Nýi tíminn - 26.05.1960, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 26.05.1960, Blaðsíða 9
47 — ÓSKASTUNDIW FÆRÐU HANA í FÖTIN Fyrir stuttu kenndum við strákunum skemmti- legan leik og lofuðum að kenna stelpunum annan. Þessi leikur hlýtur að koma þeim í sólskinsskap. Áður en þið byrjið leik- inn þurfið þið að ganga úr skugga um að allir hafi einhverja flik, sem hægt er að nota í leikn- um. Tveir foringjar eru kosnir og þeir velja sér lið jafn stór. Það raðar sér upp líkt og í boð- hlaupi, en foringjarnir standa um það bil 30 skref frá. Þegar merki er gef- ið hlaupa fyrstu stelpurn- ar og hvor þeirra klæðir sinn foringja í einhverja flík: skó, hatt, trefil, jakka og einnig ganga hlutir eins og veski og regnhlíf o.s.frv. Siðan hleypur hún til baka og slær á öxlina á næstu stelpu í sínu liði. Hún hleypur og bætir flík á foringjann, en snýr svo til baka og slær á öxlina á þeirri þriðju. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til allar hafa hjálpað til að klæða for- ingjann. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig hann muni þá líta út. Það lið sem verður fj'rr búið vinnur. Pósthólfið Hún skrifaði 200. bréfið Ég úska að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 15—17 ára. Mynd fylgi. Margrét Steinarsdóttir, Syðra-Vallholti, pr. Varmahlíð, Skagaf. Við vonum að margir verði til að skrifa henni, svo hún fái tækifæri til að nota fallegu bréfsefn- in, sem við sendum henni. Alli Nalli hefur eignazt vinkonu Kæra Óskastund mín! Komdu nú blessuð og sæl. Mér finnsf Bflft myndasagan um hann Alla Nalla mjög skemmti- leg. Mér finnst svo gaman að danslagatextum. Viltu birta fyrir mig þessa texta: Æskuást og Mar- ína, sem Sigrún Jónsdótt- ir syngur. Vertu svo blessuð og v sæl. Gígja Snædal. Það er víst komin tími til að birta einn texta fyrir ykkur, margar ósk- ir hafa borizt. Ráðning á nafna- gátu 1. Knútur, 2. Ari, 3. Skíði, 4. Garðar, 5. Halli, 6. Hjörtur, 7. Svartur, 8. Leó — Ljón, 9. Grettir, 10. Kári, 11. Ljótur, 12. Hlífar. Laugardagur 21, maí 6. árg. — 18. tölúblað Ritstjóri Vilboro Dagbjartadóttir — Útgefandi Þjóðviljinn BARNA- SKÖLINN Á BLÖNDU- ÓSI Vorið er komið og skól- arnir eru að ljúka vetr- arstarfinu. Margir kenn- arar og nemendur gera .sér dagamun og fara í ferðalag. Það er fastur siður að fullnaðarprófs- börnin fara í eins eða tveggja daga ferðalag, og fer það eftir efnum og ástæðum hve langt er farið. Hið opinbera veitir smávægilegan styrk en að öðru leyti verða börnin að kosta sig sjálf. Þau hafa ýmis ráð í frammi til að næla sér í aura, halda skemmtun eða gefa út blað, sumir 12 ára bekkir gera hvort tveggja. Nú er sá tími er skóla- blöðin koma út. Þau eru öll fjölrituð og mynd- skreytt. Efnið er skrifað af börnunum sjálfum, en oft er viðkomandi teikni- kennari hjálplegur við myndskreytingu blað- Forsíðumyndin af skólablaði barnaskólans á Blönduósi. anna. Þessi blöð eru ágæt- ur lestur og útgefendum sínum til sóma. Óska- stundin sendir þeim öll- um kveðju sína og vonar að þeir selji vel og fari síðan í langt og skemmti- legt ferðalag. Við höfum valið skóla- blað Blönduósskólans sem sýnishorn og er myndin hér fyrir