Nýi tíminn - 16.11.1961, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 16.11.1961, Blaðsíða 12
4 NÝI TÍMINN Fimmtudaginn 16. nóvember 1961 — 6. tölublað. „Sagiiameistariim Sturla”, ný bók eítir Gunnar Benediktsson „Sagnameistarinn Sturla“ nefn- ist ný bók eftir Gunnar Bene- diktsson rithiifund. Koni hún út í gær hjá Bókaútgáfu Meiming- arsjóðs. Bókin fjallar um Sturlu Þórð- arson hinn mikla sagnaritara sem uppi var 1214—1284. Efni bókarinnar, sem er rúm- ar 200 bls. að stærð, skiptist í inngangskafla: Kvnni á förnum vegi, og þrjá meginkafla; 1. Æskumaðurinn. 2. Höfðinginn. 3. Skáld og sagnameistari. „Sagnameistarinn Sturla“ er einskonar framhald tveggja fyrrj bóka Gunnars Benedikts- sonar um bjóðlíf á Sturlunga- öld: ísland hefur jarl. nokkrir örlagaþættir SturJungaaldar (útg. 19,64) og Snorri skáld í Reyk- holti, leikmaður krefur kunnar heimiJdir (útg. 1957). í inngangskafla segir höfund- ur m.a.: „Hin miltla trú á hlut- lægni Sturlu í ritun sinni hefur um sumt truflað réttan skilning á mönnum og málefnum samtíð- ar hans, og er Snorri frændi hans þar nærtækasta dæmið. Svo sem rit Sturlu eru lykill- inn að kynnum við höfundinn svo er þekking á höfundinum og frásagnarmáta hans ekkj s'ð- ur lýkiJl að réttum skilningi á ritunum. Sturla er viðurkenndur einn af öndvegishöfundum sinn- ar tiðar. En minna hefur verið hirt um að grafast fyrir um rit- hofundareinkenni hans. Og það er af því að fyrst og fremst hef- ur verið litið á gildi hans sem hlutlægs ritara sagnfræðilegra staðreynda. Menn lúka upp ein- um munni um það, að hann hafi verið mótfallinn ásælni norska konungsvaldsins. En hvergi hef- ur verið sögð saga þeirrar bar- áttu, á hvern hátt hún var háð og hver urðu endalok bennar. Sturla hefur I sannÍSika sagt verið næsta sviplítil persóna í sagnritun íslendinga. Persónu þessari hef ég kynnzt i leit að öðrum persónuin í ritum hans. Og það er ein hin sérkennileg- asta persóna, sem ég hef kynnzt, Gunnar Benediktsson hið fjölbreytilegasta sambland af hetjulund og litiJþægni, djúp- hygJi o.g hjátrú, þurri fræði- mennsku og dramatísku hug- myndaflugi og rit'snilld. Tilgang- ur þessa rits er að beina öðrum á leið til hinna sömu kynna.“ Hvað verður gert við líaiis Eroll? BONN — Ambassador Vestur- Þýzkalands í Moskvu, Hans KroJl, hefur verið kallaður til Bonn vegna þess að hann hafði lýst fylgi við vissar tillögur um lausn Berlínardeilunnar. Aden- auer ræddi við Kroll i dag. Ekkert er vitað hvort Kroll verður sviptur embætti, en viss- ir stjórnaraðilar í Bonn hafa krafizt þess. | Starrinn kom sem laumu- | farþegi með Brúarfossi Það cr höndin á Kristjáni Jóhannssyní, bifreið arstjóra hjá Eimskip, sem umlykur starrann, sem scgir frá hér að neðan. (Ljósm. Þjóðv.). Þegar Brúarfoss lagðist að bryggju hér í Reykjavík í fyrradag var byrjað að skipa upp farminum. Þegar farið var að hreyfa tunnur á dekki sást inn á milli tunnanna lít- ill og vesældarlegur fugl. Góðir menn við höfnina tóku fuglinn í fóstur og hlúðu að honum og síðan var hann sendur í skoðun til Finns Guðmundssonar fuglafræð- ings. Er fréttamaður blaðsins hringdi til skrifstofu Náttúru- gripasafnsins var Finnur fjar- verandi og leysti Kristján Geirmundsson úr spurningum varðahdi fuglinn. KSi'Stjáp sagði að fuglinn væri starri. Starrar hafa ver- ið aigengir hér undanfarin ár og koma þeir á haustin og íara aftur á vorin, nema hvað vitað er að þeir hafi gerCsér hreiður í Hornafirði að und- anförnu. Þegar fuglatalning fór fram hér í Reykjavík um síðustu áramót voru taldir hér 200 starrar og héldu þeir sig einkum í görðum í grennd við Sóleyjargötu og Fríkirkju- veg. Ekki er vitað til að starrar hafi orpið í Reykja- vík. Kristján taldi sennilegt að starrinn hefði komið um borð í Brúarfoss er hann var á siglingu um Norðursjóinn, því það mun vera mjög al- gengt að fuglai’, sem eru á leið frá Norðurlöndum suður á bóginn, villst af leið og setjist aðframkomnir á skip, sem sigla þar um slóðir. Starri er venjulegur spör- fugl skyldari hrafni en þresti. Auk starrans