Litli Bergþór - 01.07.1999, Blaðsíða 13
Bændaförin 1938
1. Sveinn Eiríksson í Miklaholti. 2. Júlíana Jónsdóttir í Miklaholti.
3. Kristján Guðnason á Gýgjarhóli. 4. Guðlaug Guðnadóttir á
Gýgjarhóli. 5. Margrét Guðmundsdóttir á Gýgjarhóli. 6. þórður
Kárason á Litla-Fljóti. 7. Ögmundur Guðmundsson á Syðri-
Reykjum. 8. Þórunn Bjarnadóttir á Spóastöðum. 9. Kristín
Sigurðardóttir á Vatnsleysu. 10. Agústa Jónsdóttir á Vatnsleysu.
11. Magnús Ögmundsson á Syðri-Reykjum. 12. Bjarni Gíslason í
Lambhústúni. 13. Erlendur Björnsson á Vatnsleysu. 14. Þórarinn
Þorfmnsson á Spóastöðum. 15. Þorsteinn Sigurðsson á
Vatnsleysu. 16. Ingvar Jóhannsson á Hvítárbakka. 17. Loftur
Bjarnason á Iðu.
í júní árið 1938 efndi Búnaðarsamband
Suðurlands til bændaferðar norður í land. Ragnar
Asgeirsson, ráðunautur, skrifaði ferðasöguna, og
gaf Búnaðasambandið hana út. Hún hefst á þessa
leið: Það var uppifótur ogfit íþorpinu við
Ölfusárbrú morguninn þann 15. júní. Ur öllum
áttum streymdu menn að, sem œtluðu að taka þátt
í bændaförinni, og höfðu margir beðið þessarar
stundar með mikilli eftirvœntingu. Flestir voru
koninir að Ölfusá kl. 6,30, og áttu þó margir 30 -
50 km leið þangað.
Nokkur kveðskapur er í bókinni og er ein
vísan kynnt svona: Ekki var andinn enn kominn
yfir Pál á Hjálmsstöðum. En þarna á brún
Vaðlaheiðar vildi svo til að hann tókfeil og kom
yfir sessunaut Páls, Þórð á Stóra-Fljóti, sem
kvað:
Yfir fagran Eyjafjörð
augum renni mínum.
Hér er dýrð afDrottni gjörð,
dregin hreinum línum.
I Vaglaskógi yrkir Þórður, (sem flestir
kannast við sem bónda á Litla-Fljóti):
Hér er nóg um blómga björk,
blessuð skógargœði.
Vel hefur þróast þessi mörk
íþöglri ró og nœði.
I ferðalok er komið á Þingvelli. Um það
skrifar Ragnar m. a: Og nú komst Þórður á Fljóti
í „stemmningu“ íþriðja sinn íferðinni, og orti
þessa vísu:
Þegar vetrar skúra ský
skuggum kasta sínum,
veit eg að minning vörm og hlý
verður í huga mínum.
I ferðinni voru alls 144 og þar af 21
Tungnamaður. Flestir þeirra eru á meðfylgjandi
mynd.
A. K
STEYPUSTÖÐ SUÐURLANDS ehf
482-1459
482-1955
Litli - Bergþór 13