Skólablaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 20
x - 20 - ,
FELAGSLIF
skólanum
Það verður að teljast vafalaust, að
margir gáfumenn séu samankomnir í þessum J
skola, en námið er misjafnlega rækt,
eins og gengur. Sumir stunda það af
mikilli alúð og lcostgæfni, aðrir slæ-• j
lega, lesa aðeins þær lexíur, sem þeim |
kann að vera hlýtt yfir í kennslustundum.j
Samt hafa flestir nemendur þá hugsun
sameiginlega, að fyrir utan námið skuli j
þeir helckjast til við kennarana og ger.a \
þeim gramt .í'.geði En skólasetan getur
veitt fleira, sem hefur jafnvel meira
giidij - nefnilega ótakmarkaða aðstöðu
'til f ólagsþroska. Ekki þarf glöggskyggn-l
an mann til að sjá, að þessi aðstaða er
illa notuð á stundum og fólagslífi í
mörgu ábótavant.
Kjög tíðkast það hór í skólanum, að
menn dragi dár hver að öðrum og er slíkt J
eðlilogt ungu og fjörmiklu fólki, og
sjálfsagt oó það græskulaust gaman. -
Skoðanir okkar á þjóðmálum kunna að vera
ólíkar og þráttað er um,hvað rótt só og
hvaö rangt. í hreinskilni sagt er það
æskilegt, ef gert er í sönnu bróðerni. -
En umfram allt megum við ekki láta það
standa fólagsþroska okkar fyrir þrifum,
Við verðum að viðurkenna, að fundirnir
hór í skólanum s.l. vetur voru okkur
lítt til sóma. Má segja, að orð Platóns
til samborgara sinna hafi átt vel við
okkur þá: "Það hef óg oft undrast,
Aþenumenn, að þið eru skynsömustu menn
þegar óg tala við ykkur hvorn um sig, en
þegar þið komið allir saman, hagið þið
ykkur eins og fáráðlingar,", - í fyrra-
vetur gerðu ýmsir nemendur tilraun til
að glæða fólagslíf í skólanum, en því
miður tók dálítill hópur manna að grafa
undan þessu starfi, með því að læða
ófólagsJLe^um anda inn meðal skólafólaga
sinna, HÓpur þessi var lítill, en slík-
um mönnum tekst ætíð að ná valdi yfir
fjöldanum með múgsef jun sinni. Sem dæmi
um framkomu þeirra skal minnst á, að
þeir reyndu oftsinnis að koma fundum
"Framtf8arinnar" og Bindindis- og íþr,-
félagsins í uppnám og varð jafnvel svo
ágengt, að á einum'málfúndunum tokst
þeim að fá sjálfan forsetann í lið með
sér. Enn femur má telja fullvíst, að
moldvörpustarfsemi þeirra hafi leitt til
þess, að allmerkilegt orindi í Esperanto
félaginu var illa sótt, og fyrirlestur,
sem flytja átti á vegum Eindindisfólags-
ins fórst fyrir með öllu, - Fleiri dæmi
mætti nefna, en hór verður látið staðar
numið.
í skólanum eru tvö félög, sem hófu
starfsemi sína seint á síðasta skólaári,
þ.e. Bindindisfél, og Esperantofél.
Mikið tjón yrði það, ef þau lognast.út
af og deyja, því að þau efla félagslífið
í skólanum, enda þótt öllum komi ekki
saman um nytsemi þeirra. Einnig væri
æskilegt, að fleiri mynduðu samtök um
áhugamál sín og skal bent á taflfélag í
því sambandi. - En illt væri, ef við lét
um sögu s.l. vetrar endurtaka sig,
Stefnum að því að slíkt hendi okkur ekloi
Við verðum að gera okkur ljósa grein
fyrir því, að gáfurnar einar, namið
sjálft og áhrif lærifeðra okkar skapa
ekki veganestið, sem við þurfum á ófar-
inni lífsleið. Við finnum það einnig og
ekki síður í félagslífinu með því að
treysta samhelani okkar og vináttubönd,
vera allir sem einn, - gera okkur félags
lega þroskaða menn. Þannig verður okkur
kleyft að bera þær byrðar, er samfélag
manna leggur okkur á herðar í bráð og.
lengd.
í októbermánuði 1951.
Ólafur Jens Pétursson,