Litli Bergþór - 24.02.1984, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 24.02.1984, Blaðsíða 23
-21- Þar eð sýningin var haldin jafn seint og fyrr greinir, voru hrútarnir mjög misjafnlega á sig komnir eftir því hver^a meðferð þeir höfðu fengið. Sumir voru sðttir utan af myri og voru farnir að leggja af. Aðrir höfðu gengið á ^ððu ræktuðu landi og voru vel á sig komnir. Þetta hlytur að hafa talsverð áhrif á dðmana, og getur enginn ætlast til að hér sá um einhver-ja Salðmonsdðma að ræða, þð að glöggir menn dæmi. - Þð hef ág aldrei efast um gildi hrútasýninga. Sjálfum finnst már fengur að því að fá um- sögn um eigin hrúta, og á'meðan hægt var að flytja hrútana saman á einn stað, var alltaf hægt að sjá eitthvað sem talist gat til fyrirmyndar. Oft hafði ág ástæðu til að vera óánægður meö eigin kindur eftir þann samanhurð. Má segja, að ekki síst væri ávinningur að því. Of mikil sjálfsánægja getur verið skaðleg í ræktunar- starfinu. j£g tel að sýningarnar og einnig þátttaka í skýrslu- haldi í sauðfjárræktarfélögunum hafi enn aukist að gildi eftir að sæðingarstarfsemin kom til sögunnar. Nú er það sæðingarstarfið, sem beint og ðbeint hefur mest áhrif í kynbótaátt, og hefur reyndar þegar stuðlað að miklum fram- förum, a.m.k. með tilliti til ketgæða. - Eins og í naut- griparækt verða ráðunautarnir að styðjast við sýningar og skýrslugerð bæna. An þess aö hvorttveggja komi til er erfitt fyrir þá sem velja gripi á sæðingarstöðvar, að leysa sín viðfangsefni. Almenn þátttaka bænda í búfjar- ræktarfélögunum er þess vegna mjög mikilvæg. Til þess að kynnast fyrr og betur eiginleikum sæðingar- hrútanna og til að auðvelda bændum lífhrútavalið, tðk Hjalti Oestsson upp lambhrútadðma, og hafa þeir^veriö teknir upp víða um landið eftir hans fyrirmynd. Lambhrútaskoðunin fer yfirleitt fram á hrútasýningunum og hefur svo verið hár í sveit. Er hiklaust ávinningur af. Þð má segja að hár nýtist lambhrútaskoðunin ekki eins vel við lífhrútavalið og verið gæti vegna þess hve seint er sýnt (eftir sláturtíð). En við erum látnir reka lestina vegna riðunnar. Sumum finnst erfitt að sætta sig við það, en már finnst það ekki ðeðlilegt. Jlící$irdtd,tvAan. Enn er ýmislegt ðráðið varðandi miðsvetrarvökuna, en þð er ákveðið að leiknefnd sjái um kvöldvöku og verður hún laugardaginn 17. mars. Hún mun verða í léttum dúr, með glens og gaman en að sýálfsögðu ákaflega menningarleg í aðra röndina. Etv.^verður haldið harmonikku- ball og íþrottakvöldið verður^á sínum stað. Sem sagt, nánar auglýst siðar.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.