Nýi tíminn - 12.03.1959, Síða 3
Fimmtudagur 12. marz 1959 — NÝI TÍMINN — (3
Listamaðuriim við eitt af málverkum sínum.
„Ég var 7 ára gamall þegar
áliuginn vaknaði — og það
var strax mikill áhugi. Byrj-
aði að mála dýrfirzku fjöllin
og las og skoðaði allt um
myndiist. Fór svo suður 16
ára gamall og hóf nám í
Handíða- og myndlistarskól-
anum. Síðan til Kaupmanna-
hafnar og þaðan til Flórenz;
talsvert flakk þar fyrir utan.
„mörgum hefur eflaust þótt
þetta undarleg iðja . Áhrif
frá öðrum í verkum mínum?
Það er alltaf verið að staglast
á áhrifum. — Vissulega verð-
ur maður fyrir áhrifum frá
mörgum, en þegar maður
er í ham og vinnur sleitulaust
evo dögum skiptir, þá er mað-
ur ekki að stæla neinn, heldur
vinnur úr hverri hugmynd
Ilann byrjaði
að mála
dýrfirzku fjöllin og hélt síðan út í heim
Þetta er fyrsta sýningin hér
heima.
Það er Kári Eiríksson, frá
Þingeyri við Dýrafjörð, sem
gefur fréttamanni stutta ævi-
ferilsskýrslu niður í Lista-
mannaskála en hann hefur
sem kunnugt er opnað eína
fyrstu málverkasýningu hér,
24 ára að aldri.
Foreldrar hans eru Eiríkur
Þorsteinsson, alþingismaður,
og Anna Guðmundsdóttir.
„Jú, ég held að ég hafi ver-
ið eini myndlistarmaðurinn á
Þingeyri", segir Kári kíminn;
eftir beztu getu — ef til vill
má sjá áhrif frá einhverjum
og einhverjum, en fyrst og
fremst kemur þetta frámanni
sjálfum.
Þegar maður svo lítur í
kringum sig í salnum, sér
maður fljótt, að Kári hefur
ekki sétið auðum höndum und-
anfarið. 96 myndir eru hengd-
ar upp; 70 málverk og 16
tempera og teikningar.
„Þú virðist taka fyrirmynd-
ir úr náttúrunni."
„Já, ég kíki út öðru hverju.
Skoða liti og línur í landslag-
inu og geri 6kitsur og fer síð-
an með það heim í vinnustof-
una. Það er nauðsynlegt fyr-
ir mig a.m.k. Hér heima er
náttúrufegurðin mikil, litirnir
skærir og síbreytilegir og
hreinar línur í landslaginu.
Það þykir ef til vill undarlegt
en mér finnst, að ég komist
af með minni liti hér heima.“
Móar, Eyðandi öfl, Úr Dýra-
firði, Bergform og Fjalla-
mosi eru nokkur heiti á mynd-
um Kára.
Nú berst talið að ítaliu, en
þar var Kárí við nám í IV2
ár og hélt á þeim tíma tvær
sjálfstæðar sýningar og tók
þátt í samsýningum.
„Ég gekk á skóla í Flórenz
og var eini íslendingurinn við
nám þar. í skólanum var lögð
mest áherzla á klassísk vinnu-
brögð — þið getið málað ab-
strakt heima, sögðu kennar-
arnir. Sýningar listmálara eru
með öðrum hætti ytra; það
eru listasöfnin eða einhverjir
áhugamenn sem standa fyrir
sýningunum og fá prósentur
af sölu eða málverk upp í
kostnaðinn, oft eru það þeir
sem hagnast betur heldur en
listamaðurinn. Svo er oft efnt
til samkeppni meðal lista-
manna; það er örfandi fyrir
listamennina og mætti til
dæmis halda hér ’samkeppnis-
sýningar. Það myndi ef til
vill hvetja einhverja til frek-
ari dáða“.
„Hver eru viðhorf þín sem
listmálara til bókaskrevtinga,
finnst þér ekki að listamenn
okkar mættu gera meir á
þeim vettvangi?“
„Eflaust. Á Italíu er það t.
d. að færast mikið i vöxt að
bækur eru skreyttar með
þekktum listaverkum, þó þau
standi ekki endilega í beinu
sambandi við verkin.“
„Hvernig er það með ParÍ6,
er hún alltaf drottning list-
anna í augum ykkar?“
„Ja, París er að sjálfsögðu
enn miki’smegandi, en ítalar
sækja fast á. Milanó er eins-
iíonar París Italíu og sá, sem
hefur sýnt þar, hefur um leið
hlotið einhverja viðurkenn-
ingu.“
„Svo við snúum okkur aftur
að þér: Hverjar eru framtíð-
aráætlanirnar?“
„Ómögulegt að segja. I
sumar ætla ég að flakka sem
mest um landið og mála.
Lengra hef ég ekki hugsað í
bráð“.
