Nýi tíminn - 06.10.1960, Qupperneq 6

Nýi tíminn - 06.10.1960, Qupperneq 6
£) 1— NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 6. október 1960 NY! TIMINN titstjóri og ábyrgðarmaður- Ásmundur Sigurðss Ctgefandi: Sósíalktaflokkuibin. Askriftargjald kr. 50 á árt. Siiiánarsanmingar 1 október hófust viðræður íslenzkra og brezkra ■ stjórnarvalda um landhelgi' íslendinga. Stjórnarblöðin halda því fram að ekkert sé sjálf- sagðara en að um slíkt mál sé rætt og samið, og segir Alþýðubl- nýlega að andstaða gegn samn- ingum sé „álíka röksemdafærsla og að halda því fram, að fulltrúar verkamanna hlytu að svíkja verkamenn, af þeir féllust á viðræður við at- vinnurekendur í launadeilu“. Hér er um hlá- leg falsrök að ræða; atferli ríkisstjórnarinnar er sambærilegt því ef íslenzkir verkamenn yrðu að semja viö brezka atvinnurekendnr um kaup sitt og kjör. Landhelgin er atíslenzkt innan- ríkismál, og um slík mál getur engin jþjóð samið við önnur ríki án þess að skerða sjálf fullveldi sitt. Við tdkum þátt í alþjóðaráð- stefnum til þess að fjalla um alþjóðalög, en innan ramma þjóðalaga hiöfum við rétt og skyldu til þess að ráða málum kkar ein, ef við viljum láta telja okkur sjálfstæða þjóð. Það er ekki meiri ástæða til að semja við Breta um landhelgina en að gefa þeim leyfi til að skipta sér af lagasetningu okkar um landbún- að og iðnað, um vegagerð og menningarmál. Jafnvel þótt ekkert gerðist, hefur ríkisstjórnin með því einu að fallast á viðræðurnar afsalað grundvallarréttindum og veikt stöðu Islendinga til frambúðar. 'C’n því aðeins leggur ríkisstjórnin inn á þessa braut að hún ætlar sér einnig að stíga skrefið til fulls, afsala íslenzkum landsréttind- um. Margir íslendingar drógu það að vonum í efa lengi vel, en skrif og ræður stjórnarleið- ■f oganna að undanförnu tala sínu skýra máli. Þann- ig hefur Morgunblaðið það eftir Bjarna Bene- diktssyni landhelgismálaráðherra nýl. að rík- isstjórnin ætli í viðræðunum „að afla fram- tíðarviðuúkenningar á 12 mílna fiskveiðilögsögu við strendur íslands“ og „viöleitni okkar í um- ræðunum mun beinast að því, að tryggja ó- skoruð yfirráð okkar yfir 12 mílna fiskveiði- lögsögunni til frambúöar“. Sú landhelgi sem við höfum haft d rúm tvö ár er þannig orðin að framtíðarverkefni, takmarki sem beri að stefna að! Við eigum þannig að fallast á að skerða landhelgi dkkar nú í von um að endur- heimta 12 mílurnar einhvern tíma síðar! í það hefur margsinnis verið bent hér 1 blað- inu að ríkisstjórnin Ihefur enga heimild til að gera slíka smánarsamninga. Það er brot á stefnu Alþingis og allra ríkisstjórna allt til þessa dags að taka upp samningaviðræður við erlend ríki um íslenzík innanríkismál. Fyrir því er einróma samþykkt alþingis „að ekki komi til mála minni fiskveiðilandhelgi en 12 mílur frá grunnlínum umhverfis landið“. Samkvæmt stjórnarskrá og lögum er ríkisstjórn íslands bundin af þeirri samþykkt; gangi hún 1 ber- högg við hana er hún að ræna valdi, hún er að revna að sanna d verki þá kenningu Morgun- blaðsins að fólkið í landinu sé „samsafn fifla einna“ og að samþykktir þjóðarinnar og lög- legra fulltrúa hennar séu ,,fáránlegar“ og að engu hafandi. Á það reynir nú og næstu daga hvort ríkisstjórninni verður látið haldast það uppi að óvirða þjóð sína á þennan hátt, skerða lífshagsmuni hennar og sjálfsákvörðunarrétt. - m. íslendingar komnir saman Fyrir nokkrum dögum birt- ist greinarkorn eftir. mig í Þjóðviljanum sem ég nefndi Opið bréf til Benedikts Grön- dal, ritstjóra Alþýðublaðsins. Vegna þess að þessarar grein- ar hefur að nokkru verið get- ið í Alþýðub'aðinu cg einnig í Morgunblaðinu, þá finn ég ástæðu til að segja enn nokk- ur orð, ef verða mætti mál- stað okkar hernámsandstæð- inga til skýi’ingar og fram- dráttar. Er gott eitt um það að segja að ha'.dið sé vak- andi málinu af beggja hálfu og ekki um það að fást þó þessum tveim blöðum hafi þótt eitthvað harkalega barið að dyrum. Stundum fást menn ekki til viðtals á annan hátt. Eg hlýt þó strax að játa að undirtektir Benedikts Grön dal, sem ég vottaði þó virð- ingu mína í upphafi bréfs míns, ollu mér sárum von- brigðum. Eg hafði búizt við, vegna þeirrar greinar sem var tilefni bréfsins, að hann vildi ræða málið á þann hátt að lesendur blaðsins fengju hug- mynd um hvað hér kæmi til greina, sem rök og gagnrök í málinu. Það gerir hann, því miður, ekki, heldur tínir blað- ið út úr bréfi mínu öll hin