ofan forsíðu- mynd blaðsins. Einnig eru hér greinar úr blaðitiu. V E I Ð I F E R Ð \ í sumar fór ég í veiði- ferð með pabba. En hvað haldið þið að ég hafi séð? Ég sá ekkert annað en lifandi laxa upp á þurru landi. Það var maður, sem veiddi 5 eða 6 laxa, en hann sleppti þeim lif- andi upp á bakkann. og þeir sprikluðu allir lií- andi þangað til þeir dóu. Þetta fannst mér ljótt. Pabbi veiddi marga laxa. Vilborg Á. Valgarðs- dóttir, 8 ára. f > Pimmtudagur 26. maí 1960 — NÝI TÍMINN — (9 [(erfið bila sland úr Nató Þingvikan hófst með vand- ræðalegum undanbrögðum Gylfa ráðherra á mánudag varðandi fiskverðssamninga og með yfirlýsingu Emils ráð- herra á þriðjudag, að ríkis- stjórnin teldi sig tilneydda að flytja á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á hinum vönduðu efnahagslögum frá í vetur, —• vegna sömu fisk- verðssamninga. Talsvert var talað um dragnótina, eilífðar- mál þingmanna í áratugi, byggingalán til bænda, verzl- unarbankinn kom til 1. um- ræðu. Og undir vikulokin varð ríkisstjórnin að játa með þögninni, að svardagar Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Thors, að 87% austurviðskiptanna ætti að „vernda“ með sér- stökum stjórnarráðstöfunum, 1 væru meinsæri ein og fals, en ríkisstjórnin sé nú þegar ráð- in í að stórdraga úr austur- viðskiptunum þegar á þessu ári, hvað sem það kann að kosta íslenzkan útflutning og alþýðu manna. © Umræðurnar um íhlutun ríkisstjórnarinnar í fiskverðs- samningana urðu utan dag- skrár í neðri deild á mánu- dag og þriðjudag. Skúli Guð- mundsson og Einar Olgeirsson spurðu um málið vegna blaða- fregna, og bentu á hve mjög ríkisstjórnin hefði nú vikið frá fyrri yfirlýsingum og af- stöðu, og hvern vitnisburð þessi íhlutun gæfi traustleik hins mýja efnahagskerfis og hinum skrumkynnta „sér- fræðilega" undirbúningi þess. Gylfi varð fyrir svörum og kom einhvernveginn engum vörnum við, enda óhægt um vik og varpaði málinu frá sér, lofaði skýrslu frá Emil dag- inn eftir. 'Hún kom í fundar- byrjun þann dag, en reyndist aumlegt yfirklór, að þvi frá- töldu að ríkisstjórninni hafði nú skilizt að hún gæti ekki -komið fram hinum nýju út- flutningsuppbótum nema með lagabreytingu. Og það sem hlaut að vera henni beizkasti bitinn: Hún varð að krukka í sjálf efnaha^slögin frá i vetur gengislækkunarlögin, sjálfa undirstöðu hins nýja efnahagskejrfis, en einmitt þar átti hver steinn að vera lagð- ur af eindæma snilld og sér- þekkingu innlendri og út- lendri. Bæði á Alþingi og í blöð- um hafa stjórnarflokkarnir verið ákaflega feimnir við þessar nýju útflutningsupp- bætur og ihlutun ríkisstjórn- arinnar um samninga sölu- samtakanna og útvegsmanna. Afneitanirnar, yfirlýsingar um að íhlutun hafi engin verið, og uppbætur hafi engar ver- ið ákveðnár, að allt sé í stak- asta lagi með útreikninga sér- fræðinganna og efnahagskerf- ið, eiga að bjarga virðingu ríkisstjórnarinnar, enda þótt fjöldi manna og raunar lands- menn allir, viti hið sanna. Og afneitanir ráðherra og blaða koma eftir að Morgunblaðið hafði sjálft skýrt þannig frá málavöxtum: „Samningsum-, ræður um fiskverðið hafa staðið yfir síðan í febrúar, og mun það hafa greitt mjög fyrir samkomulagi að ríkis- stjórnin lækkaði 5% útflutn- ingsskattinn á fiskinum um helming niður í 2%%“. Nógu margir vita hvað gerðist. 