Nýi tíminn - 16.11.1961, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 16.11.1961, Blaðsíða 6
NVITÍMINN Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson. Ctgefandi: Sósíalistaflokkurinn. Áskriftargjald 100 kr. á ári. n 111111111111111 ] 111111111 > i ■■ 11111111111111111 m 1111 ■ 11111 u 111111111111111:11 i 11:11111: i i i i íslendingur á ensku ■Jl/fikið íhefur verið rætt og ritað um sjónvarp hér á * landi á undanförnum árum, og ýmsar athuganir hafa verið gerðar á kostnaði og skilyrðum hérlendis. Menn hefur greint mjög á um það hvort tímabært væri að hefja íslenzkt sjónvarp, hvort að því yrði menn- ingarauki, eða hvort það yrði léttvægt og jafnvel for- heimskandi tímamorðingi. Flestir munu þó hafa gert sér ljóst að sjónvarpsstarfsemi yrði hafin á Islandi fyrr eða síðar, svo ríkur þáttur sem það er orðið í löndunum umhverfis okkur, og viðfangsefni yrði' þá að reyna að tryggja það að sjónvarpsefnið værí sem myndarlegast og stuðlaði að auknum þroska, þekkingu og menningu. ¥Tmræður og ágreiningur um þetta efni hafa verið ^ eðlileg fyrirbæri, en til skamms tíma hefur engum dottið annað í hug en að viðfangsefnið væri það eitt hvort íslendingar ættu að hefja sjónvarpsstarfsemi sjálfir eða ekki. En nú blasir það allt í einu við að ætlunin sé að leyfa bandaríska hernámsliðinu á Kefla- víkurflugvelli að starfrækja sjónvarp fyrir meirihluta íslendinga, alla þá sem búa á suðvesturhluta landsins. Og þar með er málið sannarlega komið á nýtt stig. Það skiptir ekki öllu máli í því sambandi hvert álit menn kunna iað hafa á bandarísku sjónvarpi eða hverjar skoðanir menn hafa á hersetu á íslandi; nú er um það spurt hvort íslendingar eiga sjálfir að ráða menningar- og skemmti-starfsemi hér á landi eða afhenda erlend- um mönnum heimild til slíkrar iðju. Og þar er enn verið að spyrja þeirrar spurningar hvort íslendingar eigi að vera sjálfstæð þjóð eða ekki. Fullveldi þjóðar er ekkert lögfræðilegt form heldur lifandi veruleiki, og það sker úr um sjálfstæðið hvort þjóðin megnar að halda uppi fjölbreyttu, lifandi og sjálfstæðu menning- arlífi, dugmiklu fræðslukerfi, vísindum, listum og skemmtunum. Stofnanir eins og skólar, rannsóknastof- ur, útvarp og sjónvarp eru mælikvarði á það hvort þjóð er sjálfstæð eða ekki; kikni þjóð undir lifandi menn- ingarstarfsemi er hún ekki sjálfstæð hvað sem öllum formum líður. Aðeins í nýlendum viðgengst það enn að erlend ríki eigi skóla, útvarp eða sjónvarp, og um leið og slíkar .þjóðir fá sjálfstæði er það fyrsta verk þeirra að taka alla þvílíka starfsemi í eígin hendur. Tlf'orgunblaðið hefur reynt að flækja málið með því að halda því fram að það sé fjandskapur við Banda- ríkin ef menn eru andvígir því að hernámsliðið fái að starfrækja sjónvarp handa Íslendingum og spurt hvort slíkir menin séu þá ekki einnig á móti bandarískum kvikmyndum, bandarískri hljómlist o.s.frv. Allar kvik- myndir hér á landi eru sýndar í íslenzkum kvikmynda- húsum, öll hljómlist flutt á yegum íslenzkra aðila; það er þannig íslendinga sjálfra að velja og hafna (þótt valið sé að vísu stundum lágkúrulegt). Á sama hátt yrði eflaust bandarískt efni í íslenzku sjónvarpi, þegar það kæmist upp, en jafnvel Morgunblaðið hlýtur að skilja hversu alger eðlismunur er á því að íslendingar haldi sjálfir uppi menningar- og skemmti-starfsemi í landi sínu eða afhendi hana útlendingum. jyjbrgunblaðið hefur einnig sagt að það hafi þá trölla- trú á íslemzikri menningu að bandarísk sjónvarps- starfsemi