Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 3
A V A R P Menntskslingar eru furðulegur samsöfnuður manna, sem í eru samankomnar flestar hugsanlegar, mannlegar dygfrðir og ódyggðir, einkum þó hinar síðarnefndu. Venjulegar dyggðir og dyggðugir menn eru^yfirleitt skelfing vmmnir og leiðir hlutir og vart vel fallnir til að gefa hóp manna skemmtilegan svip, odyggðirnar eru hins vegar nokkru athyglisverðari, en jþó er það, sem áður þótti hneyksli og óhafa, orðið svo grátlega almennt, að mönnura hættir til að fá klígju í hálsinn verði þeim til þess hugsað. - Ein manngerð er víða má sjá, eru hinir glæstu og yfirlætislegu heimsmenn, sem standa gjarnan reykjandi, hrosandi íbyggilega og segjandi frá afreksverkum sínum eða bollaleggjandi dirfskufull og heillandi aform. Svall og svaðilfarir er í þeirra augum það líferni, sem stefna ber að framar öllu, og betra að ljuga upp á sig slíkum lifnaði en ekki. Oftast lítur slíkur maður með fyrirlitningu á aðra en sína jafningja og helzt alla aðra en sjálfan sig. Andstsða þessara eru siðferðispostularnir og bindindisfrömuðirnir, sem fyilast vandlstingu og jafnvel ekka, ef talað er galauslega um "alvarleg" efni, hvað þá meira. Þeir eru persónugerfingar almenningsálitsins, sem leitast við að veita öllum mannlegum gerðum^í tilbreytingasnauðan og fúlan farvegj sem fuglar siðgæðisins sveima yfir án afláts, kvakandi sitt dirrindí. - Rotskyldir þessum eru íþróttaáhugamennirnir, eymingja kallarnir, - Fleotir eru menn fullir lítilsvirðingar á öllu námi og þykir fínt. Eru margir mjög áfjáðir að skýra frá leti sinni við lestur og neyða mann oft með góðu eða illu til að hlýða á fjálg- legar lýsingar á skeytingarleysi sínu og vanlestri.. - Nckkrir menn þjáBt af feikilegri löng-un til að láta á sér bera oq eru^tíðum afar skoplegir í þessari viðleitni sinni, Þeir reka upp ferlega hlátra á göngum, í stofum og stigum, til þess að vekja á sór athygli, ónýta muni, útkrota auglýsingar og þ.u.l. og reyna af öllum mætti að fá sinn oftar hugmyndasnauða heila til að finna upp á einhverju því, er gefi ástsðu til, að hin hrífandi setning: "hann var ódæll í skóla" verði um þá sögð' í framtíðinni. Jafnvel konur eru teknar að bisa við að vera hrreykslan- legar og er það hlægileg sjón. - Loks má nefna hin andlegu stórveldi vor, sem eiga svo miklu háleitari áhugamál en aðrir og eru voða gáfaðir. Stundum tala þe ir saman og þá eru umræðuefni þeirra miklu göfugri en hinna, stunduro standa þeir einir ser, viturlegir á svip, og horfa halfluktum meðaumkunaraugum á skrílinn umhverfis..... Slík er sú mynd,er vór sjáum og hún er harla ill. Uppgerð og snobbsýki eru þær cigindir, er helzt sór, en látleysi og eðlileika er sorglega fátítt að finna. - Og með ritsnilli ofantaldra manntegvmda til aðstoðar á að gefa út blað .... drottinn minn'’í helvíti, verður manni fyrst að orði. En sjáandi, að þetta verður ekki umflúið reynir maður að sætta sig við aðstæðurnar, setur upp miðgerzkan svip og streitist við að hugsa spekilega. Og á einhvern hátt tekst manni að komast að frh. bls, 21.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.