Nýi tíminn - 18.06.1959, Page 7
Fimmtudagiir 18. júni 1959
NÝI TÍMINN t*^(7
Ásmundur Sigurðsson:
„TilrœðSð við héruð landsins”
Eitt þeirra slagorða, sem
hæzt ber í umræðum um hina
nýju kjördæmaskipun, sem
Alþingi befur nýlega lögfest,
er það, að hún sé „tilræði
' við héruð landsins". Er þar
með átt við að hún stofni til
íandéyðingar í hinum dreifð-
ari byggðum, sveitum og
sjávarþorpum. Er þetta rök-
stutt með þvá, að nú eigi að
leggja kjördæmin niður, öll
nema Reykjavík, muni því
hinar einstöku sýslur og hér-
uð ekki lengur eiga þess kost
að fá barizt, svo sem þörf
er, fyrir nauðsynjamálum sín-
um á Alþingi, þar sem þau
eigi ekki lengur sína sérfull-
trúa þar. Er niðurstaðan síð-
an þessi fyrrnefnda.
® Rökin skortir
Það skal þegar tekið fram,
að ef sá' er þetta ritar teldi
hér vera rétt ályktað, þá
mundi hann hiklaust snúast
í lið með þeim aðilum, er
þessu halda fram, því um
það er engum blöðum að
fletta, að sú þróun, að iands-
byggðin fari síminnkandi, en
öll fjölgun þjóðarinnar verði
á sama stað, er þjóðinni
hættuleg.
En ennþá hafa ekki komið
fram þau rök í þessu máli,
er á neinn hátt sanni það,
að þessi þróun örvist fremur
við hina nýju skipun. Það
hefur meira verið reynt að
skýrskota til tilfinninga og
gera málið að æsingamáli, og
þá er jafnan hætt við að
flestum sjáist yfir kjarnann.
• Byggðaþróun er bezti
mælikvarðinn
Reynslan er bezti kennar-
inn, segir gamalt máltæki og
felur það í sér óbrotgjarnan
sannleika. Þegar meta skal
málefni ti] grunna, er því
oftast vænlegt, að at'huga vel
reynslu liðinna ára, og lið -
inna kynslóða, ef um þannig
löguð mál er að ræða. Svo
mun og vera í þessu máli.
Einmenningskjördæmafyrir-
komulag hefur verið hér að
mestu allan t'ímann, síðan Al-
þingi var endurreist, eða
meira en 100 ár. Og enn er
það ríkjandi að stórum meiri-
hluta, Þar sem nú er um það
deilt, hvort þetta fyrirkomulag
eitt geti tryggt hagsmun} og
sjálfstæði héraðanna út um
landsbyggðina, er vert að at-
huga reynsluna. Hún er nægi-
lega löng til þess að af henni
megi draga ályktanir.
Eitt gleggsta dæmið um
það, hvernig þessum byggðum
tekst að halda sínum hlut er
þróunin í byggð landsins. Ef
þeim tekst að halda s'ínum
hlut í atvinnulegu og menn-
ingarlegu tilliti, þá verður
lítil breyting á íbúahlutföllum
hinna einstöku héraða. Segja
má að svo hafi verið fram í
byrjun þessarar aldar, eða
helming þess thna, sem við
höfum búið við þetta •skipulag.
En það er þann tíma, sem
bændaþjóðfélagið hélzt lítið
breytt. En þá hefst breyting,
sem hefur haldið áfram, þrátt
fyrir einmenningskjördæma-
skipun. Sú breyting varð í
sambandi við breytta atvinnu-
þróun, þar sem hið frum-
stæða bændaþjóðfélag var að
víkja fyrir tækniþróuðu borg-
aralegu þjóðfélagi. Sama saga
og gerzt hefur í öllum lönd-
um, sem byggt hafa unp borg-
araleg þjóðfélög jafnframt
tækni vélaaldar. Hins vegar
fiefur þessi þróun orðið hrað-
ari hér en í flestum nágranna-
löndum okkar, og því fylgir
sú hætta, að í hraðanum
glatist ýms þjóðleg menning-
arverðmæti, sem við megum
sízt við að glata. I þessu er
vissulega fólgin alvarleg
hætta, ekki sízt á jafn við-
sjárverðum t'ímum og við lif-
um nú.
© Tvö þróunartímabil
Skipt/a má atvinnu og þjóð-
félagsþróun okkar á þessari
öld í tvö tímabil. Hið fyrra
frá því á fyrsta tug hennar
og fram að byrjun síðari
heimsstyrjaldarinnar, og hið
síðara styrjaldarárin og fram
á okkar dag. Á fyrra tíma-
bilinu færist í aukana bæja-
myndun byggð á aukinni út-
gerð og nokkrum iðnaði. Þetta
leiddi óhjákvæmilega til nokk-
urrar fækkunar fólks í sveit-
um, en skapaði jafnframt
skilyrði til aukinnar fram-
leiðslu landbúnaðarins, vegna
bættrar markaðssölu innan-
lands. Hinsvegar skapaðist
ekki hættulegt misræmi á
milli landsfjórðunganna. Aust-
urland, Norðurland og Vest-
ur’and héldu þánnig sínum
héraða og héraðahluta. Er
hér skýrsla um íbúaf jölda nú-
verandi kjördæma, bæði sýslna
og kaupstaða og sýnir hún
greinilega þróunina.