muni ekki geta spillt henni. Það er auðvelt að flíka slíkum hreystiyrðum, en reynslan er ólýgnust. Á sínum tíma fluttist stór hluti þjóðarinnar til Amer- íku, kjarnmikið fólk sem var íslenzk menning runnin í merg og blóð. Samt tók það aðeins eirua til tvær kynslóðir að gera þetta þjóðarbrot amerískt vegna þess að það lifði í erlendu menningarumhverfi. í sambandi við för forseta íslands vestur um haf var því vel lýst hvemig komið væri með setningunni: „Það er líka hægt að vera góður fslendingur á ensku“. Er það ef til vill hugsjón Morgunblaðsins að sá hluti þjóðarinnar sem enn býr á þessari eyju verði einnig góðir íslend- ingar á ensku? — m. Blaðaskrif ðssonar Jón Sigurðsson: RIT Blaðagreinar I. Bókaút- gáfa Menningarsjóðs og í»jóðvinafélagsins, Rvík. 1981. — Svcrrir Krist- jánsson sá um útgáfuna. — Prentsmidjan Odtii h/f prcntaði. Fútt hefur íslendinga greint minna á um en ágæti Jóns Sigurðssonar frá Rafnseyri, og gildir þar næstum einu um sam- tíð harís og seinnitíma menn. Allt frá því að hann tók for- ustu stjórnfrelsisflokksins á Þjóðfundinum 1851 og til dauðadags tjáði engum stund- inni lengur að tefla við hann um hylli landsmanna; meira að segja fyrirgafst honum von- um bráðar að mestu, er hann gekk fram fyrir skjöldu lækn- ingamanna gegn hinum vígreifu postulum niðurskurðarins í fjárkláðamálinu. Jón var fyrsti stjórnmálaleið- togi íslendinga í nýjum sið, og lét hann sér -fæst óviðkomandi, sem hann taldi til framfara horfa. Óneitanlega var hann ráðríkur og óvæginn við þá, sem risu gegn honum í ein- stökum málum. Leiddi það til þess, að nokkrir mætir menn lentu á öndverðum meiði við hann, og má þar einkum geta þeirrá Gísla Brynjólfssonar, Arnljóts Ólafssonar og Gríms Thomsens. En svo mikil voru ítök Jóns imeðal íslendinga, að þessir andmælingar hans, sem um margt voru hinir mæt- ustu menn, hafa tæplega enn- þá fengið að njóta sannmælis. Væri þó vafalaust hægt að veita þeim uppreisn án þess að orðstír Jóns bíði við það hnekki. Svo hugstæður sem Jón hef- ur jafnan verið Islendingum er ekki nema að vonum, að þeir hafa heiðrað minningu hans meira en nokkurs annars af öpdvegismönnum sínum. Munu þó flestir á einu máli um, að skuldin við hann verði seint eða aldrei að fullu greidd. Þegar að Jóni látnum ritaði sr. Eiríkur Briem ítarlega ævi- minningu hans í Andvara. Ár- ið 1887 gaf Þorlákur Ó. John- sen út æviágrip Jóns frænda síns á ensku. Á aldarafmæli Jóns, 1911 minntist Bókmennta- félagið þessa athafnasama for- seta síns með myndarlegu af- mælishefti af tímariti sínu, Skírni. Sama. ár sáu þeir Jón Jensson og Þoiieifur H. Bjarna- son um útgáfu á úryali úr bréfum Jóns fyrir báðar deild- ir Bókmenntafélagsins; og 1935 sá Þorleifur um útgáfu á nýju safni bréfa hans. Á árunum 1929—’33, þegar draugur heimskreppunnar.riiiklú reið sem ákafast húsum hér um slóðir, gaf Þjóðvinafélagið út mikla ævisögu Jóns í fimm bindum. Var hún eftir dr. Pál Eggert Ólason, mikilvirkasta sagnfræðing íslands það sem af er þessari öld, svó að ekíri sé meira sagt. Er ekki grunlaust um, að þá hafi ýmsir talið skuldina við minningu leiðtog- ans mikla greidda að svo miklu leyti sem þess mætli verða auðið í rituðu máli og þá öll kurl komin tii grafar. En hér sannaðist sem endra- nær, að sagnfræðingum auðn- ast sjaldan eða aldrei að tæma viöíangsefni sín svo, að þeir fái sagt um þau síðasta orð- ið. Ef ekki kemur ný vitn- eskja á daginn, bréf, skjöl eða annað, sem varpar nýju Ijósi á menn og málefni, þá koma