Nýi tíminn


Nýi tíminn - 18.06.1959, Side 12

Nýi tíminn - 18.06.1959, Side 12
Brottför úr NATO, stjórnmála- og viðskiptaslit við Brefiland NÝI TÍMINN Skelegg og skorínorB samþykkt gerð á sjómannadaginn á Höfn I HornafirSi Sjómannadagurinn var hátíölegur haldinn á Höfn í Hornafirði 7. júní sl. Var samþykkt mjög skorin- örö og skelegg ályktun 1 landhelgismálinu, þar sem m.a. cr skorað á ríkisstjórnina að slíta öll stjórnmála- og við- skiptatengsl viö Breta og segja ísland úr Atlanzhafs- bandalaginu. Fimmtudagur 18. júní 1959 •— 18. tölblað — 18. árgangur. Græddl 2 milljósilr á kaupránslögunum Vélsmiðjan Héðinn er eitt stærsta fyrirtæki bæjarins; þar vinna að staðaldri nokkuð á þriðja hundi<að manns í smiðjunni, sveinar, verkainenn, nemar og verkstjórar. í janúarmánuði munu kaupgreiðslur Héðins til verka- fólksins hafa numið sem næst kr. 1.250.000. En þá aam- þykktu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn lög- in um ltaupránið, og þau lö.g höfðu það í för með sér að þessi upphæð lækkaði um kr. 167.500 á mánuði — eða sem næst um 2 milljónir króna á ári. Það er sú uppliæð sem tekin var af verkamönnum þar og afhent fyrirtækinu. Á móti kemur það að taxtar f.vrirtækisins liafa lækk- að nokkuð, en þó aðeins um brot af þessari uppliæð. En hér er einnig ótalið annað starfsfólk Héðins, á skrif- stofum og teiknistofum, en það varð fyrir sama kaup- ráninu. I>að munu því engar ýkjur að með kaupráns- lögunum liafi Héðni verið afhentar 2 milljónir króna. Aðaleigandi Héðins, Sveinn Ouðmundsson, er á fram- boðslista íhaldsins í Reykjavík. Sá flokkur hefur sem kunnugt er lýst yfir því að kaupránið s.l. vetur sé „aðeins fyrsta skrefið“. Alþýðubandalagsins Kosningaskrifstofur Hátíðahöldin hófust með guðs- þjónustu kl. 1.30 s.d. í barna- skólahúsinu í Höfn. Séra Rögn- valdur Finnbogason prédikaði. Að messu lokinni var haldið að sundlauginni og þar keppt í íþróttum. Eftir kaffihlé voru enn skemmtiatriði, en síðan var eftirfarandi ályktun borin und- ir atkvæði og samþykkt: „Vegna yfirgangs og í- trekaðra brota brezkra tog- ara í landhelgi íslands og fólskulegrar breytni yfir- manna brezkra herskipa gagnvart varðskipúm íslend- inga og áhöfnum þeirra í löglegu starfi við landhelgis- gæzlu, skora samkomumenn sjómannadagsins á Höfn í Hornafirði, 7. júní 1959, á ríkisstjórn íslands að hætta þegar árangurslausum skrif- legum mótmælum vegna téðra brota við stjórn Bret- lands, en í þess stað að slíta nú þegar öllu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Bret- land, loka sendiherraskrif- stofu íslands í London, kalla starfsmenn hennar heim og um leið vísa sendiherra Bret- lands í Reykjavík og starfs- 1 liði hans úr landi og jafn- framt þessu verði öllum tengslum við Atlanzliafs- bandalagið slitið og fsland sagt úr því. Þá vilja samkomumenn skora á íslenzkar húsmæð- ur og aðra landsmenn að kaupa ekki þá framleiðslu enska, sem hér er á boðstól- • um. Ennfremur -vilja samkomu- menn votta skipshöfnum ís- lenzkra varðskipa virðingu sína, aðdáun og þökk fyrir drengilega og vaska fram- göngu gegn ofbeldi, illyrmis- lcgum og lífshættulegum að- gerðum yfirmanna brezkra herskipa hér við Iand“. Keppni fór fram í uppsetn- ingu þorskanetja og varð Hörð- ur Valdimarsson hlutskarpasU ur. Um kvöldið var stíginn dans af fjöri. Kvennadeild Slysa- varnafélagsins liafði á boðstól- um ýmsar veitingar allan tím- ann meðan á hátíðahöldunum stóð. Alþýðubandalagsmenn hafa opnað kosningaskrifstofur í flestum kaupstöðum landsins. Annast þær alla fyrirgreiðslu og upplýsingar í sambandi við kosningarnar og er nauðsynlegt að stuðningsmenn og kjósendur Alþýðubandalagsins hafi sem nánast eamband við skrifstof- urnar. Kosningaskrifstofur Alþýðu- bandalagsins eru á eftirtöldum stöðum utan Reykjavíkur: Hafnarfjörður: Góðtempl- arahúsið, sími 50273. — Opin kl. 4—10 daglega. Kópavogskaupstaður: Hlíðar- vegur 3, sími 22794. ísafjörður: Skátalieimilið, sími 282. — Opin Id. 5—7 og 8—10 e.h. Siglufjörður: Suðurgata 10, síini 210. Akureyri: Hafnarstræti 88, sími 1516. — Opin allan daginn. Vestmannaeyjar: Bárugata 9, sími 570. Keflavík: Kirkjuvegur 32, sími 372. Selfoss: v/Tryggvatorg, sími 143. Mesta ísing er komið