'í fiskverðssamningun- um til þess að það verði á alþjóðarvitorði hvers virði eru yfirlýsingar og afneitanir rík- isstjórnar Ólafs Thórs. Nógu margir vita, að þar neyddist ríkisstjórnin til -að játa í verki að fyrri yfirlýsingar um engin ríkisafskipti áf slíkum samningum og einkarekstur standandi hjálparlaust á eigin fótum voru þverbrotnar, eftir mangra mánaða samningaþóf leit út fyrir stórkostleg vand- ræði í vertíðarlok, og ríkis- stjórnin rauk iþá til og skellti á útflutningsbótum i nýrri mynd. Jafnframt hrundi rökstuðningur hennar fyrir gengislækkun og kjaraskerð- ingu almennings eins og spilaborg. Og nú hef jast á ný, á sama þinginu, umræður um efnahagslöggjöfina með því að ríkisstjórnin fer sjálf að krukka í efnahagslögin tveggja mánaða gömul, — en nú þegar hefur reynslan tek- ið að dæma kerfið feigt. © Annað áfall hlaut áróður stjórnarflokkanna og oxð- heldni ríkisstjórnarinnar í umræðum efri deildar um inn- flutnings- og gjaldeyrismálin! 1 neðri deild komu þeir Gylfi Þ. G'íslason og Ólafur Thors upp í ræðustólinn og sóru og sárt við lögðu að svo fjarri færi því að ríkisstjórnin fyrir- hugaði að draga úr viðskipt- um íslendinga við markaðs- löndin í austri, að nú yrðu einmitt 87% þeirra viðskipta lögvernduð, óvíst væri einung- is um 13% þeirra. Að vísu er það svo að þeg- ar Ólafur Thórs sver líkt og forsætisráðherrann í Atóm- stöðinni, kemur beint upp í ræðustól til að belgja sig út, segjandi: Ég lýsi þessu yfir sem forsætisráðherra íslands, þá veit þjóðin að nýtt ó- þokkastrik afturhaldsins er að gerast bak við tjöldin, og þessum stjórnmálaloddara er gersamlega sama þó allir viti að nokkrum vikum liðnum að logið var fastast þegar svarið var heitast. Enda leið ekki á löngu frá því að Gylfi og Ólafur og Birgir Kjaran höfðu svarið um ætlun ríkisstjórn- arinnar að beinlínis lögvernda 87% austurviðskiptanna, að Björn Jónsson sýndi fram á i efri deild, án þess að því væri mótmælt, að hér er i;m stórfellda blekkingu að ræða og vísvitandi Ivgaáróður. • 1 fjárhagsnefnd efri deild- ar spurði Björn aðalhöfund frumvarpsins um innflutn- ings- og gjaldeyrismál, Jónns Haralz, um þetta atriði. Og ráðuneyt.isstjórinn í efnahr.es- málaráðuneytinu játaði, að allt talið um ,,vernd“ 87% innflutningsins frá vöru- skiptalöndunum (miðað við 1958), sé bundið við fyr-ta uppkast frílistans. Þeim lista hefur ríkisstjórnin nú látið gerbreyta, og bætt þar á vörum fyrir milljónatugi sem fluttar hafa verið að austan Og ofan á þessar blekkingar bætist, að í innflutningnum 1958 sem miðað er við eru um 20 millj. kr. innflutningur á sementi, sem að sjálfsögðu hefur fallið niður. Af iþessu er augljóst, að ríkisstjórnin fer með blekkingar einar þeenr hún talar um „verndun“ 87% austurviðskiptanna. Sú ,vernd‘ virðist vera í því fólgin r.ð ríkisstjórnin hafi nú þegar ákveðið að strax á þessu ári verði stórkostlegur samdrátt- ur á innflutningi Islendinga Framhald á 10. -síðu. Þingsjá Nýja Éímans 8. — 13. mai 1960 ->

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.