hörðustu orð án alls sam- hengis, og æpir síðan af öll- um kröftum: „Það er Alþýðu- flokkurinn sem skáldið er að ávarpa“; Mér er spurn: Er Benedikt Gröndal Alþýðu- flokkurinn?, því það var til hans, sem ég skrifaði þetta bréf og það var sú blaða- mennska sem hann og aðrir ritstjórar bera ábyrgð á, sem ég var að áfellast. Vcnin um árangur af viðbrögðum, slík- um sem þessum, eru ein- göngu byggð á þeirri ályktun að þeir sem sjá þennan orða- tíning, hafi ekki og muni aldrei sjá það bréf, sem var tilefni þessa neyðaróps í Al- þýðublaðinu. Þetta er ekki að bregðast við eins og sá sem veit sig hafa nóg rök fram að færa, máli sínu til varnar og sóknar, þetta er eins og þegar hræddur strákur hleyp- ur bak við pilsið hennar mömmu sinnar og hrópar há- stöfum: mamma mamma, það er vondur maður að hrekkja mig. — Eg veit einu sinni ekki hvort maður á að nenna að hneykslast á því þó að í þessu sama blaði hins við- kvæma Benedikts, stæðu í einni ritsmíð kurteisleg mál- blóm um andstæðinga, eins og: þeir eru alltaf með fing- urinn á gikknum,---------þe!r eru alltaf að prumpa og prumpuðu sig dauða —, fyrir nú utan orðið „asnaspörk", sem þeir gátu vel hafa lært af bréfinu mínu. JEg held við sleppum því að hneykslast, því „fátt er mannlegt full- komið“, en hitt fær m'g eng- inn til að viðurkenna að Ben. Gröndal sé Alþýðuflokkurinn. Eg þekki n\prga mæta menn innan Alþýðuflokksins og engum þieirra dytti i hug að berja sér á brjóst og segja: ég er flokkurinn. Veit ég ekki cg læt mig engu skifta hvort flokksmenn hans telja við- brögð hans við bréfi mínu sömu ættar og ég geri: ákall um hjálp í miklum vanda, eða þýða þau á þann veg að hér sé aðeins um að ræða sviplegan snert af mikil- mennsku brjálæði. Og hvort sem Ben. Gröndal hefur sjálf- ur rekið upp þetta ramakvein í Alþýðublaðinu eða einhver annar í hans stað, þá er jafn ósvarað fyrir því, og óhrakin af hans hendi, þau rök sem liggja til þess að þráseta Bandaríkjahers á Islandi er ógnun fullkomin við lif og framtíð þessarar þjóðar, — sem og harðyrtri ádeilu bréfs- ins á þau blöð sem hafa uppi siðlaust og þjösnalegt orð- bragð um helztu viðskipta- þjóðir okkar í sama mund og á það er treyst að þær skapi okkur lífsnauðsynlega mark- aði fyrir helztu útflutnings- vörur okkar. Þá kem ég að þeirri heil- síðugrein í Morgunblaðinu, sem þar er rituð í tilefni sama bréfs og Alþýðublaðið kveinlcar sér svo mjög undan. Því miður er einnig hún með því marki brennd, að hún er fyrst og fremst ætluð þeim sem ekki hafa lesið marg- nefnt bréf, en hún er að því leyti merkileg að eftir að hún er á þrykk gengin þá er minni dul yfir vissum sjónar- miðum en áður var. Við, sem höfum sett okkur það að vinna að burtför Bandaríkja- hers af Islandi, vitum það fullri vissu að stöðvar hans hér eru langt frá því það lóð á vogarskálinni að þær geti á nokkurn hátt komið í veg fyr- ir styrjöld á milli þeirra stór- velda sem nú deila harðast, heldur þjóna þeim tilgangi einurn, sem er andstæður öll- um friði, og sitja hér í skjóli þeirra póker- og bingóspilara sem taka hermang fram yfir þjóðarheill, setjandi okkur öll í geigvænlegri hættu en áður hefur ógnað okkur nokkru sinni, því „varnir í nútíma- hemaði eru engar til“, (og þó greinarhöfundur láti í það skina að það séu aðeins mín orð, þá voru þau, og þcis við getið um leið og þau voru skr'fuð, höfð eftir færustu hernaðarsérfræðingum Banda- ríkjanna á ýmsum stað og tíma á undanförnum árum). Þetta eru höfuðrök fyrir því að við hernámsandrtæðingar viljum losa land okkar úr klóm stcrveldis sem býr sig til styrjaldar, og aldrei síðan ljá neinu stórveldi né nokkr- um öðium þar fangastað á. Hér skal því viljandi sleppt að telja fram margt það ann- GuSmundur B að sem hnígur til hins sama skauts. þ.e. öll sú þjóð- skemmd sem hersetan vinnur á okkur, því það hefur verið talið og aldrei oftalið af mönnum sem eru mér færari, og hefur enginn hersetuvinur komið þar með gagnrök sem hald væri í. En nú segir í Morgunblaðs- greininni 21. sept. sl.; „það er barnaskapur að halda að kjarnorkuárás yrði bundin v'ð íslar.d eitt‘:. (Eg tek það fram að ég skil ekki kjarn- ann í þessari speki. Hver hef ur nokkru sinni haldið því fram að kjarnorkuárás yrði bundin við Island eitt?) Síð- an segir í beinu framhaldi þessara orða: „En þó svo ís- land slyppi eftir slíkan hild- arleik, hver vildi þá lifa í

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.