Nýi tíminn - 26.05.1960, Side 4

Nýi tíminn - 26.05.1960, Side 4
4)j — JMÝI TlMINN ■— FimmUidagur26.maíl960 l/'unnaBti fréttaskýrandi ^ IRandarikjanna heitir Walt er Lippmann. Þrisvar í viku birtast greinar hans um bandarísk stjórnmál og al- alþjóðamál í New York Her- ald Tribune, aðalmálgagni repúblikana í austurfylkjum Bandaríkjanna og fjölda ann- -arra blaða víða um heim. í -síðustu viku hafði Lippmann þetta að segja í einni grein -sinni: „I hringiðu atburðanna sem fylgt hafa þvi að njósna- 'flugvélin var skotin niður, liefur Bandarikjastjórn tekið upp eða réttara sagt slys- azt til að taka upp stefnu .sem er gersamlega óframbæri ,leg og á sér enga hliðstæðu í .milliríkjasamskiptum. Afstaða •IBandaríkjanna virðist nú verða þessi: Vegna þess að jþað er svo fjári erfitt að afla vitneskju um það sem gerist Chaillot-höilin í París (t.h.) þar sem þúsundum fréttamanna var skýrt frá hinum sögulega fundi æðstu manna í fyrradag. hversu sovétstjómin hefur tekið njósnaflugið óstinnt upp. Sé Pearl Harbour Banda- ríkjamönnum fersk í minni, hefur fólk í Sovétríkjunum ekki síður ástæðu til að muna þrjár innrásir á einum aldar- fjórðungi. 1 þeirri síðustu og skæðustu kom það sovézka hernum að góðu haldi að vitn- eskja innrásarhersins um staðhætti var af skornum skammti, og stjórnendum Sovétríkjanna kemur ekki til hugar að fleygja þeirri vörn frá sér, án þess að fá neitt í staðinn. Bandarísk blöð fara ekki í launkofa með að erindi Powers njósnaflugmanns hafi verið að fylla í sumar eyð- urnar á skotmarkakorti bandarísku herstjóraarinnar af Sovétríkjunum. Svo mikið þótti við liggja að fara í þenn- an njósnaleiðangur hálfum mánuði áður en fundur æðstu ríkisstjórnir þeirra fái þar nokkru um ráðið. Strax þegar ákveðið var að halda fund æðstu manna í vor, hélt James Reston, Wash- ingtonfréttaritari New York Times, þv! fram að fundur á þessum tíma gæti ekki borið neinn teljandi árangur vegna forsetakosninganna í Banda- ríkjunum í haust. Engin von væri til að meirihluti demó- krata á þingi hlypi undir bagga með repúblikönum í kosningabaráttunni með því að fullgilda samninga sem Eisenhower kynni að gera í París. Af ummælum Krú- stjoffs í fyrradag er að sjá að sovétstjórnin sé komin á sömu skoðun og Reston. Krústjoff kvað sovétstjórnina myndi halda áfram að leitast við að draga úr viðsjám í heiminum, en eins og nú væri EFTIRKÖST NJðSNAFLUGSINS Eisenhower milli Krústjoff-hjónanna í bílnum sem flutti þau frá flugvellinum inn í Washing»ton síðastliðið liaust. í Sovétríkjunum^ er það hér eftir opinberlega yfirlýstur á- setningur okkar að fljúga yf- ir sovézkt land frá stöðvum I löndum bandamanna okk- ar“, „ A ð tilkynna þannig opin- 1 *- berlega að við séum stað- ráðnir í að skerða fullveldi Sovétríkjanna þýðir það að allir búast við hinu versta,“ heldur Lippmann áfram. „Sovétstjórnin á þess engan kost að þagga atburðinn nið- ur, vegna þess að henni hef- ur verið ögrað umbúðalaust frammi fyrir öllum heimi. Hún er tilneydd að láta hart mæta hörðu. Ekkert ríki get- ur látið sem ekkert sé, þeg- ar annað ríki tilkynnir opin- berlega að það æt.li sér að ráðast inná ■ yfirráðasvæði þess. .... Úr því að ögrunin hefur verið höfð í frammi fyrir opnum tjöldum, er næstum ógerlegt að fara með þennan atburð í kyrrð og spekt eftir diplómatiskum leiðum." að sannaðist á fundinum í París, hversu rétt Lipp- mann hafði fyrir sér. Eftir áralangan undirbúning voru æðstu menn fjórveldanna komnir saman til að ræða heimsvandamálin. Viðbrögð Eisenhowers og Herthers ut- anríkisráðherra hans við þvi þegar bandarísk niósnaflug- vél var skotin niður yfir Iijarta Sovétríkjanna 1. maí virðast ætla að siá fvrir því nð fundurinn leysist upp áð- ur en hann hefur í raun