Nýi tíminn - 12.03.1959, Page 11
Fimmtudagur 12. marz 1959 — NÝI TíMINN — (11
Jerúsalem
Arabi utan við „kirkju hinnar heilögn giJafar“.
Framhald af 8. síðu
unni á pappaspjaldi. Á spjald-
inu er líka stór mynd af
krossi óg eitthvert prentmál.
Hann spyr mig á hvaða máli
tekstinn eigi að vera, og
hverrar trúar ég teljist til.
Siðan nefnir hann verðið:
þrjá dollara. „Þetta er ódýrt,
finnst yður ekki“.
Ég þakka fyrir, en þigg
ekki. Hann horfir á mig
hlessa. En ekki gefst honum
nema stutta stund, því nýir
kaupendur koma. Bandaríkja-
kona er þegar komin, og hann
endurtekur tilboðið, en nú er
verðið allt í einu orðið fimm
dollarar.
íbúum Jerúsalem finnst
víst flestum þetta vera frem-
ur óviðfeldinn verzlunarmáti.
Bandaríkjakonan signir sig
frammi fyrir kirkjunni. Svo
snýr hún sér að förunaut sín-
um, annarri konu, og þær taka
upp brauðsneiðar, og bíta í.
Hópur af börnum er þarna
nærstaddur og þau ætla að
gleypa þær með augunum, eða
réttara sagt sneiðarnar. Þær
taka eftir þessu, og hin
bandaríska hleypir í biýnnar,
snýr sér að stallsystur sinni
og segir með upphafinni ró:
„Þetta eru svei mér illa upp
alin börn!“
Síðan leggur hún af stað,
en snýr sér við enn einu sinni,
tekur mynd af kirkjunni, sign-
ir sig og gengur burt.
Ég býst fastlega við því,
að hún hafi farið út um Dam-
askushliðið, eftir að hafa
fullvissað sig um, að hafa
séð allt, sem skylt er að sjá
í Jerúsalem, án þess að hafa
haft nokkurn grun um gadda-
vírsgirðingarnar.
Dragan Stoilliovic.
Islenzk tunsa
Framhald af 2. síðu.
hinn. Þegar honum er bætt
aftan við nafnorð hverfur h-
ið framan af og , stundum
einnig i-ið, svo sem í „mað-
ur-inn, hani-nn“. Á undan
nafnorðum er ekki greinir
nema lýsingarorð sé með, og
er sú mynd hans því oft
nefnd greinir lýsingarorða
eða laúsi greinirinn. Venju-
Iega heldur hann þá h dnu.
Þó nota siunir i fymdu máli
h-lausu myndimar, „inar nýju
bækur, inn mikli maður“ og
þar fram eftir götunum, og
einnig myndirnar með e, „en-
ar nýju bækur, enn mikli
maður“; þær em þó orðnar
enn úreltari en hinar með i.
Akveðinn greinir er notað-
ur til að benda á eitthvað
ákv'eðið sem búið er að tala
um éður eða áhejTandi (les-
andi) þekkir sjálfur. Orðalag-
Ífl „tun sujnariðú-bendir miidu
frenstkr ttt •; einþverá . tUtektas
sumars en „um sumar", og
,,bækurnar“ á við ákveðnar
bækur fremur en greinislausa
myndin „bækur“.
Fleiri orð en „hinn“ hafa
verið notuð sem ákveðinn
greinir í íslenzku, einkum á-
bendingarfomafnið sá (þol-
fall þann), og enn er það al-
mennt í ákveðnum sambönd-
um, t. d. með hástigi lýsing-
arorða, „sá bezti penni sem
ég hef skrifað með“, einnig
t. d. um hesta; sá grái. Þeg-
ar Sveinbjöm Egilsson var að
þýða ódysseifskviðu Hómers
úr grísku á fyrri Muta siðustu
aldar (hún kom fyrst út
1829—10), notaði hann alls
staðar sá, sú og það sem á-
kveðinn greini, t. d. „sá goð-
umliki Odýsseifur“. Síðar
endurskoðaði hann þessa þýð-
ingu og breytti henni, setti
m. a. greininn „hinn“ alls
staðar inn þar sem við áttL
Stundum kemur -fyrir að
■ greinir er hafður • tvöíaldur,"
þeð er bseði laas greinii' fram-
Bréf tíl Jóns
Framhald af 2. síðu.
súgslausu og aldrei komið fyrir
óður né síðan.
En hversvegna er ég það
barn að spyrja þig, hvort
Kjartan ljúgi? Ætti ég ekki að
vita, að þú hefur engan mann-
dóm í þér til setja rétt yfir
þeim beinmarka og krefja hann
sannra sagna. Það ætti þó að
vera mannorði þínu og emb-
ættisheiðri nokkurs virði,
hvort saga hans um hurðina er
sönn. Ljúgi hann henni, er á-
stæða tjl efasemda um vitnjs-
burð hans um fráskrúfunina,
og þá ætti að afhenda piltinn
til rannsaks hjá Ragnari og
Grími lækni.
