Litli Bergþór - 24.02.1984, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 24.02.1984, Blaðsíða 18
-16- Fyrir nokkru var Félag Biskupstungnamanna í Reykóavík lagt niður, og voru eignir þess þá afhentar hreppsnefnd Biskupstungna. Þær eru aðallega allmörg eintök af bókinni Inn til fjalla, II. og III. bindi,sem félagið gaf út á árunum 1953 og 1966. Flest eintökin af II. bindi eru óinnbundin og eru þau 80 að tölu. Af III. bindi eru 87 eintök og eru þau öll innbundin. Ekkert er hins vegar til af I. bindinu, sem kom út árið 1949. Hreppsnefnd hefur nú samþykkt að bækur þessar verði boðnar til sölu á kr. 800,- eintakið innbundið.. Verði fáð sem inn kemur notað til að láta ljósprenta I. bindið, en síðan verði það selt á kostnaðarverði. Það sem inn kemur fyrir það verði lagt inn á verðtryggðan sparireikning, og verði heimilt að lána það út til að kosta útgáfu á hliðstæðu riti og Inn til fjalla. Hreppsnefnd kaus neðanskráða hreppsnefndarmenn til að sjá um sölu á'xbók- unum,bókband og ljósprentun. Því eru framangreind eintök af III. bindi til sölu hjá þeim. Þeir sem hafa hug á að eignast I. og II. bindið eru beðnir að panta þau hjá þeim sömu. Guðríður Þórarinsdóttir frá Drumboddstöðum sá um útgáfu á ritinu og eru í III. bindi eftirtaldar greinar eftir hana: Endurreisn Skálholtsstaðar, Frú Si^urlaug Erlendsdóttir, Bræðra- og systrabrúðkaup, Lítið synishorn af kveðskap sóra Guðmundar Torfasonar prests að Torfastöðum, Unglingafélag _ Eystritungunnar, Ungmennafélag Biskupstungna, Sigríður á Vatns- leysu og Hólasystur. Hjónin í Litla-Hvammi skrifar hún ásamt Ærna öla. Þar er einnig að finna leikþátt um Gissur Isleifsson og Döllú Þorvaldsdóttur eftir Sigurbjörn Einarsson, Torfastaða- prestar eftir Þorstein Þorsteinsson, Séra Eiríkur Þ. Stefánsson eftir Magnús Víglundsson, Heimsókn Stephans G. Stephanssonar, Sigurður Greipsson og Haukadalsskólinn eftir Þorstein Sigurðs- son, Gullfoss og Geysir eftir Sigurð Skúlason, Astir dalastúlk- unnar og fjallasveinsins við Gullfoss eftir Jón Gíslason og Dulrænar smásögur sem Þorsteinn Þðrarinsson og fleiri skráðu. Einnig eru skipulagsskrár Minningarsjóðs Biskupstungna, Minn- ingarsjóðs Einars Guðmundssonar á Vatnsleysu og Gjafasjóðs Jóns Halldórssonar og manntöl í Biskupstungum árin 1901 og 1950. Arnór Karlsson. Þorfinnur Þórarinsson. Þuríður Sigurðardóttir.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.