Nýi tíminn - 26.05.1960, Page 5

Nýi tíminn - 26.05.1960, Page 5
Fimmtudagur 26. maí 1960 — NÝI TÍMINN — (5 Krústjoff (til liægri á myndinni) tekur á móti blómvendi við komuna til Parísar. Walter Lippmann segir: 'o * ,,Málið sem sprengdi ráðstefnuna er flug vélarinnar U-2, eða réttara sagt afstaðan sem forsetinn og ríkis- stjóm hans tóku til þess máls.“ og gagnvart hinum kommúnist- ísku bandamönnum sínum, að hann hefði veitt Bandarikjunum Þannig komst áhrifamesti fréttaskýrandi Bandaríkjanna, Walter Lippmann, að orði í grein í New York Herald Tribune dag- inn eftir að sýnt var að ráð- stefna æðstu manna í París var farin út um þúfur. „Við skulum minnast þess,“ heldur Lippman áfram, „að þeg- ar vélin náðist opnaði Krústjoff litgöngudyr handa Eisenhower út þeirri diplómatisku klípu Walter Lippmann sem hann var kominn í. Krúst- 5off sagðist ekki álíta að Eisen- hower bæri ábyrgð á skipuninni .um að fara þetta flug. Vafalaust vissi Krústjoff að Eis- ienhower hlaut að hafa veitt al- xnenna heimild til flugs af þessU tagi, en hann kaus að láta for- setann segja þann heldur ömur- lega sannleika, að hann hefði ekki heimilað þessa flugferð út af fyrir sig. Diplómatískt svar hefði verið að segja ekkert að Svo stöddu, eða í hæsta lagi að heita fullnægjandi rannsókn á málinu í heild. í staðinn sagðist Eisenhöwer vera ábyrgur, að flug af þessu tagi væri nauðsyn, og hann lét heiminn halda, enda þótt hann segði það ekki berum orðum, að fluginu yrði haldið áfram. Þar með var lokað dyr- unum sem Krústjoff hafði opn- að. Þetta breytti þeirri sneypu að vera staðinn að njósnaleið- angri í beina ögrun við fullveldi Sovétríkjanna". Afdrifarík skyssa „Þessi játning,“ segir Lipp- mann ennfremur, „þessi höfnun hefðbundinna starfsaðferða í milliríkjamálum, var afdrifarik skyssa. Með henni var Krústjoff nefnil. fyrirmunað að láta málið kyrrt liggja. Hefði hann gert það var hann kominn í þá aðstöðu að verða að játa gagnvart heim- inum, gagnvart sovétþjóðinni, gagnvart þeim í Sovétríkjunum sem gagnrýnt hafa stefnu háns Starfsmenn á herþjónustuskrif- stofu í nágrenni San Fr'ancisco i Bandaríkjunum ráku upp stór augu þegar aldraður maður kom til þess að segja þeim að hann væri liðhlaupi. Þáð kom í Ijós að maðurinn, EUis Myers, 72 ára gamail, hafði hlaupizt úr banda- ríska flotanum árið 1919. en vildi nú létta á samvizkunni. Flota- málaráðuneytið i Washington hef- ur enn ekki gcrt upp við sig hvað gera skal við þennan aldraða lið- hlaupa. — O — Skjaldarmerkjastofmin brezka að- alsins hefur nú kveðið upp þann úrskurð, að barn sem eiginkona aðalsmanns fæðir eftir sæðingu skuli ekki hafa rétt til þess að erfá aðaistitilinn. — O — ICvenniaður sem var farþegi í áætlunarflugvél á leið til At- lanta í Bandaríkjunum kvartaði rétt til að ráðast inn á sovézkt yfirráðasvæði. Enginn stjórn- málamaður getur haldizt við í nokkru landi eftir að hafa gefið slíka játningu“. Um þá tilslökun Eisenhowers að lýsa yfir síðar meir að hann hefði skipað svo fyrir að njósnafluginu skyldi hætt, segir Lippmann að hún hafi komið of seint og reynzt of lítil. John Profumo, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bretlands, hefur skýrt brezka þinginu frá því að sendiherra Breta á íslaiuli hafi átt viðræður við íslenzka ráð- herra og gaf hann ótvírætt i skyn að landhelgisinálið hefði verið á dagskrá. sdran yfir því að hún ætti erfitt með að draga andann og' hefði sárar kvalir í kviðarholinu. Flug- maðurinn lenti flugvéHnni í snatri og lét ílytja konuna á sjúkrahús. Læknirinn sem skoðaði hana þar var ekki lengi að gera sjúkdóms- greininguna: Það hafði verið hert of mikið á lífstykkinu. — O — Hóteleigandi í Garmisch-Parten- kirchen i V-Þýzkalandi hefur leit- að aðstoðar lögreglunnar til að krefja inn 3.500 marlca skuld sem brezki kvikmyndaleikarinn An- thony Steel hljóp frá. — O — Þrjfitíu hrúðkaupsgestir brunnu inni fyrir nokkru í bæ i nágrenni við Lucknow á Indlandi. Brúð- kaupsveizlan var að hefjast þegar allt i einu kviknaði í hálmþaki hússins þar sem hún var haldin og aðeins fáir gestanna komust lífs af. Átján konur og tíu