál. I því sam-
bandi lagði ólafur Thors á-
herzlu á, að hér væri ekld ein-
göngn um )að ræða Iandhelgis-
mörkin sjálf, heldur þann voða,
sem íslenzkum sjómönnum væri
búinn í sambandi við gæzlu
landhelginnar . . . Á þetta lagði
Ólafur Thors áherzlu, þannig
að það er, eins og áður er
vikið að, ekki eingöngu sjálf
landhelgisiínan sem um er pð
ræða.“
Atlanzhafsbandalagið átti
þannig að fjalla fyrst og
fremst um „landhelgismörkin
sjálf", „sjálfa landhelgislín-
una“. Eru Sjálfstæðisflokkurinn
og Ólafur Thors enn á sömu
skoðun ?
•L •
a/i
Tvö ný íslands-
met í sundi
Á sundmóti skólanna í Hafn-
arfirði í gærkvöldi voru sett
tvö íslandsmet. Voru þau bæði
sett í aukakeppnisgreinum á
mótinu.
I 500 m. bringusundi kvenna
setti Sigrún Sigurðardóttir
Sundfélagi Hafnarfjarðar nýtt
met, synti vegalengdina á 8
mán. 11,2 sek. Fyrra metið átti
hún sjálf, en það var 8 mín.
25,4 sek.
Þá synti Árni Þ. Kristjáns-
son Sundfélagi Hafnarfjarðar
1000 m. bringusund karla á
16 mín. 24,6 sek. Eldra metið,
sem Torfi Tómasson Ægi átti,
var 16 mín. 40,0 sek.
blaDakma
Ihe main hindrance to negotiaiion
at the moment is that thc present
;arctaker Icelandic Government is
íatnrally unwilling to commit itself,
tnd two sets of elections must be
teld bcfore a new Government can
me installed. This will probably take
hill September. The néxt internatíonal
jeonference on the fisheries question
Jis due to be held in Geneva in March
pr April, 1960. but the British trawler-
lowners hope that before then a modus
Ivivendi wiil have been reached with
|the new {cQlartdjcjG'overnment.
Hér er mynd af kafla úr grein þeirfi sem birtist í
helzta kaupsýslublaði Bretlands, Financial Times, og
skýrt var frá í blaðinu í gær. I kaflanum segir svo:
„Nú sem stendur hindrar það einkum samningaviðræð-
ur, að bráðabirgðaríkisstjórnin á Islandi er af eðlilegum
ástæðum ófús til að gefa nein loforð, og tvennar kosn-
ingar verða að fara fram áður en ný ríkisstjórn getur
setzt að völdum. Það verður varla fyrr en í september.
N^sta alþjóðaráðstefna um fiskveiðar á að koma sam-
an í Gen(f í marz eða apríl 1960, en brezkir útgerðar-
menn vona að að áður en til þess kemur verði búið að
komast að bráðabirgðasamkomulagi við nýju ríkisstjórn-
ina á íslandi.“
Bandaríkin munu kusa pen-
ingum I íslendinga
Fjölmargar hliðstæðar
fréttir hafa birzt í brezk-
um blöðum að undanförnu.
Brezka stórblaðið Daily Ex-
press sagði þannig 28. jan-
úar s.l.: „Forustumönnum
yfirmanna á brezkum tog-
urum hefur verið skýrt frá
því í einkaviðtölum að
Bandaríkin, sem umfram allt
vilja halda hinum Hfsnauð-
synlegu radarstöðvum sín-
um á Islandi, muni ausa
peningum í íslendinga og
stuðla þannig að því að fá
íslenzku stjórnina til að
leysa deiluna um 12 mílna
mörkin.“
Samningar á úrslitastigí
Yorkshire Post sagði í
forustugrein 9. febrúar s.l.
frá viðræðum brezka sjáv-
arútvegsmálaráðherrans við
yfirmpnn á togurunum á
þessa leið: „Viðræðurnar
áttu sér stað milli sjávar-
útvegsmálaráðherrans, John
Hare, og fulltrúa samtaka
yfirmanna, og svo virðist
sem ráðherrann hafi á þess-
um fundi vakið athygli á
tilraunum þeim sem einmitt
nú er verið að gera til
þess að fá íslendinga til
að breyta þeirri ákvörðun
sinni að heimila toguruin
okkar ekki að veiða innan
12 mílna mark)a frá strönd-
inni. Hare ráðherra varaði
yfirmennina við því að fljót-
fæmisiegar ákvarðanir
þeirra kynnu að stofna í
voða árangrinum af þessum
samnin$aviðræðum. . . Sam-
kvæmt heilbrigðri iskynsemi
hlutu yfirmennirnir á tog-
urunum að fylgja ráðlegg-
ingum ráðherrans, sem sér
um samningana fyrir liönd
Bretlands, þannig að þeir
forðuðust hverjar þær að-
gerðir sem kynnu að tor-
velda tilraunir hans á úr-
slitastigi eða veikja stöðuna
alþjóðlega séð.“