Nýi tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 7
af Páli A. Pálssyni yfirdýralœkni um ioan skoáa rafeindasjá og fleiri visinda- j alldóri Grímssyni efnafrœSingi og aS lokum 7 starfsmenn sauS fjárveikivarnanna, tislason lœkni og fleiri Ormar í tóngörnum Halldór sýnir okkur nokkrar ljósnlyndir af vefjagróðri og frumum sjúkurn af veirum. Bendir hann okkur á dökka díla 'á einni myndinni og segir, að álitið sé, að þarna sjáist sýk- illinn. Stærðinni er ekki fyrir að fara á þessum ögnum, ó- stækkaðar munu þær ekki vera nema 80—90 milljónustu hlutar úr mm í þvei*mál, en eru auð- vitað margfalt stækkaðar á myndinni. Mest notum* við stækkunina 8000 sinnum og 40.500 sinnum, segir Halldór, en tækið getur sýnt myndir af sýníshornínu stækkuðu 200 sinn um og allt upp í 160 þúsund sinnum. ■ - - Næst- sýnir Halldör okkur af- arstóra og' hraðgenga skilvindu, sem mikið er notuð á Keldum. Hún getur snúizt udp í 60 þús- und snúninga á mínútu og fell- ir. þá út smáagnir, sem ekki Væri hægt að aðskilja á annan hátt. .Segir Halldór, að hún hafi . mest verið notuð við hreinsun á sýkingarhæfum vökv um. v.ið gð >búa til sýkinearefni íi.'dýrátilraunir og til að botn- fella;;og..hreinsa veirur eins og tid: vdð framleiðslu á innflú- enzubólu efninu. i. Aðulokum sýnir Halldór okk- úr umEáu.i.'efnarannsóknarstofu sínajivgegist hann nú vera að 4 Bílar og fást þar við efnagreiningu við- víkjandi fjöruskjögri. Við hætt- um okkur hins vegar ekki út í að ræða við hann um efna- ffæðirannsóknir. Til þess er þekking okkar á þeim fræðum alltof bágborin. Sfarfsemi sau&fjár- veiksvarna Næst hittum við að máli starfsmenn sauðfjárveikivarn- anna, sem bækistöð hafa að Keldum, Guðmund Gíslason lækni, sem stjórnar þeirri starf- semi, og aðstoðarmann hans Halldór Vigfússon, en auk þeirra vinna 2—3 stúlkur þarna á vegum sauðfjárveikivarnanna. — Við höfum starfað hér frá því stofnunin tók til starfa, seg- ir Guðmundur, en áður vorum við með þessa starfsemi til húsa á rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg. Mesta vinnan hjá okkur er í því fólgin að rannsaka líffæri og blóðprufur í sambandi við sauðfjársjúk- dómana, svo sem garnaveiki og mæðiveiki, og fylgjast með út- breiðslu þessara sjúkdóma. Ár- lega berast okkur yfir 30 þús- und sýnishorn til rannsóknar víðsvegar að af landinu. Af þessari tölu má ráða, að það er ekki lítið starf, sem þarna er innt af höndum, þótt Guðmundur láti ekki mikið yfir því. Við spyrjum hann hve- nær hann hafi fyrst farið að gefa sig að því að rannsaka sauðfjársjúkdóma. — Ég byrjaði árið 1935 að vinna við rannsóknir á orma- veiki og lungnabólgu í sauðfé, í hænsaiótum — (Ljósmyndari Þjóðviljans Ari V. Kárason tók aiiar myndirnar nema af rafeindasjánni). Þjóiviljans Dregið 31. október um 1. bílinn, en það heíur þegar verið dregið um 500 vinningana, svo að þér getið strax vitað hvort þér haíið hlotið vinning Rafeindasjáin í notkun. segir Guðmundur, en þá voru það helztu sjúkdómarnir í kind- um. Rétt á eftii- komu upp mæðiveikin' og garnaveikin og urðu síðan um langt skeið að- alviðfangsefnin. Var t.d. á fyrstu árum starfseminnar hér lögð mest áherzla á þær rann- sóknir. Guðmundur og samstarfs- menn hans-fást að sjálfsögðu við rannsóknir á mörgum fleiri sjúkdómum en nú hafa verið nefndir, bæði í sauðfé og eins í öðrum búpeningi. Halldór Vigfússon sýnir okkur mikið safn sýktra líffæra, er þeir hafa þarna í glösum og krukk- um í hillunum hjá sér. Sýna þau vel þær breytingar, sem sjúkdómarnir valda á líffær- um dýranna. Ekki eru þessi líffæri öll fögur útlits. Þarna er krökkt af ýmis konar orm- um í garnabútum úr skepn- um, meira að segja úr tófu, þótt ekki teljist hún beint til búpenings hér á landi. Við rek- um augun í beinskemmdir í hænsnafótum, er orsakazt hafa af sérstökum sjúkdómi. Einn- ig skqðum við kindakjálka með svokölluðum gaddi, sem mynd- ast á tönnum sauðfjár eftir eldgos og kennt hefur verið eitrun frá öskunni í grasinu. Svona mætti lengi telja og sjást nokkur þessara sýktu líf- færa á myndum hér á síðunni. Við fáum einnig að glugga í smásjá hjá þeim og athuga sýkla og annað góðgæti, sem skemmtilegra er að sjá inni- lokað í tilraunaglösum en :að kynnast af eigin raun. f þriðju greininni frá Keld- um verður fjallað um veiru- rannsóknirnar, sem þar fara fram, en þar eru nú stundað- ar umfangsmiklar rannsóknir á veirusjúkdómum bæði í dýr- um og mönnum. Annast Margrét Guðnadóttir læknir rannsókn- irnar á mannasjúkdómunum og munum við ræða ofurlítið við hana í~hæsta og síðasta þætt- inum frá þessari heimsókn að Keldum. Fimmtudagur 12. október 1961 — NÝI TlMINN — (%'

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.