og veru hafizt. Meðferð Banda- ríkiastiórnar á flugvélarmál- inu hefur frá upphafi verið með fádæmum. Fvrst Iv-H Lineoln White. ta.’smaður nt- anríkisráðuneytisius, vfir að Rússar hefðu sýnt, einstakan níðingsskap með því að skjóta niður óvopnaða veðurathug- anaflugvél, sem villzt hefði yfir land þeirra vegna þess að flugmaðurinn hefði misst meðvitund af súrefnisskorti. Þrem dögum síðar, þegar komið var á daginn að Pow- ers njósnaflugmaður hefði ó- hlýðnast fyrirskipunum yfir- boðara sinna um að ráða sér bana og leyst rækilega frá skjóðunni, varð sami Lincolm White að standa frammifyr- ir sömu fréttamönnum og í fyrra skiptið og skýra þeim frá að allt sem hann sagði þá hefði verið helber lygi. ¥ Tm þverbak keyrði á mánu- daginn og miðvikudaginn í síðustu viku. Á mánudag- inn lýsti Herther utanríkis- ráðherra yfir að flugnjósnirn- ar yfir Sovétríkjunum væru ómissandi til að tryggja ör- yggi „hins frjálsa heims“, þeim yrði haldið áfram með- an ekki væri komið á alþjóð- legt -eftirlit úr lofti. Á mið- vikudaginn bætti Eisenhower því við að njósnaflug banda- rískra flugvéla yfir Sovét- ríkjunum væri auðsynlegt til að fyrribyggja að Bandarikin yrðu fyrir öðru eins áfalli og árásinni á Peari Harbour. Þegar Krústjoff skýrði fyrst frá njósnafluginu á fundi Æðsta ráðsins, kvaðst hann reiðubúinn að taka til greina yfirlýsingu frá Eisenhower um að hann hefði ekki vitað af þessum verknaði. Með því veitti hann Bandaríkjaforseta tækifæri til að fara svo með málið að fundur æðstu manna gæti farið fram á skaplegan hátt. Bandarikjastjórn tók þann kost að staðhæfa „að þegar Bandaríkin fremji njósnir beri heiminum að telja þær leyfilegar og rétt- mætar“, eins og Walter Lipp- mann kemst að orði. 0* * 11 herveldi stunda njósnir en ekki er sama á hvern hátt það er gert. Það er sitt hvað að bera fé á embættis- menn og freista ungra liðs- foringja með fögrum konum eða senda flugvélar búnar njósnatækjum inn í lofthelgi annarra ríkja. Þar er um að ræða valdbeitingu sem þver- brýtur alþjóðalög, og eins og viðbúnaði kjarnorkuvæddra stórvelda er háttað gæti hag- lega af slíku hlotizt tortím- ingarstyrjöld. Viku áður en njósnaflugið komst upp lýsti landvarnanefnd fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings yfir, að Bandaríkjastjórn bæri að hefja kjarnorkustyrjöld að fyrrabragði, ef hún teldi sig hafa vissu fyrir því að verið væri að undirbúa árás á Bandaríkin. Við slíkar að- stæður má ekki mikið útaf bera, sé njósnaflugvél tekin fyrir árásarflugvél er voðinn vís. |7réttamenn spurðu Eisen- hower á miðvikudaginn, hvort nokkru sinni hefði orð- ið vart sovézkra flugvéla yf- ir bandarísku landi, en hann kvað það ekki vera. Lengra þarf ekki að leita skýringa á manna átti að koma saman, að ekki var í það horft að setja þrjá bandamenn Banda- ríkjanna, Tyrkland, Pakistan og Noreg, í hina verstu klípu. Sannazt hefur að bandaríska herstjórnin gerir það sem sem henni sýnist í löndum bandamanna sinna án þess að komið teldi hún heppilegast að fresta fundi æðstu manna um hálft ár eða átta mánuði. Innan hálfs árs verða for- setakosningarnar í Banda- ríkjunum afstaðnar, og eftir átta mánuði verður nýr hús- bóndi kominn í Hvíta húsið í stað Eisenhowers. M. T. Ó. í Innn F/vrnnnhibannn _______ Þessi mynd var tekin 1 Hampden Park ÍÞrótte,eik- KJIimi LVlUpUUlKtUmil vanginum í Glasgow s.I. fimmtudag þegar fram fór úrslitaleikurinn í Evrópubikarkeppninni svonefndu milli spænska félagsins Real Madrid og þýzka félagsins Eintracht. Eins og skýrt hefui verið frá í fréttum, sigraði spænska liðið með 7 mörkum gegn 3. Á myndinni sést lúnn frægi spænski leikmaður di Stefano skora annað mark Real Madrid.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.