þó altjent nýir tímar, sem leggja annað og ólíkt mat á hvað eina. Síðastliðinn áratug Sverrir Kristjánsson hefur Lúðvík Kristjánsson dregið fram í dagsljósið fjöl- margar áður óathugaðar heim- ildir um Jón Sigurðsson og samtíð hans, og hafa bækur hans ótvírætt sannað, hvílík þörf er orðin á að kanna á ný og rita sögu Jóns og frelsis- baráttunnar, auk þeirra þátta, sem aldrei hafa verið kann- aðir að neinu ráði. Hlýtur fyrr en síðar að reka að því, að svo verði gert, ef íslending- ar gerast ekki með öllu af- huga sinni eigin sögu. En áður þar kemur er ótvíræður vinn- ingur að því, að sem flest birtist af vönduð.um og velút- gefnum frumheimildum og ein- stökum athugunum( og rann- ■ sóknúm á takmörkuðum svið- um. Hefur að vísu nokkuð þokað í þá átt. á liðnum ár- um, þó að stórum bet.ur megi,- ef du.ga skal. Otgáfa sú á. blaðagreinum Jóns Sigurðssonar, sem hjr um ræðir, er einn steihnirín, sém nota ber í hleðsluna, þegar saga stjórnfrelsisbaráttunnar og raunar allrar 19. aldarinn- ar verður sett saman. Tildrög útgáfunnar má víst rekja til þess frekar fágæta atviks að þingmenn úr öllum þingflokkunum fluttu í samein- ingu þingsályktunartillögu um að gefa út öll rit Jóns Sig- urðssonar í tilefni af 150 ára afmæli hans, þ.e. gera ritum hans svipuð skil og Banda- ríkjamenn hafa gert Jefferson og Lincoln, andríkustu forset- um sínum. Við nánari athugun var samt horfið frá svo stóru fyrirtæki hér, enda fannst mörgum það meira horfa til sundurgerðar en sannra nyt- semda. Varð þá úr að hafa þann hátt á að gefa a.m.k. út blaðagreinár hans, sem birzt höfðu á víð og dreif í útlend- um blöðum sem innlendum um daga hans og hafa því verið fæstúm aðgengilegar. Voru þær þar á ofan flestar nafnlausar, og er raunar mest að þakka hirðusemi Jóns sjálfs og safn- aranáttúru, svo og ummælum hans í einkabréfum, að hægt er að feðra sumar þeirra. Alls munu greinar þessar fylla þrjú bindi, og er það hið fyrsta, sem nú hefur birzt. Það hefst á formála og ítarlegum inngangi Sverris Kristjánsson- ar, sem hefur annazt ritstjórn- ina af mestu prýði að því er séð verður. Er inngangur hans góður fengur og minnir á, að Sverrir hefur áður birt af- bragðs ritgerð um tímabilið 1830—’51, sem er að finna í bókinni Hugvekju til Islendinga frá árinu 1951. — Annars er inngangur sá, sem hér um ræð- ir, einkum til þess ætlaður að auka lesendum skilning á meg- inefni bókarinnar, og fæ ég ekki betur séð en þeim til- gangi sé vel náð. — Samtals eru formáli, inngangur og heimildaskrá 64 bls. (LXIV). Þá tekur við I. hluti rit- gerðanna, hinar íslenzku, sem birtust í Reykjavíkurpóstinum (2), Lanztíðindunum (1), Þjóð- ólfi (17), Norðra (1, sem er þó varla nema au.glýsing), Norð- anfara (5), Baldri (1), fsafold (1) og Norðlingi (1), — samtals 29 greinar og greinakorn frá árunum 1848—’78. Fjalla rit- smíðar þessar um hin ólíkustu efni, enda' ekki öllum ætlað langlífi af höfundarins hálfu. Ná greinar þessar-yfir bls. 3— 76. II., þáttur ér .greinar í dönskum blöðum, og eru mai'j :■!• þéirra:1 liinar . markverðusti Sanna þær Ijóslega, hversu ái vakur Jón vaé, er honui . fannst á Island dg. Islendinp hallað í dönskum blöðum. He u.r siíkt þó. vérið nóg tfl a æra óstöðugari.. .Fjalla . grein: þessar (rir. 30—66) m. a. ui verzlunarmál (en J.ón hóf eir mitt, /opiriber afskipti af má efnum íslands með svargrei sinni,: „P. C. Knúdtzori conti .6' — NÝI TÍMINN •— Fimmtudagur 16. nóvember 1961

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.