Litli Bergþór - 01.07.1999, Blaðsíða 11
Assunta orðin þéttskipuð
tónleikagestum.
Einsöngvarar á þessum
tónleikum voru hjónin
Olafur Bjarnason og
Margrét Ponzi ásamt Ósk,
Guðbjörtu og Björt.
Það má segja að þessir
tónleikar hafi verið
hápunktur ferðarinnar, þama
hljómaði mjög vel og var
mikið klappað og hrópað og
ætluðu fagnaðarlætin aldrei
að hætta, sérstaklega eftir að
einsöngvararnir höfðu lokið
söng sínum. Eftir
tónleikana dreif að fjöldi drengja og þrátt fyrir
tungumálaörðugleika gátu allir gert sig skiljanlega og var
skipst á mörgum heimilisföngum. Einhver stúlkan í
kómum hafði orð á því að gaman væri að hafa einn
ítalskan strák með sér heim sem gæludýr. Þegar rútan
lagði af stað var okkur veitt fylgd fyrir framan og aftan
rútuna af þessum drengjum.
8. júní þriðjudagur.
Um morgunin var gengið upp í kastalarústir sem
þarna vom. Sungið í fangelsinu sem þarna var, en þar
hafði fyrir langalöngu maður verið látinn dúsa í 30 ár.
(Sungið var lagið ,, Eg vil dvelja í skugga vængja
þinna“). Þennan dag var ætlunin að vera niður við vatnið
og sóla sig í bænum Riva en þá fór að rigna. Við fómm í
staðinn og fengum pizzu. En þegar við vomm að fara út
úr rútunni á veitingastaðinn byrjaði að rigna fyrir alvöm.
Það var svo mikil rigning að vatnið fossaði eftir götunum
og kom upp um niðurföllin. Þegar við höfðum borðað
var stytt upp og við gátum farið í smá göngutúr um
bæinn og verslað aðeins. Strandferðin var í styttra lagi
því við þurftum að fara heim í matinn.
Margir höfðu gert mjög góð kaup og sérstaklega var
hagstætt verð á fótboltatreyjum.
Um kvöldið fengu elstu stelpurnar smá bæjarleyfi í
bænum sem við gistum í Arco til að ganga um og kaupa
ís. Hilmar stóðst samt ekki mátið að láta þær prófa
hljómburðinn í kirkju staðarins og var hann með
eindæmum góður og var það heilög stund að hlusta á
þessar englaraddir syngja ljúfa tóna sem ómuðu um alla
kirkju áður en þeir hurfu út í myrkrið en þeir verða bara
geymdir í hjartastað þeirra sem á hlýddu.
9. júní miðvikudagur.
Feneyjar er eyja eins og nafnið ber með sér, þar sem
enginn bíll er, en þess í stað bátar notaðir til að komast á
milli staða. þama eru kranabátar, sjúkrabátar, vörubátar
og þannig mætti halda áfram.
Lagt var af stað með rútunni kl. 8:15, allir fengu nesti
og fyrirlestur frá Hófý um að víkja ekki frá hópnum.
Aður hafði Hófý lesið fyrir okkur fróðlega og
skemmtilega grein um Feneyjar.. Allir voru klæddir í
gula boli og með svörtu bakpokana sem systir hennar
Guðnýjar Rósu gaf
öllum sem fóru í þessa
ferð. Því var einfalt að
sjá hvar hópurinn var á
ferð og fólk sem var í
gulum bolum í
Feneyjum þennan dag
mátti passa sig að vera
ekki gripið inn í
hópinn. Við
skoðuðum hina
stórfenglegu
Markúsarkirkju með
öllu sínu gullmósaíki.
Sungið var á
Markúsartorgi og var
nestið snætt. Dúfurnar á torginu voru vinsælar hjá
bömunum og var mikið tekið af myndum. Allir fengu að
sigla á gondólum og var það mjög gaman, en ræðaramir
neituðu alveg að syngja fyrir okkur. Við reyndum að
syngja fyrir þá Kristján í Stekkholti en þá brá svo við að
ræðarinn á okkar báti fór og við fengum nýjan. Líklega
hefur honum ekki líkað hin íslenski kaldranalegi söngur
sem jafnast ekki á við O sole mío.
Eftir að vera búin að sigla fórum við að sjá hvernig
gler er blásið og gátu börnin keypt svolítð af
skartgripum. Við fóram svo heim með bátnum um kl. 16.
Þegar við komum á hótelið og búið var að borða var
hópnum skipt og fór Kammerkór niður í Riva að syngja á
tónleikum með Grafarvogskómum í kastalaporti. Síðan
var gengið um miðbæinn, hlustað á lifandi tónlist og allir
fengu sér ís.
Yngri hópurinn fór í sund og fékk sér svo ís í Arco.
10. júní fimmtudagur.
Lagt af stað til Veróna kl. 8 30. Sungið í
hringleikahúsinu og gengið að portinu sem á að vera
sögusvið Rómeó og Júlíu. Þar í garðinum er stytta af
Júlíu sem talin er hafa þann kraft að ef karlmenn halda
um brjóst styttunnar og konurnar um handlegg hennar
munu þau fá allar sínar óskir og drauma uppfyllta. Og
Nestið borðað á Markúsartorgi.
Dúfurnar vinsœlar á Markúsartorgi.
Litli - Bergþór 11