Litli Bergþór - 11.12.1984, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 11.12.1984, Blaðsíða 19
18 Þegar húgsaö er til þessara fyrstu ára heimavistarskólanna eins og mór er það í minni, þá er það svo að skólastjórinn^ kennarinn, kemur fyrst í hugann. En hann var að sjálfsögðu ekki einn um að stjóma og sjá um daglegan rekstur skólans. Þar á ég við húsmóöurina, eða ráðskonima eins og hún var ævinlega nefnd. Eg held að sú mikla áhyrgð sem hvíldi á hennar herðum aö st.iórna hví stóra heimili sem heimavistarskóli var og er enn^ þó hann sé víðast aflagður,að það hafi ekki allir gert sér fulla grein fyrir því hvað þetta hlýtur aö hafa verið mikið starf. Þá var ekki hægt að hringja í búöina og panta vörur daglega. Það varð næstum að skipuleggja vetur fyrirfram með matarforða. Eg hugsa aö í fæstum tilvikum hafi verið um að ræða annað en að ein kona annaðist þetta á hverjum stað. Því nefni ég þetta að ég get ekki látið hjá liða að minnast á þá ráðskonu sem var í skólanum í Reykholti þann tíma sem ég var í hamaskóla. Sama ár og Stefán Sigurðsson skólastjóri kemur að skólanum, kom sem ráðskona, Sigríður Brynjólfsdóttir, einnig úr A-Skaftafellssýslu, frá Starmýri í Álftafirði. Ekki er ólíklegt að þau hafi verið eitthvað kunnug áður þó ég viti það ekki. Sigríður var systir Jörundar Brynjólfssonar hónda og alþingismanns í Skálholti. Sigríður var,held ég,einstök manneskja í þessu starfi^ekki síður en skólastjórinn í sínu. ÞaÖ skal fúslega játað að okkur krökkunum fannst hún oft ströng um of en ég er sannfærður um þaö>að þegar maður vitkaðist og fór að hugsa þessa hluti eftir á,þá hafi allir, undantekningarlaust, horið óblandna virðingu og traust til hennar.,Maður undrast hverju hún hlýtur að hafa orðið að afkasta. Auðvitað vorum við krakkamir látnir hjálpa til eins og hægt var en það hefur stundum tekið á þolinmæðina að hafa þennan ólíka krakkahóp í kringum sig. Hún virtist líta á okkur krakkana sern sín eigin börn og aldrei held ég að hún hafi tekið eitt fram yfir annað og enginn hafi látið sér detta í hug að óhlýönast henni. Það er- svo ótal margt sem kemur í hugann þegar staldrað er við og hugsað til þess tíma þegar maður var „lítill" í barna- skóla. Úr leikfiminni man ég fátt sem fest hefur í minni,því léikfimismaður var ég aldrei þó maður dinglaöi með. Mér gekk hetur í sundinu og man frekar eftir því. Eg ætla svona til gamans að segja frá einu smá atviki í samhandi við sundið til þess að sýna hvað þetta var nýtt og óþekkt fyrirbæri. Flestir af krökkunum höfðu aldrei komið ofan í vatn, nema þá í hað í þvottabala á eldhúsgólfinu. Með mér voru í skólanum, systkini frá Haukadal, systurhörn Sigurðar Greipssonar hins þekkta íþróttafrömuðar og skólastjóra um langt árahil. Foreldrar þessara systkina bjuggu þá í Haukadal. Þá var skólinn þar tekinn til starfa, steypt sundlaug var þá^nýbyggð. Þessi systkini voru flugsynd þegar þau komu í harnaskólann, að mig minnir þau einu af krökkunum sem það kunnu. Nú var það í fyrsta sinn sem stelpurnar fóru í sund að þá stakk hún sér af sundlaugarbarminum þessi synda frá Haukadal og önnur sem stóð við hliðina á henni gerði eins, taldi það sjálfsagt aö hún gæti þaö líka en hún hafði aldrei í vatn komið áður.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.