Nýi tíminn - 26.05.1960, Blaðsíða 2
2) — NÝT TÍMINN — Fimmtudagur26.maíl960
F.ramh^ld af 1. síðu
heimHt. að afskrifa um 8 millj-
ónir. Undir þeim lið er því
falinn gróði eem nemur um 7
milljónum króna. Auk þess er
svo bókfærður ágóði sem nem-
ur 4 milljónum, þannig að
he'idargróðinn á árinu er 11
milljónir, þegar búið er að af-
skrifa að fullu og standa við
akar skuldbindingar.
• Kauprán kratastjórn-
arinnar V2 milljón
Það er athyglisvert að þetta
mikla gróðafyrirtæki fékk einn-
ig í sinn hlut ágóðann af kaup-
ráni Alþýðuflokksstjórnarinnar
1959. Kauplækkunin hjá starfs-
mönnum Áburðarverksmiðjunn-
ar einum nam það ár um það
bil hálfri milljón króna. Munur-
inn verður þó miklu stórfelld-
ari í ár- Áburðarverðið er
hækkað til mikilla muna með
gengis!ækkunarlögunum, en
kaupgjaldið á ■ að haldast
óbreytt. Samkvæmt því yrðu
kaupgreiðslur til verkafólks
mik’u minni' h’.uti af reikning-
um fvrirtækisins á þessu ári
en í fyrra.
® Fjórðunqur sölu-
verðsins gróði
Tekjur Áburðarverksmiðjunn-
ar af seldum áburði námu á sl.
ári 34 milljónum króna, en sé
einnig reiknað með birgðgaukn-
ingu nam verðmæti framleiðsl-
unnar 46 milljónum króna. Er
ekki að efa að bændum, sem
hafa verið látnir greiða þetta
verð og eiga nú að' greiða mun
hærra verð eftir gengislækk-
unina, þyki gróði Áburðar-
verksmi^junnar mjög athygl-
isverður. Verðið í fyrra hefur
verið miðað við það að fjórð-
ungur þess yrði hreinn hagnað-
ur. Er augljcst að verksmiðjan
gæti lækkað áburðarverðið
talsvert, enda átti það að vera
einn tilgangurinn með stofnun
hennar.
® Hægt að hækka kaup
og lækka verð
Dæmið af áburðarverksmiðj-
unni er einkar gott svar við
þeim áróðri stjórnarblaðanna
að kaupgjald megi fyrir enga
muni hækka ef atvinnurekstur-
inn eigi að standast. Áburðar-
verksmiðjan gæti hækkað kaup
verkafólks til mikilla muna og
samtímis lækkað áburðarverð
til bænda, án þess að það bitn-
aði á nokkurn hátt á rekstri
fyrirtækisins, leiddi til þess að
það þyrfti á aðstoð að halda
eða stuðlaði að nýrri verðbólgu.
Sama mun að segja um öll
meiriháttar fyrirtæki á Islandi
önnur.
Að skemmta sjálfum sér
Bretor í landhelginni
Höíðu sig á burt þegar ALBERT
kom á vettvang
I fyrradag kom varðskipið
Albert að nókkrum b.rezkúm tog-
urum að veiðum innan við
Hvalbak. Albert hafði leitað vars
vegna veðurs, en á þessum slóð-
um eru 20 brezkir togarar að
veiðum. Þegar Albert nálgaðist
höfðu togararnir sig út úr fisk-
veiðilandhelginni.
Ekke.rt brezkt herskip var
]jarna nálægt, en þau eru nú
þrjú hér við land, tvö fyrir vest-
an og eitt fyrir austan. Pétur
Sigurðsson, forstjóri Landhelgis-
gæzlunnar, sagði Nýja tímanum
gær að erlend fiskiskip hér við
land væru nú með ílesta móti.
Mest er um brezku togarana fyr-
ir vestan en einnig er nokkur
hópur fyrir austan, hefur leitað
þangað undan norðanáttinni.
Dagur Sigurðarson: Milljóna-
ævintýrið. — 61 blaðsíða. —
Heimskringla, Reykjavík,
1960.
□
Milljónaævintýrið er stutt
bók og ástæðulaust að fjöl-
yrða um hana. Hún greinist í
þrjá kafla- Hinn fyrsti heitir
Otborgunardagur og geymir
fjóra litla þætti. Hinn síðasti
þeirra, Bernska, er bezta
efnið í bókinni. Þvínæst koma
Krónur undan snjónum — og
eiga víst að heita ljóð; og að
lokum er Milljónaævintýrið,
aðrir fjórir smáþættir.
