Litli Bergþór - 01.07.1999, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.07.1999, Blaðsíða 7
Hreppsnefndarfréttir framkvæmdaraðili myndi hlutast til um að umhverfismat yrði gert á svæðinu. Bréf/skýrsla frá verkefnastjórn ísland án eiturlyfja, kynnt. Ákveðið að senda skýrsluna áfram til grunnskóla og foreldrafélagi þess til kynningar. Hreppsráð Biskupstungnahrepps leggur til við hreppsnefnd að á næsta skólaári verði kennurum sem búa í eigin húsnæði og eru í fullu starfi við grunnskólann greiddar krónur 72.000. Það er 36.000 1. desember 1999 og 36.000 1. maí 2000, með það að markmiði að jafna stöðu þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þessar greiðslur greiðast öðrum kennurum í samræmi við starfshlutfall þeirra en nær ekki til stundakennara. Einnig leggur hreppsráð til við hreppsnefnd að húsaleiga hjá sveitarfélaginu hækki frá og með næsta hausti. Hreppsnefndarfundur 13. apríl 1999. Fundargerð hreppsráðs frá 6. apríl. Agla Snorradóttir óskar eftir eftirfarandi bókun vegna 11. liðar. „Ég skora á meirihluta hreppsnefndar að standa við þœr umrœður í kosningabaráttunni að vilja standa vörð um skólann og hafa menntaða kennara. I Ijósi þess að erfitt hefur verið að fullmanna skólann með menntuðum kennurum er afar ánœgjulegt að nú þegar séu komnar umsóknir menntaðra kennara. Til þess að umsóknir standi þarf að bjóða þessum kennurum samskonar og betri starfskjör en tíðkast hér í kringum okkur. Ég skora því á meirihluta hreppsnefndar að sýna þann vilja í verki að skólinn verði eftirsóttur vinnustaður menntaðra kennara. “ Fundargerðin staðfest að öðru leyti. Þriggja ára fjárhagsáætlun Biskupstungnahrepps, síðari umræða. Ragnar S. Ragnarsson sveitarstjóri svaraði fyrirspurnum sem fram komu við fyrri umræðu. Áætlunin var síðan samþykkt og undirrituð. Ársreikningur Biskupstungnahrepps 1998, fyrri umræða. Reikningurinn hefur verið endurskoðaður og áritaður af Einari Sveinbjömssyni, endurskoðanda, og skoðunarmenn sveitarfélagsins Þorfinnur Þórarinsson og Sverrir Gunnarsson hafa skoðað reikninginn og áritað hann. Auðunn Guðjónsson frá KPMG Endurskoðun mætti á fundinn og kynnti ársreikninginn ásamt skoðunarmönnum og sveitarstjóra. Bókun frá samningarnefnd Biskupstungnahrepps við kennara Reykholtsskóla: „Vegna bókunar Öglu Snorradóttur við 11. lið hreppsráðsfundargerðar viljum við að fram komi að viðræður við kennara eru á svipuðum nótum og þeir viðbótarsamningar sem gerðir hafa verið á Suðurlandi undanfama mánuði. Kennarar hafa í höndum tilboð frá samninganefndinni og er það von okkar að hægt verði að ganga frá samningum sem fyrst. Fyrir hönd samninganefndar sveitarfélagsins, Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson og Ragnar Sær Ragnarsson." f kjölfar flutnings á útibúi Landsbanka íslands í Reykholti óskar sveitarstjórn Biskupstungnahrepps eindregið eftir því að opnunartími bankans verði lengdur, og að afgreiðsla verði opin kl. 10:00-16:00 alla virka daga. Ríkisstjórnin hefur ákveðið viðbótarfé í vegamál. Hlutur Suðurlandskjördæmis er kr. 256 milljónir, þar af fara krónur 30 milljónir í að flýta fyrir brú yfir Hvítá og kemur það viðbótarfé árið 2002 og krónur 49 milljónir í Biskupstungnabraut á þessu ári. Hreppsnefndarfundur 11. maí 1999. Ársreikningur Biskupstungnahrepps 1998, síðari umræða. Fara þarf yfir tryggingarmál á sæluhúsum á afréttinum þannig að húsin séu rétt tryggð. Ársreikningurinn samþykktur og undirritaður. Staða í viðræðum við kennara. Sigurlaug Angantýsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Kennarar hafa undirritað sérsamning samninganefndar sveitarfélagsins við kennara og er lagt til að sveitarstjórn Biskupstungahrepps staðfesti hann með undirritun sinni. Samningurinn tekur gildi frá 1. mars 1999 og stendur til þess tíma er nýr aðalkjarasamningur verður gerður. Það er von hreppsnefndar að þessi samningur stuðli að enn betri skóla. Samningurinn undirritaður af hreppsnefnd. Fundargerð frá sameiningarfundi uppsveita Ámessýslu. Farið yfir næstu skref. Sveinn Sæland gerði grein fyrir stöðu mála. Tvær afstöður eru nú uppi í sameiningarmálum annars vegar að sameina alla Ámessýslu og hins vegar afstaða Biskupstungnahrepps og annarra að sameina uppsveitir Ámessýslu eftir því sem kostur er. Lagt er til að fulltrúar sveitarfélaganna í uppsveitunum hittist aftur í nóvember 1999, en að sveitarfélögin vestan við Hvítá hittist áður og að sömu fulltrúar Biskupstungahrepps fari í þær viðræður, þ.e. Margeir Ingólfssson og Sveinn Sæland. Bréf frá Páli Skúlasyni þar sem hann óskar eftir lausn frá setu í hreppsnefnd og nefndum á vegum hreppsins. Samþykkt að veita Páli umbeðna lausn frá störfum. Geirþrúður Sighvatsdóttir tekur sæti Páls í hreppsnefnd. Ráðning skólastjóra. Lagt er til að Amdís Jónsdóttir verði ráðin áfram sem skólastjóri við Reykholtsskóla, en ánægja hefur ríkt með störf hennar við skólann. Lagt er til að gengið verði frá fastráðningarsamningi við Amdísi hið fyrsta. Sveitarstjóra og skólanefnd falið að ganga frá málinu. Lagt er til við hreppsnefnd að hún standi að því að bjóða starfsfólki sveitarfélagsins til grillveislu sunnudaginn 30. maí frá kl. 18:00 og undirstriki með því ánægju með störf starfsmanna sveitarfélagsins nú þegar sumar gengur í garð. Biskupaleið, frá Skálholti að Þingvöllum. Sveinn Sæland kynnti málið en Ásborg Arnþórsdóttir hefur unnið að málinu að undirlagi Ferðafélags Islands. Leiðin er 33 km og hugsuð sem endurreisn sögulegra gönguleiða. Gönguleiðin yrði endurgerð í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi, árið 2000. Sveitarstjórn Biskupstungnahrepps lýsir yfir ánægju með verkefnið og samþykkir þátttöku í því. Tilboð í skólaakstur við Reykholtsskóla. Lagt er til að sveitarstjóri gangi frá ráðningu skólabílstjóra í samráði við formann skólanefndar. Haft Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.