Þrátt fyrir þína herfilegu og
eindæma hegðun í þremur
embættum og algerða vissu
mína fyrir því, að þú tekur þig ;
aidrej. á, þá hefur mildi mín I
ákveðið að iáta þig lafa ó-
fram í innanhúsreimleikunum
sem dauðan lim, sakir elli
þinnar og hnignunar. Ég hef
ekki brjóst í mér til að hrella
með beinum brottrekstri gaml-
an mann með sívaxandi þrótt-
leysi til að bera mót’æti.
Með hpssari ákvörðun mjnni
hef ég líka hliðsjón af því, að
bú ert nokkurs góðs verður fyr-
ir staðfestu þína i pólitík og
frammistöður í Nóvuverkföli-
um lífsins. Þú hefur fremur
kosið að lifá við knappan kost
en láta þig falla fyrir „ann-
arlegum sjónarmiðum.” Það er
nokkurs virði nú á þessum
miklu markaðsdögum, þegar
mannskepnan gengur án blygð-
unar kaupum og sölum eins og
útflutningstruntur.
En þar með ert þú ekki
sloppinn við afleiðingarnar af
hirðuleysi þínu í embætium
þeim, sem ég bef trúað þér
fyrir í léit minni að þvi, sem
er öllu ofar, sannleikanum.
Mér er sagt, að þú sért sex-
tugur í dag. Það er þá stað-
reynd að Hfsskokk þitt hér á
jörð er tekið að styttast, bilið
miili þín og astralheima farið
að minnka, og hvert andarlak
náðartími upp úr sextíu ára
aldri.
f tilefni af Þessu ætla ég að
spyrja þig i mesta máta alvar-
legrar spurningar, sem ég af
góðvild til þín bið þig að
svara, ekki mér, heldur sjálf-
um þér, með skýrustu skyn-
an við lýsingarorðið og við-
skeyttur greinir aftan við
nafnorðið: þau hin stóru skip-
in. I þessu dæmi er ábend-
ingarfornafnið „þau“ einnig
notað sem þriðji greinirinn í
orðasambandinu.
Sumt í notkun ákveðins
greinis í íslenzku kemur út-
lendingum annarlega fyrir
sjónir, þó að við tökum lítt
eftir því. Um skyldmenni er
venjulega- notað greinislaust
nafnorð, t. d. bróðir minn
(„bróðirinn minn“ segir eng-
inn), en um hluti, gripi og
þess háttar er venjulega haft
nafnorð með greini; bóldn
niin, lijólið þitt. íslendingar
hafa skipað eiginmönnum og
eiginkonum í þennan flokk á-
þreifanlegra gripa, því að all-
ir segja konan hans, maður-
inn hennar. Til þessa flokks
teljast einnig að jafnaði heiti
á líkamshlutum, og er þá
notað í íslenzku nokkuð annað
orðalag en í mörgum öðrum
málum. Við segjum venju-
lega fóturinn á mér, en ekki
„fótur minn, minn fótur“ eða
þess háttar, eins og tíðkast
í öðrum málum.
Margt fleira mætti til tína
um notkun - ákveðins greinis
í íslenzku en hér skal staðar
numið að sinni. Aðeins er
vert að benda á dálítið ein-
kennjlega notkiin nafnorðs-
greinis með lýsingarorðum,
þegar- honum er skeytt aftan
við þau eins og um nafnorð
væri að ræða. Dæmi þessa eru
orðasambönd eins'og „það er
liægurinn hjá, ■ það er ekki
allurinn í, hejTðu góðurinn,"
og bent : hcfur. verið á að
breiðdælska . ofðasambandið
„það er til lláins“ muni vera
drcgið af lUurixin, «n dns gæti
Framhald á 6. síðu.
afrísku verkainönnunum ein-
hverja verklega Og bóklega
menntun, og þeir lærðu að
mynda með sér sarntök á
nútímavísu, fyrst verkalýðs-
félög og síðan stjórnmála-
flokka. Afríkumenn í Rhodes-
íu og 'Nyasalandi telja nú
fullreynt að stofnun sam-
bandsríkis evrópsku landnem-
anna miði að því að girða
fjTir að þeir fái sótt fram
til jafnréttis við hvíta menn
og nái því að stjórna sér
sjálfir. Átthagafjötrar voru
fljótt settir á forustumenn
þjóðþingsflokka Afrikumanna
í einstökum hlutum sam-
bandsríidsins. Þeir fengu
hvergi nærri að koma, þegar
stjórn landnemanna rak tugi
þúsunda Afríkumanna, land-
nemar segja 30.000, Afríku-
menn 150.000, af jörðum sín-
um til að rýma íýrif raf-
virkjun við Kariba, þar sem
Zambesifljót var stíflað og
frjósamur dalur gerður að
stöðuvatni. Dalbúar voru þá
fiuttir í óviðunandi þröng-.
