Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.03.1959, Side 2

Nýi tíminn - 12.03.1959, Side 2
2) — NÝI TÍMINN — Fixnmtudagur 12. marz 1959 JÓN KAFNSSON Hinn 6. |). m. varð lúnn ötuli og vinsæii alþýðuleiðtogi ,Jón Rafnsson, sextugur. Að maklegleifeum var hanns minnst mjög hlýiega í blaðaskrií'um Jjann dag. Nj'ja túmanum þykir þó trúlegt að við lestur þeirra hafi Jón sjálfur skemmt sér bezt við bréf vinar síns, 1‘órbergs þórðarsonar, sem hér er birt. 51. þáttur 7. marz 1959. ISLENZIÍ TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson Greinir. Á þriðju síðu Þjóðviljans 5. þ. m. eru tvær fyrirsagnir sem fróðlegt er að bera sam- an: „Viðtal við þjóðleikhús- stjóra-------“ og (undirfyrir- sÖgn annarrar greinar): „Hélt siðan á fund rannsóknarlög- reglunnar... “. Starfsheiti þjóðleikhússtjóra er ekki með greini, en hins vegar er talað úm rannsóknarlögregluna með greini. Þetta hvort tveggja er í samræmi við venju. Mörg starfsheita, svo sem þjóð- leikhússtjóra, útvarpsstjóra, veiðimálastjóra, eru venjulega ekki með greini, enda er af þeim ekki nema eitt embætti hverrar tegundar hér á landi. Nokkuð öðru máli gegnir um rannsóknarlögregluna. Ekki er venja að tala um að hér- lendis séu margar rannsókn- arlögreglur, t. d. ein í Reykja- vík, önnur á Akureyri, o. s. frv., nema orðið „lögregla" sé notað um einstakan lög- reglumann. Hins vegar man ég ekki til að hafa heyrt orðið „lögregla“ notað grein- islaust um stofnunina sem slíka, aðeins um einstaka lög- reglumenn, og er þó ekki nema stundum þörf að greina1 t.d. lögregluna í Reykjavík ifrá lögreglunni í Hafnar- flrði. En venjan er að nota alítaf ákveðinn greini með, þéssu órði, hvort sem þess þarf eða ekki. 1 ýmsum málum, t. ,d. ná- grannamálum okkar, hefur óákveðna fornafnið einn breytzt í óákveðinn greini, og því segja Norðmenn ei bok eða en bok, Danir en bog, Svíar en bok, enskumælandi menn a book (þetta „a“ kom- ið af fornensku án = ein), o.s.frv. Við höfum losnað við þessa þróun og almennt er ekki talið að óákv. greinir komi fyrir í vandaðri íslenzku. Þó eru óákveðnu fornöfnin einn og nokkur stundum not- uð á líkan hátt og óákveðinn greinir, „maður nokkur, mað- ur einn“. Ákveðinn greinir er liins vegar oft notaður í íslenzku eins og í grannmálunum. Ekki er þó svo að hann sé með öllu ómissandi í liverju menningarmáli. Latína, hið mikla menningarmál Róm- verja og síðar alþjóðamál vís- indamanna fram á 19. öld, hefur engan greini. Sama er um rússnesku, pólsku og fleiri slafnesk mál, þótt sum þeirra hafi greini, svo sem búlg- arska. Meðal Norðurlanda- mála er finnska greinislaus, enda er hún með öllu óskyld norrænum málurn. í þeim málum sem hafa ákveðinn greini mun hann oftast vera sprottinn af ákveðinni notk- un ábendingarfomafns, og evo er með íslenzka greininn Fríkmhald af 11. síðu. Minn ótrúi þjónn! Þegar títuprjónamir höfðu lengi ekki verið færðir til á Evrópukortinu á veggnum í skrifstofu þinni í Lækjargötu á hinum skuggalegu, ábyrgðar- fullu tímum, haustið 1941, þá sá ég fram á, mér til sárrar hryggðar, að ég gæti ekki not- ast við þig lengur sem sér- fræðing minn í díalektískri al- þjóðapólitík og strategíu. Þá voru aðrir sérfræðingar mínir í fullum gangi og gáfu tíðar skýrslur. Meira að segja Tegdór gamli Friðriksson og jungfrú Guðný Lynge gáfu langar og yfirþyrmandi skýrslur. , Því á- takanlegri