koma hingað á haustin og fara að vori grá- þröstur, svartþröstur og silki- toppur. Kristján sagði að starrinn væri nú óðum að hressast eft- ir volkið og líklegt að honum yrði sleppt. Starrinn spókar sig í glugga í verkstjóraherbergi við höfnina. Formaöur LIU vill þá vexti er ííúkuðust íyrir viðreisn því sanngirni að sjómenn tækju að nokkru levti þátt í þessum tiJkostnaðarauka með bví að fall- ast á .eðlilegar1 breytingar á kjör- um sínum. Las formaður i þessu sambandi rekstursáætlun um rekstur vélbáta má!i sínu til stuðnings. jafnframt öðrum upp- Iýsingum um þessi efni. Þá skýrði formaður frá því, ao enn neiuu eKKi leKizt ingar um síldarverð, nema á bræðslusíld. Kvað nú þá nauð- sjm við blasa, að skipuð yrði verðlagsnefnd fiskkaupenda og útvegsmanna með hlutlausum oddaaðila með úrskurðarvaldi. Togaramálin Þá vék Sverrir Júlíusson að hinum geigvænlega aflabresti togaranna og hinum sérstæðu vandamálum þeirrar greinar sjávarútvegsins. Kvað hann fundinn þurfa að taka afstöðu til þeirra, og því yrði að treysta, að þessi vandi yrði leystur sem f.yrst, og því fyrr sem það væri gert, því betra. vilsfa Lámámba r Sverrir Júliusson, formaður L ÍÚ, hélt raeðu í byrjun 22. að- alfundur LfÚ, sem hófst nýlega i Tjarnarkaffi. í ræðu sinni ræddi Sverrir m.a. um vaxtamál sjávarútvegsins og lýsti yfir þeirri skoðun sinni að vextir af rekstrarlánum útgerðarinnar, sem nú erú 7 og 714%, yrðu að lækka niður í 5 og 514%, eða niður í það sama og var fyrir viðreisn og að aðrir vextir af stofnlánum útgerðarinnar lækk- uðu niður í það sama og var fyrir viðreisn. Einnig bar hann fram ósk um það að lán til skipakaupa verði vcitt til 20 ára. Sverrir sagði ennfremur að bankafróður maður hefði tjáð sér að ástæðulaust væri fyrir Seðiabankann að taka meira en 314% vexti vegna áhættunnar sem hann hefði af afurðaiánum. Vonbrigði með lánaflokk Þá ræddi formaður ákvörðun ríkisstjórnarinnar í jan. s.l. að opna sérstakan lánaflokk í 1 Stofnlánadeild sjávarútvegsins við Seðlabankann í þágu útvegs- ins. Rakti hann afskipti stjórnar LÍÚ af þeim málum og taldi, að þar hafi ekki verið gætt sem skyldi að láta fulltrúa útvegsins hafa aðstöðu til afskipta af framkvæmd þessara mála og hafi hún valdið útvegsmönnum vonbrigðum. Kjör sjómanna á síld- veiðum of góð Síðan vék Sverrir Júlíusson að hinum gagnkvæma skilningi, sem lengst af hafi ríkt milli út- vegsmanna og sjómanna. Hann kvað það nú við blasa, að hin dýru og fullkomnu tæki, sem tekin hafa verið í notkun nú undanfarið í æ ríkara mæli, væri svo þungur greiðslúbaggi á út- gerðinni, að hún gæti ekki und- ir risið með óbrevttum sjó- marinakjörum, þótt vel veiddist eins og s.l. sumar. Hinsvegar hefðu kjör sjómanna stórbatn- að við tilkomu þessara tækja vegna aukins afla og væri það NEW YORK 14/11 — Sérstök nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem skipuð var til að rannsaka morð- ið á Lumumba, þjóðarleiðtoga og forsætisráðhcrra Kongó- manna, hefur nú skilað skýrslu um athuganir sínar. Segir þar að belgískir liðsforingjar hafi framið morðið á Lumumba sam- kvæmt fyrirskipun Tshombes og að honum viðstöddum. í skýrslu nefndarinnar segir að Lumumba hafi verið myrtur samkvæmt fyrirframgerðri áætl- un. Tveir belgiskir liðsforingjar, Huyghe og Gat, framkvæmdu þetta ódæðisverk. 9 Sovézkur hag- fræðiprófessos í heinisóhn Kunnur sovézkur hagfræð- ingur, prófessor Vassilíj Vas- jútín, kom hingað til lands sl. sunnudag. Vasjútín er sérffæðingur í áætlunarhagfræði og kennir við háskóla í Moskvu. Hann kemur hingað á vegum MÍR og mun dveljast hér í viku- tíma eða svo. Dag skal að kveldi lofa nefn- ist nýjasta skáldsaga Elínborg- ar Lárusdóttur og gefUr Norðri bókina út á sjötugsafmæli henn- ar, sem var 12. nóvember. Dag skal að kveldi lofa er framhald sögunnar Sól í hádeg- isstað, sem kom út í fvrra. Sög- ur þessar eiga að gerast á 17. öld. Þessi síðari bók er 290 bls. Þetta er 23. bók Elínborgar Lár- usdóttur, fyrsta bók hennar, Sög- ur, kom út 1935.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.