býli á illræktanlegu landi, þar
sem tsetse-flugan ber sóttir
í menn og skepnur. Frjósam-
asta land Suður Rhodesíu,
helmingur alls jarðnæðis, er
í eigu evrópskra landnema
eða ætlaður þeim einum.
llf'eðan Welensky var að fá
brezka stjórnmálamenn
til að fallast á stofnun sam-
bandsríkisins, þóttist hann
bera hagsmuni Afríkumanna
fyrir brjósti og stefna að
jafnrétti kynþáftánna. Síðan
hann fékk, viljá sinn hefur
hann hinsvegar lagt kapp á
að geðjast hinum þröngsýnu
landnemum. Siðustú ár hef’ur
brezka stjórnin undirbúið
nýja stjórnarskrá fyrir sam-
bandsríkið. Afríkumenn ótt-
ast að með lienni eigi að
ofurselja þá algerlega geð-
þótta landnemanna. Hefur því
verið vaxandi kurr meðal
þeirra, einkum í Nyasalandi,
þar sem Afríkúmenn heimtu
í fyrra foringja sinn, Hast-
ings [Banda, eftir 40 ára út-
legð. Banda strauk þrettán
ára gamall úr trúboðsskóla,
því að hann vildi ekki láta
innræta sér undirgefni við
hyitá maui. Hann iabbaði
bcrfætttir 1600 fcm. leið til
semi og afdráttarlausustu ein-
lægni: llverju ætlar þú að
svara, þegar þú ert kominn inn
í land afleiðinganna, ef
skrímsiin og mannlegu éilífð-
arverurnar sópast utan um þig
vappandi, skríðandi, gangandi
og svífandi, skjótandi á þig
gneisiandi augnaráði og segja
með gapandi túlum: „Við vor-
um send á jörðina til að opin-
bera fávísum mönnum mikil
sannindi. Þér var falið að gera
þeim þessi sannindi skiljanleg.
Þú lofaðir því, en sveikst ,um
það. Grimm, grimm, grimm!”
Já, hverju ætlar þú að svara
þá? Tíminn er naumur. Náðin
óviss.
Með alúðarkveðju. Þínn ein-
lægur og vel meinandi meistarí
Þórbergur Þórðarson.
Jóhannesarborgar, fékk vinjiu
í gullnámunum og komst í
kvöldskóla. Hoiuim tókst áð
nurla saman fyrir fari: til
Bandaríkjanna, þar sem hann
vann fyrir sér jafnframt há-
skólanámi og tók doktorspróf
í læknisfræði. Síðan fór hann
til, Bretlands, sótti enn fléiri
liáskóla og gerðist vinsæil
læknir. Hann sf jómaði bar-
áttu Nyasamanna í Bretlandi
gegn stofnun sambandsríkis-
ins, en þegar hún bar engan
árangur fór hann til Ghana
og gerðist þar handgenginn
Kwame Nkrumah, sem for-
ingjanum i sigursælli sjálf-
stæðisbaráttu Afríkumanna
þar.
Síðan dr. Banda kom heim
hefur hann háð látlausa
baráttú fyrir því að losa Ny-
asaland úr sambandsríkinu,
með það fyrir augum að það
verði sjálfstætt ríki Afrikú-
manna. Hann sótti ráðstefnu
Afrikuþjóða í Acca í vetúr,
og þegar hann fór um Rhodes.
íu á heimieið hylltu Afríku-
menn hann hvarvetna sem
þjóðhetju. Sigurför Banda.
skaut landnemastjórninni
slíkum skelk í bringu, að hún
ákvað að leggja þegar í stað
til atlögu gegn þjóöþings-
flokki Afríkumanna. Þegar
þúsnndir verkamanna við
Knriba-stífluna, sem fengið
hafa í vinnulaun eina krónu
og fimmtiu aura á klukku-
tíma, gcrðu verlcfall og kröfð-
ust kauphækkunar, lýstí
stjóm Suður Rhodesíu jíir
neyðarástandi, bannaði þjóð-
þingsflokkinn og lét handtaka
hundruð fomstumanna lians.
Nýlega var svo svipaður
leikur ieikinn í Nyasalándi,
Þjóðþingsflokkurinn banUáðUr
og handtökur og fangelsanir
án dóms og laga heimilaðar.
Dr. Banda var í snatri flutt-
ur flugleiðis til Suður Rhod-
esíu, svo að landar hans ættu
þess ekki kost að frelsa hann
úr greipum Breta. Um . allt
Nyasaland kom til blóðúgra
bardaga milli hers og lög-
reglu Breta og Afríkumanná.
Þetta gerðist sama daginn óg
Harold Macmillan kom heim
frá því að segja brezka heims1-
veldisstefnu dauða 1 skál-
ræðum í Kreml. Hún hcfm*
IQdega gengið aftur.
51. T. Ö.