Hér að framan hefur verið
sagt í stuttu máli frá hinum
unga listmálara, en vísvitandi
verið þagað að mestu um verk
lians. Það er ekki á allra færi
að tala um myndlist, evo mark
sé á takandi, og þvi er það
skynsamlegast að þeir, sem á
annað borð hafa yndi af fögr-
um listum, líti inn í Lista-
mannaskála næstu daga og
kynnist verkum þessa unga
manns. Menntamálaráð hefur
þegar heiðrað hann með því
að kaupa af honum myndina
Morgundögg, sem er nr. 22 í
skránni.
S. J.! .
Ávarp til
íslenzkra kvenna
.★ í tilefni af alþjóðadegi kvenna 8. marz snúum
við okkur til allra kvenna í landinu með ósk um
cð þær taki til alvarlegrar íhugunar hina geigvœn-
legu hœttu, sem felst í framleiðslu og tilraunum með
kjarna- og vetnisvopn. —--
★ Með aukinni velmegun hefur þjóð okkar getað
lagt meiri rœkt en áður við velferð hinnar uppvax-
andi kynslóðar. Aldrei fyrr munu jafn margar mœð-
ur á íslandi hafa getað glaðzt yfir líkamlegri hreysti
og heilbrigði barna sinna, né heldur eygt það œðsta
iakmark allra góðra mæðra, að þau fái lifað enn rík-
ara menningarlífi heldur en kynslóðin, sem fóstraði
þau. Það má þó ekki gleymast í amstri hins daglega
Ufs, að við lifum í skugga margfalt meiri tortím-
ingarhættu heldur en nokkur gengin kynslóð. Sá
skuggi fellur á alla, hvern og einn, og einungis al-
mennt og samstillt viðnám megnar að bægja honum
frá.
★ Þess vegna hvetjum við ykkur til að afla ykkur
fræðslu um kjarna- og vetnisvopn og eyðingarmátt
'þeirra. Fræðizt sjálfar og fræðið aðra á hverjum
þeim vettvangi, sem ykkur er tíltœkur, í félagar
samtökum, á vinnustað, á heimilum og hvarvetna
þar sem tœkifœri gefst. Ábyrgir vísindamenn hafa
upplýst, að helrykið, sem myndast við kjarnorku-
sprengingar, berist um háloftin, falli til jarðar með
regni og snjó, eitri jarðveg og andrúrifisloft, safn-
ist saman í líkömum manna og váldi banvœnum
sjúkdómum í blóði og beinum. Börn á vaxtarskeiði
eru þrisvar sinnum móttœkilegri fyrir helrykinu
heldur en þeir sem fullvaxta eru, auk þess seni það
eykur mjög hœttu þá, að börn fæðist vansköpuð.
★ Konurl íhugið þessar staðreyndir. Gerið ykkur
Ijóst, að þegar framtíð barna okkar og komandi
kynslóða er ógnað, getur engin kona setið þegjandi
hjá. Það hlýtur að vera okkur sjálfsögð skylda að
sameinast % kröfunni um bann við kjarnorku- 0g
vetnisvopnum og hvers kyns tilraunum með þau.
Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna.
Vegna barnanna
íslenzkar mæður og verðandi farið yfir það hámark, sem
mæður! • telja má óskaðlegt börnum okk-
í dag, 8. marz, hljótum við ar.
að hefja upp raust okkar ásamt Geislunarrannsáknir eru nú
konum um allan heim og krefj- hafnar hér á landi, en fjár-
ast griða fyrir börn okkar. veitingavaldið hefur ekki veitt
Geislavirkt ryk hefur svifið fjármagn fil rannsóknanna sem
yfir land okkar og við spyrj- nægir til þess -að við getum
um með ótta og kvíða: Hefur fengið skýlaus.t svar við spurn-
geislun andrúmsloftsins þegar ingu okkartt- ■ •
Við höfum á þessum vetri
þolað blóðtöku Ægis og glatað
fjörutíu og tveim mannslifum
á tveim nóttum. Þau verða ekki
aftur heimt. En við megum
ekki og Skulum ekki þola
atómdauða fyrir börn okkar.
íslenzkar konur! Sameinumst
allar til einbeittrar baráttu.
Knýjum ríkisstjórn íslands til
þess að —
★ segja ísland þegar í stað úr
því hernaðarbandalagi, sem
við erum flækt í — Atlanzhafs-
bandalaginu,
★ reka bandaríska hernámslið-
ið brott frá íslandi með öll sín
morðtól,
★ veita nægþegt fé til rann-
sókna á geislun í andrúms-
lofti, gróðri og neyzluvörum.
Við skorum á ríkisstjórn ís-
lands og fulltrúa þjóðarimrar á
þingi Sameinuðu þjóðanna að
flytja tillögu um algert bann
við tilraunum með kjarporku-
vopn og framleiðslu þeirra.
Við skorurn á æðstu menn
stórveldanna að setjast að
samningaborði. Látið mann-
kynið ekki tortbna sér í atóm-
eidi.
Semjið frið vegna bamanna.
Fæðingardeild Landspitalans,
6. marz 1959
Þórunn Magnúsdóttir