Vitaskuid ber að líta á
þennan bækling sem skáld-
verk, þótt titilsíðan taki það
ekki fram; en hann er því
miður fjarskalega snauður að
ekáldskap. Höfundurinn kemst
oft talsvert hvatlega að orði,
hann hefur nokkuð vaskan
penna; en honum er varnað
dýpri skáldlegrar skynjunar
enn sem komið er, og forni-
þroski hans er á lirfustig-
inu. Um kverið gildir raunar
sama orð og um fyrri bók
Dags: honum liggur ekki ríkt
á hjarta að semja skáldskap.
Aðaláhugamál hans er enn
sem áður að segja eitthvað
krassandi. Honum tekst það
stundum, en annað veifið
nálgast mál hans sóðaskap.
Höfundur segir á aftari kápu-
síðu, að hann vilji „skrifa
um fólk og fyrir fólk. Ég
Kom 80 þús. doliurum undan
irá New York til Sviss 1859
Enn eru ekki öll kurl komin
til grafar í olíumálinu og er
alltaf eitthvað nýtt að koma
í ljós. Samkvæmt upplýsingum
Guðmundar Ingva Sigurðsson-
ar, fulltrúa sakadómara, sem
hefur málið til rannsóknar,
liefur nú tekizt að rekja það,
að í ársbyrjun 1959 hefur þá-
verandi framkvæmdastjóri
Olíufélagsins h.f. og Hins ís-
lcnzka steinolíufélags, Haukur
Hvannberg, flutt 60—80 þús-
und dollara innstæðu frá
Bandaríkjunum yfir í banl a í
Sviss. Þetta gerðist eftir að
rannsókn olíumálsins hófst, en
hún byrjaði í árslok 1958.
Haukur Hvannberg hefur
þégar viðurkennt að hafa flutt
rcsklega 60 þúsund dollara yf-
ir i Union Bank af Switzterland
og fór sú upphæð í gegnum
vcrðbréfafirmað Butler, Herr-
ick & Marshall í New York.
Þcssu til viðbótar þykir sann-
? \ að hann hafi einnig flutt
20 þús. dollara yfir í sviss-
r^ska banka eftir öðrum leiðum
pg hefur Haukur ekki borið á
móti því.
Guðmundur Ingvi kvaðst
ekki geta sagt meira um mál-
ið á þessu stigi, en sagði, að
farið væri nú að sjá fyrir
endann á rannsókninni. Málið
hefði verið mjög erfitt við-
fangs, því að rætur þess væru
allar fyrir vestan. Aðspurður,
hvernig rannsókn málsins hefði
verið hagað í Bandaríkjunum,
sagði hann aðeins, að rann-
sóknardómararnir hefðu við
hana notið góðrar aðstoðar
rannsóknardeildar flughers
Bandar'íkjanna, en ein deild
hennar er starfandi hér á
Keflavíkurflugvelli.
tar í Kaliforniu
mitmæla
Miklar óeirðir urðu fyrir
helgina í San. Francisco í
Bandaríkjunum, þegar mann-
fjöldi safnaðist saman 'iil að
mótinæla yfirheyrslum sém
„óameríska nefnd“ fulltrúa-
deiklar Bandaríkjaþings liélt í
borginni.
Þær hófust á föstudags-
kvöldið og héldu áfram á laug-
ardag.
MikilL fjoldi manna safnaðist
saman fyrir framan ráðhús
borgarinnar þar sem yfir
heyrslurnar voru haldnar. Um
5.000 manns voru saman: kom-
in þarna, um helmingur þeirra
stúdentar sem létu í ljós andúð
sína á „óamerísku nefndinni“
og vinnubrögðum hennar með
því að hrópa nazistakveðjuna
„sieg lieil“ og syngja ættjarð-
arsöngva. Eftir yfirheyrslurn-
Framhald á 11. s'íðu.
vil segja lesandanum frá
ýmsu sem hann veit hálft í
hvoru en vogar ekki að gera
sér grein fyrir, gefa honum
eitthvað sem hann getur
brúkað sér til hjálpræðis
hérname gin. .. . Skáldskapur
ætti að stuðla að góðæri". En
sannleikurinn er sá, að Dag-
ur Sigurðarson mælir þessi
orð ekki heldur í alvöru; rit-
störf hans eru fyrst óg siðast
dál'ítið prívatbió. Honum virð-
ist ekki sönn alvara með neitt
nema storka lesandanum, erta
hann og vera yfirleitt heldur
lúalegur. Hann getur sjálfur
ekemmt sér við það um skeið,
en það kynni að reynast frem-
ur tómlegt ævistarf- Kannski
er ritmennska hans aðallega
æskuórar, sem eldast af.
Milljónaævintýrið hans stuðl-
ar nr'nnsta kosti hvorki að
góðæri né illæri. Það stuðlar
að engu.
Kverið er prentað og unn-
ið í Hólum og snoturlega úr
garði gert. Það er í litlu og
einkar viðfelldnu broti, í
góðu samræmi við þykktina.