börn urðu eldinum að bráð. Breytingar á stjórn Briffleð«ii?böiakcins zLagt hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um brayt- ingar á stjórn Búnaðarbanka íslands. Er aðalatriði þess að stjórn bankans skuli skipuð einum bankastjóra og fimm manna bankaráði. Heimilt sé að fjölga bankastjórum með samþykki ráð- herra. Sameinað Alþingi' kýs banka- ráðsmenn hlutbundinni kösningu til fjögurra ára í senn og vara- menn með sama hætti. Ráðherra skipar formann og varaformann bankaráðs úr hópi kjörinna að- almanna eða varamanna, til fjög- urra ára í senn. Bankaráð skipar bankastjóra, aðalbókara og aðalféhirði. en bankastjóri ræður aðra starfs- menn. í ákvæði til bráðabirgía segir að við gildistöku laga þessara falli niður umboð núverandi bankaráðsmanna og varamanna, og skal starfstímabil þeirra bankaráðsmanna sem Alþingi kýs fyrsta sinni vera til órsloka 1964. „Frelsi" ríkisstjórnarinnar má ekki verða til þess að eyðileggja þann markað Tékkóslóvakía ein er reiðu- búin að kaupa íslenzkar niður- suðuvörur „sjólax“ og „sardín- ur“ fyrir 15 milljónir ltróna síðari hluta þessa árs, en ís- lenzkum framleiðendum ríður á að fá einmitt markað fyrir þær vörur. Frá þessu skýrði Einar Olgeirsson á Alþingi nýlega. Við eina umræðu frumvarps- ins um innflutnings- og gjald- eyrismál minnti Einar á að við fyrri umræður málsins hefði hann upplýst að niðursuðuverk- smiðja í Reykjavík lægi með framleiðslu óselda að verðmæti tvær milljónir. Síðan hafi þetta komið fram, að Tékkóslóvakar séu reiðubúnir að kaupa þetta mikið af íslenzkri niðursuðu- framleiðslu á eíðari hluta árs- ins, en það gæti þýtt markað fyrir allt að 30 milljónir króna verðmæti á næsta ári. Að sjálfsögðu væru þau v:ð- skipti þó háð því að íslending- ar keyptu vörur frá Tékkóslóv- akíu fyrir álíka mikla upphæð, en áhrifin af „fre’si“ ríkis- stjórnarinnar gæti tefit því í hættu. Islendingum er mikil nauð- syn að vinna slíka markaði og þeir geta haft stórkostlegt gitdi fyrir þróun fiskiðnaðarins á Js- landi. Við eigum að vernda þessa markaði með því að stjórna innflutningnum, sagði Einar að lokum. í fyrirspurnatíma í brezka þinginu í síðustu viku spurði einn af þingmönnum Verka- mannaflokksins, George Jeger, ráðherrann að því hvort brezka stjórnin myndi hefja beinar við- ræður við íslenzku ríkisstjórn- ina í þvi skyni að g'era samn- ing milli ríkjanna um fiskveiði- réttindi. Profumo sagði að brezka stjórnin hefði hvað eftir annað lýst sig fúsa til viðræðna um ilausn fiskveiðideilunn'a f Hún hefði verið að athuga að und- anförnu, ásamt öðrum ríkis- stjórnum, hvaða ráðstafanir myndi heppilegast að gera nú, og hún hefði einnig þreifað fyr- ir sér eftir diplómatískum leið- um hvort hægt væri að hefja bráðlega viðræður við þau ríki sem hefðu mestra hagsmuna að gæta 1 þessu máli. Jeger þingmaður spurði þá aftur hvort ekki væri hægt að hefja beinar samningaviðræður við íslenzku ríkisstjórnina og svaraði Profumo ráðherra þeirri spurningu þannig: — Sendiherrann í Reykjavík hefur að sjálfsögðu rætt við ís- lenzka ráðherra um mál sem okkur varða báða. í svari við annarri fyrirspurn sagði ráðherrann, að hann teldi að íslenzka ríkisstjórnin væri nú sáttfúsari en óður og því væri það öllum í hag að nokkur tími væri látinn líða meðan reynt væri hvort hægt væri eð ná samkomulági, —• og átti hann þar við þá ákvörðun brezku stjórnarinnar og brezkra togaraeigenda að senda togara sína ekki inn fyrir 12 :nílna mörkin næstu þrjá rríánuði. Brezka stjórnin mun enn styrkjast í þeirri trú að hægt verði að komast að samningum við íslending'a um landhelgis- málið þegar henni berast frétt- ir af fundi þeim sem Alþýðu- flokksfélag Reykjavíkur hélt um málið í vikunni sem leið. Þar krafðist einn af helztu á- hrifamönnum flokksins, Jón Axel Pétursson, forstióri stærstu togaraútgerðar á íslandi, að þegar í stað yrðu hafnar samn- ingaviðræður við Breta. Auð- velt ætti að vera að ná sam- komulagi, enda ' ívilnanir af hálfu íslendinga sjálfsagðar. Enginn varð til þess á fund- inum að andmæla þessari kröfu Jóns Axels.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.