Litli Bergþór - 01.07.1999, Side 8

Litli Bergþór - 01.07.1999, Side 8
Hreppsnefndarfréttir verði í huga að þær bifreiðar sem verði notaðar uppfylli skilyrði til skólaaksturs samkvæmt ítrustu öryggiskröfum. Hreppsráðsfundur 22. júní 1999. Bráðabirgðavegtenging við skipulagt sumarhúsahverfi í landi Tortu, Biskupstungnahreppi. Samþykkt sem bráðabirgðatenging. Fjárveiting Vegagerðar í safnvegi í Arnessýslu 1999. Biskupstungnahreppur er með áætlaðar kr. 600.000.- í nýbyggingu vega í sveitarfélaginu. Kynnt. Fundagerðir Sorpstöðvar Suðurlands nr. 65 frá 11. maí, nr. 66 frá 18. maí og nr. 67 frá 1. júní 1999. Hreppsráð leggur til að Svavar Sveinsson muni sitja aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands, 30. júní n.k. Sveinn Sæland til vara. Staðfest að öðru leyti. Ný gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvamaeftirlit. Kynnt. Niðurgreiðsla daggæslu í heimahúsum til forgangshópa þ.e. einstæðra foreldra og foreldra sem eru báðir í námi samþykkt. Þetta á við um börn sem ekki fá inni í leikskólanum og er þá hvert rými greitt niður af sveitarfélaginu um krónur 18.000,- þá mánuði sem barn er í vistun. Fundargerð almannavarnarnefndar Árborgar og nágrennis frá 7. apríl 1999 og minnispunktar frá 11. mars s.l. Lagt fram til kynningar. Hreppsráð er sammála því að skipuð verði ein almannavamarnefnd fyrir Árnessýslu. Breytingar á fjárhagsáætlun 1999. Vegna sérkjarasamninga við kennara sem samþykktir voru á fundi hreppsnefndar 11. maí s.l. eykst launakostnaður um krónur 3.000.000,- á ársgrundvelli eða krónur 2.500.000 á árinu 1999. Aukinn kostnaður vegna lífeyrisskuldbindinga starfsmanna sveitarfélagsins sem ekki var vitneskja um eykur launakostnað um krónur 1.500.000 á ári eða krónur 700.000 á þessu ári þar sem þessar greiðslur taka gildi frá og með júlí 1999. Greiðsluhlutfall launagreiðanda í lífeyrissjóð fer úr 6% í 11,5%. Sveitarfélagið hefur á árinu 1999 þurft að leysa til sín félagslegar íbúðir og hefur útlagður kostnaður vegna þess verið krónur 2.039.829. Stofnkostnaður og markaðssetning vegna kynningar á Biskupstungum með Björtum dögum helgina 30. og 31. maí var ákveðinn krónur 200.000. á fundi hreppsráðs í mars 1999 og rætt á fundi hreppsnefndar 23. mars en ekki fært til bókar og er því gert nú. Gengið var frá greiðslu á leigu á Fremstaversskála vegna ársins 1998, krónur 180.000,- til Veiðifélags Hvítárvatns. Óskað hefur verið eftir gerð leigusamnings við eigendur Fremstavers vegna ársins 1999 og næstu ára þar á eftir. Til að ná upp í aukinn kostnað á árinu er lagt til að sala á hlutabréfum í Límtré verði aukin um krónur 2.500.000 að nafnverði á þessu ári. Skoðaðir verði eftirfarandi möguleikar í haust og við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár: Útboð á sorphirðu á vegum sveitarfélagsins. Samningar eða útboð á rekstri Aratungu. farfuglaheimilis og tialdstæða sveitarfélagsins. Einnig er rétt að skoða útboð á fleiri þáttum. Ljóst er að mæta þarf útgjaldaaukningu með samdrætti í rekstri og er lagt til að sveitarstjóri leggi fram þær tillögur ekki síðar en á októberfundi 1999. Deiliskipulag Laugaráss og Reykholts, lokaafgreiðsla. Hreppsráð samþykkir að verða við framkomnum athugasemdum að undanskildu því að hringtorg verði áfram inná deiliskipulagi í Reykholti. Skipulag hreppsnefndarfundar 29. júní. Fundurinn verður haldinn í Árbúðum og verður farið frá Reykholti kl. 9:00. og mun ferðin standa fram á kvöld. Ný fræðslunefnd. Sameiginleg nefnd fyrir leikskóla og grunnskóla leysir af hólmi leikskólanefnd og skólanefnda frá og með 1. júlí 1999. Tillögur hreppsráðs að nefndarmönnum eru: Drífa Kristjánsdóttir, formaður aðrir nefndarmenn eru Margeir Ingólfsson og Helga María Jónsdóttir. Til vara Aðalheiður Helgadóttir, Kjartan Sveinsson og Sigríður Egilsdóttir. Hækkun launa til unglinga í vinnuskóla um 4%. Samþykkt. Hreppsráð Ieggur til að eftirfarandi bókun verði samþykkt: Hreppsnefnd Biskupstungna óskar kennurum, nemendum og öðru starfsliði Reykholtsskóla til hamingju með námsárangur veturinn 1998-1999. Sérstaklega vill hreppsnefnd óska kennurum og nemendum 10. bekkjar til hamingju með glæsilegan árangur á samræmdum prófum. Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga frá 20. maí þar sem Lánasjóðurinn samþykkir að veita lán krónur 11.000.000. Lánið kemur til greiðslu í þrennu lagi, 40% 1. júlí, 30% 1. september og 30% 1. nóvember 1999. Þetta er síðar á árinu en gert var ráð fyrir. Lagt fram bréf frá Gunnari Sverrissyni, Hrosshaga um að bæta þurfi heimkeyrslu við Hrosshaga. Lagt til að samgöngunefnd boði fund með Steingrími Ingvarssyni, umdæmisverkfræðingi Vegagerðarinnar og fari yfir það fé sem er til ráðstöfunar í safnvegi 1999. Drög að leigusamningi Rannsóknastöðvar Skógræktarinnar að Mógilsá við Landbúnaðarráðuneytið. Leigusamningurinn er gerður vegna rannsóknarverkefnis í skórækt. Kynnt og staðfest. Hreppsnefndarfundur 29. júní 1999. Haldinn í Árbúðum á afrétti Biskupstungnahrepps. Mættir voru hreppsnefndarmennimir: Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Sigurlaug Angantýsdóttir, Svavar Sveinsson, Þorsteinn Þórarinsson, Geirþrúður Sighvatsdóttir og Sveinn Sæland auk Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra. Sveinn Sæland setti fundinn og minntist Gísla Einarssonar fv. oddvita sem lést 30. maí s.l. Minningarverkefni. Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps leggur til að í minningu Gísla Einarssonar fv. oddvita verði í samráði við ýmis félagasamtök farið í það verkefni að færa Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.