varð mér útáþekju- skapur þinn í þinni ábyrgðar- miklu stöðu, svo að ég sá mér ekki annað fært en að víkja þér úr embæltinu. Mér leiddist að þurfa að gera bað. bví að ég fann, að þér féll þetta mjög miðu". Það var eins og þú lognaðir frá fástri og ilmandi rót óg gerðist lausingjalegur og valsandj í fasi, En sannleiks- leitarinpar vegna og alvöru ínnanna gat ég. með engu móti réttlætt það fyrir sjálfum mér að.láta þig sitja. lengur. En ég hugsaði mér að líta til þín seinna með einhvern glaðning, ef atvikin féllu þér í hag. Svo liðu tímarnir þangað til í júní mánuði 1949. Þá átum við um skeið saman í Næpunni. Þar gerðist það einn dag, að þú sagðir mér þá sögu, að þú hefðir séð sjóskrímsli vestur í Grundarfirði. Sú frásögn þín var mjög skýr og traustvekj- andi. Nú var eins og skiot hefði um þig frá embættistíð binni í díalekHskri alþjóðapólitík og strategíu. Þarna er hægt að hafa gagn an skilning á þessum starfa og sjá glögglega gagnsemi hans fyrir landsins Zoologíu og hugsanlega fræðslu um mater- ilísasjónir supematuraj. Enn liðu timarnir, og þú lézt ekkert til þín heyra. Það er engin furða, hugsaði ég i frómri trú minni á vandvirkni mannfólksins. Verkefnið er mikið. Hann ætlar að draga saman mikið efni og vanda skýrslugjöf sína. En þegar liðin voru sex ár, þá fór ég að hugsa sitt af hverju. Þá gekk éa á fund þinn og krafðist skýrslu. En hvað kemur þá upp úr kafinu? Þú hafðir ekki bætt við þig einu einasta skrimsli frá því 1949, ekki litið í bók innihaldandi frásagnir af skrímslum, ekki innt nokkurn mann eftir skrímsli og sýndist hafa var- ast að koma nærri kunnum skrímslastöðvum. Og skilning- ur þinn á því, hvað skrímsli væru. var nákvæmlega eins enginn ög hann hafði verið í júnimánuði 1949. Þeíta voru svo glórulaus > svik i embæt'tinú, að ég var staðráðinn í að reka þig og jafnvel að fá Ragnar til að flytja mál á Þig fyrir vísvit- andi embættissvik og svívirðu við sannleiksleitina, og hafði hugsað mér að biðja Gizur og Jónatan að dæma þig til þyngstu refsingar, ef málið gengi til hæstaréttar. En þá bjargaði það þér frá opinberri niðurlægingu, að þú varst orðinn bólfastur í Tjarn- argötu 20 og farinn að heyra einkennilega reimleika í hús- inu, svo sem opnaða hurð þar sem engin hurð var, en hafði verið áður. Þetta fannst mér 73'ié^. til CJÓKS frá Þórbergi ÞórÖarsyni. SOHGfl af Jóni, hugsaði ég, og þar sem þú varst eini maður þeirra, sem ég þekkti persónulega, er séð hafði sjóskrimsli, þá brá ég á það ráð að gera þig að sér- fræðingi mínum I monstrologíu (skrímslafræði). Þú þáðir embættið og gekkst undir eftirfarandi skuldbind- ingar: Að safna öllu, sem til væri á íslenzku prenti um hvers konar skrímsli, bæði í líki manna og dýra og sköp- lags, sem hvorki virtist manns né dýrs, úr sjá, ám, stöðuvötn- um og á þurru landi. Að spyrja menn spjörunum úr, hvar sem leiðir þínar lægju eða þú dveld- ist hér á landi og í öðrum, Rússland ekki undanskilið. Loks veittir Þú mér ádrátt fyr- jr að halda þig £ grennd við nafnkunnar skrimslastöðvar í sumarfrium þínum og horfa mcö árvekni' og gauntgaefni til skrimsla. Þú virtiiít hafsr-skýf- einkar fræðandi fyrirbrigði og fór enn að hugsa: Kannski Jón skinnið geti orðið þarna að liði. Og nú réðst ég í að gefa síðustu tilraunina, glapinn af trú minni á guðdóminn í mann- inum, og dubbaði þig upp í sérfræðing minn í innanhús- reimleikum, og