Litli Bergþór - 01.07.1999, Síða 16
Landgræðsla á
B i skupstungnaafrétti
Eríndi haldið á fundi í Aratungu 19. apríl 1999.
Landgræðsla að frumkvæði heimamanna, hófst
ekki á afrétti Biskupstungnamanna að nokkru marki fyrr
en eftir 1970. Aður hafði Landgræðslan girt nokkrar
landgræðslugirðingar. Arið 1963 var hafist handa á
Haukadalsheiði en sú framkvæmd er ekki til umræðu
hér.
Arið 1967 samdi þáverandi hreppsnefnd við
Landgræðsluna um uppgræðslu við Hvítárvatn, sem
Landgræðslan fól síðan Lionsklúbbnum Baldri og
Lionsklúbbnum Frey til uppgræðslu. Þær girðingar sem
þá voru gerðar eru enn til.
Landgræðslan stóð einnig fyrir því að girt var í
Tjamheiðarbrún og norðan í Bláfellshálsi. Menn hugsuðu
sér að virkja ungmennafélgasandann til góðra verka í
þessum girðingum. Girðingar þessar eru nú horfnar og
ekki sést mikill árangur hvað varðar uppgræðslu þar sem
þær voru. Það eina sem tókst að hefta voru nokkrir
uppblástursgeirar í Tjarnheiðinni utan girðingarinnar.
Eftir Heklugosið 1970 var afrétturinn illa farinn af
öskufalli og var þá reynt að dreifa áburði hér og þar. Það
ár kom beiðni frá Sauðfjárræktarfélaginu til
hreppsnefndar um að hefja samvinnu um uppgræðslu á
afréttinum. Þetta komst nú ekki til framkvæmda fyrr en
1972. Það svæði sem þá var tekið til við að græða upp
var örfoka land norðan við Sandá. Landgræðslan var þá
komin í spilið og borgaði hún 50% af áburðinum en
hreppurinn og sauðfjárbændur helming á móti.
Landgræðslan sá um að dreifa áburðinum með flugvél og
lagði til fræ. Fyrstu árin voru borin á svæðið 100 tonn af
áburði en síðar var dregið úr áburðargjöf í 80 tonn og
síðustu árin sem dreift var með flugvél var enn dregið úr
áburðarmagninu. Þannig voru græddir upp einir 300 ha.
Eftir að Landgræðslufélagið var stofnað 1994 tóku
heimamenn við áburðardreifingunni og á svæðið hafa
verið borin 24 tonn af áburði með áburðardreifurum á
hverju ári síðan. Þetta svæði er gott dæmi um hvað
mögulegt er að gera.
Eftir að nýja húsið í Fremstaveri var byggt var
byrjað aðeins að sá og bera á í kringum húsið. 1995 var
svo aukin uppgræðsla á þessu svæði þegar 6 tonnum af
áburði var bætt við Sandárdæmið og Landgræðslan lagði
til fræ. Fræi var sáð í grennd við Fremstavershúsið í 2 ár
og einnig borið á. Eftir það hefur verið borið á
sáiningarnar.
Bændur í sveitinni hafa á eigin kostnað farið með
úrgangshey og borið í rofabörð. Ein sú fyrsta af slíkum
ferðum var farin árið 1985 þegar farið var með rudda frá
oddvitanum og látið undir börð í Sultarkrika.
1989 gekkst Ungmennafélagið hér í sveit fyrir því
að girtar voru af svokallaðar Rótarmannatorfur. Þar
hefur verið borið á árlega og plantað lúpínu og trjágróðri.
Þegar Landgræðslufélagið var stofnað tók það við
umsjón með girðingunni. í þessari girðingu var gerð
tilraun til að hefta fok úr börðum og græða upp, með því
að láta stóra gröfu slá niður börðin og hlaða fyrir neðan.
Eg veit ekki hvemig þarna lítur út í dag en byrjunin
lofaði góðu.
Upp úr 1990 vom girtar af torfur við Djúphóla
sunnan við Sandá, á vegum Landgræðslunnar, Rala og
líklega Stöðvar 2. Þar átti að gera einhverskonar tilraun
sem ég veit ekki hver var. Sumar torfurnar em farnar
líklega verið óánægðar með nöfnin sín. Þessi girðing
varð til þess að bændur á uppbæjum keyrðu og dreifðu
skít þar í kring. Þama er því búið að græða upp nokkuð
svæði.
Þegar húsið við Arbúðir var byggt var það á
foksvæði og strax var hafist handa við að reyna að hefta
sandfok í kringum húsið. 2 ár í röð var farið með
heyvagna með böggum sem settir vom í börðin og síðar
var verkinu haldið áfram af unglingavinnunni sem dreifði
úr rúllum í börð á svæðinu. Sáð var landgræðslufræi og
borið á í kring og er nú húsið á grónu svæði. Hóllinn
norðan við húsið er orðinn svo til gróinn og þekkist hann
langt að fyrir vikið. Einnig hefur nær alveg tekist að
stöðva sandfok að húsinu.
Stærsta landgræðsluverkefnið, sem ráðist hefur
verið í á afréttinum, er svo uppgræðslan á Tunguheiði og
Hólalandi. 1997 var gerður samningur milli
Landgræðslunnar og landeigenda um uppgræðslu á
svæðinu. Áætlað er að ljúka uppgræðslunni mikið til á
fjórum ámm. 1997 var um 2400 ha svæði girt og hafist
handa við að græða landið. Bændur hér úr sveit hafa
verið þarna við landgræðslustörf og árangur af því starfi
er aðeins farinn að sjást. Þeir hafa unnið við að dreifa
áburði og sá grasfræi í um 200 ha. Einnig hefur
Landgræðslan plantað og sáð lúpínu. Nú verður því
spennandi að sjá hverning til tekst við að koma gróðri í
þetta eyðiland.
nugamenn um LandgrϚslu huga i
tilraunastarfmu í Djúphólum.
Litli - Bergþór 16
Arnheiður Þórðardóttir