hefur Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, varð raf- magnslaust á Akureyri og anharsstaðar á orkuveitu- svæði Laxár vestan Vaðlaheiðar síðdegis á mánudaginn í síðustu viku. Orsök þessa reyndist sú, að ísing hafði setzt á háspennulínuna vestan í Vaðlaheiði á þriggja km, bili a.m.k. og teygt línuna mjög, svo að hún lá nærri í jörð á milli staura og hafði alveg slitnað á fjórum stöðum. ísingin var svo mikil, að þvermál lin- unnar með ísingunni var orðið 20—30 sm. og þunginn því feikna mikill. Er þetta talin mesta ísing, sem komið hefur síðan raflína var fyrst lögð yfir Vaðlaheiði. Bráðabirgðaviðgerð á línunni var lo'kið á þriðjudags- kvöldið. — Á myndunum má sjá hvernig hlaðizt hefur utan á vírana, þeir voru orðnir gildari en staurarnir sem bera þá. Yfirlýsing framhjóSanda Framsóknar i A-Húnavatnssýslu: fÞað eru landráð að f ramk væma ekki gengisf ellingu1 Þrír flokkar bjóða allstaðar fram Frestur til að skila framboðum í einstökum kjördæmum landsins rann út á miðnætti í fyrrinótt. Höfðu þá Alþýðubanda- lagið, Framsóknarflokkur- inn og Sjálfstæðisflokjkur- inn skilað framboðum í ölluin kjördæmunum, en Alþýðuflokkurinn í öllum nema Vestur-Skaftafells- sýslu, þar sem hann býð- ur ekki fram. Þjóðvarnar- flokkurinn býður aðeins fram í Reykjavík. Skilafrestur landslista rann út á miðnætti sl. og munu allir fimm flokkarn- ir liafa lagt fram lista sína. „Það verður að stöðva vísilölu á kaupM Á fyrsta framboösfundinum í Austur-Húnavatnssýslu ljóstraði frambjóö’andi Framsóknar upp um fyrirætlanir Framsóknar að’ loknum kosningum, um gengisfellingu, launarán og kaupbindingu. ,,Það eru lnndráð að fram- kvœma ekki gengisfellingu“ og „það verður að stöðva greiðslu vísitölu á kaup“, sagði hann. Fyrsti framboðsfundur í Aust- ur-Húnavatnssýslu var haldinn í Húnaveri sl. sunnudag. Sóttu hann um 300 manns, þ.a. rúml. 100 Skagfirðingar. „Vitum ekkert um það“. Frambjóðandi Alþýðubanda- lagsins, Lárus Valdimarsson, krafði írambjóðendur hinna flokkanna um skýr svör við því hvað flokkar þeirra hyggðust gera eftir kosnjngarnar í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Krafði hann þá svara um hvort þeir væru fylgjandi gengisfellingu, bindingu kaupgjalds og síðan þv( að afhehda bröskurum milliríkjaviðskiptin, eins og boðað var í Morgunblaðinu 19. desember. Jón Pálmason svaraði þannig: „Við vitum ekkert um það. Við vitum ekkert við hvern eða hverja verður samið“. Vakfi mikla kátínu. Björgvin Brynjólfsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins svar- aði fáu, en gat þess að Alþýðu- flokkurinn hefði „aidrei haft sérstakan áhuga á gengisfell- ingu“ (!!) en bað menn ,,að dæma verk núverandi rikis- stjórnar, ,,þá sjá menn bezt af þeim hvað Alþýðuflokkurinn mun gera“. Þegar Björgvin hafði gefið þetta afdráttarlausa fyrir- irheit um meira kauprán og kjaraskerðingu hélt hann áfram: „Við höfum unnið á hverjum „Það eru landráð ...“ Björn Pálsson, kaupfélags- stjóri, frambjóðandi Framsókn- ar var ekki myrkur í máli, hann sagði: „Eg er sammála Jóni Pálmasyni í því að það verður að stöðfa vísitölu á kaup.“ Síðan sagði Björn Páls- son: „Það eru landráð að fram- kvæma ekki gengisfellingu í stað uppbótakerfisins. Ef ég kemst á þing skal farið að stjórna af viti.“!! „Horaður og rakur í fætur“! Björn kaupfélagsstjóri skammaði til skiptis Eystein og Stalín sáluga. Fór hann háðu- legum orðum um Eystein, kall- tíma með þeim flokki sem geng- ið hafa lengst til móts við okk- unnar.“ Vakti þessi yfirlýsing mannsins mikla kátínu á fund- inum. aði hann „Eystein litla“ og kvað Eystein hafa verið „horað- an og rakan { fætur“ þegar Hermann stökk með -hann í land „úr sökkvandi skútu vinsti'i stjórnarinnar". Undruð- ust fundarmenn mjög fram- komu Björns Pálssonar í garð síns flokks, þó þeir séu ýmsu vanir í þeim efnum, því Jón Pálmason hefur á undanförnum árum skellt skuldinni á íhaldið en frýjað sjálfan sig þegar ráð- izt hefur verið á stefnu Sjálf- stæðisflokksins. íhaldið „andlegur faðir“ lians. Björn lýsti einnig ýfir á fund- jnum: „Jón á Akri cr andlegur faðir minn og vinur og erum við sammála í svo íil ölluiu málum“!! ur í þvi að bæta kjör alþýð-

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.