fjöldann eins og hann var
1941. Annar dálkur eins og
hann var 1957 og þriðji dálk-
ur fjölgun eða fækkun, og
eru fækkunartölurnar með
Ásmundur Sigurðsson
hlut, að ekkert var 'í þessari
þróun, sem ógnaði tilveru
neirnia sérstakra hluta. Enda
var þessi þróun eingöngu
byggð á því, að þjóðin ymii
fyrir sér á þann eina heiðar-
lega hátt, að vinna lifibrauð
sitt úr auðlindum eigin lands,
og var það bezta tryggingin
fyrir því að ekk} skapaðist
neitt hættulegt misræmi.
® íbúatala lœkkar í 15
kjördœmum
Því miður verður annað
sagt um síðara tímabilið, því
á þeim tæpum tveim áratug-
um, sém það nær 'ýfir, hefur
orðið svo mikið misræmi í
byggðaþróun landsins, að það
ógnar vissulega tilveru vissra
Sýnir fyrsti dálkur íbúa- mínusmerki fyrir framan:
ÍBÚAFJÖLDI NÚVERANDI KJÖRDÆMA 1941 — 1957
Kjördsalmi 1941 1957 Fjölgun
(eða fækkun)
Reykjavík .. 39.739 67.589 27.850
Hafnarfjörður .. 3.718 6.400 2.687
Gullbringu- og Kjósars .. 5.427 13.958 8.531
Borgarfjarðarsýsla .. 3.115 5.049 1.934
Mýrasýsla .. 1.820 1.822 2
Snæfellsnesssýsla .. 3.430 3.471 41
Dalasýsla . . 1.427 1.010 — 417
Barðastrandarsýsla .. 3.072 2.500 — 572
V-ísafjarðarsýsla .. 2.235 1.818 — 417
N lísafjarðarsýsla .. 2.795 1.836 — 959
ísafjörður . 2.826 2.708 — 118
Strandasýsla . 2.099 1.639 — 460
Vestur-Húnavatnssýsla . 1.509 1.369 — 140
Austur-Húnavatnssýsla . 2.140 2.275 135
Skagafjarðarsýsla . 3.947 3.846 — 101
Siglufjörður . 2.833 2.758 — 65
Eyjafjarcjarsýsla . 5.400 4.699 — 701
Akurevri 8.302 2.945
Suður-Þingeyjarsýsla . 4.175 4.170 — 5
Norður-Þingeyjarsýsla . 1.887 1.996 109
Norður-Múlasýsla . 2.706 2.492 — 204
Suður-iMúlasýsla . 5.385 5.584 199
Seyðisfjörður 730 — 152
A-Skaftafellssýsla . 1.172 1.243 71
V-Skaftafellssýsla . 1.588 1.425 — 163
Rangárvallasýsla . 3.316 3.088 — 228
Ániessýsla . 4.974 6.500 1.526
Vestmannaeyjar . 3.410 4.332 1.122
© Hv,ers vegna halda ein-
menningskjördæm i n
ekki sínum hlut?
Þessi skýrsla sýnir mjög
vel byggðaþróunina. Á henni
sézt í fyrsta lagi það, að
þrjú af hinum gömlu kjör-
dæmum, þ.e. Reykjavík, Hafn-
arfjörður, og Gullbr,- og Kjós-
arsýsla hafa tekið við fjölg-
un, sem nemur samtals
39.063 manns, eða nærri því
allri fjölgun þjóðarinnar.
Fjögur önnur kjördæmi, Ak-
ureyri, Borgarfjarðarsýsla,
Árnessýsla og Vestmannaeyj-
ar hafa nokkurnveginn haldið
þeirri fjölgun sem þeim ber.
Öll hin kjördæmin 21 aS tölu
hafa eitt af þrennu. Fjölgað
svo lítið að tæpast er telj-
andi, staðið í stað eða fækk-
að til muna og eru þau flest.
I þessum flokki eru flestöil
einmenningskjördæmin, og er
því vert að spyrja þingmenn
þeirra hvers vegna þeim hef-
ur ekki tekizt að lialda betur
á málum þeirra, en þessar töl-
ur sýna, fyrst þeir telja fyr-
irkomulag það sem verið hef-
ur ómissandi.
Hætt er við að svör þeirra
verði óljós, en spurningunni
skal svarað síðar.
© Hvernig verður ástand-
ið eftir önnur 16 ár?
En það ér einnig hægt að
reikna fleira út frá þessum
tölum, og skal lesendum bent
á að gera sér nú ljóst, hvem-
ig ástandið verður að öðrum
16 árum liðnum, ef sama þró-
un lieldur áfram. Hver og
einn getur auðveldlega séð,
hvernig verða mun um búa-
fjölda í hans eigin héraði og
gert samanburð við þéttbýlið
á Suðvesturlandi. Hver athug-
ull lesandi getur nokkuð gert
sér ljóst, hve lengi Reykja-
vík og Reykjanes verður að
vaxa litlu héruðunum alger-
lega yfir höfuð með þessari
þróun. Og hún gerist þrátt
fyrir einmenningskjördæmin.
