Litli Bergþór - 01.07.1999, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.07.1999, Blaðsíða 10
Italíuferð Barnakórs Biskupstungna Það er spuming hvenær ferðalag hefst. Er það með ákvörðuninni, undirbúningnum, tilhlökkuninni, eða þegar lagt er af stað? Ég kýs að byrja þegar við lögðum upp frá Reykholti, þó mikil vinna og undirbúningur hafi staðið í nær því heilt ár. Þar þurftu allir að leggjast á eitt til að svona ferðalag gæti orðið að vemleika. Það voru miklar æfingar fyrir börnin, keyrsla til og frá fyrir foreldra, velvilji margra, einnig em ótaldar allar kökurnar sem bakaðar voru og fleyttu okkur áfram hálfa leið til Ítalíu. En ekkert af þessu hefði tekist ef ekki hefði notið við bjartsýni og áhuga Hilmars og Hófýar. Ég get ekki talið upp alla sem styrktu þetta ferðalag því þeir voru fjölmargir. En taki þeir þakkimar til sín sem það eiga hvort sem það var í því fólgið að borða kökur hjá kórnum, hlusta á hann á tónleikum eða beinar peningagjafír. Takk, takk fyrir okkur og fyrir að fá að njóta ógleymanlegs ferðalags. 5. júní laugardagur. Lagt af stað frá Reykholti kl. 11:15, börn og fullorðnir kvöddust og mikil tilhlökkun lá í loftinu, en einnig skuggi vegna jarðarfarar Gísla Einarssonar fyrrverandi oddvita og mikils söngmanns, sem var þennan sama dag. Þegar allir voru samt vel kysstir og kvaddir gátum við lagt af stað. Við komum til Keflavíkur kl. 13:00 og lögðum af stað í loftið kl 16:10. Flugið gekk vel og börn og fullorðnir fengu að fara og sjá flugstjórnarklefann. Nokkrir vom að fara í fyrsta sinn til útlanda og vora að vonum spenntir. Við vomm síðan komin út í rútu kl. 23:00 að staðartíma íZúrich og nú tók við keyrsla á hótelið sem átti að vera okkar samastaður, hótel Villa Delle Rose við Gardavatn. Þangað vorum við komin undir morgun. Flestir reyndu að sofa en sumir voru svo spenntir að það gekk ekki vel. 6. júní sunnudagur. Ég og mínir herbergisfélagar vöknuðum við íslensk öskur sem komu frá sundlauginni. það var gott veður og sólin skein. Við fengum okkur hádegismat sem sagt var að væri þríréttaður en ég myndi segja fjórréttaður, því fyrir matinn gátum við gengið í mjög góðan salatbar og nýttu bömin sér það vel. Þegar forétturinn var búinn voru flestir orðnir saddir. Þennan dag vom fyrstu tónleikarnir og átti að syngja með Höllu Margréti í Tizzano, litlum bæ nálægt borginni Parma. Við lögðum af stað kl. 14:00, og hitinn um 34°C. Mörg af börnunum þoldu illa hitann og langa keyrslu og varð mörgum flökurt. Kristín á Kjóastöðumhjúkraði öllum af bestu getu og upp frá þessari ferð fengu allir sem áttu á hættu að kasta upp að sitja á dagblaði, tyggja bílveikityggjó og sitja fremst í rútunni til skiptis. Tónleikarnir hófust svo um kl. 19:00 í að því er virtist í einhverskonar samkomuhúsi staðarins. Bömunum var vel fagnað og að loknum söngnum vora bomar fram veitingar. Þar fengum við að bragða á ekta parmesan-osti og skinku. Bömin fóru svo í kirkju staðarins og tóku nokkur lög með Höllu Margréti og var hljómburðurinn alveg frábær. Þetta var heitasti dagurinn og voru því bömin fegin að komast heim á hótelið um kvöldið og leggja sig. 7. júní mánudagur. Vaknað í rólegheitum en eftir hádegismatinn var lagt af stað til Bologna. Hitinn var talsverður og varð mörgum heitt. Reynt var að stytta sér stundir í rútunni að segja brandara og fleira og urðu þá til þessar vísur aftur í rútunni. Við leggjum afstað í miklum hita loftið ilmar afkúk og svita afvatni tökum stóra bita, suma þjakar þvílík skita. En ekki þá sem þetta rita. Gaman vœri að vita, eitthvað íþessum hita ég vil bara sitja í þessum ógeðslega svita. Öll við erum rosa þreytt. Hér höfum varla sofið neitt. Hálfnakin, mygluð og sitjum gleitt. Getum við ekkifengið þessu breytt? Við erum öll að rotna svo ekki vœri verra að fá að blotna. þetta er eifitt að botna. Svo við skulum skipta um rímorð. Allur þessi kór sem er nú nokkuð stór vill helst fá bjór og ekki þetta slór. Þegar líða tók á ferðina barst fallegur söngur frá bömunum þar sem þau báðu um ís og var söngurinn bæði raddaður og sunginn í keðju. Ekki var hægt að neita þessari góðu bón og keypti Signý ís fyrir 80.000 lírur ofan í allt liðið. Þegar við komum á staðinn var tekið vel á móti okkur og öllum gefið að borða og svo fengum við að kaupa miða á hlutaveltu sem kirkjan var með til styrktar starfi sínu (þeir hafa greinilega frétt af áhuga Islendinga á happadrættum). Við komumst að því að Italir em ennþá óstundvísari en Biskupstungnamenn, þó tónleikamir væru auglýstir kl. 21:00 byijaði kórinn ekki að syngja fyrr en kl. 22:00 en þá var kirkjan S.María Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.