ekki meira á þig lagt en að rannsaka reim- leikana í þessu eina húsi. Nú þarf Jón ekki að lita í bók, ekki að spyrja Pétur og Pál, ekki að ferðast, aðeins að hlusta og horfa og læðast um húsið, þegar svo bæri undir, hugsaði ég. Þú tókst við emb- ættinu og lofaðir að standa þig vel. Eftir þessa embættisveitingu kom ég öðru hverju í Tjarnar- götu 20 og bað þig um skýrslu, því að nú var skammt að fara og málefnið æsandi merkllegt. Þetta leit efnilega -út I fyrstu, en ekki leið á ISngu, áður tn; sótti í gamla horfið. Þú gafst alltaf sömu skýrsluna og bætt- ir engu við þig. Ég gekk úr skugga um, að þetta stafaði ekki af reimleikaskorti í hús- inu, heldur af gömlu karakter- lympunni: "leti og hirðuleysi í embættinu. Þú sofnaðir á verð- inum, þegar þú áttir að vaka og hlera. Þú hafðir ekki nennu í Þér til að sefa þig í að horfa. Og þú gazt ekki mannað þig upp í að skrenpa niður á næstu hæð, þegar þú heyrðir hurðar- lausu dyrnar opnaðar eða gengið um gólfið. Og þú sýnd- ist ergan áhuga hafa á því að sannreyna, hvort sum þau hljóð, sem þú heyrðir, stöfuðu frá reimleikunum eða ein- hverju náttúrlegu í húsinu. Það kvað meira að segja svo rammt að sinnuleýsi þínu, að þú nenntir ekki að gera þér grein fyrir, hvort hræfingarnar voru inni í húsinu eða úti í garðinum. Og mikið fannst mér sérfræðingsöómur þinn verða mjósleginn, þegar einn ■ ótíndur húsamá'ari, sem kom nokkrum sinnum i Tjarnargötu 20 af tilviljun, skynjaði þar fleiri undur en þú. sem þar hafðir haft hrásetur árum sam- . an og setið í reimleikaembælti. Nú var umburðarlyndi, mitt við frammistöðu þína gersam- lega þrotið og ég búinn að af- ráða að reka big úr embætt- inu og taka þig aldrei í mína þjónustu framar. En þá hljóp á snærið hjá þér. Að mér alveg óvörum kom mjög draugaleg skýrsla, og trú mín á guðdóm- inn í manninum fékk nýjan l.ióma: Það hafði tvisvar verið skrúfað frá miðstöðinni um há- nótt oa hita h’eypt urri allt húsið. Nú eru Jón og eilífðar- verurnar að komast í stuð, hugsaði ég og frestaði burt- rekstrinum. En einhvernveginn fór það svo, að ekki vildi skrúfast frá miðstöðinni í þriðia sinn. þó að draugar séu annars vanir að hætta ekki fyrr en þeir eru búnir að gera teiknjn brisvar, og bú sýndist ekki hafa orðið fyrir neinn’ vakningu af þessari öflugu á- minningu. Svo dundi sú skelfing yfir, sem steindrap þig i embættinu. Sá óforbetranlegi skálkur gegn eilifðarmálunum, pu pu Kjart- an Helgason, hafði hangið yfir einhverju ónytjungsföndri í kompu sinni nætumar sem skrúfað var frá miðstöðinni, og nú varð það uppvíst, eftir sjálfs hans Vitnisburði, að það var hann, sem háfði skrúfað' frá til að fá hita á sinn of- aukna kropp í þessu húái, mér liggur við að segja: i þessum heimi. Svo sinnulaus. varstu og rotsofandi í embættinu, að þetta hafði alveg farið fram hjá þér, en fullyrtir við sann- leiksleitandann, að fráskrúfun- in hefði verið yfirnáttúrleg. En svo sanngjam er ég þó í þinn garð, þrátt fyrir oll þín embættissvik, að ég gef gnm þínum nokkum rétf í því, að nefndur Kjartan hafi logið þessu upp á sig til að ófrægja þig og mig og eilífðarmálin. En lýgur hann þvi þá líka, sem hann hefur sagt mér í tninaði, að hurð 1 húsinu háfi hrokkið upp á gátt fyrir framan ncfið á honúm, þegar hann aetlaði að fara að opna háná, i drag- ' Frámhald -;4

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.