Heimskringla hefur altso
minnzt þess að hún er for-
lag, en ekki búsáhaldaverzlun
— og sent manni bók, en ekki
potthlemm. Aðrar útgáfur
mættu hyggja að þessu for-
dæmi. B- B.
Af hverju brjótast menn inn?
Stefán Júliusson: Sólarhring:-
ur. Skáldsaga. — 174 blaðsíð-
U.T. — Bókaútsáfa Menning-
arsjóðs 1960.
, □
Það er brotizt inn einhver-
staðar í Reykjavík á að gizka
aðra hverja nótt. Þar eru
unglingar oftast nær að verki,
enda er „vaxandi afbrota-
hneigð“ þeirra vinsælt um-
ræðuefni manna. Nú hefur
Stefán Júlíusson skrifað
skáldsögu um fimmtán ára
pilt sem brýzt inn í búðar-
skonsu og stelur — fyrstu
sósíölu söguna sem hér hefur
birzt í mörg ár, ef ég man
rétt. Stefán veit sem er að
innbrot er ekki einangraður
atburður, lieldur liggja að
honum margvísleg rök, sam-
félagsleg ekki síður en per-
sónuleg; og þau rök vill hann
leiða fram í sögunni. Hún
hefst á yfirheyrslu yfir pilt-
inum, og sú yfirheyrsla stend-
ur langt fram eftir bókinni;
en inn á milli rifjar hann upp
fortíð sína: dvöl á bóndabæ
í Hvalfirði, kynni af stúlku
á líku reki og hann ejálfur;
það er brugðið upp myndum
frá heimili piltsins í bænum,
sagt frá kunningjum hans og
áfalli lians í ástinni. Þá er
allt fullkomnað og innbrotið
á næsta leiti-
Sagan heitir Sólarhringur.
Nafnið merkir það eitt, að
hún gerist á 24 stundum, frá
morgni til morguns. Höfund-
ur heldur- sem sagt í heiðri
hina fornu reglu um einingu
tímans; og því er ekki að
neita, að sagan er vel byggð,
sett saman af íþrótt. Skáldið
snýr umsvifalaust að efninu
þegar í fyrstu setningu, og á
skömmum tíma leiðir liann
söguna til sennilegra lykta,
án vafninga og útúrdúra. At-
burðir sögunnar orka sann-
færandi á lesandann, nema
sú tiltekt stúlkunnar að leggj-
ast með hálf fimmtugum
fituhlunki — þó aldrei nema
hann eigi peninga; og per-
sónulýsingarnar eru sann-
ferðugar — nema livað gömlu
systkinin í Hvalfirðinum eru
aðeins daufar glansmyndir.
Allir þeir partar sögunnar,
sem segja frá heimili pilts-
ins og högum hans þar, eru
sérlega trúverðugir; en hún
hefði þó orðið meira verk og
haft almennara gildi, ef þjóð-
félaginu að baki honum hefði
verið lýst til meiri fullnaðar.
En hvað um það: lesandinn
trúir þessari sögu, það eem
hún nær.
Sumir kaflar SóJarhrings
eru engu líkari en skilmerki-
legum lögregluprótókolli. En
liöfundur glejnnir þó ekki, að
verk hans er skáldsaga; og
þessvegna lætur hann póesí-
una heldur ekki undir höfuð
leggjast. En ástalýsingar fara
honum ekki sérstaklega vel;
og það verður að segja um
söguna í heild, að henni er
áfátt um sjálfan þann liáa
skáldskap, sem gerir persón-
ur sterkar og örlög þeirra
átakanleg. Sólarhringur hefur
á sér sannindablæ, en hann
brestur hina skáldlegu hafn-
ingu. Það er munurinn á Ijós-
mynd eftir Pétur Thomsen og
málverki eftir Ásgrím Jóns-
son.
Sagan er rituð á Ijósu og
skýru máli, án sérstakrar feg-
urðar eða veglætis- Nokkurrar
hótfyndni gætir í fáeinum dýs-
ingum höfundar, eins og t.d.
að ein persónan talar varla
nema í gusum. Ein spurning
þessarar persónu kemur „í
skrækróma gusu“, á öðrum
stað pataði hún „og gusaði
skrækróma“, og á þriðja stað
kom spurning ,„í reikulli
gusu“. Hver finnur púður í
svona lýsingum?
Það er alvara í sögunni,
hún sýnir innilega samúð höf-
undar með ungu kynslóðinni
og skilning á vandamálum
hennar; og hún bendir öðrum
skáldum á mikilsverð, en van-
rækt skáldskaparefni. En hnit-
miðun bvggingarinnar og
liófsemi stílsins, í víðri merk-
ingu, sýnir aukinn þro3ka
höfundarins sjálfs. B. ©.