@ Kjördœmablaó ið og
Gunnar Dal
Nýlega hóf 'i Reykjavík
göngu sína nýtt blað, sem
nefnist Kjördæmablaðið. Rit-
stjóri þess er Guiinar Dal rit-
hcfundur Nokkrar fyrirsagn-
ir úr þessu blaði sýna, hve
ofstæki getur leitt menn af-
vega í málflutningi.
T.d. eftirfarandi:
„Afnám kjördæmanna er
dauðadómur ísienzks lýð-
ræðis.“
,,Ef liéruð lanclsins afsala
sér rétti sínum tákn,a þær
kosningar er nú fara í hönd
endalolc þeirrar menningar,
er hefur réttlætt s.iálfstæða
tilveru þessarar þjóðar.“
„íslendin.gar tij sjávar og
sveita, slá.um sk.ialdborg
um tilverurétt héraðanna."
Er nú ekki rétt að athuga
þessar upphrópanir í ljósi
þeirra staðreynda sem fram-
angreindar tölur sýna? Hvað
segja íbúar kjördæmanna 15,
sem hefur farið fækkandi a!lt
upp í þriðjung, mest á síðustu
16 árum?
: Vilja þeir ejiki krefja þing-
menn sína reikning-sskapar
fyrir þróunina, fyrst eiamenn.
ingskjördæmin ein eiga að
tryggja þetta allt saman?
Þvi þótt reynt verði e.t.v. að
segja að ástandið hefði orðið
ennþá verra, ef önnur kjör-
dæmaskipun hefði rikt,' þá
er það aðeins fullyrðing út í
bláinn. Hér ber því allt að
sama brunni. Fullyrðingar
eru hrópaðar fjöllum hærra,
en staðreyndirnar kveða þær
jafnharðan niður, aðeins ef
á þær er bent. Og er þá kom-
ið að svarinu við spurning-
unni, sem fyrr er sett fram,
hvers vegna þingmönnunum
þefur ekki tekizt betur en
þetta.?
• Hersetan og hermangið
hafa skapað þessa
þróun
Nú skyldi enginn láta sér
til hugar koma, að þingmenn
þessara kjördæma hafi skort
vilja til þess, hvern fyrir
sig, að halda þessari þróun
til baka a.m.k. hvað eigin
kjördæmi snerti. 1 þvi efni
verður heldur ekki gert upp
á milli eftir flokkum. En ein-
mitt þess vegna verður að
athuga aðrar gerðir, tij þess
að fá spurningunni svarað.
Og það sem gerzt hefur er
þetta:
Árið 1940 var ísland lier-
numið af brezkum her. Hann
hóf hér mjög miklar fram-
kvæmdir, einkum í Reykja-
vik og nágrenni hemiar Is-
lenzkir verkamenn þyrptust
í þessa vinnu, íslenzkir bænd-
ur fóru frá búum sínum, ís-
lenzkt fólk af öllum stéttum
gek'k á ýmsan hátt í þjónustu
hernámsliðsins, og síðast en
ekki sízt, íslenzkir gróða > og
auðhyggjumenn sáu sér leik
á borði að mata krókin.n á
þessu ástandi. Þjóðstjórnin
sáluga hafði manndóm til að
mótmæla hertökunni, en um
það bil tveim árum síðar, var
svo dregið úr andstöðu liinna
opinberu stjórnarvalda að þá-
verandi alþingismenn létu
skipa sér að biðja um að
bandarískur her tæki við af
þeim brezka.
Hann hófst handa um hinar
geysimiklu flugvallaframkv. á
Miðnesheiði, og emi dróst
fjármagnið og vinnuafJio í
vaxandi mæli á þennan lands-
hluta.
Þegar stríðinu lauk og her-
nám átti samkvæmt samning-
um og loforðum að hætta
framlengdi meirihluti Alþingis
dvöl hersins, með Keflavíkur-
samningnum.
Næst var gengið' inn á
Marshallkerfið og tekið við
hundruðum milljóna króna af
gjafafé, sem mest fór í fram-
kvæmdir á Suðvesturlandi.
Og til að reka smiðshcggið
á allt, var svo gerður hern—
aðarsamningurinn við
rikin 1951, sem jók svo.hern-
aðarvinnuna, að talið var, að
þegar flest var í vir.nu á
vegum hernámsliðsi ns. hefði
tala þess fólks verið jöfn og
bændastéttin eða fiskimanna-
stéttin, hvor í sínu lagi. Jafn-
framt þessu gekk meira og
meira aftur á bak í íslenzku
atvinnulífi, sem allra bezt
lýsti sér 'í því, að í vaxandi
mæli varð að manna fiskisk.p"
in með útlendingum.
© Reikni þeir nú
Það er því ekki til sá mað-
Framhald á 10. siðu.